Fréttablaðið - 15.08.2001, Side 2

Fréttablaðið - 15.08.2001, Side 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 15. ágúst 2001 IVimVIKUPACUR EIGA AÐ AXLA ÁBYRGÐ Meirihluti netverja vill að stjórnendur Fróða axli ábyrgð á tengli á heima- siðu Bleiks og blás Eiga stjórnendur Fróða að sæta ábyrgð vegna barnaklámstengils? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is Já Nei Spurning dagsins í dag: Er ásættanlegt að klámefni með 16 ára einstaklingi telst ekki barnaklám? Farðu inn á vísi.is og segðu I þina skoðun I _______ Islenskur drengur: Lést í Gauta- borg banaslys Ungur íslenskur dreng- ur lét lífið í umferðarslysi í Gautaborg upp úr hádegi á mánudag. Drengurinn varð fyrir bifreið sem verið var að bakka þar sem hann var að leika sér nærri heimili sínu. Hann lést samstundis. Drengurinn hét Breki Eiríksson og var fjögurra ára gamall. Breki er fæddur hér á landi en hefur búið í Gauta- borg ásamt fjölskyldu sinni um nær tveggja ára skeið. ■ —+— Umferðarslys í Kelduhverfi: Aldraður maður á gjörgæslu umferðarslys Tveir menn slösuð- ust þegar bifreið lenti útaf vegi nálægt sveitabænum Vogum í Kelduhverfi á Norðurlandi um klukkan hálf fjögur í gær. Bílnum var ekið í vesturátt þegar honum var ekið út af veginum á öfugum vegarhelmingi, ekki er vitað hvers vegna bíllinn lenti út af en hugsast getur að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. Bíllinn lenti á hraunnybbu þeg- ar hann fór út af veginum og flaug um 30 metra áður en hann stöðv- aðist. Ökumaður á sjötugsaldri meiddist nokkuð á baki en steig út úr bílnum og gekk að næsta sveitabæ og tilkynnti um slysið. Farþegi í bílnum á áttræðisaldri reyndist mikið slasaður og var fluttur á sjúkrahús á Akureyri þar sem hann er á gjörgæslu. Öku- maðurinn var hins vegar fluttur á Sjúkrahúsið á Húsavík. ■ Seyðisfjörður: Afram leitað að sprengjum sprengjuleit Varðskipsmenn á Tý héldu í gær áfram aðgerðum við E1 Grillo á Seyðisfirði. Týr kom til Seyðisfjarðar á mánudag í því skyni að leita að sprengjum í flak- inu af olíuflutningaskipinu sem hef- ur legið á botni Seyðisfjarðar frá því í síðari heimsstyrjöld. Með varðskipsmönnum er danskir kaf- arar sem munu aðstoða við sprengjuleitina. Varðskipið verður á Seyðisfirði næstu vikuna við sprengjuleit. ■ Lyfjaverslun Islands: Valdabaráttan teygist í Delta 4 V T V' ^ 1 VALDABARÁTTAN HELDUR ÁFRAM Hannes segir atburði síðustu daga í stjórn Delta vera til marks um það að deilurnar í Lyfjaverslun Islands megi rekja til valdabaráttu og einskis annars. stjórnarkjör „Þetta er vísbending um að Jóhann Óli Guðmundsson hafi haft rétt fyrir sér þegar hann hélt því fram að deilurnar í Lyfja- verslun íslands snerust um völd“, segir Hannes Guðmundsson, fyrr- um stjórnarformaður Delta, um aðdraganda þess að hann lét af störfum sem stjórnarformaður eftir stjórnarfund í gær. „Margeir Pétursson hefur harðneitað því að þetta hafi verið valdabarátta og talað um menn hafi verið að vern- da hagsmuni litlu hluthafanna. Ég tel að þessi þróun mála í stjórn Delta styðji þá kenningu að hér sé um valdabaráttu að ræða og ekk- ert annað.“ Á fundinum í gær var Pétur Guðmundsson, hæstaréttarlög- maður, kosinn stjórnarformaður i stað Hannesar sem gegnt hafði stöðu stjórnarformanns í þrjá mánuði frá síðasta aðalfundi. Hannes segist í sjálfu sér ekki hafa átt von á þessu en segist hafa frétt af þessu þegar hringt var í hann síðla á föstudag og hann beðinn um að setja kjör stjórnarfomanns inn á dagskrána. í sjálfu sér breyti þetta ekki svo miklu þar sem hann og félagar hans hafi verið í minni- hluta í stjórn Lyfjaverslunar eins og skipulagið var byggt upp. Þó þyki sér leitt að Delta hafi verið dregið inn í deilurnar í Lyfjaversl- uninni með þessum hætti þar sem ekki hafi verið þörf á því. ■ RANNSÓKN AÐ HEFJAST