Fréttablaðið - 03.08.2001, Síða 13

Fréttablaðið - 03.08.2001, Síða 13
FÖSTUPAGUR 5. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Hálfsársuppgj ör: Munar um tveimur milljörðum milli ára atvinnulíf Eimsskip tapaði 1.446 milljónum á fyrri hluta ársins 2001. Á sama tíma í fyrra var fé- lagið rekið með 523 milljón króna hagnaði. Þetta er því viðsnúning- ur um tæpa 2 milljarða króna. í hálfsársuppgjöri Eimskips segir að umtalsvert gengistap sé veigamesta skýringin á nei- kvæðri afkomu. Ýmsar kostnað- arhækkanir hafa líka komið til á sama tíma og ekki hafi náðst fram nauðsynlegar flutnings- gjaldahækkanir vegna harðari verðsamkeppni. Fjárfestingar- starfsemi félagsins hefur einnig minnkað vegna umtalsverðar lækkunar hlutabréfa. Rekstrar- og fjárfestingaáætl- un ársins hefur verið endurskoð- uð í ljósi þessarar niðurstöðu. Dregið verður úr fjárfestingum og gripið til aðgerða til að auka hagræðingu og lækka kostnað. Einnig verður gjaldskrá flutn- ingsgjalda hækkuð. Gert er ráð fyrir að þessar aðgerðir muni leiða til bættrar afkomu á síðari hluta ársins. ■ ERFIÐUR REKSTUR „Rekstur Eimskips hefur verið fjárhagslega erfiður á fyrri hluta ársins og efnahagsumhverfið verið óhagfellt," segir í hálfsársuppgjöri Eimskips. Bandarísk flogaveikirannsókn: Heilaskurðaðgerð betri en lyf new QRLEANS. ap. Heilaskurðað- gerð vegna flogaveiki er mun ár- angursríkari en lyfjagjöf fyrir þá sem ekki ráða við flogaveikiköst sín þrátt fyrir hefðbundna lyfja- gjöf. Þetta kemur fram í fyrstu ít- arlegu rannsókninni sem gerð hefur verið á kostum þess að beita heilaskurðaðgerð við floga- veiki. Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í blaðinu New Eng- land Journal of Medicine, höfðu 15 af þeim 36 sjúklinga hópi sem lét fjarlægja hluta úr heilanum á sér, losnað alveg við flogaveiki- köst ári eftir aðgerðina. Átta aðr- ir hættu að fá köst þar sem þeir duttu úr sambandi við umheim- inn. í hinum hópnum þar sem ein- ungis var um lyfjagjöf að ræða losnaði aðeins einn sjúklingur af 40 alveg við flogaveiköst. Tveir aðrir losnuðu við köst þar sem þeir misstu samband við umheim- inn. „Ég held að skilaboð þessarar rannsóknar séu þau að ef lyfin virka ekki þá skulu menn íhuga að fara í heilaskurðaðgerð í stað þess að hugsa um málið ár eftir ár,“ sagði Dr. Greg Barkley sem er ráðgafi við flogaveikistofnun- ina í Bandaríkjunum. Heilaskurðaðgerðir eru þó ekki hættulausar og geta eiga allt að 4% flogaveikisjúklinga sem fara í slíka aðgerð á hættu á að lamast á annarri hlið líkamans. ■ RANNSÓKN í Ijós hefur komið að heilaskurðaðgerð gegn flogaveiki ber meiri árangur en lyf. Skerj afj arðarslysið: Safnað fyrir rannsókn söfnun Hafin er símasöfnun til að kosta rannsókn erlendra sér- fræðinga á orsökum Skerjafjarð- arflugslyssins. Sé hringt í síma 907-2007 leggjast 1.000 kr. inn á söfnunarreikninginn, 2.500 ef hringt er í 907-2008 en 5.000 kr. ef hringt er í 907-2009. Framlagið verður gjaldfært af símreikningi viðkomandi. Kostnaður vegna rannsóknarinnar er áætlaður 4-5 milljónir króna. Þegar hafa safn- ast um 1,2 m.kr. inn á reikning 1175-05-409940 hjá Sparisjóði vélstjóra. ■ Frítt argjald fyrsta drih er sí 'TIT Félagsmönnum GSÍ gefst nú kostur á að sækja um alþjóðlegt EUROCARD Golfkort en það er allt í senn félags-, kredit- og fríðindakort fyrir golfarann, gefið út af EUROPAY íslandi í samvinnu við GSÍ og Samvinnuferðir Landsýn. Fastir afslættir 20% afsláttur af vallargjöldum ef greitt er með kortinu 10% afsláttur af öllum vörum í íþróttabúðinni, Grensásvegi 16* 10% afsláttur af öllum vörum í Golfbúðinni, Strandgötu 28* 10% afsláttur af öllum vörum í Nevada Bob, Nethyl 2* 10% afsláttur af öllum vörum í Markinu, Ármúla 40* 20% afsláttur innanlands hjá AVIS bílaleigunni *gildir ekki fyrir vörur sem eru á tilboði Hægt er a& sækja uxn EUROCARD Golfkort á www.golf.is e&a hjá EUROPAYíslandi, Ármúla 28-30 s; 3Í0 1300, euroþay@europay.is Ferslunin mmmwm EEEmnin nn verslun AVIS BÍLALEIGA « 562 4433 >oou,l»! 8 mssm. Samvinnuferðir Landsýn ■tnrðltyrtrþig f=| t-f .Ai*U Mastwmi Sími 5501500 Fax 5501601 europay@europay.is www.europay.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.