Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 20. júlí 2001 FÖSTUPACUR Símadeild karla: Fylkir með 4 stiga forystu knattspyrna Fylkir sigraði Grindavík 4-0 á útivelli í gær- kvöld og er nú komið með fjög- urra stiga forskot í Símadeild- inni. Staðan í hálfleik var 2-0 og skoruðu þeir Hrafnkell Helgason og Ólafur Stígsson mörkin. í síð- ari hálfleik bættu síðan þeir Steingrímur Jóhannesson og Theodór Óskarsson við tveimur mörkum. Fylkir er nú með 21 stig í deildinni, en ÍA, Valur og ÍBV koma næst með 17 stig. Grinda- vík situr í 7. sæti með 12 stig, en á tvo leiki til góða. ■ MOLflR | Brasilíski knattspyrnumaður- inn Ronaldo segist vera tilbú- inn í harðar tæklingar á æfingum með liðsmönnum sínum hjá Inter áður en tímabilið hjá ítölsku A deildinni hefst. Ronaldo er að jafna sig eftir tvær hnéaðgerðir, þá síðari í Frakklandi í apríl, sem gerði það að verkum að hann er búinn að vera frá í nær tvö ár. Hann segir að það sé mikilvægt að liðsmenn hans taki hann eng- um vettlingatökum á æfingum. „Ég vonast eftir því að það verði sparkað almennilega í mig, þan- nig að ég geti séð hvað gerist,“ sagði Ronaldo. „Ég er í góðu formi, bæði líkamlega og and- lega. Ég hlakka til rosalegs tíma- bils.“ Ronaldo, sem var kosinn leikmaður ársins af FIFA bæði 1996 og 1997, spilaði síðast heilan leik með Inter í nóvember 1999. Hann verður í fremstu víglínu í vetur hjá Inter, ásamt ítalanum Christian Vieri. www. krakkabonki. is Guðmundur Hreiðarson spáir í 9. umferð Símadeildar kvenna: Jafntefli í toppslagnum knattspyrna í kvöld fara fram þrír leikir í 9. umferð Símadeildar kvenna í knattspyrnu. Grindavík tekur á móti FH á Grindavíkur- velli, Blikastúlkur fara til Eyja og í Frostaskjóli mætast KR og Breiðablik. Guðmundur Hreiðars- son aðstoðarmaður Atla Eðvalds- sonar, landsliðsþjálfara var feng- inn til að spá um leiki kvöldsins. „Ég spái því að FH sigri með einu marki gegn engu, þær eru á upp- leið. Ég hef séð FH stelpurnar spila en ég hef ekki enn séð til Grindavíkur liðsins,“ sagði Guð- mundur. Hann segir FH vera með skipulagt lið og að hans viti eru þær með einn efnilegasta mark- mann deildarinnar, Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Guðmundur sá Eyjastelpur tapa stórt gegn Breiðablik í bikar- keppninni og segir að þær hafi átt mjög dapran leik þann dag. „Ég á samt Von á því að þær bretti upp ermarnar og taki á móti sterku liði Vals. Það hefur að vísu komið á óvart að Valsstúlkurnar hafa ekki gert betur en staðreynd er. Þær eru sýnd veiði en ekki gefin og þær koma til með að sýna að þær eigi að vera í efri hlutanum." Hann telur samt að heimavöllurinn eigi eftir að vega þungt og Eyjastúlkur fari með sigur af hólmi 2-0. Guðmundur spáir hörkuslag í stór- leik umferðarinnar þegar KR og Breiðablik mætast. „Þarna mætast að mínu viti tvö sterkustu liðini í dag. KR stelpurnar hafa verið að spila feyki vel og góðan fótbolta. Á meðan hafa Blikarnir verið að missa flugið þótt þar sé mikill og góður efniviður. Jörundur Áki hef- ur verið að gera frábæra hluti sem þjálfari. Ég hallast á að þarna séu áþekk lið og spái því að leikurinn bjóði upp á fullt af marktækifær- um. En liðin hafa bæði frábæra markverði svo ég spái markalausu jafntefli." ■ MARKMANNSÞJÁLFARINN Guðmundur Hreiðarsson þjálfar marga leikmenn í efstu deild kvenna og karla. Hann býst við jafntefli í stórslag umferðarinnar. „Ég er hvorki ungur né efnilegur ‘ ‘ Hjörtur Hjartarson hefur skorað níu mörk í tíu leikjum með IA. Hann segist ekki hafa leitt hugann að landsliðssæti en segir að það gæti verið gaman að prófa atvinnumennsku. knattspyrna Hjörtur Hjartarson hefur farið mikinn með Skaga- mönnum í sumar og hefur skorað níu mörk í tíu leikjum í Símadeild- inni. Hjörtur er fæddur og uppal- inn á Akranesi og spilaði með ÍA upp alla yngri flokkanna. Hann ákvað að fara yfir í Skallagrím úr Borganesi árið 1993. „Þegar ég kom upp úr 2. flokki var Skaginn búinn að vinna allt sem hægt var að vinna þannig að það var lítið pláss fyrir mig þar. Ég spilaði með Skallagrími tvö tímabil en fór svo til Húsavíkur og spilaði með Völsungi," sagði Hjörtur þeg- ar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Það gekk nú ekki al- veg nógu vel þar, ég skoraði ekki nema sex mörk og við féllum." Hjörtur fór aftur yfir í Skalla- grím og spilaði með þeim í efstu deild og skoraði fimm mörk og árið eftir sautján mörk í átján leikjum en þá spilaði liðið í næst efstu deild. „Það munaði litlu að ég færi til Fylkis þetta ár þegar Ólafur Þórðarson tók við liðinu en Skallagrímur vildi ekki sleppa mér.