Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjóm: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar Qfficelsuperstore OPH> VIRKA DAGA KL 8-19 • LAUGARDAGA KL 10-16 Skeifunni 17, 108 Reykiavík I Sími 550 4100 Furuvöllum 5, 600 Akureyri | Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Um pylsusala og norran sprok Fyrir allmörgum árum stóð ég á Höfuðbanagarðinum í Kaup- mannahöfn með 5 ára nám í dönsku að baki og komst að því að pylsusal- inn sem ég var að reyna að eiga til- tölulega einföld viðskipti við skildi ekki orð sem ég sagði, né heldur náði ég að nema þau undarlegu hljóð sem hann gaf frá sér. Maðurinn hefði eins getað ávarpað mig á volapikk ellegar bantúmáli. Þetta var mín fyrsta reynsla af því að mæta þeim tungumálamúr sem skil- ur íslendinga frá öðrum norrænum mönnum. (Pylsuviðskiptin fóru síðan fram á þöglu bendingamáli af minni hálfu en pylsusalinn hélt áfram að kvaka.) —4— NORÐMENN, SVÍAR OG DANIR tala ekki einasta norsku, sænsku og dönsku heldur einnig ýmsar skemmtilegar mállýskur. Eydanir segjast eiga fullt í fangi með að skilja Jóta, Oslóbúinn leggur við hlustir þegar hann hittir landa sína úr Þrændalögum og Jamtlend- ingur þarf að sperra eyrun til að greina orðaskil suður á Skáni. Og öf- ugt. Þessar mállýskur eru þó aðeins mismunandi strengir í hljómfagrurri hörpu norrænnar tungu. —♦— EINFALDA SETNINGU eins og „hvernig hefurðu það“ segir hver þjóð með sínum hætti: Ássen gár det? Hur ár láget? Hvordan har du det? Og svarið er: Det gár greit í Noregi. Mycket bra eða játtebra í Svíþjóð. Og Danir hafa það glim- rende eða udmærket. Öll ganga þó samskipti þjóðanna vel og engum dettur í hug að gera sig að viðundri með því að tala ensku við nágranna sína. —4— ÞRÁTT FYRIR SKÓLA- STAGLIÐ á einhvers konar skóla- bókardönsku í 5 ár var ég því miður aðeins læs en ekki talandi. Mér fannst glatað að hafa sóað tíma í þetta. Seinna nýttist undirstaðan mér þó vel til að læra að tala sænsku. Og þá rann upp fyrir mér að það er tal- færnin sem blífur. Sá sem kann að tala eitt skandinavískt mál getur bjargað sér á þeim öllum. Maður lærir eitt mál og fær tvö í kaupbæti. Þeirri fyrirhöfn væri því vel varið sem færi til þess að leggja áherslu á talfærni í norrænum málum svo að íslendingar þurfi ekki að ávarpa frændur sína á Norðurlöndum með „How do you do?“ Við erum jú nor- ræn þjóð á mál- og markaðssvæði sem telur yfir 23 milljón manns. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.