Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.08.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.08.2001, Qupperneq 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ 10. ágúst 2001 FÖSTUPAGUW KLÓNUN Kjósendur á visi.is eru flestir andvígir hugmyndum um einraektun manna. Á að leyfa að klóna menn? Niðurstöður gærdagsins i vwvw.vlsir.is Spurning dagsins í dag: Heldur þú að þú munir lifa það að sjá ísraeismenn og Palestínumenn semja og halda frið? Farðu inn á vlsi.is og segðu þina skoðun ELLERT EIRÍKSSON Byggðastofnun á hlut I eignarhaldsfélagi sem styrkir önnur fyrirtæki á svæðinu. Ný skipan mála veldur óvissu sem þarf að eyða, segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýtt byggðakort: Ovissa um atvinnustyrki byggðastofnun Eftir breytingar Eftirlitsstofnunar EFTA á byggðakorti fyrir ísland, sem til- kynntar voru í gær, verður Byggðastofnun ekki lengur heim- ilt að veita byggðastyrki til fjög- urra sveitarfélaga á Suðurnesj- um. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur haft sam- band við Kristján Pálsson, þing- mann kjördæmisins, til að kanna áhrif þessa á sveitarfélögin á Suð- urnesjum. Hann óttast helst að óbein tengsl Byggðastofnunar við atvinnuþróun á svæðinu verði óheimil með nýrri ákvörðun Eftir- litsstofnunarinnar. „Það má taka sem dæmi að við rekum hér eignarhaldsfélag um styrkingu á atvinnustarfsemi á svæðinu sem Byggðastofnun hef- ur keypt hlutafé í undanfarin ár,“ segir Ellert og tekur fram að eyða þurfi óvissu um hvort stofnunin megi tengjast félaginu á einhvern hátt. „Verði þetta bannað þá eru forsendur sem við erum tiltölu- lega nýbúnir að ganga frá í sam- ráði við fyrrum forstjóra Byggða- stofnunar varðandi hlut þeirra í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja brostnar,“ segir Ellert. ■ Tíu blóðugir mánuðir í átökum ísraelsmanna og Palestínumanna: Sjöhundruð hafa látið lífið SÝNA ANDÚÐINA í VERKI Israelskur drengur sést þarna sparka í palestínska konu á markaðnum í Hebron á Vestur- bakkanum í gær, meðan unglingsstúlka togar I höfuðklút konunnar. jerúsalem. ap Alls hafa 709 manns týnt lífinu í átökum Palestínu- manna og ísraelsmanna undan- farna tíu mánuði, þar af 561 Palestínumaður og 148 ísraels- menn. Meðal Palestínumannanna sem féllu eru taldir 16 sjálfs- morðsárásarmenn, nokkrir Palestínumenn sem myrtir hafa verði af Palestínumönnum vegna gruns um að þeir hafi verið upp- ljóstrarar fyrir ísrael, 13 arabar með ísraelskan ríkisborgararétt sem látist hafa í óeirðum af völd- um Palestínumanna ásamt einum þýskum íbúa á Vesturbakkanum. Meðal hinna 148 ísraelsmanna eru taldir fjórir ísraelskir her- menn, sem ekki eru Gyðingar, tveir rúmenskir verkamenn sem fórust í sprengjuárás á landa- mærunum ásamt einum grískum munki sem lést í skotárás. ■ Bush og Annan: Fordæma hryðjuverkið crawforp. texas. ap George W. Bush Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær sprengjuárásina í Jerúsal- em og krafðist þess að Jasser Ara- fat leiðtogi Palestínumanna láti handtaka þá sem bera ábyrgð á henni og færa þá fyrir dómstóla. Hann hvatti jafnframt bæði ísraelsmenn og Palestínumen til þess að koma á vopnahléi og „kjósa þá leið sem liggur til betri framtíðar fyrir báðar þjóðirnar.“ Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, for- dæmdi sömuleiðis sprengjuárás- ina og hvatti alla deiluaðila til þess að halda aftur af sér.B Kröfugerð byggð á mæl- ingum á hafsbotninum Stjórnvöld hefja undirbúning að mælingum á landgrunni Islands utan 200 sjómílna. Byggja kröf- ur um yfirráð á þremur svæðum á þessum mælingum. Mun taka tíma að ná samkomulagi, segir Halldór Asgrímsson. Landgrunnur utan 200 sjómílna mun hafa aukna þýðingu í framtíðinni og mikilvægt að tryggja yfirráð yfir honum til að eignarhald á væntanlegum auðlindum sé skýrt. þjóðréttarmál íslensk stjórnvöld eru