Fréttablaðið - 03.07.2001, Síða 13
PRIÐJUPAGUR 3. júlí 2001
FRETTABLAÐIÐ
13
ÁNÆGÐUR MEÐ BÖRNIN
Hér gefur að líta Tsui Pei Cheng frá Taipei. Hann var ákaflega hrifinn af
ungum hnokka sem kippti sér ekkert upp við það þó honum væri klapp-
að i bak og fyrir - enda mamma innan seilingar. Á innfelldu myndinni er
allur hópurinn fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli.
Tævanar í heimsókn:
Bing Dao skoðað
mannlífið Fjöldi tævanskra ferða-
manna lagði undir sig miðbæinn og
sleikti sólina og velti fyrir sér þjóð-
málum og sögu íslendinga. Hópurinn
telur 40 manns og flestir þeirra koma
frá höfuðborg Tævan, Taipei. Ferða-
mennirnr voru geysihrifnir af landi
og þjóð og sögðu blaðamanni Frétta-
blaðsins að á Mandarín - þjóðtungu
Tævana - nefndist ísland Bing Dao
og mikilvægt væri að teygja sér-
hljóðana tvo í seinna orðinu.
Hópurinn dvelur á Grand hótel og
ætlar að stoppa við í þrjá daga og
halda síðan áfram reisu sinni um
Norðurlöndin. Að lokinni íslands-
dvölinni er förinni heitið til Svíþjóð-
ar, þaðan verður farið til Finnlands
og svo loks Noregs áður en haldið er
aftur heim til Formósu.
Leiðsögukona ferðalanganna sagði
þeim frá afrekum Jóns Sigurðssonar
og sjálfstæð-
isbaráttu ís-
lendinga og
síðan var
skundað niður
að Tjörn og
öndunum gef-
ið brauð og
litlu börnin
skoðuð í bak
og fyrir og
klappað. ■
|lögreglufréttir|
• •
Okumaður var stöðvaður á Njarð-
argötu eftir að hafa ekið á bif-
reið og síðan keyrt af vettvangi.
Grunur leikur á að maðurinn hafi
verið ölvaður.
—*—
Umferð var mikil um Borgarfjörð
á sunnudagskvöld þegar fólk
varð að koma sér í bæinn eftir
ferðalag helgarinnar. Að sögn lög-
reglunnar á Akranesi og Borgarnesi
gekk umferðin mjög fyrir sig. Eng-
inn hraðakstur átti sér stað og lítið
um framúrakstur
Bíll valt á Fróðarheiði í gær. Einn
maður var í bílnum og hlaut
hann minni háttar áverka. Að sögn
lögreglunnar í Ólafsvík var mikil
þoka og rigning og skyggni lélegt.
LÆTUR EKKI GANGA YFIR SIG
Poul Mohr sagðist ekki ætla að standa eins og einhver apaköttur fyrir aftan danska
embættismenn til að geta tekið á móti forsetanum og hélt sig því fjarri.
Mokveiði á kolmuna:
Mikið haft fyrir
veiðum á loðnu
sjávarútvegur „Kolmunaveiðar ganga
afskaplega vel en það þarf að hafa
heldur meira fyrir loönunni," sagði
Freysteinn Bjarna-
son, útgerðarstjóri
Síldarvinnslunnar á
Neskaupstað, þegar
Fréttablaðið innti
hann eftir afla-
brögðum.
Freysteinn sagði
menn vera að fiska
eftir loðnunni langt
norður af Grímsey
u.þ.b. 100 mílur frá
landi Hann sagði
styttra í kolmunnann og væru menn
að fanga hann í landgrunnskantinum
úti á Suðausturlandi. „Þeir eru að
mokfiska kolmunnann og eru ekki
lengur úti en þrjá til fjóra sólar-
hringa. Þeir eru i lengri túrum á
loðnuveiðum því það verður að leita
mikið.“ Freysteinn
sagði loðnuna sem
skilaði sér ágæt-
lega feita því hún
væri alltaf full af
átu á þessum árs-
tíma.
