Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 16

Fréttablaðið - 20.07.2001, Page 16
FRÉTTABLAÐIÐ www.samfilm.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 ITOMB RAIDER kl. 4, 6, 8 og 10 i TILL SAMMANS kl. 6, 8 og 10 i Sýnd m/ensku tali kl. 4,6, 8 og 10 Sýnd m/íslensku tali kl. 4, 6 og 8 FILMUNPUR______________________ LÚÐRASVEIT OC BRÚ/FRIÐUR/KYRR kl. 10.30 HASKOLABÍÓ HAGATORGI, SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stori BEST I BÍÓ ÞORFINNUR GUÐNASON kvikmyndagerðamaður Þrjár hentumyndir „Það eiga ailir að drífa sig í Háskólabíó að sjá Kyrr og Friður, sem eru tvær at- hyglisverðar myndir eftir unga höfunda, og Lúðrasveit og brú eftir Böðvar Bjarka Pétursson. Þær eru fyrirtaks skemmtun. Það er gaman að upplifa heimildarmyndir í bíó. Ég mæli með þessum í gúrkutíðinni sem nú ríkir í kvikmyndahúsum." ■ CRÆNN RISI Skrekkur hefur fallegt hjarta en óárennilegt ÚttíL Skrekkur frumsýnd í dag: Ur mýri í ævintýri kvikmyndir Ævintýramyndin Skrekkur á eftir að vera ein vin- sælasta kvikmynd landsins næst- komandi vikur. Skrekkur hefur farið sigurför um heiminn síðan hún var frumsýnd fyrir tveimur mánuðum. Fyrst vakti hún athygli þegar hún var forsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Síðan þá hefur hún halað inn yfir 200 millj- ónir dollara og á meira inni. Myndin er gerð af tölvusér- fræðingum hjá Pacific Data Ima- ges og DreamWorks. Helsta fram- förin í tölvuteikningum í mynd- inni eru smáatriði í lýsingu og yf- irborði. DreamWorks skýtur með henni Disney, sem frumsýndi Atl- antis fyrir skömmu, ref fyrir rass. Skrekkur skýtur meira að segja beint á Disney. í myndinni er óá- rennilegur kastali með bílastæði fyrir framan, sem minnir óneitan- lega á Disneyworld. Fylgst er með græna risanum Skrekk, sem Mike Myers talar fyrir. Hann eignast asna fyrir vin, sem Eddie Murphy talar fyrir. Skrekkur býr í mýri sem er í landi vonds greifa, sem John Lithgow talar fyrir. Greifinn, sem er ekki hár í loftinu og haldinn mikilli minnimáttarkennd, sendir Skrekk og asnann í ævintýraferð að bjar- ga prinsessu sem hann ætlar að giftast. Cameron Diaz talar fyrir prinsessuna. Áhorfendur eru ánægðir með það að Skrekkur höfðar ekki ein- ungis til ungra barna heldur ein- nig fullorðna, sem gerir bíóferð- ina óneitanlega skemmtilegri. Höfundarnir leika sér mikið með klassísk ævintýri og koma m.a. flestar af frægustu persónum Disney-teiknimyndanna fyrir. Ævintýri Skrekks er samt sem áður hefðbundið og myndin hefur að sjálfsögðu að geyma fallegan boðskap. ■ 20. júlí 2001 FÖSTUPAGUR Sýnd kl. 4,6,8 og 10 vit 243 [SHREK (feUaQ ______________kL4,6,8og 10 [[^) Sýnd kl. 4,6,8 og 10 (enskt tal) vit 244 Uf) [CROCOPILE DUNDEE IN LA kl. 4 og 6 iDRIVEN kl. 5.40, 8 og 1Q.2o] |^3 EVOLUTION kL 8.10 og 10.10|[y,Tl THE MUMMY RETURNS kl.3.50og6|® jPEARL HARBOR mlliá NÝl SIÍLUNN KÐSARANS <éLtaI) kl. 3.45 [f^rj Steven Kaplan, eigandi strípi- klúbbs í Atlanta, situr nú fyrir rétti þar sem hann er grunaður um að reka vænd- ishús og vegna meintra tengsla við mafíuna. Margar af fræg- ustu stjörnum Hollywood eru sagðar hafa átt viðskipti við hann s.s. Madonna, sem sögð er hafa nýtt sér þjónustu stripparans Baby, söngvarinn Mick Jagger, leikararnir George Clooney, Bruce Willis og Dan Aykroyd. Auk þeirra er talið að margar frægustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafi nýtt sér þjón- ustuna. Talsmaður söngkonunnar segir að Madonna hafi ekki kom- ið árum saman til Atlanta. „Hún hefur ekki komið þarna í mörg mörg ár svo ég held að þetta hafi ekki átt sér stað,“ sagði talsmað- urinn en bætti við. „Eg held að þetta sé samt ekkert sem Madonna myndi skammast sín fyrir.