Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ 20. júlí 2001 FÖSTUPAGUR ENCA STYRKI Meirihluti telur ekki rétt að ríkið stuðli að áætl- unarflugi til Eyja og Hafnar með styrkjum. Á ríkið að leggja fram halda uppi flugi til Vestmannaeyja og Hornafjarðar? Niðurstöður gærdagsins á vwwv.vísir.is Nei 35% 65% Spurning dagsins í dag: Er komið nóg af fréttum af máli Árna Johnsen? Farðu inn á vísi.is og segðu þina skoðun I ___________ CBBS* Til átaka kom þegar lögregla ætlaði að snúa mótmælendum frá Genúa. Þrettán særðust. Spenna vegna Genúa- fundarins: Þrettán særð- ust í átökum við lögreglu ancona. ap ítalska óeirðarlögreglan í Ancona lenti í gær í átökum við hund- ruð mótmælenda alþjóðavæðingar, sem komu komu til landsins með grískri ferju til að til þess að taka þátt í alsherjarmótmælum í tengslum við leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims, sem hefst í Genúa í dag. Þrett- án manns særðust þegar lögreglan hamlaði fólkinu landgöngu, en hún neyddi einnig um 100 til 150 manns út úr þremur rútum, sem voru á leiðinni til Genúa, og aftur niður á höfn. Grísk stjórnvöld hafa mótmælt því sem þau kalla ómannúðlegum að- gerðum ítölsku óeirðarlögreglunnar á grískum borgurum, sem flestir hverj- ir tilheyra stjórnamálaflokkum á vin- stri væng grískra stjórnmála. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR I ögreglan á Akranesi og í Borgar- Lnesi upplýsti í gær innbrot í 8 sumarbústaði í Svínadal og Skorra- dal, sem framin voru um síðstu helgi. Fimm menn á aldrinum 16 til 20 ára voru handteknir í fyrrnótt eft- ir að hafa reynt að brjótast inn í hús- næði í Borgarfirði og í kjölfarið var framkvæmd húsleit, þar sem tölu- vert magn af þýfi fannst, m.a. úr eldri innbrotum. Við yfirheyrslur í gær upplýstist tugur annarra inn- brota, á svæðinu síðustu mánuði, m.a. í þrjú félagsheimili á Akranesi og nágrenni á síðasta ári, og innbrot í bifreiðar og fyrirtæki á fyrrihluta þessa árs. Yfirheyrslum er nú lokið og teljast málin að mestu upplýst. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. 4 mánaða fangelsi fyrir manndráp: Þrjú riffilskot - manndráp af gáleysi BLÁHVAMMUR Vettvangur manndrápsins var þrifinn hátt og lágt eftir að lögregla hafði úrskurða að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Þremur dögum eftir að lögreglu var tilkynnt um málið var maðurinn handtekinn grunaður um verknaðinn. í yfirherslum hjá lögreglu varð hann tvísaga. MANNPRÁP Héraðsdómur Norður- lands eystra dæmdi í gær ungan mann í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í svokölluðu Bláhvamms- máli. Hann varð föður sínum að bana þann 18. mars, 2000. Að sögn unga mannsins voru málavextir þeir að hann hugðist stytta sér aldur inni í herbergi föður síns, aðfaranótt 18. mars, 2000. í málsgögnum kemur fram að Þórður hafi kropið við hlið föð- ur síns og miðað riffil að höfði sér og aetlað að hleypa af. Hann greindi frá því að faðir hans hafi vaknað og tekið í hlaup riffilsins með þeim afleiðingum að skot hljóp af í höfuð hans. í yfirheyrsl- um sagði hann að við þetta hefði komið fát á sig og hann hafi því skotið tveimur skotum í höfuð föður síns. Héraðsdómur hafði áður kom- ist að sömu niðurstöðu en Hæsti- réttur skipaði dómnum að taka málið fyrir aftur þar sem réttin- um þætti framburður ákærða ótrúverðugur. Fjölskipaður hér- aðsdómur kemst nú að sömu nið- urstöðu. í dómsorði er ákærða gert að greiða 1/5 af sakarkostnaði til móts við 4/5 hluta ríkissjóðs. Þá kemur fram að „komi refsing ákærða til framkvæmda hefur ákærði þegar afplánað hana með gæsluvarðhaldsvist sinni.