Fréttablaðið - 03.08.2001, Page 14
14
FRETTABLAÐIÐ
3. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR
Símadeild kada:
ICR tapar aftur
Campbell í byrjunarliðinu:
Roma
sigraði
Arsenal
knattspyrna Roma sigraði Arsenal 1-0
í æfingaleik í fyrradag og skoraði
Vincenzo Montelía markið rétt fyrir
leikhlé. Sol Campbell, sem hefur átt
við meiðsli að stríða, var í fyrsta
skiptið í byrjunarliði Arsenal, en var
skipt útaf í hálfleik.
Roma var mun betra í fyrr hálf-
leik og hefði liðið getað skorað fleiri
mörk. Arsenal tók við sér í síðari hálf-
leik og fékk nokkur góð tækifæri til
að jafna leikinn. ■
KNATTSPYRNA FH sigraði KR 2-1 á
útivelli í gærkvöld og komst þar
með upp fyrir ÍBV í þriðja sæti
deildarinnar. KR-ingar töpuðu þar
með sínum öðrum leik í röð og
stefnir í fallbaráttuslag á milli
þeirra og Fram. FH komst í 2-0
með mörkum frá Jónasi Grana
Garðarssyni og Herði Magnús-
syni, en Tryggvi Pétursson
minnkaði muninn fyrir KR þegar
S mínútur voru eftir af leiknum.
Tveir aðrir leikir voru í Síma-
deildinni í gær. ÍA sigraði Kefla-
vík 1-0 á útivelli með marki frá
Hirti Hjartarsyni og Grindavík
sigraði Breiðablik 4-2 í Kópavogi.
Sinisa Kekic skoraði tvö mörk
fyrir Grindavík en Paul McShane
og Grétar Hjartarson sitt markið
hvor. Ásgeir Baldursson og sko-
raði eitt mark fyrir Breiðablik og
Albert Sævarsson, markvörður
Grindavíkur, gerði sjálfsmark.
Símadeild karla
KR - FH 1:2
Breiðablik Grindavík 2:4
Keflavík-ÍA 0:1
1. deild karla
KA - Stjarnan 1:1
KS - Þór 1:8
Víkingur - Tindastóll 3:0
ÍR - Þróttur 4:4
SÍMADEILDIN
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Fylkir 12 7 4 1 23 :8 25
ÍA 12 7 2 3 18 : 9 23
FH 12 6 3 3 13 : 10 21
IBV 12 6 2 4 9 : 11 20
Grindavík 11 6 0 5 18 : 17 18
Valur 12 5 2 5 15 : 17 17
Keflavik 12 4 3 5 16 : 18 15
KR 11 3 2 6 9 : 14 11 10
Fram 12 3 1 8 15 : 20
Breiðablik 12 2 1 9 11 : 23 7
1. DEILD KARLA
Lið Leikir U J T Mörk Stig
KA 12 8 3 1 28 : 10 27
Þór Ak 12 8 2 2 36 : 13 26
Stjarnan 12 6 5 1 23 : 12 23
Þróttur 12 5 4 3 18 : 15 19
Víkingur 12 4 4 4 21 : 15 16
|R 12 2 8 2 23 :27 14
Dalvík 12 4 1 7 17 : 29 13
Tindastóll 12 3 3 6 18 : 29 12
Leiftur 12 3 2 7 14 : 21 11
KS 12 O 2 10 7 : 34 2
Leikmannakaup:
Zenden til
Chelsea
knattspyrna Chelsea hefur keypt hol-
lenska landsliðsmanninn Boudewijn
Zenden frá Barcelona á rúman millj-
arð króna. Zenden, sem er 24 ára
gamall og lék með Eiði Smára
Guðjohnsen hjá PSV Eindhoven á sín-
um tíma, skrifaði undir 4 ára samning
við Lundúnarliðið í gær. Zenden, sem
leikur á vinstri kantinum, missti sæti
sitt í liði Barcelona til Marc
Overmars á síðasta leiktímabili.
Nokkur lið höfðu sýnt honum áhuga
m.a. Newcastle en Zenden hafði ekki
áhuga á að fara til Norður-Englands.
