Fréttablaðið - 03.08.2001, Page 12

Fréttablaðið - 03.08.2001, Page 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2001 FÖSTUDflCUR Hæstiréttur Bandaríkjanna: Endurskoðun dauðarefsinga washincton. ap Nánast í hverri einustu viku fer dauðadæmdur fangi í Bandaríkjunum fram á það við Hæstarétt landsins að fram- kvæmd dauðarefsingarinnar verði frestað. Og nánast í hverri viku er slíkri beiðni neitað og dauðarefsingu fullnægt. Nú í haust ætlar Hæstiréttur Bandaríkjanna hins vegar að fara nánar ofan í þetta mál en gert hef- ur verið frá því hann heimilaði dauðarefsingu á ný í Bandaríkjun- um fyrir aldarfjórðungi. Meðal annars verður hlýtt á málflutning fyrir hönd nokkurra dauða- dæmdra fanga. Tveir af níu dómurum dóm- stólsins, báðir konur, hafa lýst efasemdum sínum um réttmæti, en á hinn bóginn er vitað að þrír aðrir dómarar eru harðir fylgis- menn dauðarefsinga og enginn er yfirlýstur andstæðingur þeirra. AFTÖKUKLEFI Þarna var Timothy McVeigh tekinn af lífi í júní síðastliðnum. Engu að síður má búast við að um- Bandaríkjunum meðan á þessari ræður um réttmæti dauðarefs- endurskoðun Hæstaréttar stend- inga aukist um allan helming í ur. ■ Ohugnaður í Kína: Líffæri seld beijinc. ap Dagblað alþýðunnar, sem er opinbert málgagn kín- verska Kommúnistaflokksins, skýrði frá því að líkið af Fu Xin- rong, sem tekinn var af lífi í maí árið 2000, hafi verið numið brott strax að aftöku lokinni og selt sjúkrahúsi í Nanchang þar sem nýrun úr honum hafi verið flutt í sjúklinga sem á þurftu að halda. Mannréttindasamtök hafa lengi fullyrt að í Kína sé algengt að líffæri úr dauðadæmdum föng- um séu seld að aftöku lokinni, en þetta er í fyrsta sinn sem opinbert málgagn stjórnvalda viðurkennir slíkt tilvik. ■ Japan: Vilhallir rannsóknum á stofnfrumum fósturvísa heilbricðismál Japanir þokast nú í átt til heimildar fyrir rannsóknum á stofnfrumum mennskra fóstur- vísa. Umræðuhópur í lífsiðfræði komst að þeirri niðurstöðu að rétt- lætanlegt væri að heimila slíkar rannsóknir og nú þykir líklegt að stjórn landsins muni samþykkja ályktunina fljótlega. Það er þó mælt með ströngum skilyrðum fyrir heimildinni. Til að mynda verður ekki heimilt að nota stofn- frumur úr einræktuðum fóstur- vísum, heldur aðeins úr afgangs- fósturvísum eftir glasafrjóvgun, sem ella yrði hent. Ályktun þessi er í raun í samræmi við niður- stöðu bandaríska fulltrúaþingsins um bann við einræktun fósturvísa í hvaða tilgangi sem er. Hug- myndin er að rannsóknirnar geti leitt til þess að hægt verði að nota stofnfrumur til að græða vefi sem sjúkdómar hafa grandað. Þar sem talið er að ígræðsla stofnfruma lúti sömu lögmálum og önnur líf- færaígræðsla er hætta á höfnun- arviðbrögðum, séu gjafi og þegi ekki sömu vefjagerðar. Þess vegna álíta margir vísindamenn hægt að sneiða hjá vandanum með því að nota frumur úr fósturvisi einræktuðum úr sjúklingi sjálf- um, þeir eru þá sömu vefjagerðar. Meiri óvissa ríkir ef fósturvísir hefur orðið til með kynæxlun. ■ Eiginleikar sem engln önnur sólarvörn státar af PRODERM er eina sólarvörnin sem skróó er sem læknisfræóileg sólarvörn. Vörnin er virk í 6 klst. LEÐURHUÐ Fæst í apótekum Meómæli húölækna. og Frínöfninni. Fyrir börn og alla meö vibkvæma húb. Dreifing CELSUS FJÁRHAGSVANDI Þegar Fréttablaðið fór þess á leit við Kópavogsbæ að fengin yrðu bréf þau er lögð voru fyrir bæjarráð var því hafnað af Þórði Þórðarssyni, bæjarlögmanni Kópavogs. Flosi Eiríks- son, bæjarráðsmaður, var undrandi á þeim viðbrögðum lögmannsins og upplýsti blaðið um málavexti. Vantar 80 milljónir Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fer allt of geyst í framkvæmdum. Oskar eftir fjárhags- styrk frá bæjarfélögunum til þess að komast úr kröggum. Gunnari Birgissyni falið að skila greinargerð um málið. fjárhacsvandi Um 80 milljón króna gat er á reikningum Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar og hefur hann farið fram á það að fá samtals 80 milljónir í styrk, 40 milljónir frá Kópavogi og 40 millj- ónir frá Garðabæ, til þess að hægt sé að bjarga klúbbnum út úr fjár- hagskröggum. Upphæðin kemur til viðbótar 10 milljón króna fram- lags sem bæjarfélögin tvö veita til klúbbsins á ári hverju ásamt því sem unglingavinna bæjarfélag- anna starfar við viðhald golfvall- arins á sumrin, endurgjaldslaust. Ástæðu þessara fjárhagserfið- leika telur Flosi Eiríksson, bæjar- ráðsmaður í Kópavogsbæ, að rekja megi til þess að klúbburinn hafi „ráðist allt of hratt í fram- kvæmdir." Golfklúbburinn starf- rækir 18 holu völl við Vífilstaði í Garðabæ og stendur nú til að bæta níu holum aukreitis við völl- inn. „Bæði bæjarfélögin hafa styrkt þá mjög verulega en mig minnir að Kópavogsbær sé búinn að setja í þá allt að 50 milljónum á undanförnum árum og ætli að setja í þá 20-25 í viðbót. Þeir eru að fara fram á allt að 40 milljón- um frá hvoru sveitarfélagi. Hvort það verði gei't mun skýrast betur á næsta bæjari'áðsfundi," sagði Flosi Eiríksson, bæjarráðsmaður í Kópavogsbæ. Vandamál golfklúbbsins eru ekki ný af nálinni. Áður hafði bæj- arfélögunum tveimur borist er- indi frá forsvarsmönnum klúbbs- ins um fjárhagsaðstoð. Þá var Gunnari Birgissyni, formanni bæjarráðs Kópavogs, og Ingi- mundi Sigurpálssyni, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjai', falið að ræða við forsvarsmenn klúbbsins og reyna að komast að viðeigandi niðurstöðu. Gunnar mun skila greinargerð um þær umræður sem fóru fram á næsta bæjarráðs- fundi Kópavogsbæjar. Aðspurður af hverju bæjarráð hefði staðið jafn vel við bakið á klúbbnum og raun ber vitni sagði Flosi að þegar klúbburinn samein- aðist og varð að Golfklúbbi Kópa- vogs og Garðabæjar hefðu sveit- arfélögin lofað að standa við bak- ið á honum, „rétt eins og önnur íþróttafélög." í klúbbnum eru á bilinu 6-700 félagar. Þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir náðist ekki í Gunnlaug Sigurðsson, formann klúbbsins, í gær. omarr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.