Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. júlí 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 Friðartillögum hafnað í Makedóníu: Robertson og Solano fresta heimsókn skopje. MAKEDÓNÍfl. flp. Robertson lávaröur, framkvæmdastjóri NATO, og Javier Solano, fulltrúi utanríkis- mála Evrópusambandsins, frestuðu í gær fyrirhugaðri heimsókn sinni til borgarinnar Skjope í Makedóníu, eft- ir að yfirvöld í landinu höfnuðu frið- artillögum sem Bandaríkin og ESB höfðu lagt fram um vopnahlé á milli Makedóníu og albanskra uppreisnar- manna, en bardagar á milli þeirra hafa nú geisað í 5 mánuði. Ljubco Ge- orgievski, forsætisráðherra Makedóníu, sakaði í gær Bandaríkin og ESB um afskiptasemi og gaf lítið út á nýjar friðartillögur þeirra. „Það sem við fengum á borð til okkar eru tillögur um að skipta upp Makedón- íu,“ sagði Georgievski aðspurður um tillögurnar. í þeim er lagt til að makedóníska verði áfram opinbert tungumál í landinu og að Makedónar hafi ennþá umsjón með lögreglumál- um. Ennfremur er lagt til að albanska verði annað opinbera tungumálið á sumum svæðum í landinu. í gær særðist kona eftir að tvær handsprengjur sprungu undir bíl í austurhluta Makedóníu og í fyrra- kvöld sprakk sprengja nálægt versl- HAFNA FRIÐARTILLÖGUM Boris Trajkovsky, forsteti Makedóníu, á fundi sem haldinn var fyrir skömmu þar sem rætt var um að binda endi á 5 mán- aða löng átök á milli Makedóní og al- banskra uppreisnarmanna. Friðan/iðræður hafa nú siglt í strand. unarmiðstöð, en enginn slasaðist. Ekki er vitað hverjir báru ábyrgð á sprengingunum. ■ Höfuðborgarsvæðið: TilVogaog áleiðis í Reykjanesbæ skipulag Gunnar I. Birgisson þing- maður og formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar segir að tillögur um svæðaskipulag höfuðborgar- svæðisins sé málamiðlun á milli sveitarfélagana átta. Hann spáir því hins vegar að innan við 20 ár muni byggðin þróast suður á bóginn yfir til Voga í Vatnsleysustrandar- hreppi og m.a. vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Hann telur að nokkru seinna verði byggðin komin langleiðina suður til Reykjanesbæj- ar. Hann býst aftur á móti ekki við að byggðin þróist eins hratt norður á bóginn vegna veð- ursfarslegra þátta. Bæjarráðsfor- maðurinn segir að sér lítist alveg þokkalega á þá stefnu að þétta byggðina á höfuð- borgarsvæðinu og nýta landið betur en verið hefur. Hann bendir á að við gerð skipulags- ins hafa sveitarfé- lögin verið að toga í sína potta ,eins og hann orðar það. Hann segir að þeir í Kópavogi séu nokkuð sáttir við sinn hlut, þótt því sé ekki að neita að allir vilja hafa sinn fífil fegurri í þessum efnum eins og öðr- GUNNAR I. BIRGISSON FORMAÐUR BÆJARRÁÐS KÓPAVOGSBÆJ- AR Segir að veðurfar skipti miklu við þróun byggðar Gefum ekki færi á frekari styrkjum Flugleiðsögugjald af innanlandsflugi fellt niður. Mikil uppstokkun í gangi en ekki gefið færi á frekari ríkisstyrkjum, segir Sturla Böðvarsson. STURLA BÖÐVARSSON Reynt að treysta stoðir innanlandsflugs, m.a. með styrkjum og niðurfellingu gjalda. Hvarf Chöndru Levy: Leitað á vefslóð- um WASHINGTON.AP Lögregla leitar nú á vefsíðuslóðum í þeirri von að fá upplýsingar um hvarf Chöndru Levy frá Kaliforníu. Lögreglan telur hugsanlegt að hún hafið haldið á einhvern þeirra staða sem hún skoðaði á Netinu, ef til vill er von til að fá þar upplýsing- ar um ferðir hennar. Eftir að hafa verið yfirheyrður í þrígang, við- urkenndi þingmaðurinn Gary Condit loks fyrir stuttu, að hafa átt í ástarsambandi við Levy, sem er 24 ára og sást síðast 30. apríl. Hann er ekki grunaður um aðild að hvarfinu enda er ekki litið á það sem glæp. ■ Innanlandsflug Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, lagði til á ríkis- stjórnarfundi í gær að flugleiðsögu- gjald af innanlandsflugi yrði fellt niður. Tekjur ríkissjóðs af þessu gjaldi hafa verið um 45 milljónir á ári. „Það er alveg ljóst að flugfélögin í innanlandsfluginu eru í verulegum rekstrarvanda. Við höfum ekki ein- göngu verið að