Fréttablaðið - 12.06.2001, Síða 6

Fréttablaðið - 12.06.2001, Síða 6
SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér um Vinnu- skólann? 1 Mérfinnst mm. HTBBfcr Pfí\J 1/ tt'iyí hann mjög finn. en vinnan mætti vera bet- ur borguð og svo vil ég líka •eiga möguleika á að vinna meira. Þeir sem eru í 8. bekk fá bara vinnu i þrjá og hálfan tíma á dag og það finnst mér of litið. En svo finnst mér ókostur að þurfa að vinna aðra hverja viku eftir hádegi og hina fyrir hádegi, mér finnst ekkert verða úr deginum þegar við vinnum bara eftir há- degi. Það má líka koma fram að okkur var skítkalt í rigningunni í dag. Hiídur Sigurðardóttir er 14 ára og þetta er fyrsta sumarið hennar i Vinnuskóla Reykjavíkur Kanada: ; Alzheimer- ' sjúklingur myrðir tvo - og særir einn , toronto, ap. 74 ára gamall maður hef- . ur verið kærður fyrir að berja tvo , herbergisfélaga sína til dauða á ■ alzheimersdeild hjúkrunarheimilis í r Kanada og fyrir að reyna að myrða r þann þriðja. Lögreglan í Toronto var r kvödd á staðinn eftir að sést hafði til r hins aldna Piara Singh Sandhu, lemja r aðra sjúklinga í höfuðið með stálhlut, r sem líklega var fenginn úr hjólastól. ' Fjölskylda annars fórnarlambsins, hins 71 árs gamla Ezzeldine Elroubi var að vonum skelfd yfir atburðin- um: „ástæðan fyrir því að við fengum hann hingað á hjúkrunarheimilið var sú að hann ráfaði burt af heimili sínu og því höfðum við áhyggjur af öryggi hans. Enn kaldhæðnislegt, „sagði stjúpsonarsonur hans, Ahmed Helmi eftir árásina. Starfsfólk alzheimerdeildarinnar kveið því mjög að fara f vinnuna dag- inn eftir atburðinn þar sem það þurfti að útskýra fyrir meirihluta hinna minnissnauðu sjúklinga hvaða hræðilegi atburður hefði gerst dag- inn áður. ■ SIGLT Á STRÆTUM Tugþúsundir íbúa Houston flýðu heimili sín um helgina vegna flóðanna. iexas: Gríðarlegt tjón vegna flóða HousTON. ap. Sextán manns hafa látist í flóðum í Texas og Louisiana undan- farna daga. Talið er að tjón af völdum þeirra í Houston eingöngu nemi um emum milljarði dollara. Lee Brown, borgarstjóri Houston, hvatti atvinnu- rekendur til þess að gefa starfsmönn- um sínum frí í gær, að nógu væri að huga. íbúar Houston og nágrennis hafa margir hverjir þurft að yfirgefa heimili sín en tugir þúsunda heimila hafa skemmst í flóðunum sem fylgdu í kjölfar fellibyljarsins Allison í síð- ustu viku Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, lýsti yfir neyðarástandi í 28 sýslum vegna flóðanna. Flestir þeirra sem fórust í flóðun- um drukknuðu, þar á meðal ein kona sem drukknaði í lyftu í Houston. Að minnsta kostir tveir fengu raflost frá raflínum. Björgunarmenn notuðu báta og þyrlur til að bjarga fólki en t.d. þurfti að bjarga fólki af þökum húsa. Þá lentu margir ökumenn í vandræðum þar sem flætt hafði yfir yfir vegi og sukku sumir bílar eða flutu með flóðvatninu. ■ 6 FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2001 ÞRIÐJUDAGUR Nepal: Draugum úthýst Neytendamál: ESB rannsakar hátt verð DVD-diska KflTMANÐU. ap. Hindúaprestur, klædd- ur eins og hinn nýlátni konungur Nepal, var rekinn út úr Katmandu af þúsundum manna í gær. Um var að ræða