Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 16.07.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 16. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Símadeild kada: Kristinn til liðs við KR knattspyrna Knattspyrnumaðurinn Kristinn Hafliðason, sem leikið hef- ur með norska 1. deildarliðinu Raufoss, síðustu tvö ár, hefur geng- ið til liðs við KR. Kristinn, sem er 26 ára, verður ekki gjaldgengur með KR í næsta leik liðsins þegar það tekur á móti albanska liðinu KS Vllaznia í for- keppni Evrópukeppni meistaraliða á miðvikudaginn. Kristinn mun hins vegar væntanlega verða til í slaginn þann 29. júlí þegar KR mætir ÍA uppi á Akranesi. Síðast þegar Kristinn lék á íslandi lék hann með Fram, en hann hefur ein- nig leikið með ÍBV og Víkingi. ■ KR-INGUR Kristinn Hafliðason er genginn til liðs við KR frá norska liðinu Raufoss. MIKA í MARK Finnanum var vel fagnað í gær, enda var sigurinn verðskuldaður. I™> r BMÍ pBBF J|rJ íIIIíhSII Icfl l i ® | || E. 'likri Jpáj i||il i Éjra' ll’ ’ Hakkinen loks fyrstur Fyrsti sigur Finnans síðan í ágúst í fyrra. Michael Schumacher í öðru sæti. foriviúla i Þjóðverjinn Michael Schumacher þarf að bíða lengur eftir því að slá met Alain Prost, 50 sigrar á ferlinum. Schumacher var sigurviss á Silverstone í Bret- landi um helgina, ók best í tíma- tökum á laugardag og náði ráspól. Það var hinsvegar Finninn Mika Hakkinen sem kom sá og sigraði í gær. Hann var í essinu sínu og kom í mark 33 sekúndum á undan Schumacher í öðru sæti. í þriðja sæti var Rubens Barrichello hjá Ferrari, nýliðarn- ir Juan Pablo Montoya hjá Willi- ams-BMW og Kimi Raikkonen hjá Sauber voru í fjórða og fimm- ta sæti og Nick Heidfeld hjá Sauber í því sjötta. Hakkinen var í öðru sæti í tímatökunum á laugardag og byrjaði því næstur á eftir Schumacher í gær. Schumacher var í forystu til að byrja með en Hakkinen fór fram úr honum á fimmta hring þegar Schumacher lenti í smávandræðum. Hakkinen sagði á blaðamannafundi eftir kappaksturinn að bíllinn hans hefði gengið eins og í sögu. Skotinn David Coulthard var sá eini sem hafði möguleika á að saxa á forskot David Schumacher í heimsmeistarakeppni öku- manna. Hann þurfti að hætta keppni strax á þriðja hring vegna fjöðrunarvandamála. Hann sagði að ástæðan fyrir því væri að Jarno Trulli hjá Jordan keyrði aftan á hann þegar hann rann út af brautinni á fyrsta hring kappakstursins. Couíthard vonað- ist til þess að sigra á Silverstone þriðja árið í röð. Hann hefði ver- ið sá fyrsti til þess síðan Jim Cl- ark vann fjórum sinnum í röð á Silverstone á sjöunda áratugnum. Ralf Schumacher þurfti einnig að hætta keppni. Hann keyrði 33 hringi. Þetta er fyrsti sigur Mika Hakkinen, sem er 31 árs, á Silver- stone. Hann hefur ekki unnið kappakstur síðan í Belgíu ágúst í fyrra. Þetta var 19. sigur hans á ferlinum en hann hefur tvisvar sinnum unnið heimsmeistara- keppni ökumanna. í síðustu viku flaug sú saga fjöllum hærra að Hakkinen væri búinn að fá nóg og ætlaði að hætta keppni en hann þvertók fyrir það. Sigur Hakkinen var verð- skuldaður. Á keppnistímabilinu hefur hann þrisvar sinnum lent í vandræðum með að ræsa bílinn sinn og í fimmtu keppninni í Katalóníu á Spáni var hann í fyrs- ta sæti þegar kúplingin á bílnum bilaði og hann þurfti að hætta keppni. Kappaksturinn gekk annars bærilega og veðrið lék við kepp- endur. Sólin skein, sem var eitt- hvað annað en rigningin á æfing- um föstudags og laugardags. ■ HEIMSMEISTARA- KEPPNI BÍLASMIÐA NAFN STIC 1. Ferrari 118 2. MacLaren 66 3. Williams 46 4. Sauber 19 5. Jordan 15 6. BAR 12 HEIMSMEISTARA- KEPPNI ÖKUMANNA NAFN STIG 1. Michael Schumacher 87 2. David Coulthard 47 3. Rubens Barrichello 34 4. Ralf Schumacher 31 5. Mika Hakkinen 19 6. Juan Pablo Montoya 