Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 15

Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 15
FÖSTUDAGUR 20. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Borðtennisæska íslands: Til Ítalíu á Evrópumót BORÐTENNIS Evrópumót unglinga í borðtennis hefst í dag og stendur til 29. júlí. Mótið fer fram í Terni á Ítalíu. ísland sendir til keppni bæði drengja- og stúlknalið. Alls taka 40 þjóðir þátt í mót- inu. Andstæðingar drengjaliðs- ins til að byrja með eru Spán- verjar, Slóvanar og Bosníu- menn. Stúlkurnar mæta hins- vegar Spánverjum, Búlgörum og Norðmönnum. Þjálfari liðanna er Ólafur Rafnsson en hann tók við þjálf- arastarfinu fyrr á þessu ári. ■ BORÐTENNISÆSKAN Þeir sem skipa landslið unglinga eru: Matthías Stephensen, yngri bróðir Guðmundar Stephensen borðtennisleikara, Tryggvi Áki Pétursson, Óli Páll Geirsson, Magnús F. Magn- ússon, Kristín Á. Hjálmarsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir Vináttuleikur Liverpool ogTælands: Sjúkrakassar í stúkunni knattspyrna Liverpool sigr- aði í vináttulandsleik við Tælendinga á Rajamangala leikvanginum í Bangkok í gær. 60 þúsund manns mættu til að horfa á Tæland tapa 3-0. Leikvangurinn var troð- fullur tveimur timum áður en leikurinn byrjaði, Tæ- lendingar voru spenntir að berja hið heimsfræga Liver- pool lið augum. Mikið var af eldri knattspyrnuáhangend- um og voru margir þeirra með sjúkrakassa og annað ef vera skyldi að það yrði of mikið áfall að sjá stjörnurnar. ÖRUGGUR Markvörður Tælands, Wirat Wanghan, bjargar boltan- um frá hinum skæða markaskorara Liverpool, Mich- ael Owen, í vináttuleiknum i gær. Liverpool leikur næst vináttu- leik við hollenska landsliðið í lok mánaðarins. ■ GÓÐ BYRJUN Colin Montgomerie slær hér upp úr einni af 196 sandglompum á Lytham vellinum. Hann er á sex höggum undir pari og hefur þriggja högga forystu á næsta keppenda. Opna breska meistaramótið í golfi: Besta byrjun Monty frá upphafi golf Skotinn Colin Montgomery leiðir Opna breska meistaramót- ið, sex höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdag. Monty lék hringinn á 65 höggum en á eftir honum koma Brad Faxon frá Bandaríkjunum, Chris DiMarco Bandaríkjunum og Mikko Ilonen frá Finnlandi á þremur höggum undir pari. Tiger Woods byrjaði titilvörnina hinsvegar ekki vel og lék á 71 höggi sem er par vallar- ins. Monty lék fyrri níu holurnar á 30 höggum og náði snemma for- ystu. Hann lauk deginum á því að setja niður 40 feta pútt á átjándu holu, sem skilaði honum fugli, samanlagt sex högg undir parinu. Keppendur spiluðu í ágætis veðri í gær, en daganna á undan hafði rignt mikið. Enginn þeirra var þó í jafn miklu stuði og Montgomerie sem byrjaði mótið betur en nokkur tímann fyrr, en hann hefur aldrei verið undir 70 höggum eftir fyrsta dag í þau ell- efu skipti sem hann hefur tekið þátt. Áhorfendur létu heldur ekki á sér standa og fögnuðu hverju höggi Skotans. „Þetta var hreint út sagt frábært," sagði Montgomerie. „Áhorfendur stud- du vel við bakið á mér.