forna trúarathöfn en með henni er ætlunin að úthýsa draugum kon- ungsfjölskyldunnar og hreinsa sál nepalska konungsins. Ellefu dagar eru liðnir síðan kon- ungsfjölskyldan lést í fjöldamorðum. Nepalskir ráðamenn fylgdust með at- höfninni en í henni er prestinum gefnar eigur konungsins og hann síð- an sendur í útlegð úr Katmandu daln- um. Rannsókn á morðunum stendur enn yfir og bíður nepalskur almenn- f ÚTLEGÐ Áður en presturinn var rekinn í útlegð snæddi hann dýrindis máltíð sem innihélt 84 hráefni. Fyrr á öldum hefði líkamsleifar konungsins verið þar á meðal en að sögn embættismanna var einungis aska kon- ungsins í máltíðinni. ingur niðurstöðunnar óþreyjufullur. Margir vilja ekki trúa því að krón- prinsinn hafi myrt fjölskylduna, áður en hann fyrirfór sér, eins og fyrstu fregnir hermdu. ■ brussel. belgIu. flp. Evrópusambandið ætlar að hefja rannsókn á því hvort bandarískir dreifendur DVD-geisla- diska séu að okra á diskunum fyrir evrópubúa. Neytendahópar hafa þrýst á Evrópusambandið um aðgerðir, en mikið hefur verið kvartað vegna hárr- ar verðlagningar diskanna. „Við send- um á föstudaginn bréf til sjö helstu dreifingaraðila DVD- diska í Banda- ríkjunum til að finna út hvort þeir noti svæðismerkingar vörunnar sem ástæðu fyrir hærra verði diskanna í Evrópu heldur en í Bandaríkjunum." Svæðismerkingar þessar eru settar á diskana til að takmarka notkunargildi þeirra í heiminum, þannig að þeir sem kaupa DVD-diska í Bandaríkjunum geta í fæstum tilvikum spilað þá í evr- ópskum DVD-spilurum. Evrópusam- bandið mun í þessu samhengi rann- saka hvort að þessar svæðismerking- ar samræmist lögum sambandsins. Þau fyrirtæki sem framleiða disk- ana hafa haldið því fram að svæðis- merkingar séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir ólöglegar upptökur á diskunum og til að auðvelda innkomu höfundagjalda fyrir diskana. ■ Sóldýrkendurnir bóka seinna en áður Ekkert lát á ferðalögum íslendinga til útlanda. Grikkland og Portúgal vinsælustu áfangastaðirnir. Ferðaskrifstofur hafa aðlaðað sig að breyttum markaði. FERÐALÖc íslendingar bóka utanlands- ferðir sínar seinna á þessu ári en í fyrra, sagði Guðjón Auðunsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýn. Hann segir að flestum aðil- um í ferðaþjónustu beri saman um það að markaðurinn sé ögn daufari nú en hann hefur verið en engu að síður sé líf í tuskunum. „Fólk er hreinlega að taka ákvarð- anir seinna en það hefur gert. Brott- farir sem að við horfðum á nokkuð grisjaðar fyrir nokkrum vikum síðan eru nú fullbókaðar. Það er nú talið á fingrum annarrar handar þær brott- farir sem við höfum haft á þessu ári sem ekki hefur verið uppselt í,“ sagði Guðjón. Hann sagði að ferðaskrif- stofan hefði fækkað sætum og þan- nig hafi nýtingin á sætum batnað um- talsvert í prósentum, ásamt því sem ákvörðun Úrval Útsýn um að hætta með ferðir til Tyrklands hefði bætt hag annarra ferðaskrifstofa. „Einnig má benda á það að hér er ný ferðaskrifstofa á markaðinum - ferðaskrifstofan Sól - þannig á heild- ina litið býst ég við því að framboð á sætum sé svipað á þessu ári og á því síðasta," sagði Guðjón. Hörður