Fréttablaðið - 03.08.2001, Side 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
3. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR
n 1 HRAÐSOÐIÐ
RICHARD 1. BJÖRGVINSSON
aðalvarðstjóri
Ökumenn
taki tillit til
aðstæðna
HVAÐA ráðstafana hyggst lögreglan
grípa til vegna v erslunarmannahelgarum-
ferðarinnar?
Við verðum með það allt tiltækt lið
lögreglunnar, bíla og bifhjól, á Vest-
urlandsvegi og Suðurlandsvegi í
samráði við lögregluna í Borgarnesi,
á Akranesi og Selfossi. Umferða-
rlögreglan verður að sjálfsögðu í
góðu samstarfi við almennu lögregl-
una. Svo má nefna að það var tekin í
notkun myndavél í Hvalfjarðargöng-
unum fyrir helgina. Þetta er vél sem
mælir hraðann og tekur myndir í
göngunum. Einnig verður mynda-
vélabíll Ríkislögreglustjóra á ferð
um landið.
HVENÆR búistþiðvíð
mestri um-
ferð?
Við munum sérstaklega leggja áher-
slu á föstudagskvöld og eins seinni
hluti mánudags þegar við eigum von
á fólki til borgarinnar.
Þetta eru álagstímar ef við miðum
við reynslu undanfarinna ára. Ann-
ars er aldrei gott að segja nákvæm-
lega til hvenær mesta álagið verður.
Það spilast algerlega eftir veðri eins
og straumurinn að nokkru leyti. Við
vitum reyndar að það verður fjöldi
af yngra fólki á Eldborg, fjölskyldu-
fólk fer í Galtarlækinn og svo er það
Kántríhátíðin á Skagaströndum og
hátíð á Akureyri svo fátt eitt sé
nefnt.
HVERT er helsta hlutverk ykkar í um-
ferðarlögreglunni?
Okkar hlutverk er fyrst og fremst
að fylgjast með umferðinni og gripa
inn í ef eitthvað fer úrskeiðis. Við
sinnum almennu umferðaeftirliti,
fylgjumst með hraðanum og grípum
inn í ef það er eitthvað sérstakt. Við
fylgjumst t.d. vel með því þegar fólk
er að fara út úr bænum á föstudags-
kvöldið með hjólhýsi og kerrur að
allur öryggisbúnaður sé í lagi, fest-
ingar og ljós. Einnig t.d. að þegar
bílar eru með breiðari vagna í eftir-
dragi eins og hjólhýsi og fellihýsi að
framlenging sé á baksýnisspeglum
og hliðarspeglum.
HVAÐA ráð hefur þú til ökumanna?
Að þeir taki tillit til annarra öku-
manna, til aðstæðna og aki á skikk-
anlegum hraða. Það er mjög mikil-
vægt að hafa í huga að í mikilli um-
ferð er bíllinn sem kemur á móti
alltaf hættulegur og ökumenn ættu
ekki taka framúr nema það sé mjög
víðsýnt og gott að taka framúr. Ég
minni á að framúrakstur og
hraðakstur er aðal orsakavaldur um-
ferðaslysa.
Rlchard J. Björgvínsson er aðalvarðstjóri í um-
ferðadeild lögreglunnar I Reykjavlk.
Þjóðnýtingin í Simbabve:
Uppskera
dregst saman
harare, AP Hvítir bændur í
Simbabve, sem flestir mega bú-
ast við því að missa jarðir sínar á
næstu misserum, hafa sem von
er slegið slöku við búskapinn
undanfarið og er búist við að
matvæla- og tóbaksframleiðsla
þeirra dragist saman um fjórð-
ung þetta árið, úr 510.000 tonn-
um í 384.000 tonn.
Simbabve er næst stærsti tó-
baksframleiðandi heims, á eftir
Brasilíu, og landbúnaður er hels-
ta gjaldeyrislind þjóðarinnar.
Um það bil níu af hverjum tíu tó-
baksbýlum landsins eru á lista
' FRÉTTIR AF FÓLKI |~
Verslunarmannahelgin er haf-
in. Þessa mestu ferðahelgi
ársins leggja margir landsmenn
land undir fót, norður, suður,
vestur eða austur. Heyrst hefur
að straumurinn liggi til Eyja og
á Eldborg, en enginn viðmæl-
anda Fréttablaðsins ætlar reynd-
ar að á þá staði.
s
Arni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka íslands,
ætlar að keyra norður í land með
fjölskylduna, nánar tiltekið í
Kinnina. Sumir þekkja Kinnina
betur sem Köldukinn. Þar ætlar
Árni, sem ólst upp á Akureyri,
að hafa það huggulegt í faðmi
fjölskyldunnar.
