Fréttablaðið - 20.07.2001, Síða 19

Fréttablaðið - 20.07.2001, Síða 19
FÖSTUPAGUR 20. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 TÓNLEIKAR Ljúfir tónar og sólbakaðir vað er hægt að hugsa sér betra en að sitja úti á torgi og hlusta á jazz síðdegis á laugardegi, ef maður er ekki á ferðalagi? Jazztónleikar á Jómfrúrtorginu aftan við veitingastaðinn Jómfrúna í Lækjargötu er alveg frábært framtak en þetta mun vera sjötta sumarið sem boðið er upp á Sum- arjazz á Jómfrúnni. Tónleikarnir eru haldnir úti á torginu ef vel viðrar en annars inni á Jómfrúnni. Á laugardaginn var viðraði vel og fjöldi manns kom á torgið og naut tónlistarinnar. Sólin bakaði viðstadda og ljúfir tónarnir glöddu SUMARJAZZ A JÓMFRÚNNIVIÐ IÆK1ARCÖTU Alla laugardaga yfir sumarmánuðina Enginn aðgangseyrir mannskapinn. Það er gaman að sitja þarna og horfa á bakhliðar hinna virðulegu Pósthússtrætishúsa sem hjálpa manni að ímynda sér að mað- ur sé hreinlega staddur sunnar í álf- unni. Flytjendur Jómfrúrjazzins eru yfirleitt fremstu jazzarar landsins sem töfra fram ómþýðan jazz í góð- um takti við blessaða sólina. STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR vinnu á daginn þannig að það er mikið að gera. Pétur og Anna Finnbogadóttir, sem einnig leik- ur í E, segjast sjaldan vera í mat heima hjá sér. Þegar Anna og Pétur eru spurð hvernig sé að leika í leik- riti svara þau bæði: „Rosalega gaman,“ og Anna heldur áfram: „Þetta er unglingaleikrit og það er svo fyndið að maður sér ná- kvæmlega hvernig maður er. Maður sér svo margt í þessu sem manni gæti ekki dottið í hug að líktist manni sjálfum en gerir það samt.“ Frumsýningin er í kvöld og áætlaðar eru sex sýningar á því í fyrstu lotu og ef vel gengur er hugsanlegt að verkið verði tek- ið aftur upp í haust. Anna og Pétur eru bjartsýn á fi’umsýn- inguna í kvöld. „Það verður bara að klára þetta,“ segir Anna þegar krakkarnir eru spurðir hvort ekki sé í þeim titringur fyrir frumsýningu. Leikfélagið Ofleikur er aðili að Bandalagi íslenskra leikfé- laga og hlýtur því styrk frá bandalaginu til að setja upp leikrit. Einnig hefur sýningin verið styrkt rausnarlega af menntamálaráðuneyti, félags- málaráðuneyti og Reykjavíkur- borg enda hefur verkið for- varnargildi að sögn höfundar- ins og leikstjórans Jóns Gunn- ars Þórðarsonar. Loks segir hann foreldra unglinganna hafa lagt fram ómetanlega vinnu, meðal annars við smíði á leik- mynd. steinunn@frettabladíd.is galleríi Í8 Klapparstíg 33. Sýningin stendur til 28. júlí. Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir í Cuiismiðju Hansínu Jens að Laugavegi 20b. i Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni stendur nú sýning á verkum Gerðar Helgadóttur, Gleriist og höggmyndir. I tilefni sýningar- innar er kynning á minjagripum sem hópur hönnuða hefur unnið út frá verkum Gerðar. Minjagripirnir eru silfurmunir, postulín, slæð- ur, bolir og minnisbækur og verða þeir til sölu í safninu. Sýningin stendur til 12. ágúst. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá 11-17. íslenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningar Safns Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýn- ingunni eru margar af frægustu þjóðsagna- myndum listamannsins og þar má sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Sýningin stendurtil l.september. I Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum er sýning sem ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listahá- skóla Islands. Á sýningunni getur að líta mis- munandi myndir Heklu sem sýndar eru hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. ( miðrými Kjarvalsstaða er sýning sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin stendur til 19. ágúst. Hafliði Sævarsson sýnir i Gallerí Geysi í Hinu húsinu. Sýninguna nefnir hann Kína- krakka og sýnir hann aðallega málverk en einnig skúlptúra og teiknaðar skissur. