Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN Naumur meirihluti kjósenda á visi.is telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af loftslags- málum. Ótlast þú of mikla hlýnun á loftslagi jarðar á þessari öld? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Á að fara fram rannsókn á störfum Árna Johnsen í tengslum við byggingarnefnd Þjóðleikhússins? Farðu inn á visi.is og segðu þína skoðun Forstjóri Islandssíma: Villekki tjá sig íslandssími „Sennilega er þarna um órökstuddar hugleiðingar að ræða,“ segir Eyþór Arnalds, forstjóri ís- landssíma, um staðhæfingar í fjöl- miðlum að fyrirtækið geti, ásamt ís- landssbanka, verið skaðabótaskylt gagnvart hluthöfum sínum reynist upplýsingar sem veittar voru við hlutafjárútboð þess þann 13. júní sl. ófullnægjandi. Eyþór vildi ekki tjá sig frekar um áætlanirnar sem settar voru fram í útboðslýsingunni. ■ Hnífstungur í Reykjavík: Fullorðnir fljúgast á lögreglumál Karlmaður og kona, bæði á fertugsaldri, voru stungin með hnífi í samkvæmi í austurborg Reykjavíkur snemma í gærmorgun. Tilkynnt var um atburðinn til lögregl- unnar upp úr kl. 8. Sá sem beitti hnífnum var karlmaður á fimmtugs- aldri. Konan reyndist vera með stungusár á fæti en karlmaðurinn með tvö lítil stungusár á fæti og eitt á hendi. Öll sárin voru fremur grunn. Málið er til rannsóknar hjá lögregl- unni. ■ |löcreclufréttir| Bíll lenti utan við vað í Jökul- lóni á Þórsmerkurleið undir kvöld í gær. Lögreglan kom til aðstoðar fólkinu ásamt starfs- mönnum í Langadal og Húsadal. Ekkert amaði að fólkinu sem flutt var á Hvolsvöll meðan unnið var að því að ná bílnum úr ánni. Sendibifreið ók út af í Bólstað- arhlíðarbrekkunni skammt ofan við Húnaver í gærkvöld. Ökumaðurinn var einn í bílnum og í öryggisbelti. Hann var flutt- ur til skoðunar á Sjúkrahúsið á Blönduósi. FRÉTTABLAÐIÐ 16. júlf 2001 WIÁNUPAGUR • Starfsemi byggingarnefndar Þjóðleikhússins: Arni Johnsen í nauðvörn nefndarstörf Árni Johnsen, al- þingismaður og formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins, hefur varist öllum ásökunum um óeðlilegar ráðstafanir í embætti. Hann er eini virki nefndarmað- urinn og segir að rekja megi til mikilla anna þá handvömm sína að hafa látið skrá byggingarefni sem ætlað var til einkanota á nafn Þjóðleikhússins, að því er DV greindi frá. Hann hafi svo leiðrétt þann misskilning snar- lega fyrir utan BYKO, merkt sendinguna sjálfum sér og beint efninu til Vestmanneyja. Þá sé eðlilegt að húsvörður leikhússins ÁRNIJOHNSEN Rúmlega 25 milljónum króna hefur verið varið til viðhalds og viðgerða á Þjóðleikhúsinu. Ekkert útboð hefur farið fram. hafi ekkert séð af Óðals- kantsteinum sem keyptir voru af BM Vallá fyrir al- mannafé. Þeir séu geymdir á vísum stað „á brettum í húsi úti í bæ,“ eins og haft var eftir Árna í fréttum RÚV. Ekkert út- boð hefur farið fi’am vegna verk- efna Þjóðleikhússins í ár, þrátt fyrir að framkvæmdir ársins hljóði upp á 25 milljónir króna. Óskar Valdimarsson hjá Framkvæmdasýslu ríkisins segir það afar sérstakt að byggingar- nefndarformaður semji sjálfur við verktaka, að því er kom fram hjá RÚV. Slíkt væri venjulega á verksviði Framkvæmdasýslunn- ar sjálfrar. Gísli S. Einarsson, alþingis- maður, hefur farið fram á stjórn- sýsluúttekt á störfum byggingar- nefndarinnar og telur óeðlilegt að Árni sitji bæði í fjárlaganefnd Alþingis og bygginganefnd Þjóðleikhússins. ■ Bretland: Óeirðir í Stoke ÓEIRÐIR Rólegt var um að litast í bænum Stoke-on-Trent í gær eftir nótt óeirða á milli asískra og hví- ti'a ungmenna og greint er frá á BBC. Þær brutust út síðdegis á laugardag og stóðu yfir alla nótt- ina. Að sögn lögreglunnar voru 49 manns handteknir í átökunum sem talið er að hafi jafnvel brotist vegna orðróms um að þjóðern- isöfgaflokkur ætlaði sér að efna til göngu um bæinn. Átökin fylgja í kjölfar fjögurra daga óeii’ða í Bradford á milli ungmenna af asískum og enskum uppi’una. ■ Íslandssími kraflnn skýringa af VÞÍ Fyrsta fyrirtækið sem VÞI veitir undanþágu frá reglum sem ætlað er að vérja íjárfesta gegn óstöðug- leika hlutabréfa. Sérfræðingar gagnrýna VÞÍ ásamt því að efast um raunhæfi áætlana í útboðslýsingu. hlutabréf Sérfræðingar sem Frétta- blaðið ræddi við voru sammála því að efni geti verið til að láta reyna á hvort Íslandssími sé skaðabótaskyldur fari svo að Verðbréfaþing íslands taki þá ___4— afstöðu að útboðs- lýsingu fyrirtækis- ins hafi verið ábóta- vant. Þá sé ljóst að undanþága sem Verðbréfaþing fs- lands veitti fyrir- tækinu frá reglum um að fyrirtæki verði áð hafa þrigg- ja ára rekstrarsögu áður en til skráning- ar á aðallista komi hljóti að krefjást skýringa. Bent er á að sú regla eigi með- al annars að tryggja stöðugleika, eða m.