Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.08.2001, Blaðsíða 19
MIDVIKUDAGUR 15. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Gula húsið: Skyggnst í sögu húss mynplist Um þessar mundir er Gula húsinu tjaldað í Gula húsinu en Gula húsinu tjaldað er einmitt yfirskrift sýningar Maríu Péturs- dóttur í Gula húsinu að Lindar- götu 49. Sýningin er innsetning með hljóði en verkið byggir á við- tölum við þrjár kynslóðir fólks sem þekkja sögu hússins eða hafa dvalið þar í einhverri mynd. María Pétursdóttir útskrifaðist úr fjöltæknideild MHÍ 1998 og er þetta þriðja einkasýning hennar. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningin var opnuð á laugardaginn og stendur til 24. ágúst og er opin mánudaga, miðviku- daga, föstudaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00. Auk þess verð- ur sýningin opin á Menn- ingarnótt laugardaginn 18. ágúst. ■ GULA HÚSINU TJALDAÐ Hér er húsinu tjaldað í bókstaflegri merkingu. UTIVERA Lagst í lyngið Stundum leitar maður langt yfir skammt, langar að upp- lifa náttúruna og æðir af stað í rnargra klukkustunda bíltúr í leit að lyngi og mosató til að leggjast í. Um verslunarmanna- helgina datt mér í hug að fara hina leiðina og fara ekki lengra en í Heiðmörk. Þá rifjaðist upp fyrir mér hversu yndislega náttúruperlu er þar að finna, rétt við höfuðborgina. í Heið- mörk er vitaskuld hægt að fara í marga skemmtilega göngut- úra og það er líka ekki óvitlaust að hjóla þangað. Þar er líka mjög auðvelt að finna fallegar HEIÐMÖRK______ Fallegur staður í túnfæti höfuðborgar- innar. lautir þar sem haegt er að koma sér fyrir á góðviðrisdegi, taka með sér nesti og njóta. Ég valdi það síðastnefnda um daginn og var ekki svikin. Það var enginn á ferli, sem gæti reyndar verið vegna verslunarmannahelgar- innar. Kjarrið ilmaði og sólin skein og ég verð að segja að það er mjög góð tilbreyting að fara eitthvað út í náttúruna án þess að þurfa að sitja lengur í bíl en tuttugu mínútur. Sigríður Björg Tómasdóttir mótuð form úr postulíni og grófum steinleir. Opið virka daga frá 10 til 18 og laugardaga 11 til 16. Sýningin til 29. ágúst. í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6 standa Ljósálfar fyrir Ijósmyndasýningunni Ljós og skuggar. Myndirnar á sýningunni voru allar teknar í sumar í Skuggahverf- inu í Reykjavík. Ljósálfar eru Einar Óli Einarsson, Friðrik Þorsteinsson, Lars Björk, Svavar G. Jónsson og Vilmundur Kristjánsson. Sýningunni lýkur 26. ágúst. í Gula húsinu stendur myndlistarsýning Maríu Pétursdóttur, Gula húsinu tjald- að. Sýningin er innsetning með hljóði en verkið byggir á viðtölum við þrjár kynslóðir fólks sem þekkja sögu hússins eða hafa dvalið þar. Sýningin er opin mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00 og stendur til 24. ágúst. Max Cole sýnir nú í iSgallerí. Myndir hennar byggjast á láréttum línum sem myndaðar eru með smágerðum lóðrétt- um hreyfingum. Samspil láréttra forma og einsleitra litaflata mynda taktfastan samhljóm. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 13 til 17 og lýkur henni 15. september. Thomas Ruppel sýnir í neðra rými i8gallerí. