Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 9
MÁNUPAGUR 16. júlí 2001 BÍLAHRÚGA Á HRAÐBRAUTINNI Hafist var handa í gær við að rýma vegi en þá hafði óveðrinu slotað. Suður-Kórea: 33 látast í óveðri SEÚL. ap. 33 létust í miklum stormi með úrhellisrigningu sem gekk yfir Suður-Kóreu í fyrrinótt. Stormurinn olli skriðuföllum og flóðum. Fjórtán manns var saknað í gær, þ.á.m. átta ferðamanna sem staddir voru á tjaldsvæði í Kapyong, 35 kílómetra norðaust- ur af Seúl, höfuðborg Suður- Kóeru, en straumþung á margföld að vexti hreif þá með sér. 20 létust í Seúl, þar af 11 af völdum raflosts sem fólkið fékk af völdum götuljósa sem farið höfðu á kaf í flóðum á götum borgarinnar. Fórnarlömbin í Kyonggi, þéttbýls svæði í kring- um höfuðborgina, létust m.a. af völdum aurskriða. Mjög dró úr regni í gær og hófust þúsundir hermanna og embættismanna þá handa við að hjálpa fórnarlömbum veðurofs- ans til að hreinsa heimili sín af rusli og aur en um 15.000 heimili fóru á kaf í flóðum. Allt að 31,1 cm af regni féllu á svæðinu í kringum Seúl aðfara- nótt sunnudags. Ár flæddu yfir bakka sína í kjölfarið með þeim afleiðingum að vegir fóru á kaf og neyddust margir til að yfirgefa bíla sína á vegum úti. Nú er regntímabil í Suður- Kóreu og vöruðu veðurfræðingar íbúa svæðisins við því að allt að 12 cm gætu fallið næsta sólarhring- inn en þá átti regnið að færast suður á bóginn. ■ Bandarískir stj örnufræðingar: 12 „tungl“ finnast hjá Satúrnus tuscon. arizona. ap. Stjörnufræð- ingar í Arizona hafa staðfest að 12 tiltölulega smáir hlutir, sem sáust fyrst fyrir tæpu ári síðan, séu á óreglulegri braut í kringum plánetuna Satúrnus. Ekki er talið víst að um tungl sé að ræða. Al- þjóðlegur hópur stjörnufræðinga uppgötvaði þokukennda hlutina í september á síðasta ári með því að nota sérstaka stjörnukíkja með stafrænum myndavélum. Telja stjörnufræðingarnir hlutina vera á billinu 6 til 32 kílómetrar í þver- mál. Greint var frá uppgötvuninni í tímaritinu „Nature." Ef hlutirnir sem sáust eru í raun tungl, munu tungl Satúrnusar verða 30 talsins, sem eru flest tungl sem pláneta í sólkerfi okkar hefur. Úranus, sem STJARNA? Þetta er ekki mynd af 12 tunglum Sat- úrnusar heldur af fjarlægri stjörnu sem hefur meiri massa en sólin. Stjarnfræðing- ar hafa komist að raun um að stjarnan er umlukin gufuhjúp en við sllkar aðstæður er talið að llf geti þrifist. Rannsóknarstöð bandarísku Smithson-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði birti myndina á föstudag. er þriðja stærsta plánetan í sól- kerfinu, hefur 21 tungl. ■ Bandarískir sjálfboðaliðar: Pyndaðir í þágu vísindanna vísinpi. Bandarískir sjálfboðaliðar tóku nýlega þátt í óvenjulegri rannsókn sem fólst í því að þeir voru pyndaðir af vísindamönnum sem voru að rannsaka hvers vegna fólk bregst á mismunandi hátt við sársauka. Sjálfboðalið- arnir féllust á að sprautað yrði saltvatni í kjálkavöðva sína í til- raún til að líkja eftir sársauka- fullu ástandi sem kallast „tem- poro-mandibular joint disorder,“ eða liðamótakvilli í neðri kjálka. Síðan var mælt hvernig heilinn brást við sársaukanum. Ölíkt öðr- um rannsóknum þar sem sársauki sjálfboðalíða hefur veríð tak- markaður við nokkrar sekúndur, þá þurftu sjálfboðaliðar þessarar rannsóknar, sem gerð var við há- skólann í Michigan, að þola sárs- aukann í alls 20 mínútur. í niður- stöðum rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindatímaritinu „Science," kemur fram að mikill munur hafi verið á því hvernig sjálfboðaliðarnir brugðust við sársaukanum og virtist sem hann kæmi aðeins fram á ákveðnum svæðum í heilanum. „Þetta gæti útskýrt hvers vegna sumir eru næmari fyrir sársauka en aðrir,“ sagði E»r. Jon-Kar Zubieta, sem hafði úmsjón með rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. ■ Breytingarskeiðið er ekki sjúkdómur heldur náttúrulegt ferli í ævi kvenna. Fylgikvillar hormónabreytinga þessa skeiðs geta m.a. verið svitaköst, kvíði, þunglyndi og svefnleysi. Mörg þessara einkenna orsakast tvímælalaust af minnkandi hormóna framleiðslu, en aðrir þættir hormónastarfsem- innar koma eflaust einnig við sögu. Úr náttúrunni má fá mild en afar virk efni við þrautum sem fylgja þessum breytingum. Kvennablómi er einstakt bætiefni sem inniheldur úrval þessara náttúruefna. Soja ísóflavon, stundum nefnd jurtaestrógen hafa verið notuð með góðum árangri við svita- kófum og öðrum þrautum kvenna á breyt- ingarskeiði. Einnig benda rannsóknir til að þau virki verndandi fyrir æðar og styrki bein. Auk þess eru í Kvennablóma valdar jurtir svo sem Dong Quai, villi-yam og salvía, ásamt náttljósarolíu, drottningarhunangi, vítamínum og steinefnum. Þetta er einstök samsetning náttúruefna sem rannsóknir og reynsla sýna að gagnist konum einstaklega vel á þessu skeiði ævinnar. Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Kvenna » blcmi m Þrautalausar breytingar hawungju dagar CITROÉN 16. júlí-3. ágúst 2001 Komdu fagnandi og gerðu góð kaup Frábærai viðtökur Nú höfum við afhent íoo. Citroén- bílinn og í tilefni af því höldum við Hamingjudaga Citroén í Reykjavík og á Akureyri. Komdu og gerðu frábær kaup. Hamingjutilboð Kaupir þú Citroén Xsara eða Xsara Picasso á Hamingjudögum fylgja álfelg- ur, litaðar rúður, vindskeið og króm á pústið með í kaupunum. Citroen Xsara Picasso CitroenXsaia bnmborg Sérlega glæsilegur 5 dyra fjölnotabíli með einstöku geymslu- og farangursrými. Frábærir aksturseiginleikar, þétt veggrip og seiðandi mýkt einkenna Citroén Xsara. Re^lavik Brímborg Bddshöífta 6 Sfmi 515 7000 Akureyrl Brímborg Try ggvahraui 5 Sfmi 462 2700 www.brimborg.is HORFÐUINYIA ATT-SIM)U OTRŒN CITROÉN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.