Gunnarsson, forstjóri Úr- val Útsýn, segir að fyrirtækið sé búið að aðlaga sig að markaðinum. Hann segir að töluvert minni eftirspurn hefði verið eftir sætum og því hefði m.a. verið ákveðið að hætta með lýrklandsferðirnar og draga saman seglin á öðrum sviðum. „Þrátt fyrir að eftirspurn eftir sætum erlendis hafi aðeins minnkað hefur eftirspurn eftir ferðum innan- lands aukist um 10 prósent,“ sagði Hörður og bætti því við að erlendir ferðamenn væru einnig að eyða meiri pening þegar til landsins er komið heldur en áður. „Ég held að það sé engin verð- bólguhrollur í fólki - ég get ekki séð það á rekstrinum hjá okkur. Árið í fyrra var óeðlilegt og árió í ár er svona eins og það á að vera,“ sagði Hörður. Vinsælustu áfangastaðir íslend- inga um þessar mundir virðast vera Grikkland og Portúgal ásamt því sem fjölmargir leggja enn leið sína í hót- elfrumskóginn á sólarströndum Spánar. omarr@frettabladid.is FLATMACAÐ íslendingar eru hrifnir að því að sleikja sól- ina í utlöudum þær fáu vikur á ári sem hún lætur sjá sig hér á landi. Búist er við því að Úrval Útsýn og Samvinnuferðir Landsýn muni samtals flytja yfir 30 þús- und manns til hlýrra landa í sumar. Kjaradeilur stéttarfélaga og ríkisins: ,,Ekki er allt sem sýnist“ Bilað viðvörunarkerfi fór í gang: Mikill viðbúnaður KjflRflMÁL „Þetta er stormur í vatns- glasi,“ segir Gunnar Björnsson for- maður samninganefndar ríkisins, um umfjöllun fjölmiðla um kjaramál að undanförnu. Hann segir ríkisgeirann vera um 10 prósent af vinnumark- aðnum og þar af hafi þeir þegar samið við um um 80 prósent stéttar- félaga eða um 73 prósent ríkisstarfs- manna. Það eru því um tvö prósent af vinnumarkaðnum sem enn eigi eftir að gera kjarasamninga við. „Hinsvegar eru þetta mjög mikil- væg störf, þetta eru hópar sem halda uppi grundvallarþáttum í okk- ar samfélagsþjónustu. Mjólkurfræð- ingar hér á árum áður voru til dæm- is ekkert mjög fjölmennir en þeir höfðu heljartak á íslensku þjóðlífi," segir Gunnar Björnsson. Til stuðnings því hversu ranga mynd fólk hefur oft af kjaradeiluin stéttarfélaga bendir Gunnar á að rík- ið semji við öll stéttarfélög landsins nema flugfreyjur og verslunarfólk, þó hér sé ekki um nema tíu prósent af vinnumarkaðnum aó ræða. Það liggur í því að í sama stéttarfélaginu sé fólk sem hefur nnsmunandi vinnuveitendur, sumir þroskaþjálfar falli undir ríkið, aðrir undir Reykja- víkurborg, launanefnd sveitarfélaga eða sjálfseignarstofnanir. ■ GUNNAR BJÖRNSSON FORMAÐUR SAMNINGANEFNDAR RfKISINS Mjólkurfræðingar eru fámennir en hafa heljartak á þjóðinni. brunabjalla Eldvarnarkerfi utanrík- isráðuneytisins fór í gang í gær klukkan 17:15 og var slökkvi- og á vettvang. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang kom í ljós að urn bíl- un var að ræða í kerfinu og því öllum óhætt. Tveir slökkviliðsbílar og einn sjúkrabíll var kallaður á vettvang ásamt nokkrum lögreglubílum. Að sögn slökkviliðsins eru ekki meiri varúðarráðstafanir viðhafðar þegar um er að ræða opinberar byggingar en heimili einstaklinga. Verió er að athuga hvað olli bilun kerfisins. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.