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 13 til 17 og lýkur henni 15. september. Á Sjóminjasafni fslands í Hafnarfirði stendur nú sýning grænlenska lista- mannsins Johannesar Kreutzmann. Hann sýnir málaðar tréskurðarmyndir. Sýningin er opin milli kl. 13 og 17 og lýkur sýningunni 2. september. Birtan í rökkrinu nefnist sýning Huldu Vilhjálmsdóttur í Gallerí Horninu i Hafnarstræti. Sýningin stendur til 9. september. Ungur Norðmaður, Stian Rönning, sýnir nú í Gallerí Geysi við Ingólfstorg. Sýning- in hefur yfirskriftina Sérð Þú það sem Ég sé. Hann sýnir Ijósmyndir sem eru teknar á Thailandi, Laos, Noregi og ísland á árunum 1999 til 2001. Sýningin stendur til loka ágúst. Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens að Lauga- vegi 20b. íslenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningar Safns Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni eru margar af frægustu þjóðsagnamyndum lista- mannsins og þar má sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Sýningin stendur til 1. september. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16.00. í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöð- um er sýning sem ber nafnið Flogið yfir Hekiu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiriksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla islands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar eru hlið við hlið. Sýningin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til 2. sept- ember. I miðrými Kjarvalsstaða er sýning sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðviku- dögum. Hún stendur til 19. ágúst. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til 7. október. Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar ber yfirskriftina Hefð og ný- sköpun. Þar má sjá úrval verka eftir Sig- urjón frá þrjátíu ára tímabili, 1930-1960. Safnið er opið alla daga milli klukkan 14 og 17, nema mánudaga. Upphaf iðnvæðingar: Landsins forbetran sacnfræði Hið íslenska hlutafélag var stofnað fyrir 250 árum til að sameina krafta landsmanna um Landsins forbetran. í tilefni af þessum tímamótum er komin út bók eftir Hrefnu Róbertsdóttur, sagnfræðing sem ber heitið: Landsins forbetran - Innrétting- ar og verkþekking í ullarverk- smiðjum átjándu aldai'. Þann 19. júlí 1751 komu íslenskir embætt- ismenn saman við Öxará á Þing- völlum til að stofna með sér fé- lag um viðreisn atvinnuvega á íslandi. Forlagið fékk stórfelld- an stuðning konungs í Kaup- mannahöfn og hafa fram- kvæmdir þess lengst af gengið undir nafninu Innréttingarnar. í bókinni er gefið yfirlit yfir margþætta atvinnustarfsemi Innréttinganna, auk þess sem vefsmiðjur Innréttinganna á Leirá, Bessastöðum og við Aðal- stræti fá rækilega umfjöllun. Við stofnun vefsmiðjanna var mikil áhersla lögð á að þær þjónuðu sem miðstöðvar fyrir verkþekkingu í handverki. Þannig áttu vinnubrögð að ná að breiðast út um landið fyrir til- stilli þeirra og verða uppspretta efnahagslegrar sóknar íslend- inga. Með tilkomu margvíslegrar starfsemi Innréttinganna til Reykjavíkur um miðja átjándu öld, breyttist Reykjavík úr kirkjujörð í verksmiðjuþorp. Þangað fluttist fjöldi manna úr sveitum og vísir að annars konar byggð myndaðist en áður hafði þekkst á landinu. Á næstu ára- tugum varð Reykjavík aðsetur stjórnsýslu og verslunar og Að- alstrætið, hin gamla sjávargata Reykjavíkurbænda, varð fyrsta gata þéttbýlisins. Sagnfræðistofnun Háskóla ís- lands gefur bókina út í samvinnu við Háskólaútgáfuna. ■ LANDSINS FORBETRAN IÐNVÆÐING HEFST 1 bókinni Landsins forbetran er greint frá upphafi iðnvæðingar og þéttbýlis