Fréttablaðið - 03.07.2001, Síða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
3. julí 2001 ÞRIÐIUDACU«
Grikkland:
Kúariðu-
smit staðfest
Morðingi breskrar sjónvarpskonu:
Dæmdur í lífstíðarfangelsi
aþena. GRiKKLflNPi. flp. Grísk landbún-
aðaryfirvöld hafa staðfest fyrsta
kúariðusmitið í landinuv Smitið
greindist þann 1. janúar á þessu ári í
5 ára gamalli kú í sláturhúsi í bænum
Sidirokastro sem staðsettur er í norð-
urhluta Grikklands. Giorgios
Anomeritis, landbúnaðarráðherra
Grikklands hefur samt sem áður lagt
á það áherslu að kjöt- og mjólkurvör-
ur séu ekki hættulegar grískum neyt-
endum. Grikkir hafa undanfarin ár
fylgst náið með innflutningi á kjöti til
landsins til að koma í veg fyrir kúar-
iðusmit, en alls hafa tæplega 200 þús-
und tilfelli greinst í Evrópu frá árinu
1986. ■
LONDON. flp. Barry George var í gær
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
morðið á bresku sjónvarpskonunni
Jill Dando árið 1999. Tók það 30
klukkustundir fyrir 11 manna kvið-
dóminn, að komast að niðurstöðu í
málinu.
George, sem er 41 árs, neitaði öll-
um ásökunum og sögðu verjendur
hans að málið gegn honum væri
byggt á veikum grunni. Leiddu þeir í
máli sínu líkur að því að leyniskytta
hafi verið á eftir henni vegna þess að
hún stjórnaði sjónvarpsþættinum
vinsæla „Crimewatch," þar sem hún
fjallaði um glæpi með hjálp uppýs-
inga frá almenningi. Nefndu þeir
m.a. hún gæti hafa verið myrt af
serbneskri leyniskyttu vegna stuðn-
ings hennar við flóttamenn frá
Kosovo.
Ljóst þykir hins vegar að George
hafi verið með Dando á heilanum því
við húsleit á heimili hans fundust 50
blaðagreinar um Dando, flestar
prentaðar eftir dauða hennar. Auk
þess fannst sundurrifin mynd af
Dando og Dr. Alan Farthing, mannin-
um sem hún var í þann mund að fara
að giftast. ■
DÆMDUR MORÐINCI
Barry George segist saklaus af
morðinu á Jill Dando.
Vinnuslys:
Hlaut
slæma höf-
uðáverka
slvs Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð út skömmu eftir hádegi í gær-
dag til að sækja slasaðan mann með
töluverða höfuðáverka.
Að sögn lögreglunnar í Vík fékk
maðurinn hamar í höfuðið þegar
hann vann við að umfelga dekk á bíl
sínum. Kallað var á sjúkrabifreið og
lögreglu og var ástandið metið þan-
nig að kalla þyrfti til þyrlu. Maðurinn
var fluttur á slysadeild Landspítala -
háskólasjúkrahús. ■
HJÓLSAGARBLÖÐ
HJÓLSAGARBLÖÐ
HANDFRÆSITENNUR
LOOSKINKEL
BIM BANDSAGARBLÖÐ
HSS -TENNUR
BANDSAGARBLÖÐ
Skerping sf.
Smiðjuvegi 11 200 Kópavogi
Sími. 564 2488 Fax. 564 2550
Viðræður í ljósi
gerðardóms
Helgi Laxdal segir að rætt verði við útgerðarmenn um það sem betra er í
gerðardóminum en samningnum sem gerður var við útgerðarmenn.
sjómenn Friðrik Arngrímsson fram-
kvæmdastjóri LÍÚ segir að vélstjór-
ar verði ekki látnir gjalda þess að
hafa dregið vagninn í kjaraviðræðum
sjómanna og útvegsmanna, nema síð-
ur sé. í framhaldi af niðurstöðu gerð-
ardóms um helgina ætla fulltrúar út-
vegsmanna og Vélstjórafélags ís-
lands að hittast og fara yfir samning
þeirra með tilliti til dómsins.
