Fréttablaðið - 03.07.2001, Side 7
PRIDJUPAGUR 3. júlí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
7
• WkWMSík.
íil-Sg; - ■ ''Wpí'
Kína:
Attræðisafmæli
kommúnistaflokksins
peking. ftp. Þúsundir komu saman í Al-
þýðuhöllinni í Peking til að fagna 80
ára afmæli kínverska kommúnista-
flokksins í gær. í tveggja tíma ræðu
sinni í tilefni dagsins viðurkenndi
flokksleiðtoginn Jiang Zemin mikil-
vægi starfsfólks einkageirans og
starfsfólks erlendra fyrirtækja fyrir
kínverskt viðskipalíf. Ekkert í ræð-
unni benti þó til þess að kínverskir
kommúnistar hyggist draga úr völd-
HEIÐURSVÖRÐUR LÖGREGLUNNAR
í tilefni áttræðisafmælisins var efnt til há-
tíðarhalda á Torgi hins himneska friðar.
um sínum en aukin umsvif einka-
geirans og hnignun ríkisrekinna fyr-
irækja hafa haft miklar breytingar á
kínversku samfélagi í för með sér.
Kínverski kommúnistaflokkurinn
er sá stærsti í heimi, 64,5 milljón
manns eru skráðir félagar í honum. í
tilefni afmælisins notuðu ráðamenn
tækifærið og leituðust við að réttlæta
hlut sinn í einræðisstjórn sinni á
landinu. Ríkisrekin dagblöð fluttu
fréttir af því hversu lífskjör í Kína
hafa batnað mikið á valdatíma hans
og lögðu áherslu á hlut hans í að gera
Kína að stórveldi. ■
Tvær íslenskar stúlkur:
Fengu ekki að
fljúga heim
óspektir Tveimur stúlkum á tvítugs-
aldri var meinaður aðgangur að flugi
Flugleiða frá Frankfurt til Keflavíkur
aðfaranótt mánudagsins. Að sögn
Guðjóns Arngrímssonar, upplýsinga-
fulltrúa Flugleiða, var ástæðan sú að
stúlkurnar létu mjög ófriðlega.
Stúlkurnar sem voru undir áhrif-
um áfengis létu sem fyrr segir öllum
illum látum og þurfti lögreglan á flug-
stöðinni í Frankfurt að hafa afskipti af
þeim. Stúlkurnar voru hluti af stærri
hóp og var ákveðið að hópstjórinn yrði
eftir með þeim í Frankfurt. Ekki þyk-
ir ástæða til að meina þeim frekari að-
gang að flugvélum Flugleiða og eiga
þær því greiða leið heim. ■
Hitnar í kolunum í
kjölfar afsagnar Trimble
Mótmælendur á Norður-írlandi krefjast þess að Sinn Fein verði rekinn úr heimastjórninni. Eftirlitsnefnd með
afvopnun Irska lýðveldishersins staðfestir að afvopnun sé ekki hafin. Friðarsamkomulagið frá 1998 er í hættu.
SEAMUS MALLON RÆÐIR VIÐ BLAÐAMENN
Leiðtogi SDLP gagnrýndi Sinn Fein í gær og sagði flokkinn ekki geta skotið sér hjá ábyrgðinni sem fylgdi tengslum við IRA.
belfast. ap. Mótmælendur kröfðust
þess í gær að Sinn Fein, hinn póli-
tíski armur írska lýðveldishersins,
IRA, yrði rekinn úr heimastjórninni
á Norður-írlandi. Fjórir flokkar sitja
í heimastjórninni. Afsöng forsætis-
ráðherrans, David Trimble, á sunnu-
dag hratt af stað deilum flokka á
milli og hætt er við því að heima-
stjórnin leysist upp í kjölfarið og
friðarsamkomulagið frá 1998 sé í
hættu. Trimble sagði af sér vegna
þess að IRA hefur ekki staðið við af-
vopnunaráætlun sem lýðveldisher-
inn samþykkti í fyrra og átti að taka
gildi í júní 2001.
Staðfest var í gær af nefndinni
sem hefur eftirlit með afvopnun IRA
að ekkert skref hefði verið stigið í
afvopnunarmálunum. John de
Chastelain, formaður nefndarinnar,
sagði að IRA hefði enn ekki gefið
upp neina dagssetningu um hvenær
eða hvernig yrði staðið að afvopnun-
inni.
Trimble hvatti í ræðu sinni á
breska þinginu bresku ríkisstjórnina
til þess að sýna lýðveldishernum og
Sinn fein enga undanlátssemi. Þrýst-
ingur hefur einnig aukist á Jafnaðar-
manna- og verkamannaflokkinn
(SDLP), sem er stærsti flokkur kaþ-
ólikka í heimastjórninni um að slíta
tengslin við Sinn Fein. Flokkur
Trimble, Sambandsflokkur Ulster og
SDLP hafa nægilegan þingstyrk til
starfshæfrar stjórnar án Sinn Fein.