í Reykja- vík. BLÓMSTRANDI DAGAR Um helgina verður umfangsmikil skemmtidagskrá fyrir fólk á öllum aldri í Hveragerði. Blómstrandi dagar: Allt milli himins ogjarðar hveragerði A föstudag kl. 18 hefj- ast Blómstrandi dagar í Hvera- gerði og standa þeir þangað til síðdegis sunnudags. Þetta er sjö- unda árið sem Hvergerðingar halda helgarskemmtun fyrir heimamenn og gesti undir þessu heiti. Dagskráin verður fjöl- breytt og má þar nefna göngu- ferðir, útitónleika, barnaleik- tæki, blús- og jazztónleikar, þyrluflug, bifreiðakynningar, brekkusöng, flugeldasýningu, klettaklifur, hjólreiðakeppni, til- boð á blómum og margt fleira. Þátttakendur í Blómstrandi dögum eru fjölmargir einstak- lingar og fyrirtæki og eru bæði fjölbreytt dagskráratriði í boði og viðburðir sem standa alla há- tíðina svo sem blómamarkaðir í gróðrastöðvum. ■ Sýning í anddyri Norræna hússins: Tré með sál sýninc Forn tré í Eistlandi er yfir- skriftin á sýningu á Ijósmyndum sem eistneski ljósmyndarinn Hendrik Relve hefur tekið. Á sýn- ingunni sem stendur í anddyri Norræna hússins eru 18 ljós- myndir en sýningin er sett upp í tengslum við Menningarhátíð Eystrasaltsríkjanna á Norður- löndum sem stendur yfir frá 1. september til 1. nóvember 2001. Hópur umhverfissinna í Eist- landi sem kalla sig Order of the For- est, komu á laggirnar verkefninu Forn tré á árunum 1996 til 1999. Hundruð manna tóku að sér að finna og afla upplýsinga um gömul tré víðs vegar um allt Eistland. Ald- ur trjánna var greindur og fornar sagnir dregnar fram. Upplýsingarn- ar voru settar inn á gagnabanka með lýsingum á yfir eitt þúsund trjám. Hendrik Relve valdi úr þess- um fjölda sérkennilegustu trén og tók myndir af þeim. TENGSL VIÐ GÖMUL TRÉ I Eistlandi er mikil virðing borin fyrir trjám og þeim er jafnvel gefið nöfn. Hin fornu tré I Eistlandi eru margra alda gömul og er mikil helgi á þeim og ýmsar þjóðsagnir hafa spunnist um þau. Hendrik Relve fæddist í Tall- inn 18. júlí 1948. Hann lauk prófi í skógrækt og blaðamennsku og hefur starfað hjá umhverfisráðu- neyti Eistlands um árabil. Sýningin verður opin daglega kl. 9 til 17, nema á sunnudögum frá kl. 12 til 17. Aðgangur er ókeypis og stendur sýningin til 23. september. ■ Sýning í Hafnarborg: Unnið með bókina sem þema ÓHREINN ÞVOTTUR Á sýningunni Óhreinn þvottur sem nú stendur í Lundúnum eru sýndar þvottaefnisumbúð- ir frá ýmsum löndum. sýninc Nú um helgina var opnuð sýning Margrétar Reykdal á mál- verkum í Sverrissal Hafnarborg- ar, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Sýningin ber titil- inn EX LIBRIS og er meginhluti verkanna unninn í olíulit á striga. Þema sýningarinnar er bók, en verkin tengjast því á ýmsan hátt. Letur og skreytingar úr gömlum bókum og handritum er fléttað saman í myndmáli nútímans. Ytri hönnun eldri bóka er einnig að finna sem hluta af myndefninu. Annars vegar er um að ræða áhuga á sögu og bókum, hins veg- ar um stöðu málverksins (og bók- arinnar) í heimi nýrrar tækni, því er á stundum skírskotað til mynd- máls tölvunnar. Þetta er þrettánda einkasýning Margrétar, en hún býr og starfar í Osló. Hún hefur þó alltaf lagt EX LIBRIS Margrét Reykdal sýnir aðallega málverk í Sverrissal Hafnarborgar. áherslu á að sýna verk sín hér heima, en verk hennar eru að finna í eigu opinberra stofnanna á íslandi og í Noregi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.