Það eru fleiri á norðurleið. Örn
Arnarson sundkappi er á leið
í Kjarnaskóg með unnustunni.
Þar ætlar hann að slá upp tjaldi
og dvelja yfir helgina.
Þórunn Sigurðardóttir, list-
rænn stjórnandi Listahátíðar,
er einnig á leið norður. Hún
: leggur af stað til
Akureyrar í dag
þar sem hún mun
opna sýningu
danska listmálar-
ans, Per Kirkeby.
Sýningin er
styrkt af Menn-
ingarborgar-
sjóðnum sem hún er í forsvari
fyrir. Þórunn kemur aftur til
Reykjavíkur á sunnudag. En hún
vonast til að komast á hestba k á
Þingvöllum á mánudag.
Aætlanir framkvæmdastjóra
Menningarnætur, Önnu Mar-
íu Bogadóttu, liggja hins vegar
ekki alveg fyrir. Matarboð á
föstudagskvöld er þó á döfinni
og jafnvel ferð í Þjórsárdalinn,
þar sem nokkrir vinir hennar
ætla að koma saman. Anna Mar-
ía taldi einnig líklegt að hún
myndi bregða sér upp á svo sem
einn fjallstind um helgina.
Hjónin Valgeir Guðjónsson,
tónlistamaður, og Ásta K.
Ragnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri, eru ein þeirra sem ætla
að vera í bænum. Að sögn Val-
geirs ætla þau að stússa um
helgina.
Bryndís Loftsdóttir, verslun-
arstjóri í versluninni Ey-
mundsson í Austurstræti, ætlar
einnig að njóta
þess að vera í
„hinni ágætu
Reykjavík“ um
helgina eins og
hún orðar það. Á
döfinni hjá henni
er að rölta um
Þingholtin eftir
leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar
sagnfræðings. Bryndís er reynd-
ar einnig að vinna í versluninni
sem verður opin alla helgina.
„Það er ekki annað hægt en að
vinna fyrst ég tók þá ákvörðun
að hafa opið. Það er bara svo
Danmörk:
Glistrup aftur til leiks
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRANN
Joseph Made, landbúnaðarráðherra
Simbabve, ítrekaði í gær ásetning stjórnar-
innar um að jarðir hvítra bænda verði
teknar af þeim.
ríkisstjórnarinnar yfir jarðir
sem ber að þjóðnýta „með hraði“
án endurgjalds eða skaðabóta. ■
stjórnmál Mogens Glistrup er til
í stjórnmálaslaginn á nýjan leik.
Hann hefur lagt drög að því að
flokkurinn sem hann stofnaði á
sínum tíma, Framfaraflokkur-
inn, verði endurreistur.
Að sögn danska dagblaðsins
Politiken mætti hann ásamt
nokkrum félögum sínum í innan-
ríkisráðuneytið í fyrradag og af-
henti undirskriftir 22.355 stuðn-
ingsmanna sinna. Um leið og
þeim hefur verið gefið grænt
ljós þá getur flokkurinn boðið
fram.
Meginboðskapur Glistrups er
sem fyrr að vísa eigi öllum ís-
lamstrúar úr landi.
Frumvarp til laga þess efnis hef-
ur þegar verið skrifað og er
hann óþreyjufullur að leggja það
fyrir danska þingið.
Glistrup notaði fjölmiðlaathygl-
ina til að ráðast að höfuðóvinum
sínum, Danska þjóðarflokknum.
Sá flokkur var upphaflega klofn-
ingsflokkur úr Framfaraflokkn-
um en að mati Glistrups gengur
flokkurinn ekki nógu langt í and-
stöðunni gegn innflytjendum.
Samkvæmt Politiken hefur end-
urkoma Glistrups valdið ugg hjá
hægri flokkum þar í landi sem
óttast að hann muni taka at-
kvæði frá þeim í næstu kos-
ningum.B
Magnað þegar skipið
kom til hafnar
Skipið Skaftfellingur er lagt af stað frá Vestmannaeyjum til Víkur, þar
sem það verður gert upp. Sigrún Jónsdóttir kirkjulistarkona hefur, frá
því að hún sá skipið fyrst, barist fyrir flutningnum á skipinu.