Helgi Laxdal formaður Vélstjóra-
félags Islands segir að m.a. þess sem
þeir muni ræða við útvegsmenn séu
t.d. mönnunarmálin, slysatryggingar
og hækkun kauptryggingu. Sem
dæmi bendir hann að á kauptrygging
í samningi vélstjóra hækkar um 30%
en 40% hjá öðrum sjómönnum í úr-
skurði gerðardóms. Helgi telur ein-
nig að vélstjórar eigi einnig að fá ein-
hverjar greiðslur til samræmis við
það sem þeir fengu sem sátu í gerð-
ardómnum. Það sé m.a. vegna þess að
vélstjórum hefur kennt um gerðar-
dóminn af samtökum annarra sjó-
manna og því að gerðardómurinn
tekur mið af samningum vélstjóra
við útvegsmenn. ■
HELGI LAXDAL FORMAÐUR
VÉLSTJÓRAFÉLAGS ÍSLANDS
Hann segir að ef það halli á menn í
mönnunarmálum þá fái þeir það
bætt í fiskverði.
1
.jf' .wpfti. ~
iaf___ , ! i
tf>m?t?mj5
FÍN Hrað
25kg
icrrx... ■mmmm
íslenskar, há-
gæða blöndur
-fyrir fslenskar
I aðstæður.
-—Aj
Einfalt að velja og nota
Sandur ímúr býður íslenska framleiðslu, þróaða fyrir íslenskar aðstæður: sprautumúr, múrblöndur,
viðgerðarblönaur, gólfflot, límblöndur, þunnhúðir og ýmsar blöndur. Allar umbúðir frá Sandi ímúr eru
með skýrum notkunarleiðbeiningum og öllum nauðsynlegum upplýsingum.
sanDur ímÚR
Tæknilegar upplýsingar eru á
www.sandurimur.is
Viðarhöfði 1,110 Reykjavík.
Sími: 567 35 55 • Myndsendir: 567 35 42 • www.sandurimur.is
Vðrurnar frá Sandi ímúr fást í öllum helstu byggingavöruverslunum
Héraðsdómur átelur lög-
reglu og öryggisverði:
Trúðu ekki
sögu um
týnt barn
dómur. Héraðsdómur Reykjavíkur
sýknaði í gær fertugan mann af
ákæru um búðarhnupl og átelur
dómurinn að öryggisverðir og lög-
regla hafi ekki tekið alvarlega
skýringar mannsins um að hann
væri að leita að týndu barni sínu
þegar hann gekk út úr verslun í
Kringlunni með tvo tölvuleiki und-
ir hendinni.
Maðurinn sagði að hann hefði
verið að skoða tölvuleiki þegar
hann áttaði sig á að fimm ára son-
ur hans var horfinn. Hann hefði
rokið af stað að leita drengsins
með tölvudiskana í hendinni. Ör-
yggisvörður stöðvaði manninn og
kallaði á lögreglu. Hvorki öryggis-
vörður né lögregla gerðu tilraunir
til að finna barnið og sannreyna
skýringar mannsins. Þá var hann
aldrei kvaddur til skýrslutöku á
lögreglustöð heldur ákærður á
grundvelli skýrslu lögreglumanns
á vettvangi.
í niðurstöðum héraðsdómara
segir aö engin launung hafi verið
yfir háttsemi mannsins en það sé
ábyrgðarhluti af háfu þeirra sem
hafa vald til að stöðva fólk að taka
ekki skýringar af þessu tagi af ýtr-
ustu alvöru. Var ríkissjóður dæmd-
ur til að greiða málsvarnarlaun
Gísla Gíslasonar, verjanda manns-
ins. ■
—*—
Gleðiefni fyrir norska
neytendur:
Matarverð
lækkar
í Noregi
neytendamAl. Norsk stjórnvöld lækk-
uðu í gær virðisaukaskatt í landinu
um helming, úr 24% í 12%. Tilgang-
urinn með lækkuninni er að lækka
matarverð í landinu og er búist við að
matur verði 10% ódýrari fyrir hinn
almenna neytanda í kjölfarið, en búð-
areigendur geta sjálfir ákveðið til
hvaða ráða þeir taka í tilefni lækkun-
arinnar.
Að því er kemur fram í norska
blaðinu Aftenposten, eru norskir
neytendur ekki allir sannfærðir um
ágæti lækkunarinnar og telja að
stærstu stórmarkaðirnir hafði brugð-
ið til þess ráðs að hækka matarverð-
ið áður en lækkun virðisaukaskatts-
ins tók gildi.
Samkvæmt lækkun skattsins átti
meirihluti matar og drykkja að
lækka í verði, auk þess sem gert var
ráð fyrir að skyndibitamatur myndi
lækka töluvert. Hins vegar gætu
nýju lögin komið illa við þær búðir
sem boðið hafa upp á vörur án virðis-
aukaskatts og gæti verð hækkað þar
umtalsvert. ■