að hefja undirbúning að greinagerðar til landgrunns- nefndar Sameinuðu þjóðanna um mörk landgrunns íslands utan 200 sjómílna. „Athygli manna er í auknum mæli að beinast að hafsbotninum og hugsanlegum verðmætum sem þar kunna að vera, allt frá málm- um til erfðaefnis lífvera. Það er margt sem bendir til að réttindi yfir landgrunninum komi til með að hafa aukna þýðingu í framtíð- inni og því mikilvægt að öðlast yf- irráð yfir þessum svæðum þannig að það sé vitað hverjir ráði þar ríkjum,“ sagði Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, en ráðu- neyti hans mun bera ábyrgð á greinagerðinni. Frestur er til 13. maí 2009 til að skila greinagerð- inni en stefnt er að því að skila henni mun fyrr. „Umfangsmesti og kostnaðar- samasti þátturinn í þessari vinnu eru mælingarnar. Svæðið sem þarf að mæla er hvorki meira né minna en þrettánfalt landsvæði íslands," sagði Valgerður Sverris- dóttur, iðnaðarráðherra, en mæl- ingarnar verða í höndum Orku- stofnunar. Valgerður segir að kröfugerð íslands verði byggð á landslagi hafsbotnsins og því séu þessar mælingar mikilvægar til að tryggja fullnægjandi upplýs- ingar um mörk íslenska land- grunnsins. Um er að ræða þrjú svæði sem ísland gerir kröfu til. Þessi svæði eru Reykjaneshryggur, Hatton Rockall svæðið og Síldarsmugan í austri. Fleiri en eitt land gerir til- kall til landgrunnsins á þessum svæðum nema á Reykjanes- hryggnum, en þar er ísland eitt landa sem gerir kröfu. Halldór Ásgrímsson sagði að landgrunnsnefndin mætti ekki að- hafast neitt sem hefur áhrif á af- mörkun landgrunns á svæðum sem tvö eða fleiri ríki gera tilkall til. „Það verðum við að leysa í samningum við viðkomandi ríki. Landgrunnsnefndin hefur hins vegar það hlutverk að afmarka ytri mörk þessara svæða en þau ytri mörk verða líklega mörkuð á grundvelli þeirra kröfugerðar sem þjóðirnar setja fram.“ „Það mun áreiðanlega taka tíma að ná samkomulagi um skipt- ingu landgrunnsins sem ríkin gera kröfu um eða að ná sam- komulagi um sameiginlega nýt- ingu,“ sagði Halldór Ásgrímsson. bjorgvin@frettabladid.is Opið í Austurveri frá 8:00 á morgnana fit 2:00 effir miðnæf' Margeir Pétursson skorar á Ólaf G. að sanna fullyrðingar um Frumaflsmálið: Ahugi er eitt, kaupverð annað lyfjaverslunin „Það er eitt að finn- ast verkefni áhugavert, en annað að semja um verð. Áður en samið er um verð þá er samningur ekki kom- inn á,“ segir Margeir Pétursson, stjórnarformaður Lyfjaverslunar- innar, um ásakanir Ólafs G. Einars- sonar, bankaráðsformanni Seðla- bankans, gegn honum í Morgun- blaði gærdagsins. í grein sinni seg- ir Ólafur að Margeir hafi gengið á bak orða sinna með því að beita sér gegn kaupum á Frumafli. Margeir vísar þessu á bug og segir það skyldu stjórnarmanna að gæta hagsmuna hluthafa við samn- ingagerð. Því hafi honum verið skylt að beita sér gegn kaupum á verði sem hann taldi óeðlilega hátt. „Það sem Ólafur segir nú svipar til nýlegs málflutnings Jóhanns Óla Guð- mundssonar, sem ég hef þegar svarað í öllum aðalatriðum," segir Margeir. Hann bendir á að tilkynning frá stjórn félagsins varðandi yfirstandandi samningaviðræður um kaup á Frumafli frá 1. júní sl., sem er að- gengileg á vef Verðbréfaþingsins, sé algerlega á skjön við fullyrðing- ar Ólafs. „Ég er hræddur um að Ólafur hafi ekki fylgst með gangi málsins," segir Margeir og skorar á hann að sanna full- yrðingar um að bak- tjaldamakk og óeðli- leg vinnubrögð hafi ráðið ferðinni þegar hætt var við kaupin á Frumafli. Hæstiréttur taldi að ólöglega hafi ver- ið staðið að ákvörð- un stjórnarinnar um kaupin á Frumafli. Rétturinn setti því lög- bann á viðskiptin. „Aðalatriði er að stjórnin tók það að sér að útvega einum hluthafa í fyrirtækinu ólög- mætan ávinning,“ segir Margeir. matti@frettabladid.is ÓLAFUR G. Sakar Margeir um svik.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.