Aðspurður hvort
menn væru svart-
sýnir á framhald
loðnuveiðanna
sagði Freysteinn
menn alltaf halda í
vonina. „Menn eru mishressir með
ástandið. Það er aldrei hægt að sjá
fyrir með eitt eða neitt hvað hana
varðar, hún kemur og fer.“ ■
GOTT GENGI Á KOLMUNANUM
En menn þurfa að hafa mikið fyrir
loðnunni segir Freysteinn Bjarnason
MS-sjúklingurinn sem Lánasjóður íslenskra námsmanna braut á:
Finnst ráðherra réttlátt að
gjaldfella námslán öryrkja?
námslán Jóhannes Davíðsson, gull-
smiður og MS-sjúklingur, hefur ritað
Birni Bjarnasyni menntamálaráð-
herra opið bréf og krafið hann svara
um málefni Lánasjóðs íslenskra
námsmanna (LÍN).
MS-SJUKLING-
URINN
Jóhannes Davíðs-
son vill að lögin
um LÍN verði tek-
in endurskoðunar.
Umboðsmaður
Alþingis úrskurðaði
nýlega að stjórn
LIN hefði brotið lög
á Jóhannesi með því
að taka ekki tillit til
aðstæðna hans sem
MS-sjúklings þegar
hún synjaði honum
um niðurfellingu á
endurgreiðslu af
námsláni. Eins ög
Fréttablaðið hefur
greint frá var höf-
uðstóll námslánsins
gjaldfelldur eftir að Jóhannes greid-
di ekki af því afborganir. LÍN hefur
krafist þess af fjölskyldu Jóhannes-
ar, sem gekkst í ábyrgð fyrir náms-
lánum hans, að hún greiði sjóðnum
lánið, hátt í eina milljón króna.
Jóhannes bendir í bréfi sínu á að í
Danmörku sé ekki krafist ábyrgðar-
manna að námslánum.
„Finnst ráðherranum réttlátt að
LÍN krefjist ábyrgðarmanna á náms-
lán, þar sem menntafólkið er framtíð
þjóðarinnar og fjárfesting þjóðarinn-
ar í framtíðinni? Finnst ráðherranum
réttlátt að senda afgang námslána til
innheimtu og krefjast þess að
ábyrgðarmenn reiði fram það fé,
þegar lánþegi er orðinn öryrki?" spyr
Jóhannes.
Jóhannes segist vera búinn að
marg lesa lög lánasjóðsins en ekki
rekist á lög er varði skyndilega ör-
orku lántaka. „Það er eins og íslend-
ingar séu ofurmenni, sem ekkert geti
komið fyrir. Væri ekki réttast að
gera eins og Danir og gefa sjóðnum
heimild til þess að fella niður stand-
andi lán lánþega ef hann verður fyrir
MENNTMÁLARÁÐHERRA
Björn Bjarnason hefur verið krafinn svara um innheimtustefnu LIN varðandi
lánþega sem missa heilsuna
örorku, því allir vita, að ekki er hægt
að rífa í hárið á sköllóttum manni.
Fyrir mér er það alveg nóg að missa
heilsu mína, að ríkið ekki fari að
ganga að fjölskyldu minni þannig að
ég missi hana líka,“ segir hann og
spyr ráðherrann hversu margir ör-
yrkjar greiði nú af námslánum og
hversu margir þeirra sæki árlega um
undanþágu frá endurgreiðslunum.
Jóhannes segist telja að setja
þurfi á laggirnar nefnd til að endur-
skoða lög um lánasjóðinn, sérstak-
lega með tilliti til örorku, og býðst til
að taka í henni sæti. Hann mælir með
því við ráðherra, að á meðan nefndin
starfi verði endurgreiðslur öryrkja
til lánasjóðsins frystar. ■
Nú eru daear í
o
Moorhuhn mót
á Vísi.is!
vísir.is
góður punktur!
um+m* iBÓNUSVHBEO; t®®*