Fréttablaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 8
FRETTABLAÐIÐ
8
FRÉTTABLAÐIÐ
5. júli 2001 ÞRIÐJUDACUR
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsfmi: 515 75 00 ■
Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettab!adid.is
Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf. - Slmi 595 6500
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskílur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum
án endurgjalds.
1 BRÉF TIL BLAÐSiNFT
MIÐBORG REYKJAVÍKUR
Sólaeyjargata og Pósthússtræti upprifin.
Sumarrask í
miðborginni
Miðborgarmaður skrifar:
catnacerð Nú hefur Sóleyjargatan í
Reykjavík verið uppgrafin í marga
mánuði og ekki sleppir fyrr fram-
kvæmdum í Austurstræti en Póst-
hússtrætið er allt rifið upp. Reyk-
víkingar geta að sönnu fagnað
þessari framkvæmdagleði og sjálf-
sagt verður endanlega ágætt að
hresst hefur verið uppá þessar
gömlu götu. En spurning er hvern-
ig framkvæmdum er raðað í
Reykjavík. Er nauðsynlegt að vera
að þessu raski yfir hásumarið þeg-
ar miðborgin er sem fallegust og
sem mest umferð þar bæði af bíl-
um, gangandi fólki, ferðamönnum
og fólki sem stundar skemmtana-
lífíð bjartar nætur. Lokun Sóleyj-
argötunnar hefur fært umferðina
til og valdið því m.a. að erfitt er
fyrir leigubílstjóra að komast á
miðstöð sína í Lækjargötunni þar
sem áður var hægt að ganga að
leigubílum vísum á nóttunni til
bóta fyrir næturlífið. Og ferðafólk-
inu finnst það áreiðanlega enginn
fegurðarauki að koma að öllu sund-
urgröfnu í miðbænum. Ljóst má
vera að ekki er hægt að stunda
þessar umbætur um hávetur, en
haustin og vorin ættu að vera bet-
ur fallin til þess að standa í slíkum
stórframkvæmdum í miðborginni
heldur en björtustu sumarmánuð-
urnir.
Miðborgin er afskaplega við-
kunnanlegur verustaður á sumrin
og þess vegna ættu borgaryfirvöld
að huga betur að röðun fram-
kvæmda þannig að þær setji ekki
allt á annan endann í miðborginni á
sumrin. ■
Yfirborgarstjórn á áhrifasvœði Reykjavíkur?
Sú var tíðin að talsvert bar á ríg
milli sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu. Nú er annað uppi og varla
líður svo mánuður að ekki sé tilkynnt
um ný samstarfsverkefni milli bæj-
arfélaganna eða sagt frá ákvörðun-
um sem eru ávöxtur
vaxandi samstarfs.
Hér nægir að minna
á sameiningu bruna-
liða á höfuðborgar-
svæðinu og byggða-
samlagið um strætó.
Þá hafa fulltrúar
átta sveitarfélaga á
svæðinu um nokkurt
skeið unnið að sam-
eiginlegu aðalskipu-
lagi þar sem reynt er að móta heild-
arsýn yfir skipulagsþróun á höfuð-
borgarsvæðinu. Samstarf þróast um
sameiginleg verkefni án þess að
stærðarmunur sveitarfélaga valdi
vandræðum.
Nú tíðkast það líka að farið er að
ræða um áhrifasvæði höfuðborgar-
innar, og er það talið ná til Borgar-
fjarðar, Árborgarsvæðisins og Suð-
urnesja. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri talar um sameiginlegt
atvinnu-, þjónustu- og samgöngu-
svæði. Hér eru mörg góð verkefni til
að sameinast um eins og Gísli Gísla-
son bæjastjóri á Akranesi hefur bent
á. Samstarf Reykvíkinga í orkumál-
um við Akurnesinga og Ölfusbúa ber
vitni um þetta. Stórverkefni í sam-
göngumálum blasa einnig við. Miðað
við aðra landshluta er ekki blöðum
um það að fletta að þróunin er um
flest jákvæð á þessu svæði og það
hefur einkennst af fólksfjölgun,
Mál manna
Einar Karl Haraldsson
ræðir um vaxandi samstarf sveitar-
stjórna sem eru undir borgaráhrifum
tekjuaukningu og uppgangi. Það er
og sameiginlegt áhyggjuefni í þess-
um landshluta ef þjónustu- og bygg-
ingariðnaður fer að dragast saman,
og afturkippur kemur í þróun upplýs-
inga- og hátækniðnaðar. í skýrslu
Nýsis sem unnin var fyrir byggða-
nefnd Samtaka sveitarfélaga er á það
bent að verði samdráttur á þessu
svæði sé næsti viðkomustaður fólks
sem flykkst hefur þangað m.a. af
landsbyggðinni, ÚTLÖND. Þess
vegna m.a. er „áhrifasvæði Reykja-
víkur“ kannski fyrst og fremst í sam-
keppni við önnur borgarsvæði í Evr-
ópu.