Zendan er fjórði leikmaðurinn sem
Chelsea kaupir fyrir veturinn. ■
MOLAR
Laugavegshlaupið var haldið á
dögunum og hlupu keppendur 55
km milli Landmannalauga og Þórs-
markar. Alls tóku 101 hlaupari þátt
en það var Bandaríkjamaðurinn
Charles Hubbard sem sigraði. Hann
hljóp vegalengdina á 4:39:21 klukku-
stundum. Guðmann Elísson var í
öðru sæti, hljóp á 4:54:08. f þriðja
sæti var Bretinn John Smallwood en
hann hljóp á 4:56:08. í sveitakeppni
voru það IR karlar skokk, þeir
Haukur Friðriksson, Stefán Örn
Einarsson og Gauti Höskuldsson,
sem stóðu sig best samanlagt.
Gamlir NFR, Guðmann Elísson,
frausti Valdimarsson og Lárus H.
Blöndal, voru í öðru sæti.
Heimsmeistaramótið í frjálsum
íþróttum hefst í dag í Edmonton
í Albertafylki í Kanada. Allir bestu
frjálsíþróttamenn heimsins eru
þarna samankomn-
ir og munu etja
kappi næstu daga.
Áður en mótið
hófst voru íþrótta-
menn þegar farnir
að deila. Heims-
meistarinn
Gabriela Szabo hót-
aði því að draga sig
úr keppni í 5000 metra hlaupinu ef
keppinautur hennar, Rússinn Olga
Yegorova, fær að taka þátt.
Yegorova féll á lyfjaprófi í júní en
forráðamenn Heimsmeistaramóts-
ins voru í gær að bíða eftir niður-
stöðum úr öðru prófi. Um var að
ræða EPO hormóninn, sem eykur
þol. Szabo, sem er einnig Ólympíu-
meistari í 5000 metra hlaupi, segir
að framfarirnar sem Yegorova náði
á síðasta ári séu grunsamlegar.
Yegorova náði að sigra hana í 3000
metra hlaupi á Heimsmeistaramót-
inu innanhúss í mars sl. „Ef hún
verður þarna í startinu hleyp ég ein-
faldlega ekki. Það er ekki rétt að
hún hlaupi," sagði Szabo, sem á
möguleika á að vinna sinn þriðja
heimsmeistaratitil í röð. „Það væri
skynsamlegra að hafa sér keppni
fyrir þá sem taka EPO og þá sem
gera það ekki.“ ■
M 100 IÆ'1’0
í Hagkaupum
Skeifunni og Nesti
Ártúnshöfða
3. ágúst milli
klukkan 16-18.
E
HM
■MM
Greene hleypur meiddur
Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst í Edmonton í Kanada í dag. Einn af hápunktum
keppninnar verður 100 metra hlaup karla, en allir bestu spretthlauparar heims munu þar etja
kappi saman. Heimsmetið er 9,79 sekúndur.
frjálsar ÍÞRÓTTIR Heimsmeistara-
mótið í frjálsum íþróttum hefst í
Edmonton í Albertafylki í Kanada í
dag, en því lýkur 12. ágúst. Einn af
hápunktum mótsins verður án efa
100 metra hlaup karla, en þar
verða allir bestu spretthlauparar
heims í eldlínuninni. Hlaupið verð-
ur í riðlum á laugardaginn, en úr-
slitahlaupið verður á sunnudaginn.
Heimsmetahafinn Maurice
Greene frá Bandaríkjunum og Ado
Boldon frá Trinidad og Tobago eru
taldir sigurstranglegastir, en Tim
Montgomery sem sigraði á Grand
Prix mótinu í Osló á dögunum og
Bretinn Dwain Chambers munu án
efa veita þeim harða keppni.
Kanadamaðurinn Donovan Bailey
mun einnig taka þátt í 100 metra
hlaupinu, en hann hefur átt í erfið-
um hnémeiðslum og því er varla
gert ráð fyrir honum í toppbarátt-
una. Bailey er einn af aðeins þrem-
UNDIRBÚNINGUR
Undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið í
frjálsum íþróttum er nú lokið enda hefst
mótið i dag.
ur mönnum sem hefur átt heims-
metið í 100 metra hlaupi og sigrað
bæði á Ólympíuleikum og Heims-
meistaramóti.
Maurice Greene, sem á heims-
metið í 100 metra hlaupi sem er
9,79 sekúndur og var sett á Heims-
meistaramótinu í Aþenu fyrir
tveimur árum, hefur einnig átt við
hnémeiðsli að stríða. Boldon, sem
er æfingafélagi Greene, sagði í
viðtali við Kanadíska dagblaðið
Edmonton Journal að Greene væri
augljóslega ekki orðinn góður af
meiðslunum. Meiðslin háðu honum
á æfingum, sérstaklega í byrjun og
lok hlaups.
