Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. júlí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
13
Fordæmalaus afsögn í þingsögunni
Aldrei áður hefur þingmaður sagt af sér vegna afbrota og spillingar.
alþinci Þótt fjölmargir hafi sagt
af sér þingmennsku frá endur-
reisn Alþingis árið 1845 hefur
enginn gert það vegna spillingar-
mála. Væntanleg afsögn Árna
Johnsen er því fordæmislaus.
Hann settist fyrst á þing 1983.
Samkvæmt samantekt skrif-
stofu Alþingis hafa 64 þingmenn
afsalað sér þingsætum sínum frá
1845. Algengast er að menn hafi
horfið til starfa sem ekki sam-
rýmdust setu á þingi. 15 þing-
menn hafa horfið til starfa hjá ut-
anríkisþjónustunni, fimm hafa
orðið seðlabankastjórar, tveir
forsetar lýðveldisins og einn
gerðist landshöfðingi.
Nýjustu dæmin um að þing-
menn hafi afsalað sér þingsætum
eru af þeim Finni Ingólfssyni,
sem settist í stól Seðlabanka-
stjóra, og Ingibjörgu Pálmadótt-
ur, fyrrverandi heilbrigðisráð-
herra.
Nokkrir ráðherrar hafa þó
hrökklast úr embætti. Magnús
Guðmundsson sagði af sér ráð-
herraembætti tímabundið á með-
an mál hans voru til rannsóknar á
þriðja áratugnum. Hann var þó
settur í embættið að nýju og sagði
ekki þingsæti sínu lausu. Það
gerðu heldur ekki þeir Albert
Guðmundsson, sem var knúinn til
afsagnar úr embætti fjármála-
ráðherra, né Guðmundur Árni
Stefánsson, sem lét af setu í stól
heilbrigðisráðherra eftir harða
gagnrýni á störf hans. Báðir sátu
áfram á þingi og náðu endurkjöri,
Albert að vísu fyrir nýjan flokk.
Árni Johnsen er 57 ára gamall,
Eyjamaður í húð og hár. Árni er
með kennarapróf en fram að póli-
tískum ferli sínum vann hann
lengst af sem blaðamaður á
Morgunblaðinu og er hann enn
titlaður blaðamaður í síma-
skránni. Hann hefur einnig unnið
að dagskrárgerð fyrir útvarp og
sjónvarp.
Árni settist á þing árið 1983 en
féll aftur út af þingi í kosningun-
um 1987. Hann náði aftur kjöri
1991 og hefur setið óslitið á þingi
síðan. Frá 1991 hefur hann setið í
fjárlaganefnd þingsins, mennta-
málanefnd og samgöngunefnd.
Hann hefur verið formaður síð-
asttöldu nefndarinnar frá því í
hittifyrra. ■
Árni Johnsen:
rnr~i ♦ r ♦ ♦
Ijair Slg
ekki
STIórnmál Ég hef ekkert meira um
það að segja í bili.“ sagði auðheyri-
lega niðurdreginn Arni Johnsen í sím-
ann frá heimili sínu,
Höfðabóli í Vest-
mannaeyjum, í gær.
Árni neitaði al-
farið að ræða málið
sem nú hefur kostað
hann sæti á Alþingi
og virðingu sam-
borgara sinna.
árni johnsen Hann vildi heldur
Hef ekkert meira ekki ræða framtíð-
að segja í bili, aráform sín eftir að
seg.r þingmaður- hafa tilkynnt um af.
'nn • sögn sína. „Þakka
þér,“ sagði alþingismaðurinn aðeins
hæglætislega þegar hann kvaddi. ■
—♦—
Iðnaðarráðherra:
Valgerður
vissi ekki um
Arna
stjórnmál Valgerður Sverrisdótt-
ir iðnaðar -og viðskiptaráðherra
vildi í gær ekki tjá sig um þá
ákvörðun Árna
Johnsen að segja
af sér þing-
mennsku né held-
ur hvort eftirsjá
væri af honum á
þingi. Athygli
vakti að ráðherr-
ann vissi ekki af
þessari ákvörðun
Árna um miðjan
dag í gær, eða af
afloknum blaða-
mannafundi þar
sem hún kynnti um olíuleit á Jan
Mayen - svæðinu. Fyrr um morg-
uninn hafði hún setið fund ríkis-
stjórnar. Að honum loknum tjáði
forsætisráðhei'ra sig um afsögn-
ina fyrir fjölmiðlum. ■
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
iðnaðar- og við-
skiptaráðherra
Sjálfstæðismenn þöglir:
allt saman
STJÓRNMÁL „Ég ætla ekki að gefa
neinar yfirlýsingar um það.
Þetta er hans mál og hans
ákvörðun," sagði Sturla Böðv-
arsson, samgönguráðherra, um
boðaða afsögn Arna Johnsen í
gær. Hann sagði að málið hefði
ekki verið rætt á ríkisstjórnar-
fundi um morguninn og vildi
ekkert meira um málið segja.
„Þetta er voða sorglegt allt
saman,“ sagði Sigríður Anna
Þórðardóttir, þingflokksformað-
ur Sjálfstæðisflokksins. Hún
ætlaði að láta þennan dag líða
áður en hún tjáði sig meira um
málið. ■
A: Þú kaupir eitt Ijósakort og færð annað frítt.
*gildir um ÖLL Ijósakort, greitt fyrir dýrari.
B: Þú kaupir einn stakan Ljósatíma
og færð annan frían.
*gildir um alla staka tíma, greitt fyrir dýrari.
C: Þú kaupir eina flík og færð aðra fría.
*gildir um allan fatnað og undirfatnað, greitt fyrir dýrari.
B: 2 fyrir 1 á öllu hárskrauti, skarti,
sólgleraugum, töskum, snyrtivörum
og öðrum aukahlutum. A
X ȇ o((<i
ATH: Gildir ekki á sólarkremum, gosi eða
sælgæti, borgað er fyrir dýrari vöruna.