“ Rokkhljómsveitin Limp Bizkit þarf að mæta í yfirheyrslu hjá áströlsku lögreglunni vegna dauða eins aðdáenda á tónlistar- hátíðinni í Sydney. Hin sextán ára gamla Jessica Michalik, kramdist til bana á tónleikum sveitarinnar. Tveir lögreglumenn munu fljúta til Los Angeles til að yfirheyra hljómsveitarmeðlimi. Þeir verða spurðir hvað þeir sáu af sviðinu þegar tónleikagestir þrengdu að girðingu umhverfis sviðið með þeim afleiðingum að það brotnaði og Jessica varð und- ir. Þær verða líka spurðir útí það hvað það var sem fór úrskeiðis á tónleikunum í Homebush Bay. Rapparinn Too Poetic, úr hljómsveitinni Gravediggaz lést um síðustu helgi eftir harða baráttu við krabbamein 35 ára gamall. Too Poetic hét réttu nafni Anthony Berkeley og eyddi síð- ustu dögum ævinnar í að vinna að nýrri plötu með sveit sinni sem ber nafnið Nightmare in A- Minor. Platan á að koma út þann 23. ágúst nk. og inniheldur m.a. lagið Burn Baby Burn sem Too samdi um baráttuna við krabba- meinið. Ofsahraði og alvöru karlmennska NABBI Driven frumsýnd í dag. Sly Stallone og leikstjórinn Renny Harlin síðast saman í Cliffhanger. kvikmyndir Sylvester Stallone leikur aðalhlutverkið í nýjustu mynd finnska leikstjórans Renny Harlin, Driven. Sly gerir gott bet- ur, hann skrifar einnig handritið og framleiðir myndina, ásamt Harlin. Sly skrifaði síðast handritið að Cliffhanger, sem var einnig leik- stýrt af Harlin. Stallone hefur alls skrifað handrit að sautján mynd- um. Best gekk honum með Rocky, vann Óskarsverðlaunin árið 1976. Flest hinna hafa hinsvegar fært honum Razzie tilnefningu fyrir lélegasta handrit ársins. Þess má til gamans geta að Sly hefur hlot- ið þann vafasama heiður að vera 14 sinnum tilnefndur til Razzie- verðlaunanna, auk þess að vinna þau sjö sinnum. Driven fjallar um nokkra kappakstursökumenn. Einn þeir- ra, leikinn af Kip Pardue, er ný- liði og vandræðagemsi. Hann veldur yfirmanni sínum, leiknum af Burt Reynolds, miklu hugar- angri. Stráksi er búinn að koma sér upp á kant við bestu kappakst- ursökumennina, m.a. með því að reyna stíft við kærustu eins þeir- ra, leikna af Gina Gershon. Mynd- in er semsagt uppfull af karl- mennsku. Reynolds ákveður að hjálpa stráksa með því að fá Joe Tanto, gamlan útbrunninn ökumann sem klúðraði sínum tækifærum, til að sýna honum hvernig á ekki að spila úr hendinni. Joe Tanto er auðvitað leikinn af Sly. Hann tek- ur strákinn upp á sína arma og kennir honum holl ráð á brautinni og utan. Það tók átta mánuði að taka Driven. Haldnir voru níu kappakstrar í fimm löndum. í myndinni eru s.s. alvöru kappakstrar og segist Renny Harlin hafa fest hraðari eltinga- leiki og kappakstursatriði á filmu en áður hafa sést. Harlin er trey- standi til að fara vel með hraða og æsing. Þessi tvenna er jafnan að- all mynda hans, eins og í Die Hard 2, Cliffhanger, The Long Kiss Goodnight og Deep Blue Sea. Annar maður sem þekkir hrað- ann af eigin raun er Burt Reynolds. Fyrir utan að standa að Smokey and the Bandit myndun- um átti Reynolds sjálfur NASC- AR kappakstursbíl. Persóna Reynolds í myndinni er í hjólastól eftir árekstur. Driven er frumsýnd í Kringlu- bíó, Kringlubíó og Nýjabíó í Keflavík og á Akureyri. ■ Hvernig í ósköpunum ó ég oö finnn mér vinnu? Ég er að segja þér, þetto hagkerfi er voniaust. FINNINN KNÁI Renny Harlin kann að fara vel með hraða og spennu. Hann segist hafa fest hraðari eltingaleiki og kappakstursatriði á filmu en áður hafa sést.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.