Spurning er hvenær þetta aukna
samstarf fer að kalla á einhverskon-
ar yfirborgarstjórn - nýtt stjórnvald
sem taki á sameiginlegum hags-
munamálum á „áhrifasvæði Reykja-
víkur“? ■
—♦—
„Ingibjörg
Sólrún Gísla-
dóttir borgar-
stjóri talar um
sameiginlegt
atvinnu-,
þjónustu- og
samgöngu-
svæði."
—4—
Einkaleyfi stuðla að
framþróun vísindanna
Efni náttúrunnar geta verið einkaleyfishæf ef efnið
hefur verið einangrað frá sínu náttúrulega umhverfi
eða það framleitt með tæknilegri aðferð.
einkaleyfi Ásdís Magnúsdóttir, lög-
fræðingur hjá A&P Árnason, fjallaði í
sínum fyrirlestri á ráðstefnu Einka-
leyfastofunnar um vernd uppfinninga
á sviði líftækni í Evrópu. Hún sagði að
með tilskipun Evrópusambandsins frá
árinu 1998 hafi löggjöf verið færð
nær þeirri þróun sem orðin var í líf-
tæknirannsóknum sem miði að vernd-
un uppfinninga á því sviði. Tilskipun-
in hafi fest í sessi framkvæmd sem
mótast hefur á undanförnum árum,
tekið af skarið með það sem óskýrt
þótti og ítrekað annað.
Ásdís sagði að uppfinningar í líf-
tækni hefðu lengi vel ekki verið
einkaleyfishæfar vegna þess að þær
uppfylltu ekki hin almennu skilyrði
einkaleyfalaganna. Sérstaklega voru
það tvö skilyrði sem stóðu í vegi fyrir
vernd líftækniuppfinninga. Annars
vegar krafan um að uppfinning þyrfti
að vera tæknilega framkvæmanleg og
unnt væri að endurtaka hana eftir lýs-
ingu á framkvæmd hennar og efni
sem notuð voru. Það reyndist erfitt
þegar lifandi verur voru meginuppi-
staða uppfinningarinnar og niðurstöð-
ur háðar lífverum í hverju tilviki og
ekki var trygging fyrir að niðurstaðan
yrði sú sama. Hins vegar var einka-
leyfakerfinu ekki ætlað að vernda
uppgötvanir sem ávallt hafa verið til í
náttúrunni og fólu ekki í sér neina ný-
sköpun.
Eftir mikla vinnu var fundin lausn
á mögulegri endurtekningu uppfinn-
inga með tilkomu genatækninnar og
genaferjunar, sem geri vísindamönn-
um kleift að framleiða lífrænar afurð-
ir með tækniiegum aðferðum og end-
urtaka uppfinninguna.
Það sem snéri að uppgötvunum í
náttúrunni var farin sú leið í dóma-
framkvæmd að viðurkenna að efni
náttúrunnar gætu verið einkaleyfis-
hæf ef efnið hafi verið einangrað frá
sínu náttúrulega umhverfi eða það
framleitt með tæknilegri aðferð. Á
þessu er byggt í tilskipun Evrópusam-
bandsins varðandi mat á einkaleyfis-
hæfi á efni náttúrunnar.
ERFÐAEFNIÐ EINKALEYFISHÆFT
Deilur varðandi tilskipun ESB um líftækni-
rannsóknir og verndun uppfinninga risu
vegna reglna um möguleg einkaleyfi á
mannslíkamanum.
Tilskipunin á fyrst og fremst að
mynda lagalegan ramma um rann-
sóknir í líftækni í Evrópu og gera fjár-
festingar á þessu sviði mögulega arð-
bærari. Tilskipunin er þó ekki síður
talin mikilvæg út frá hagsmunum al-
mennings og í henni er settur fram
siðferðilegur fyrirvari varðandi upp-
finningar og tilgreint hvað getur ekki
talist einkaleyfishæft undir nokkrum
kringumstæðum. ■
LÍTUM TIL EVRÓPU
Evrópska einkaleyfastofnunin hefur gefið mikið út af einkaleyfum fyrir uppfinningar sem
byggja á hugbúnaði og hefur frekar verið slakað á kröfunum en hitt.
Einkaleyfi á tölvu-
forritum möguleg
Ásta Valdimarsdóttir telur að við túlkun einka-
leyfalaganna hér verði litið til framkvæmdar á Norður-
löndum og hjá Evrópsku einkaleyfastofnuninni.
einkaleyfi Ásta Valdimarsdóttir, lög-
fræðingur, fjallaði um einkaleyfi á
hugbúnaði á ráðstefnu Einkaleyfa-
stofunnar um hugverkavernd sem
haldin var nýlega. Ásta sagði tölvu-
forrit njóta verndar höfundarréttar-
laga í dag og margir teldu ekki hægt
að fá einkaleyfi á hugbúnaði. Þetta
er að nokkru leyti rétt en þó væri
hægt að fá vernd á uppfinningum er
tengjast hugbúnaði og nefndi Ásta
fordæmi frá Evrópu máli sínu til
stuðnings.