Bailey sagði að sú staðreynd að
Greene hefði ákveðið að vera með
í 100 metra hlaupinu gæfi öðrum
hlaupurum byr undir báða vængi.
Ef Greene hefði ákveðið að vera
ekki með hefði það sett ákveðinn
skugga á hlaupið og sigurvegar-
ann. Margir myndu draga þá álykt-
un að hann hefði aðeins sigrað
vegna þess að Greene hefði ekki
verið með. Þó Greene og Boldon
séu taldir sigurstranglegastir
verða þeir að vara sig á
Montgomery, en hann hljóp á 9,84
sekúndum í Osló og virðist því
vera i mjög góðu formi.
Ólíklegt er talið að Greene
verði með í 200 metra hlaupinu
vegna meiðslanna. Boldon ætlar
hins vegar að vera með þó hann
hafi aðeins tekið þátt í tveimur 200
metra hlaupum á árinu.
„Ég bý yfir mikilli reynslu og
held því að ég hafi smá forskot á
aðra hlaupara," sagði Boldon. „Á
góðum degi get ég hlaupið 200
metrana á 19 sekúndum en flestir
hinna eiga 20 sekúndur best.“
trausti@frettabladid.is
HEIMSMETAHAFINN
Maurice Greene, Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi, ætlar að vera með I Edmonton
þrátt fyrir að vera meiddur á hné.
Nýliðamir styrkja leikmannahópinn:
Van der Sar til Fulham
knattspyrna Fulham, nýliðarnir í
ensku úrvalsdeildinni, hafa keypt
hollenska landsliðsmarkvörðinn
og fyrrum leikmann Juventus,
Edwin Van der Sar fyrir 7 milljón-
ir punda, sem samsvarar tæpum
milljarði íslenskra króna. Mark-
vörðurinn gerði fjögurra ára
samning við liðið sem tryggði sér
sæti í úrvalsdeildinni með því að
vinna 1. deildina í fyrra með yfir-
burðum.
„Ég er ánægður með að hafa
skrifað undir samning við Ful-
ham,“ sagði van der Sar. „Þetta
minnir mig á tímabilið sem ég
spilaði með Ajax fyrir átta eða níu
árum. Þá var fótboltinn mikivæg-
ur en það var vingjarnlegt and-
rúmsloft. Þetta er eins og ein stór
fjölskylda. Mér líður eins og
heima og það er vel tekið á móti
mér.“
Van der Sar er ánægður með
framtíðaráætlanir liðsins og hann
segist kunna að meta markmiðin
sem það hefur sett sér. Jean Tig-
ana, stjóri Fulham, og van der Sar
ræddu lengi saman um markmið-
in sem stjórinn hefur sett sér.
„Hann vill fara alla leið á toppinn
með liðið og hann sýndi það og
sannaði með Monaco að hann get-
ur farið alla leið.“
Tigana er mjög ánægður með
að hafa krækt í leikmaninn enda
hefur hann lengi verið talinn einn
besti markvörður heims. Hann
vann þrjá deildatitla með Ajax í
hollensku deildinni á árunum
1994-1996, hann hefur spilað 44
landsleiki með Hollandi og gekk
til liðs við Juventus fyrir tveimur
árum síðan. Staða hans var hins-
vegar í hættu þegar liðið keypti
ítalska landsliðsmarkvörðinn Gi-
anluigi Buffon. ■
TIL englands
Edwin van der Sar er á leið til Englands
þar sem hann mun spila með nýliðum Ful-
ham (ensku úrvalsdeildinni.
Leikmannakaup:
Manninger
til Fiorentina
knattspyrna Alex Manninger,
markvörður Arsenal, er á leið til
ítalska efstu deildar liðsins Fior-
entina. Búist er við að hann skrifi
undir samninginn í dag en hann
þarf fyrst að gangast undir lækn-
isskoðun. Austuríkismaðurinn
sætti sig ekki við að vera þriðji
markvörður Arsenal, á eftir Dav-
id Seaman, landsliðsmarkverði og
Richard Wrigth sem keyptur var
til liðsins í sumar. ■