Litið er á málið alvarlegum augum hjá Landssímanum. Starfsmaður símans kannar skrár og óskað hefur verið eftir flýtimeðferð hjá lögreglu. Starfsmaðurinn sem málið beinist að hefur verið sendur í leyfi tímabundið. Mál starfsmcinnsins verður rannsakað Starfsmaður Landssímans kannar skrár sem eiga að sýna hvort aðgangsorði hafi verið flett upp og farið í pósthólf viðskiptavinar. Enn hefur ekkert verið upplýst. Persónuvernd opnar málið. samskipti „Við höfum óskað eftir lögreglurannsókn vegna ásakana um að starfsmaður hafi lesið tölvupóst viðskiptavinar," segir Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsingamála hjá Landssímanum, eftir að Frétta- blaðið sagði frá því að viðskipta- vinur Símans Internet hafði sagt að starfsmaður fyrirtækisins hefði lesið hans persónulega tölvupóst, sem vistaður er hjá fyrirtækinu. „Það er starfsmaður hjá okk- ur sem skoðar hvort einhver hafi farið úr okkar tölvum inn í póst- hólf viðskiptavinarins,“ segir Heiðrún. Enn sem komið er hef- ur ekkert komið fram í þessari innanhússrannsókn Landssímans sem styður þessar ásakanir. „Við erum að kanna hvort flett hafi verið upp leyniorði viðskiptavin- arins.“ Heiðrún segir ljóst að það þjóni hagsmunum allra aðila að óska eftir rannsókn hlutlauss að- ila og Landsíminn líti þessar ásakanir alvarlegum augum. „Það er eðlilegt að utanaðkom- andi aðili fari í gegnum þetta þannig að við séum ekki að skoða það sem starfsmaður okk- ar á að hafa gert heldur sé það í höndum hlutlauss aðila sem hef- ur til þess bært vald, líka til að kalla fólk til yfirheyrslu." „Eins og málið er statt núna er það í raun og veru tvíþætt. Annars vegar viljum við meina að það sé brot á fjarskiptalögum að brjótast inn í samskipti með þessum hætti. Hins vegar ef að- ili er borinn röngum sökum þá varðar það hegningarlög. Lög- reglumálið verður því að okkar mati tvíþætt," segir Heiðrún. Sigríður Jóhannesdóttir, for- stjóri Persónuverndar, segir að þetta mál hafi verið opnað hjá Persónuvernd. „Við ákváðum að taka þetta mál til athugunar, það er í skoðun en annars er ekkert hægt að segja hvað verður." Þegar Fréttablaðið hafði sam- band við lögregluna í gær kannað- ist enginn, sem blaðið talaði við og komst næst, við erindi Landssím- ans. bjorgvin@frettabladid.is Verktakafyrirtæki kaupir Landssímahúsið: Bakhjarlarnir leyndcirmál SKRIFAÐ UNDIR KAUPSAMNING Steingrímur og Magnús Haraldssynir skrifuðu ( gær undir samning um kaup á aðalsstöðvum Landsslmans við Austurvöll. 250 milljónir í reiðufé og afgangurinn, 570 milljónir, með skuldabréfum. Reiknað er með hótel- og veitingarekstri í húsinu á næstu árum. fasteignaviðskipti Verktakafyrir- tæki í eigu Magnúsar og Stein- gríms Haraldssona hefur gengið frá kaupum á húseignum Land- símans við Austurvöll. Kaup- verðið á 8.500 fm. er 820 milljón- ir, eða tæplega 100.000 krónur á fermetra. Þórarinn V. Þórarins- son, forstjóri Símans, sagðist ánægður með söluna og að hún samræmdist þeim áformum að flytja mest af starfseminni í hús- næði við Suðurlandsbraut og Ár- múla sem fyrirtækið keypti af Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári. Upplýst var að „öflugir fjár- festar“ hafi komið að kaupunum í félagi við þá Magnús og Stein- grím en frekari upplýsingar um þá aðila fengust ekki. Saman hafa þeir félagar rekið verktakafyrir- tækið í 17 ár og eiga nokkrar hús- eignir á höfuðborgarsvæðinu sem leigðar eru út til margvís- legs reksturs, auk þess sem þeir hafa tekið að sér viðhaldsverk- efni. Þeir segjast reikna með að leigja Landssímahúsið út til hót- el- og veitingareksturs. Síminn leigir af þeim húsið í allt að tvö ár en eftir það mun starfsemin verða flutt að undanskilinni sím- stöð sem áfram mun verða í hluta hússins við Austurvöll. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.