í erindi sínu sagði Ásta að ekki
hafi reynt á framkvæmd einka-
leyfalaganna hér á landi varðandi
tölvuforrit en líklegt að til þess komi
innan skamms. í lögunum segir að
nýjungar sem eingöngu varða forrit
fyrir tölvur eru ekki taldar til upp-
finninga. f greinagerð segir svo að
mörg tölvuforrit geta talist til upp-
finninga í skilningi einkaleyfalaga
og ákvæðið taki eingöngu til forrita
sem einungis eru framsetning á hug-
arstarfsemi og því án tæknilegra
eiginleika.
Ásta telur að við túlkun laganna
hér á landi verði litið til fram-
kvæmdar á Norðurlöndum og hjá
Evrópsku einkaleyfastofnuninni,
EPO, sem hafa eins ákvæði í sinni
löggjöf. EPO er leiðandi í einkaleyfa-
málum í Evrópu og hefur mikið
reynt á einkaleyfisvernd hugbúnað-
ar þar og framkvæmd tekið miklum
breytingum á síðustu árum. Þar eins
og hér eru tölvuforrit, sem slík, und-
anskilin einkaleyfisvernd en þrátt
fyrir það hafa verið veitt mörg
einkaleyfi á uppfinningum sem
tengjast hugbúnaði.
Það sem mest er deilt um þegar
sótt er um einkaleyfi á hugbúnaði er
hvort í honum felist lausn á tækni-
legu vandamáli. Ef svo er þá getur
hugbúnaðurinn verið einkaleyfis-
hæfur. Hugbúnaðurinn er þá oftast
hluti af annarri vöru, t.d. vélbúnaði,
eða felur í sér ákveðna aðferð sem
hefur tæknilega lausn. Þá er um að
ræða svokallað aðferðareinkaleyfi.
Áfrýjunarnefnd EPO hefur stað-
fest þetta með úrskurðum sínum. En
miklu skiptir hvernig kröfur í einka-
leyfisumsóknum eru settar fram eða
orðaðar. Það þarf að koma skýrt
fram hver sé tæknilegi vandinn og
lausnin sem uppfinningin hefur að
geyma ef einkaleyfi á að fást og
kröfurnar eiga ekki að taka til hug-
búnaðarins sjálfs. ■
ORÐRÉTT
Mótmœlendur hjartanlega velkomnir
mótmæli „Fyrir um tveimur vikum
síðan var miðborg Gautaborgar nán-
ast lögð í rúst af hópi óeirðarseggja
sem voru að mótmæla leiðtogafundi
Evrópusambandsins. Óeirðir í kring-
um mótmælaaðgerðir af þessu tagi
eru nánast að verða daglegt brauð.
Þannig var Quebec borg í samnefndu
fylki í Kanada leikin grátt í apríl síð-
astliðnum í kjölfar þess að mótmæli
gegn fundi leiðtoga Ameríkuríkja
fóru úr böndunum. Þær raddir hafa
heyrst að mótmælaaðgerðir þessar
séu merki þess að nú sé sprottinn upp
öflug baráttuhreyfing gegn ógnum al-
þjóðavæðingarinnar og heimskapítal-
ismans. Það vekur hins vegar undrun
að þessar meintu baráttuhetjur telji
það málstað sínum til framdráttar að
skemma eigur annarra og standa í
hópslagsmálum við Iögregluþjóna...."
.. „En ætli ísland sé nægilega sval-
ur staður (í óeiginlegri merkingu) til
að lokka þessa baráttuglöðu andstæð-
inga alþjóðakapítalismans? Því lofar
Stefán Pálsson, ritstjóri vefritsins
Múrinn.is, í grein sem birtist á Múrn-
um sl. sunnudag. í greininni býður
Stefán erlenda félaga sína hjartan-
lega velkomna til Reykjavíkur og lof-
ar gistingu. Það er ánægjulegt að ís-
lensk gestrisni skuli enn tíðkast á
meðal úngra róttæklinga hér á landi.
En satt að segja á Maddaman dálítið
erfitt með að sjá þá Stefán Pálsson og
hina Múrverjana alla í broddi fylking-
ar grímuklæddra mótmælenda kas-
tandi grjóti í Geir Jón og félaga og
brjótandi rúður niðri í miðbæ.
Efalítið er það spennandi að leika
stóran kall og hóta digurbarklega
fjöldamótmælum gegn „Lilla“ og fé-
lögum. En áður en Múrverjar fara að
bjóða upp á sætaferðir á Natófundinn
ættu þeir að hugleiða hvernig starfs-
menn hreinsunardeildar Reykjavík-
urborgar munu taka undir málstað
úngra róttæklinga þegar þeir þurfa
að hreinsa upp glerbrotin eftir hina
„öflugu baráttuhreyfingu gegn ógn-
um alþjóðavæðingarinnar og heim-
skapítalismans." Skrílslæti eiga ekk-
ert erindi í íslenska stjórnmálum-
ræðu.“
FÞB á Maddaman.is, heimasfðu
Félags ungra framsóknarmanna í Reykja-
ÓEIRÐIR Í GAUTABORG
Öflug baráttuhreyfing eða slagsmálabullur?