SICRÚN JÓNSDÓTTIR
IVIargir þekkja hana fyrir störf á sviði kirkjulistar. Hér stendur hún við hlið hökuls sem
hún sýndi á sýningu i Hallgrímsskirkju í fyrra.
sacan „Það er afskaplega merkileg
saga á bakvið þetta skip,“ segir Sig-
rún Jónsdóttir. „Það kom til landsins
árið 1918 og hafði verið smíðað fyr-
ir fé sem Skaftfellingar lögðu til.
Það var svo flutningaskip í áratugi
og segja má að það hafi verið lífæð
Skaftfellinga enda samgöngur erf-
iðar.“
Sigrúnu þekkja margir fyrir
verk hennar á sviði kirkjulistar, hún
hefur t.d. gert marga hökla fyrir
kirkjur á lslandi auk þjóðbúninga
sem hún hefur hannað. Fyrir 27
árum eignaðist hún hins vegar
áhugamál sem hefur æ síðan skipað
háan sess í lífi hennar, það var að
koma skipinu Skaftfelling frá Vest-
mannaeyjum þar sem það var í
höfninni og lá fyrir skemmdum.
„Ég var stödd í Vestmannaeyjum
og var bent á skipið. Ég fann strax
kraftinn sem stafar frá skipinu,
hann er alveg ótrúlegur og hafa
fleiri fundið fyrir honum en ég.
Daginn eftir gáfu synir Helga Bene-
diktssonar útgerðamanns og ekkja
mér skipið. Fyrir nokkrum árum
var síðan stofnað um það áhuga-
mannafélag það er raunverulega í
eigu allra Skaftfellinga í dag.“
Sem dæmi um kraftinn sem fylg-
ir skipinu bendir Sigrún á sögu þess
í seinni heimsstyrjöldinni. „Þá var
eins og haldið væri verndarhendi
yfir skipinu. Alltaf ef að ráðist var á
skipalestir þá hafði eitthvað komið
upp á hjá Skaftfelling og skipið því
ekki með. Áhöfn skipsins tók líka
eitt sinn þátt í frækilegri björgun
þýskrar áhafnar undan Bretlands-
ströndum, hún mat þar meir manns-
lífin en stríðið."
Að mati Sigrúnar endurspeglar
skipið þannig sögu, menningu og
manngildi íslensku þjóðarinnar.
Þess bíður nú að verða komið fyrir
í Vík í Mýrdal þar sem það verður
gert upp. Það hefur ekki gengið
þrautalaust fyrir Sigrúnu að fá
skipið flutt, þar hefur kostnaður og
ýmislegt sett strik í reikninginn.
„Ég hef fengið ómetanlega hjálp frá
Emblunum, sem er merkilegur
kvennaklúbbur, og þar hefur Birna
Hreiðarsdóttir farið fremst í flokki.
Einnig hefur Þórunn Valdimars-
dóttir, rithöfundur sem skrifaði
bókina um mig verið mér mjög
hjálpleg."
I fyrradag kom skipið svo til
Þorlákshafnar. „Það var alveg
magnað þegar skipið kom til hafnar
. Við Þórunn Valdimarsdóttir gátum
ekki annað en tárfellt og fólk sem
hafði komið til að fylgjast með
faðmaði okkur. Þetta var mikil
gleðistund,“ segir Sigrún og bætir
við að þegar sé farið að heita á skip-
ið og áhugasamir geti lagt inn á
reikning 101-18-465946
sigridur@frettabladid.is
mikið af ferðamönnum í bænum
og ekkert við að vera þannig að
við ákváðum að hafa opið.“
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
er líka í Reykjavíkurstemmn-
ingu. Hann er ný-
kominn frá út-
löndum og ætlar
að slappa af um
helgina. Hann
taldi þó ekki frá-
leitt að hann
myndi kíkja aust-
ur fyrir fjall.
Þegar í gær var fólk tekið að
streyma til þjóðhátíðar í
Vestmannaeyjum. Heimamenn
höfðu að mestu lokið að slá upp
tjöldum en það mikil hefð sem
fylgir þeim atburði í Eyjum.