“ ■ Fundargerðir læstar ofan í skúffu ríkisendurskoðanda Enginn fær aðgang að fundargerðum byggingarnefndar Þjóðleikhússins meðan á skoðun ríkis- endurskoðanda á málefnum Arna Johnsen stendur. Fréttablaðið hefur kært synjun þjóðleikhús- stjóra á aðgangi að fundargerðunum. stiórnsýsla Stefán Baldursson, eini núverandi meðlimur bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins, hefur neitað að afhenda afrit fundargerða nefndarinnar. Menntamálaráðu- neytið hefur eng- ar fundargerðir frá byggingar- nefndinni í skjalasafni sínu. „Erindi ríkis- endurskoðunar var fyrst að koma formlega til mín í dag (miðvikudag) þannig að ég er rétt byrjaður að tína til allt það sem ég hef varð- andi byggingarnefndina. Fundar- gerðirnar fara inn í úttekt ríkis- endurskoðunar í heild sinni og ég má ekki láta nein gögn sem varða málið af hendi á meðan úttektin fer fram,“ sagði Stefán Baldurs- son. STEFÁN BALD- URSSON Þjóðleikhússtjóri Stefán sagði þessa tilhögun vera að ósk ríkisendurskoðunar sem hann sé sammála. „Þetta er farsæll farvegur þannig að þetta sé ekki svona tilviljanakennt í hinum og þessum fjölmiðlum heldur sé ríkisendurskoðandi með alla þessa ábyrgð á sinni könnu.“ Þjóðleikhússtjóri neitaði því ekki að fundargerðirnar séu ósköp venjuleg opinber gögn og þannig háð upplýsingarétti, sam- kvæmt upplýsingalögum. „Það er samt þannig að meðan verið er að gera slíka útttekt þá eru þetta gögn sem okkur ber ekkert endi- lega að afhenda," sagði hann. Fréttablaðið hefur þegar kært ákvörðun þjóðleikhússtjóra til Úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra segist ekki hafa átt að- ild að þeirri ákvörðun ríkisend- ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Gögn sem okkur ber ekkert endilega að afhenda, segir Stefán Baldursson um opinberar fundagerðir bygginganefndar Þjóðleikhússins sem hafa verið gerðar upptækar af rikisendurskoðanda. urskoðunar að mælst yrði til þess við Fram- kvæmdasýsluna og Þjóðleikshúsið að þessar stofnan- ir tjáðu sig ekki um málefni Árna Johnsen og bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins eða afhentu gögn þau varðandi. „Ríkisendur- skoðun hefur BJÖRN BJARNASON menntamálaráð- herra fengið mjög mikilvægt hlutverk og megintilgangur þess sem op- inberir embættismenn eru að vinna að núna er að komast að niðurstöðu í málinu. Það er eðli- legt að þeir fari að tilmælum rík- isendurskoðanda," segir mennta- málaráðherra. Hvað fundagerðir byggingar- nefndarinnar snertir bendir Björn á að menntamálaráðuneyt- ið geymi ekki fundagerðir fjöl- margra stofnana sem heyra und- ir ráðuneytið. „Ég hef til dæmis ekki fundar- gerðir útvarpsráðs eða þjóðleik- hússráðs. Þessir aðilar sjá um þær fyrir sig. Við fáum hins veg- ar greinagerðir og getum spurst fyrir um hvað hefur verið unnið. Erindisbréf byggingarnefndar Þjóðleikhússins laut fyrst og fremst að gera áætlanir um framtíðina. Við fengum þá áætl- un og það finnst mér endurspegla störf nefndarinnar," segir Björn Bjarnason. gar@frettabladid.is 0pii í Auitupvipi fpí Ii00 á fflUPlRðRi fil i'00 iftÍF miðRstti Arftaki Árna Johnsen á Alþingi: Harmleikur Árna bitnar ekki á flokknum stjórnmÁl Kjartan Ólafsson, 47 ára framkvæmdastjóri Steypu- stöðvar Suðurlands og garðyrkju- bóndi í Ölfusi, er fyrsti varamað- ur Árna Johnsen á Álþingi og mun því taka sæti Árna á þinginu. „Það eru frekar erfiðar að- stæður sem eru þess valdandi að þessi breyting verður og þetta er því ekkert spennandi en svona er þetta,“ segir Kjartan um þing- mannsstarfið sem bíður. Kjartan telur ekki að mál Árna muni valda sér vanda í nýja starf- inu. „Þetta kemur auðvitað ekkert við mig persónulega en málið er einfaldlega harmleikur. Það er leiðinlegt þegar svona kemur fyr- ir en ég á ekki von á að þetta bitni á Sjálfsstæðisflokknum á Suður- landi sem slíkum því málið er al- farið bundið við eina persónu en ekki flokkinn, flokksstarfið eða aðra flokksmenn. Kjartan segist hafa hug á að beita sér fyrir fjölmörgum málum á Alþingi, m.a. atvinnu- og sam- göngumálum. Aðspurður sagði Kjartan að hvorki formaður Sjálfstæðis- KJARTAN ÓLAFSSON „Þetta kemur auðvitað ekkert við mig per- sónulega en málið er einfaldlega harmleik- ur," segir arftaki Árna Johnsens. flokksins, formaður þingflokksins né Árni Johnsen hefðu haft sam- band við sig eftir að ljóst varð að Árni mun láta af starfi alþingis- manns. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.