“ Árið eftir tók Ólafur við IA liðinu og þeir höfðu samband við Hjört. „Það kom ekkert annað til greina en að fara til ÍA þegar þeir loksins vildu fá mig enda var þetta langþráður draumur." Hjörtur er að vonum sáttur við gengi sitt í sumar. „Þetta er fram- ar mínum vonum og væntingum og sjálfsagt allra annarra. En það blundaði svo sem alltaf í manni að maður gæti staðið sig vel í efstu deild ef maður spilaði með góðu liði. Liðið núna er miklu beittara en í fyrra og ég hef notið góðs af því.“ Hjörtur segir mikinn mun að æfa með liði í efstu deild og segir leikmenn í neðri deildum ekki þurfa leggja eins mikið á sig. Það sé allt annað umhverfi að spila í efstu deild. „Óli Þórðar sagði við mig þegar ég kom fyrst uppá Skaga að það tæki mig eitt og hálft ár að kom- ast í almennilegt form og það er að ganga eftir. Hann er langbesti þjálfari sem ég hef haft, vill að menn leggi mikið á sig og er sjálf- ur besta fyrirmyndin að því. Hann æfir og spilar með okkur." Markaskorarinn segist ekki hafa leitt hugann að landsliðssæti. „Það hafa nú meiri markaskorarar en ég verið fyrir utan landsliðið eins og Steingrímur Jóhannesson. Hann hefur skorað 50-60 mörk í efstu deild en á kannski einn æf- ingaleik með landsliðinu að baki. Það þarf nú meiri kosti en að skora níu mörk á einu tímabili í efstu deild.“ En hvað með at- vinnumennskuna? „Það væri gaman ef það myndi bjóðast en þetta er svo nýtilkomið að mér gangi svona vel. Til að maður verði atvinnumaður þarf maður að spila tvö til þrjú tímabil vel. Nema þú sért ungur og efni- legur og ég er hvorugt þessara MARKASKORARINN Hjörtur sést hér í leik gegn FH úr Hafnar- firði. Hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Hafnarfjarðarliðinu. hluta. Það er ekki inní myndinni í dag og ég hef alveg svefnfrið fyr- ir símhringingum," sagði Hjörtur að lokum. ■ Landsliðsþjálfari Brasilíu gafst upp á að spila í bláu: Dulspekileg ákvörðun GULUR SIGUR Brasilíumaðurinn Alex fagnar marki gegn Paragvæ ásamt Scolari og öðrum á miðvikudaginn. knattspyrna Brasilíumönn- um tókst ekki aðeins að kom- ast áfram í fjórðungsúrslit Ameríkubikarins í Kólumbíu með því að sigra Paragvæ með þremur mörkum gegn engu. Þeim tókst líka að af- sanna það að hjátrú þjálfar- ans væri réttmæt með því að sigra í hinum venjulegu gulu treyjum. Hinn nýi þjálfari, Luiz Felipe Scolari, hefur skoðan- ir á búningum liðsins. í síð- ustu viku lét hann liðið spila í varabúningunum, sem eru bláir og hvítir. í kjölfarið braut liðið upp sex sigurlausa leikjaröð með því að sigra Perú með tveimur mörkum gegn engu. Scolari, sem er uppalinn í syðsta hluta Brasilíu, var að vonum ánægður með ár- angurinn. Fyrir leikinn fór hann í kirkju heilags Júdasar Thadeusar, sem er dýrlingur hinna örvænt- ingafullu. „Það var dulspekileg ákvörðun að láta liðið spila í bláu,“ sagði Scolari eftir leikinn gegn Parag- væ. „Blái búningurinn var mér mjög mikilvægur. En strákarnir sönnuðu að sá guli er ekki síðri.“ Þó Scolari væri á góðri leið með að rífa landslið Bras- ilíu upp úr verstu lægð í manna minnum var fólki heima fyrir ekki sama um valið á bláu búningunum. „Þetta er nútíma fótbolti. Við höfum engan tíma fyrir þessa dulspeki," sagði Guilherme Aparecido, fimmtugur leigu- bílstjóri í Rio de Janeiro. „Önnur landslið verða sterk- ari með hverjum deginum sem líður, þau bera ekki lengur sömu virðingu fyrir því brasilíska og áður.“ Scolari lét allar athuga- semdir sem vind um eyru þjóta. „Enginn Brasilíumaður segir mér hvaða treyju landsliðið notar,“ sagði hann áður en hann sá að sér og leyfði liðinu að spila í gulu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.