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fjórir iistamenn sýna nú i Nýlistasafninu. Þeir eru Daníel Þorkell Magnússon i Gryfju, Ómar Smári Kristinsson á palli, Karen Kírstein í forsal ogPhiIip von Knorr- ing í SÚM-sal. Málverkasýning Lárusar H. List, Vitundará- stand stendur i Veislugallery og Listacafé i Listhúsinu í Laugardal. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9.00 til 19.00 og stendur til 31. júlí. Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir i Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru öndvegis- verk úr eigu safnsins. Sýningin stendur til 12. ágúst. Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar ber yfirskriftina Hefð og nýsköpun. Þar má sjá úrval verka eftir Sigurjön frá þrjá- tiu ára tímabili, 1930-1960. Safnið er opið alla daga milli klukkan 14 og 17, nema mánudaga. Sumarsýning Listasafns ísiands nefnist Andspænis náttúrunni. Á henni eru verk eftir (slendinga í eigu safnsins og fjallar hún um náttúruna sem viðfangsefni íslenskra listamanna á 20. öld. Opið er frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga og er aðgangur er ókeypis á miðvikudögum. Sýningin stend- ur til 2. september. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýningar á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril listamanns- ins. Safnið er opið daglega 10-16. Þjóðlegur sunnudagur í Laufási: Að slá með orfi og ljá ÞJóÐMENNiNG Þeir sem stefna norður yfir heiðar um helgina eiga þess kost að rifja upp vinnubrögð lið- innar tíðar í Laufási við Eyjafjörð á sunnudaginn. Dagskráin hefst kl 14 í Laufáskirkju á helgistund sem séra Pétur Þórarinsson stýr- ir. Að henni lokinni verður tekið til hendinni við heyvinnu á Lauf- ástúninu og þeir gestir sem vilja spreyta sig á að slá með orfi og ljá, binda bagga og setja á hest fá aðstoð við það. Innanhúss verður unnið að skyr- og smjörgei’ð, steiktar lummur og malað kaffi. Gestum og gangandi verður boðið að bragða á góðgæt- inu. Einnig vei’ður boðin hangi- kjötsflís og sitthvað fleira. Á bað- stofulofti verður setið við tóvinnu og kveðnar rímur. Fjöldi handverksfólks í Eyja- firði hefur um árabil látið sér annt um gamla bæinn í Laufási og unn- ið að því að kynna þar og kenna gömul handtök svo þau gleymist FALLEGUR BÆR Það er vel þess virði að fara í Laufás í Eyja- firði og skoða gamla bæinn og hina fallegu torfhleðslu. Á sunnudaginn er boðið upp á þjóðmenningarlega dagskrá i Laufási ekki. Félag eldri borgara í Eyja- firði hefur ekki síður lagt sitt að mörkum við að gera þennan ár- vissa viðbui’ð í Laufási eftirminni- legan. í nýja þjónustuhúsinu í Laufási er hægt að kaupa kaffi og þjóðlegt bakkelsi frá milli 10 og 18 alla daga. ■ Afsláttur allt að Útsalan í Byggt og búlð er engri lík. Þar er fjöldi góðra muna fyrir heimilið á frábæru verði Kringlunni Sími 568 9400 Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Setbergsskóli Vegna forfalla vantar kennara við Setbergsskóla til að kenna almenna kennslu á yngsta stigi. Um er að ræða kennslu eftir hádegi. Laun- og kjaramál fara eftir gildandi kjarasamningum KÍ og launanefndar sveitarfélaga og umsóknarfrestur er til 25. júlí. Allar upplýsingar gefur Loftur Magnússon, skólastjóri í síma 555 2915 og 565 1011. Víðistaðaskóli Við heilsdagsskóla Víðistaðaskóla er laus staða forstöðumanns og auk þess er laus staða almenns starfsmanns. Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldismenntun eða reynslu af uppeldisstörfum. Laun- og kjaramál eru samkvæmt samningum STH við Hafnarfjarðar- bæ. Allar upplýsingar gefur skólastjóri Sigurður Björgvinsson í síma 899 8530 og 555 2912. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 en einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is Skólafulltrúinn í Hafnarfirði VMiðvífcH4.119$v«tarfca$MrtHH 570-9700

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.