Fréttablaðið - 20.07.2001, Síða 1

Fréttablaðið - 20.07.2001, Síða 1
FERÐALOC Tveir regnbogar í einum bls 11 FIOLMi Almenningur tók að sér eftirlits- hlutverki&Mf bls 22 M ivicriWrlu Unglinga- leikhús í Tjarnarbíói bls 18 HEIMAGÆSLA Sími 530 2400 FRETTABLAÐIÐ I 62. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 20. júlf 2001 Íslcindssími skilar greinargerð HLUTABRÉF í dag skila forsvarsmenn Íslandssíma Verð- bréfaþingi umbeð- inni greinargerð um forsendur út- boðs á hlutafé í fyr- irtækinu. VEÐRIÐ í DACI V’ REYKIAVÍK Haeg suðaustan og síðan austan átt Skýjað með köflum, hætt við síðdegis- skúrum. Hiti 9 til 15 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI (5 3-8 Úrkomulítið Q11 0-5 Purrt QI3 Q 0-5 Þurrt Ql3 isafjörður Akureyri Egilsstaðir Vestmannaeyjar o 5-10 Skúrir Leiðtogar funda heimsmál Leiðtogar átta helstu iðn- ríkja heims setjast í dag að fundi í Genúa á Ítalíu. Mótmælendur eru mættir á staðinn og öryggisgæsla er gífurleg. Búist er við deilum um umhverfismál og gróðurhúsaloft- tegundir. Bubbi í Keflavík TÓNLEIKAR Bubbi Morthens heldur miðnæturtónleika á veitingastaðnum N- 1 í Keflavík. Hann byrjar að spila kl. 23. Konumar berjast um toppsætið fótbolti í símadeild kvenna mæt- ast topplið KR og Breiðabliks á KR- velli. í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Valur. í fyrstu deild karla leika Leiftur og Þór á Ólafsfjarðarvelli. Leikirnir hef jast allir kl. 20. ~ |KVÖLDIÐ í KVÖLDI Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 fþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hversu mörg heimili á höfuð- borgarsvæðinu fá Fréttablaðið á morgnana? ■ rt'iv uuua uuuí * Spá um ibúaþróun á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt aðalskipulagi til 2024. 70.000 eintök 70% fólks les blaðið /Z.JVO IDUö nurut/DUKU«KbV/CUIblN3 H MLUKINUIVl C5 TIL 67 áRA LESA FRÉTTABIABIÐ AÐ MEÐALTAU SflMKVÆMT f KÖNNUNPRICEWAIERH0USEC00PERSFRAJUE|200I. Ámi Johnsen yfirgefur Alþingi rúinn trausti Arna Johnsen varð að lokum um megn að hylja slóða vafasamra viðskipta sinna og verður fyrsti íslenski alþingismaðurinn sem segir af sér þingmennsku vegna spillingar. stjórnmál Laust fyrir hádegi í gær var brotið blað í stjórnmála- sögu íslands þegar kunnugt varð að Árni Johnsen alþingismaður hygðist láta af þingmennsku. Þó að nokkrir ráðherrar hafi hopað úr stólum sínum hérlendis vegna hneykslismála verður um að ræða fyrstu afsögn alþingis- manns vegna spillingarmála. Undanfarna daga hefur Árni endurtekið verið staðinn að gróf- um lygum sem hann beitti til að reyna hylja slóð vafasamra við- skipta sem hann stundaði í krafti embættis síns sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins. Árna reyndist um megn að dylja slóðina sem lá úr ýmsum verslunum í Reykjavík á heimili hans í Breiðholti og í Vestmanna- eyjum. Ekki virðast enn öll kurl komin til grafar hvað snertir meðferð alþingismannsins á fé almennings og hefur ríkisendur- skoðun þegar hafist handa í þeir- ri viðleitni að kanna umsvif þing- mannsins. Lögregla og ákæru- vald bíða átekta meðan á þeirri rannsókn stendur. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segist telja að Árni hafi tekið rétta ákvörðun en harmar mistökin sem flokksmaður hans gerði. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, telur að Björn Bjarnason menntamála- ráðherra eigi að axla ábyrgð vegna gjörða Árna. Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksfor- maður hjá Samfylkingunni, seg- ist vilja bíða átekta með dóma yfir hugsanlegum aðilum máls- ins. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðis- manna segir mál Árna sorgleg. Segja má að almenningur og fjölmiðlar hafi leikið aðalhlut- verk í að knýja fram sannleikann í máli Árna Johnsen. Frétt DV í gær um dúkaflutninga þing- mannsins varð til að rýja hann endanlega trausti. Viðbrögð stjórnsýslunnar hafa að mörgu leyti falist í að hefta aðgang að upplýsingum. Árni sagðist ekki vilja ræða mál sín þegar Fréttablaðið ræddi við hann í síma í gær þar sem hann var staddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum. Að sögn Davíðs Oddsonar mun Árni skila inn afsagnarbréfi sínu á næstu dögum. Þá tekur Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og garðyrkjubóndi sæti Árna á Al- þingi. Arni sem er 57 ára tók fyrst sæti á Alþing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1983 og er fyrsti þingmaður Suðurlands frá árinu 1999. Einnig á bls. 2, 4, 12 og 13. 119 ARA I NÆSTA MANUÐ! Mary, t..v.; nýtur aðstoðar hjúl ar að halda henni veglega veislu á afmælisdaginn. ings, Alþjóða hvaðveiðiráðið: Bandaríldn andvíg fyrirvara Islendinga sjávarútvecur Bandarísk stjórn- völd hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri við íslensk stjórnvöld að þau séu andvíg þeim fyrirvara sem íslendingar gera fyrir endurkomu sinni í Alþjóða hvalveiðiráðið. Þetta kom fram fundi sem sendiherra Bandaríkj- anna átti með Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra í fyrradag. Ársfundur hvalveiðiráðsins hefst í London n.k. mánudag. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri segir að það verði vafalaust frekari umræður um þetta mál á sjálfum ársfundinum og hvað þessi afstaða Bandaríkjamanna þýðir í raun. Hann bendir á að þessi fyrirvari sé gerður vegna hvalveiðibannsins og til að koma í veg fyrir að íslendingar geti ekki veit hvali í atvinnuskyni eftir að þeir séu orðnir aðilar að Alþjóða hvalveiðiráðinu á nýjan leik. ■ i elliheimilinu þar sem hún dvelur ætl- Ofsahraði og karlmennska SÍÐA 16 Elsta kona heims: Tyggur tyggjó og drekkur viskí arkansas. ap. Mary Thompson, sem er álitin elsta kona heims, verður 119 ára 2. ágúst ef guð lof- ar. Hún er afkomandi þræla í Mis- issippi, en hefur ekkert fæðingar- vottorð til að sanna aldur sinn. Mary hefur dvalið á elliheimili í Arkansas síðan árið 1995 og er eftirlæti hjúkrunarfólksins. Hún fékk sig flutta á elliheimilið til að geta verið nálægt kærastanum sínum og hún safnar hverjum eyri sem henni áskotnast og sendir svo einhvern eftir tyggigúmmííi og viskíi þegar tilskilinni upphæð er náð. Gamla konan fylgist með sjón- varpi dag út og inn og bregst ókvæða við ef einhver truflar áhorfið. Mary var þrígift en á enga afkomendur. ■ ÍÞRÓTTIR ' Ég er hvorki ungur né efnilegur SÍÐA 14 | ÞETTA HELST| Héraðsdómur Norðurlands dæmdi ungan mann til 4 mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir manndráp af gáleysi. Mað- urinn skaut föður sinn þrisvar í höfuðið og telur dómurinn að um gáleysi hafi verið að ræða. bls. 2. Flugfélagið Jórvík hyggst hefja áætlunarflug til Vestmanna- eyja og Hafnar í Hornafirði og bjóða ódýrari fargjöld en Flugfé- lag íslands. a bls. 4. 5ur Sverrisdóttir hefur veitt norsku fyrirtæki leyfi til að leita olíu innan íslensku efnahagslögsögunnar. bls. 8.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.