Formaður SDLP, Seamus Mallon,
vék sér undan því að svara hvort
hann myndi taka þátt í brottrekstri
Sinn Fein úr stjórninni. Hann hefur
gagnrýnt Trimble fyrir afsögnina og
segir hana einungis gera illt verra í
viðkvæmu ástandi á Norður-írlandi.
Hann gagnrýndi hins vegar Seinn
Fein einnig og sagði það skammar-
legt af IRA að hafa ekki staðið við af-
vopnunarsamkomulagið.
Leiðtogi Sinn Fein, Gerry Adams,
snerist til varnar í gær. Hann sagði
engan grundvöll til að flokkkur hans
færi úr stjórninni og hvatti Breta og
SDLP til að að láta ekki undan þrýst-
ingi Sambandssinna. Hann lagði
áherslu á þann árangur sem orðið
hefði í afvopnunarmálum, t.d. að
IRA ætti enn í viðræðum við de
Chastelain. ■
Nektardansstaðurinn Bóhem:
Tugir manna
yfirheyrðir
vændi „Við höfum verið að yfirheyra
starfsfólk og aðra sem hafa unnið
þarna,“ sagði Sigurbjörn Víðir Egg-
ertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn,
þegar hann var spurður um fram-
vindu Bóhem-málsins svokallaða en
eins og kunnugt er leituðu fjórar eist-
neskar nektardansmeyjar til lög-
reglu og sökuðu rekstraraðila nektar-
dansstaðarins Bóhem óbeint um að
hafa hvatt þær til að stunda vændi.
Sigurjón Víðir sagði málið mjakast
vel áfram og að fjöldi þeirra sem
rætt hefði verið við skipti tugum.
„Málið verður síðan sent lögfræði-
deild til umsagnar þar sem ákvörðun
verður tekin um hvort ástæða þyki að
höfða mál á hendur eigendum staðar-
ins.“
Fram hefur komið í fréttum að
lögreglan í Reykjavík og starfsmenn
skattrannsóknarstjóra ríkisins hafi
gert húsleit á Bóhem og lagt þar hald
á bókhaldsgögn fyrirtækisins. Skúli
Eggert Þórðarson, skattrannsóknar-
stjóri, vildi ekkert láta hafa eftir sér
þegar hann var spurður á hvaða stigi
rannsóknin væri. ■
NEKTARDANSSTAÐURINN
BÓHEM
Rannsóknarlögreglan hafa
fengið til yfirheyrslu starfsmenn
staðarins og einnig þá sem
unnið hafa þar i gegnum tíðina.
BÖLLIN ÞÉTT í SUMAR
Dansleikir um helgina gengu áfallalaust i
umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki og
ungmennum heimil innganga.
„Flöskuböllin" í Skagaíirði:
Alþingi þarf
að breyta lög-
unum
sveitaböll „Ég hef ekki heyrt annað
en að ballið hafi farið vel fram,“ seg-
ir Ríkharður Másson, sýslumaður á
Sauðárkróki, um dansleik sem hald-
inn var í Miðgarði í fyrsta skipti um
helgina eftir að dómsmálaráðuneyti
felldi úr gildi ákvörðun hans um að
meina ungmennum yngri en 18 ára
aðgang að „flöskuböllum“ í umdæm-
inu.
„Ég held að Alþingi verði að brey-
ta lögunum, ef ég á að segja alveg
eins og er, um verndun barna og ung-
menna,“ segir Ríkharður. Hann segir
alla sjá það í hendi sér að áfengis-
drykkja ungmenna sé allt of mikil og
telur að eitthvað þurfi að gera þó það
gerist ekki allt í einu.
„Fyrirkomulagið verður óbreytt
nema eitthvað skelfilegt komi upp,
sem við vonum að verði ekki.“ Rík-
harður segir að skilyrði fyrir
skemmtanaleyfinu sé að dyraverðir
komi í veg fyrir að fólk beri áfengi
með sér innan klæða á dansleikinn.
Hann segist reikna með að böll
verði haldin í Miðgarði hverja helgi
það sem eftir lifir af sumri. ■
Kursk:
Áhyggjur af
geislamengun
AE Geislavarnarráð norska ríkisins
hefur varað við því að sýni Rússar of
mikla fljótfærni í tilraunum sínum til
að ná kafbátnum Kúrsk af botni
Barentshafs auki það líkur á að geisl-
un berist í hafið.
Kafbáturinn Kúrsk sökk 12. ágúst
og fórst öll áhöfnin, 118 talsins. Rúss-
ar stefna að því að ná bátnum af hafs-
botni og eiga aðgerðir að hefjast í
þessum mánuði. Áætlað er að aðgerð-
unum ljúki um miðjan september.
Kafbáturinn, sem knúinn var af
kjarnorkukljúf og hefur að geyma
ósprungin tundurdufl, liggur á um
108 metra dýpi og er hann nálægt
fiskimiðum Norðmanna og Rússa.
Yfirmenn í rússneska flotanum
staðhæfa að aðgerðirnar séu alger-
lega hættulausar. Þeir ætla að bora
26 göt í flak kafbátsins og festa víra
þar í. Síðan á að draga bátinn til hafn-
arborgarinnar Múrmansk í norður-
hluta Rússlands. ■