bregðast við þessu með því að fella niður flugleiðsögu- gjaldið heldur buðum líka út ákveðnar flugleiðir, þ.e.a.s. við greiddum styrki til flugsam- gangna,“ segir Sturla. Flugleiðirnar sem um ræðir eru frá Reykjavík til Gjögurs, frá Akureyri til ýmissa smærri staða á landsbyggðinni og á Vestfjörðum yfir vetrarmánuðina. „Þetta eru verulegir styrkir sem þarna er um að ræða og kemur til móts við flugfélögin en áður voru þau að baksa við að halda þessum rekstri úti án ríkisstyrkja," segir Sturla. Þessir styrkir og svo niður- felling flugleiðsögugjaldsins á að koma til móts við flugfélögin í inn- anlandsflugi. „Við höfum ekki viljað gefa færi á frekari styrkjum að svo komnu máli og verðum að sjá hver fram- vindan verður. Þetta er mikil upp- stokkun sem á að ganga út á það að flugið verður hagkvæmara. Það er mat Flugfélags Islands með því að fljúga eingöngu á þrjá staði þá nái þeir mikilli hagkvæmni. Það kann vel að vera að flugrekstraraðilar, sem eru með nægjanlega góðar flugvélar, og fljúga á þessa tiltekna staði eins og Höfn og Vestmanna- eyjar, að þeir geti náð svo mikilli hagkvæmni og markaðshlutdeild að það dugi þeim til að gera þetta án styrkja umfram það sem við vorum að ákveða í morgun," segir Sturla Böðvarsson. bjorgvin@frettabladid.is Mexíkóskir fangar taka þátt í tilraun: Megrunarkúr sem dregur úr ofbeldi næring Nokkrir af ofbeldisfyllstu föngum Mexíkó verða bráðlega settir á sérstakan megrunarkúr sem er bæði járn- og kalsíumrík- ur. Er ætlunin að draga úr áhrif- um þeirra mangan-efna sem talin eru leiða til ofbeldisfullrar hegð- unar. „Mangan-efni draga úr áhrifum af völdum dópamíns....en það veldur ofbeld- isfullri hegðun, eitthvað sem við höfum vitað síðan 1970 þegar sojamjólk fyrir börn, sem hefur 50 sinnum meiri mangan-efni heldur en brjóstamjólk, var sett á markað," sagði Joaquin Sender- os, mexíkóskur fulltrúi rann- sóknarstofnunar ofbeldishegðun- ar í Kaliforníu í samtali við Reuters. Að sögn hans mun hópur sjálfboðaliða sem eru í fangelsi í Mexíkó brátt hefja megrunarkúr byggðan á rannsóknum stofnun- arinnar. Forseti stofnunarinnar, Everett Hodges, segir að dregið hafi úr ofbeldi í fangelsum um 38% þegar 133 bandarískir fang- ar voru nýlega settir í tilrauna- skyni á megrunarkúrinn sem stóð yfir í sex mánuði. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR að óhapp varð að flutningabif- reið sem ók um göngin frá Ólafsfirði í átt til Dalvíkur lenti í árekstri við fólksbifreið. Reglan er sú að sá sem keyrir í áttina til Dalvíkur á réttinn en virtist öku- maðurinn í fólksbifreiðinni ekki átta sig á því og var ekki á því að hleypa flutningabílnum framhjá. Ökumaður flutningabifreiðarinn- ar, sem kominn var að gangnaop- inu Dalvíkurmeginn, sá hvert stefndi og stöðvaði bifreiðina og ók ökumaður fólksbifreiðarinnar á trukkinn og nuddaðist þar í honum skamma stund. Að end- ingu gaf ökumaður fólksbifreið- arinnar sig og bakkaði frá en endaði þá utan í göngunum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eldri mann var að ræða og sagði lögregla manninn sennileg- ast þurfa að gangast undir öku- hæfnispróf. Bónstöðin TEFLON jg GSM 821 4848 Sími 567 8730 ■ I Lakkvörn~ 2. ára ending z 0 Teflonhúðun Djúphreinsun Blettanir Mössun Alþrif Opið alla virka daga 8.30-18.00 www.teflon.is • Krókhálsi 5 • Toughseal umboðið J IL yj h r- ™-Veldu FordTransit Sendibíl ársins 2001 Reykjavík Brimborg Bfldshöfða 6 Sími 515 7000 Akureyri Brimborg Tryggvabraut 5 Sími 462 2700 FordTransit er sterkbyggður með einstaka flutnings- og burðargetu. I FordTransit sameinast rúmlega 35 ára þekking og reynsla á hönnun sendibíla. FordTransit er glæsilegur og gott útsýni um stórar rúður gerir aksturinn mun þægilegri og öruggari. Komdu og sjáðu hversu gott þú getur haft það við aksturinn. <> brimborg www.brimborg.is Nýtt og glæsilegt útlit Framdrif með spólvöm Lægri viðhaldskostnaður Nýjar dísel vélar Meira og þægilegra hleðslurými

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.