“ Fyrstu tvær holurnar fór Skot- inn á fugli en á níundu holu fékk hann skolla. Hann náði þó að jafna það strax á þeirri tíundu með erni en svo héldu allir að allur vindur væri úr honum þegar hann þrí- púttaði á fjórtándu holunni. Hann sýndi þó hversu megnugur hann er þegar hann notaði aðeins eitt högg á næstu fjórum flötum, þar með talið hið langa pútt á síðustu holunni. „Þegar ég pútta vel á ég möguleika og í dag púttaði ég vel,“ sagði Monty. Tiger Woods, sem sigraði á 19 höggum undir pari í fyrra, lenti bæði í glompu og háu grasi á síð- ustu holunni. Hann náði samt að snúa sig út úr því og endaði á pari. Hann lenti aldrei í glompu í fyrra þegar hann sigraði á St. Andrews vellinum en Lytham völlurinn hefur að geyma 196 slíkar hindr- anir. „Ég hitti ekki boltann jafn vel ogýg vildi en það kom ekki að sök. Ég er ánægður með það,“ sagði Woods eftir hringinn. Athygli vakti að tveir af fræg- ustu golfleikurum heims, þeir Nick Faldo frá Bretlandi og Dan- inn Thomas Björn, voru meðal neðstu keppenda eftir fyrsta hring. Faldo fjórum höggum yfir pari og Björn fimm höggum. Enn meiri athygli vakti árang- ur áhugamannsins Mikko Ilonen frá Finnlandi. Hann átti magnað- an leik á fyrsta degi, eftir sextán holur var hann tveimur höggum á eftir Monty en náði ekki að halda það út og endaði sem áður segir í þriðja sæti. Það verður spennandi að fylgjast með honum næstu daga. ■ Spænsku meistararnir með kaupæði: Viera í viðræðum við Real Madrid knattspyrna Umboðsmaður Pat- rick Viera er á leið til viðræðna við Spánar og Evrópumeistara Real Madrid. Að sögn spænska dagblaðsins AS munu Marc Roger, umboðsmaður, og Jorge Valdano, yfirmaður íþróttamála hjá Madrid, hittast í höfuðborg Spánar til að ræða framtíð Viera. Að sögn blaðsins er talið líklegt að samkomulag eigi eftir að nást innan 48 tíma þótt Arsenal hafi ekki gefið leikmanninum leyfi til að ræða við önnur lið. Talið er að Spánarmeistararnir séu tilbúnir að borga 25 milljónir punda fyrir leikmanninn. Ef samningarnir takast mun Viera spila við hlið landa síns Zinedine Zidane, sem á dögunum varð dýrasti knatt- spyrnumaður heims. Viera hefur verið ósáttur við dvölina hjá Arsenal og gagnrýndi liðið harkalega um daginn. Hann baðst þó afsökunar á fram- ferði sínu. Stjórn Lundúnarliðs- ins vill alls ekki missa leikmanninn úr sín- um röðum en það v e r ð u r erfitt fyrir hana að segja nei ef boðin verður nógu há upphæð. ■ Á FÖRUM Spænskir fjölmiðlar telja líklegt að Patrick Vieira muni ganga til liðs við Real Madrid á næstu dögum. Öll tjöld uppsett inna, MCKINLEY HEDOS Rúmgott J fjölskyldutjald. jr SIERRA TRAIL , Létt og skemmtilegt þriggja manna tjald hæð: 125 cm 3-manna, þyngd: 4,4 kg hæð: 180 civi 5-manna, þyngd: 9,6 kg 3-manna MCKINLEY DOULITE Létt og skemmtilegt tveggja manna tjald. MCKINLEY RANGER Mjög vinsæl tveggja til sex manna tjöld. j hæð: 100/60 cm 2-manna, þyngd: 2,6 KG MCKINLEY MOONLITE /// Mjög létt tveggja manna Jy braggalagað tjald. // MCKINLEY TIBET PLUS Gott þriggja manna tjald ( útileguna. hæð: 120 cm 3-manna, þyngd: 4,2 kg hæd: 100/60 cm 2-manna, þyngd: 2,95 kg Sendum í póstkröfu OKKAR FAG Raðgreiðslur/iéttgreiðslur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.