ö.o. að fjárfestar geti lagt nokkuð traust á áætlanir viðkomandi fyrir- tækja. Útboðsverð Íslandssíma var 8,75 Framkvæmda- stjóri Verð- bréfaþings ís- lands gat ekki tjáð sig um mál íslands- síma þar sem eiginkona hans er að- stoðarforstjóri þess. Sökum vanhæfisins hafi hann heldur ekki haft afskipti af málefnum fé- lagsins á þing- inu, aðrir starfsmenn hafi séð um mál því tengd. krónur á hlut þann 13. júní sl. en var komið í 4,20 krónur í lok síðustu viku eftir afkomuviðvörun. Viðmælendur benda á að draga megi í efa tvær þeirra ástæða sem fyrirtækið nefndi í afkomuviðvörun- inni. Þannig hafi gengisfall krónunn- ar verið komið fram fyrir 13. júní og hækkun tengigjalda verið ljós á fyrs- ta ársfjórðungi. Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings ís- lands, segir Íslandssíma fyrst fyrir- tækja til að fá undanþágu frá þriggja ára reglunni. Hann gat þó ekki tjáð sig um mál Íslandssíma þar sem eig- inkoná hans er aðstoðarforstjóri þess. fSLANDSSÍMI Mánuðí eftir að fyrirtækið var skráð á aðallista Verðbréfaþings Islands sendi það frá sér afkomuviðvörun. Sérfræðingar sem Fréttablaðíð ræddi við telja að þær ástæður lakari afkomu, sem tíundaðar eru í viðvöruninni, hafi átt að vera augljósar þegar útboðslýsing var lögð fram. ■‘kWkmé 2001 ’. mm fr v'? # 1- ’ " v; -■*: , •' -jg * f, v y ; v § ;■ • >»i’ ■ «•* vúM ’W'* « - ný tilboðsverslun verður tnyit< opnuð þanh 18. júlí ’? r-V -1 kl. 7 að morgni . ■ .— .■ ■' ■■' >WV' ■ ,.i7 ■$?, ■ / v •» ?|S 8 " .'.V ■ ' I :•/" , . .. " I4 , ; ; *■ , ‘ f « P - -ir ^ "[aðurinn ** hjpfctvaáj> •s® Sökum vanhæfisins hafi hann heldur ekki haft afskipti af málefnum fé- lagsins á þinginu, aðrir starfsmenn hafi séð um mál því tengd. Almennt geti hann þó staðfest að reglunni um þriggja ára rekstrarsögu sé ætlað að tryggja að fyrirtæki hafi til að bera ákveðinn stöðugleika við skráningu Rússar: Fordæma til- raun Banda- ríkjamanna MOSKVA. peking, ap. Eldflaugavarn- artilraun Bandaríkjamanna ógnar afvopnunarsamningum Banda- ríkjamanna og Rússa sagði hátt- settur embættismaður í rúss- neska utanríkisráðuneytinu í gær. Rússar hafa gagnrýnt eldflauga- varnaáætlun Bandaríkjamanna harðlega og ætluðu leiðtogar þeir- ra að ræða málin á fundi með Ji- ang Zemin, forseta Kína, í gær. Zemin hóf fjögurra daga heim- sókn til Rússlands í gær. Auk eld- flaugavarnaráætlunarinnar er bú- verðbréfamarkaðinn. Helena Hilmarsdóttir, starfsmað- ur VÞÍ, segir VÞÍ hafa sent félaginu bréf þar sem farið er fram á skýring- ar þess að áætlanir hafi brugðist. Hún segist ekki geta tekið afstöðu til máls- ins fyrr en svör Íslandssíma liggja fyrir. „Það hefur aldrei reynt á mál af JIAN ZEMIN f MOSKVU Forseti Ktna virðir fyrir sér heiðursvörð Rússa á flugvellinum í Moskvu I gær. ist við því að leiðtogarnir ræði viðskiptasamninga ríkjanna. ■ þessum toga fyrir dómstólum, bæði Islandssími og íslandsbanki gáfu yf- irlýsingu um að í útboðslýsingunni væru allar upplýsingar um framtíð fyrirtækisins. Við tökum afstöðu til þess hvort hún hafi verið nógu vel unnin,“ segir Helena. matti@frettabladid.is Ílögreglufréttir] Agolfvellinum á Korpúlfsstöð- um varð það óhapp upp úr há- degi í gær að drengur fékk golf- kylfu í höfuðið. Það var félagi drengsins sem beitti kylfunni en um óviljaverk var að ræða. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Tilkynnt var um innbrot í bíl í jaðri miðborgarinnar upp úr hádegi í gær. Þjófurinn hafði á brott með sér geisladiska og aðra lausamuni. Rólegt var í Húsafelli um helg- ina að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Þar dvaldist mest fjölskyldufólk og naut blíðunnar vel.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.