15 HM 21 árs og yngri í Skotlandi: Hilmar í 32 manna úrslit EFNILEGIR Hilmar og Daði eru enn ungir að árum og eiga eftir nokkur góð ár á HM 21 árs og yngri í snóker. snóker Snókerleikaranum Hilmari Þór Guðmundssyni gekk vel á HM í snóker fyrir yngri en 21árs í Stirling í Skotlandi um helgina. Hann sigraði Ibrahim E1 Sect frá Egyptalandi 4-1 á föstudag- inn og Skotann David McSorley 4-3 á laugardag. Með þessum óvæntu sigrum tókst Hilmari að komast áfram upp úr sínum riðli. Hann var jafn Egyptanum E1 Sect og Martin Schamaun frá Sviss en hafði betra vinn- ingshlutfall í römmunum og kemst því áfram í 32 manna úr- slit. Þetta er frábær árangur hjá Hilmari, hann hefur æft snóker í stuttan tíma og á tvö ár eftir í þessum aldursflokki. Daði Eyjólfsson tapaði fyrir Ástralanum Tyson Cr- inis á föstudaginn 1-4 en sigraði Anas Al-Rasheed frá Qatar á laugardaginn 4- 0. Þetta var fyrsti sigur Daða á mótinu en hann var í mjög sterkum riðli. í gær keppti hann á hraðamóti fyrir þá sem ekki náðu að tryggja sig í 32 manna úr- slitum. 32 manna úrslitin hefjast síðan á morgun og er ljóst að Hilmar fær sterkan andstæðing. Þar sem hann lenti í fjórða sæti í sín- um riðli mætir hann sigurvegara úr öðrum riðli. ■ Enski boltinn: Collymore til Wolves? knattspyrna Stan Collymore er að hugleiða að taka fram skóna að nýju og leika með Wolves í ensku 1. deildinni á næsta leiktímabili. Collymore, sem er þrítugur, lagði skóna á hilluna í mars eftir stutta dvöl hjá Real Oviedo, Leicester og Bradford. Jez Moxey, stjórnarformaður Wolves sagðist í samtali við bresku sjónvarpsstöðina Sky Sports hafa rætt málin við umboðsmann Collymore og að það væri mikill áhugi á að fá leikmanninn til liðs- ins. Þá sagði hann að Collymore sjálfur hefði lýst yfir áhuga á að leika með Wolves. Ferill Collymore hefur verið ansi skrautlegur, en leikmaðurinn hefur oftar en ekki komist í frétt- irnir vegna persónulegra vanda- mála sinna, sem hafa aftrað knatt- spyrnuframa hans. Hann hóf feril- inn hjá Nottingham Forest og lék síðar með Liverpool og Aston Villa. í BOLTANN Á NÝ Stan Collymore, sem lagði skóna á hillinu í mars, gæti verið á leiðinni til Wolves, sem leikur í ensku 1. deildinni. Ef Collymore ákveður að ganga til liðs við Wolves þarf liðið að semja við Real Oviedo, því leik- maðurinn er enn samningsbund- inn spænska liðinu. ■ Indland: Knatt- spyrnumaö- ur lést í leik KNATTSPYRNA Leik Bengal Mumbai og Income Tax Club í indversku knattspyrnunni lauk á voveifleg- an hátt á laugardaginn þegar einn leikmanna fyrrnefnda liðs- ins fékk hjartaáfall á 42. mínútu og lést skömmu síðar. Leikmaðurinn, sem var níger- ískur og hét Charles Ocheaga féll beint á andlitið þegar hann fékk hjartaáfallið. Félagar hans komu honum til meðvitundar en þegar þeir létu hann standa upp hné hann niður á ný. Hann var fluttur með flýti á sjúkrahús í nágrenn- inu en var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Talið er að Ocheaga hafi verið með leyndan hjartagalla sem lei- ddi til þess að hann hné niður í leiknum. ■ Öll tjöld uppsett innandyra MCKINLEY HEDOS Rúmgott J fjölskyldutjald. f SIERRA TRAIL , Létt og skemmtilegt þriggja manna tjald hæð: 125 cm 3-manna, þyngd: 4,4 kg hæð: 180 cm 5-manna, þyngd: 9,6 kg 3-manóa MCKINLEY DOULITE Létt og skemmtilegt tveggja manna tjald. MCKINLEY RANGER Mjög vinsæl tveggja til sex manna tjöld. 7.990 8.990 10.990 15.990 16.990 hæð: 100/60 cm 2-manna, þyngd: 2,6 kg MCKINLEY TIBET PLUS Gott þriggja manna tjald í útileguna. MCKINLEY MOONLITE Mjög létt tveggja manna braggalagað tjald. hæð: 120 cm 3-manna, þyngd: 4,2 KG hæð: 100/60 CM 2-manna, þyngo: 2.9S KQ í póstkröfu OKKAR FAG Raágreiðslur/léttgreiðslur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.