Fréttablaðið - 02.10.2001, Page 18

Fréttablaðið - 02.10.2001, Page 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður „Ég mæli með fólk fari til Berlínar og upplifi höfuðborg framtíðarinnar." 1 METSÖLUBÆKURNAR | BYGGTÁ BÓKASÖLU í EYMUNDSSON VIKUNA 24-30. SEPTEMBER ■9 Þórarinn Eldjárn (þýðandi) MOLDVARPAN SEM VILDI VITA HVER SKEIT Á HAUSINN Á HENNI Kristján B. Jónasson (ritstjóri) SÖGUATLAS Cfc Ragna Freyja Karlsdóttir OFVIRKNIBÓKIN Í0 Bill Philips LÍKAMI FYRIR LÍFIÐ IÖ Háskóli íslands ALMANAK HÁSKÓLANS fl Ríkisskattstjóri SKATTALAGASAFN -TEKJU- SKATTUR OG EIGNASKATTUR Wm Marianne Fredriksson ANNA, HANNA & JÓHANNA fjl Jón Ormur Halldórsson ÁTAKASVÆÐI í HEIMINUM JJ.K. Rowling HARRY POTTER OG VISKU- STEINNINN ítT) Gunnhildur Hrólfsdóttir W SJÁUMST AFTUR Metsölulisti Eymyndsson: Forvitna mold- varpan efst bækur Tvær nýjar bækur skutust upp á topp vinsældarlistans í Ey- mundsson eftir bókasölu síðustu viku. Barnabókin um forvitnu mold- vörpuna í þýðingu Þórarins Eldjárn hoppaði í fyrsta sæti úr því fjórða. Ekkert lát virðist vera á vinsældum hennar en bókin kom út í fyrra. Söguatlas Máls og menningar hefur líka hitt í mark. Hann fór beint í annað sæti. Ríkisskattstjóri átti hins vegar bara eina viku á toppn- um og fellur nú niður í sjötta sæti. g ITG kynnir starfsemi sína í október: Boðið upp á þjálfun í ræðu- mennsku námskeis -ao ITC (International Trainíng in Communication) - Þjálf- un í samskiptum, hafa hafið starf- semi sína í 10 deildum víðs vegar um landið. Samtökin eru alþjóðleg þjálfunarsamtök sem hafa það að markmiði að hvetja til aukins per- sónulegs þroska einstaklingsins. Boðið er upp á sjálfsnám og sjálf- styrkingu, t.d. þjálfun í ræðu- mennsku, fundarsköpum, nefndar- störfuin, mannlegum samskiptum og fl., en stefna samtakanna er að efla frjálsar og opinskáar umræður sem skulu vera hlutlausar í öllum stjórnmálum, félagsmálum, fjár- málum, kynþáttamálum og trúmál- um. í október verða ITC með sér- stakt kynningarátak og verða kynn- ingarfundir haldnir í flestum deild- um á landinu. Nánari upplýsingar um ITC og fundartíma deilda er að finna á heimasíðu samtakakanna wvvw.simnet.is/itc. ■ Spennusögur jólanna: Arnaldur, Stella og Arni á sínum stað bækur Aðdáendur íslenskra spennu- sagna verða ekki sviknir fyrir jólin því væntanlegar eru bækur eftir Arnald Indriðason, Árna Þórarins- son og dularfulla höfundinn Stellu Blómkvist. Þar eru alls staðar gam- alkunnar söguhetjur á ferð. Vaka- Helgafell gefur út fjórðu bók Arn- aldar þar sem Erlendur og félagar í lögreglunni koma við sögu. Nú takast þeir á við sérkennilegt mál, mannabein finnast í hinu nýja hverfi, Grafarholti og spurningin er hver á beinin, hvernig safnaðist ÞRIÐJUDAGURINN 2. OKTÓBER FERÐIR___________________________ 19.30 Ferðafélag l'siands efnír til kvöld- göngu á fullu tungli. Ferðinni er heitið í Raufarhólshelli og rétt að taka með sér Ijós og hafa húfu eða jafnvel hjálm á höfði. Brottför er frá BSÍ en komið við í Mörkinni 6. Reiknað er með 2-3 klst. göngu og áætluð heimkoma er 23:30 - 24:00. Fararstjóri er Vigfús Pálsson og þátttökugjald 1200 fyrir félagsmenn en 1500 fyrir aðra. SKEMMTANIR_______________________ 20.00 Hið íslenzka bókmenntafélag, Borgarleikhúsið, Hugvísinda- stofnun og Siðfræðistofnun Há- skóla íslands efna til uppákomu á Litla sviði Borgarleikhússins í tilefni af útgáfu Lærdómsritsins Yfirlýsingar. Evrópska framúr- stefnan. Leikarar Borgarleikhúss- ins munu flytja Ijóð og yfirlýsingar eftir ýmsa rithöfunda. FYRIRLESTUR______________________ 17.00 Bandaríski arkitektinn'og skipu- lagsfræðingurinn dr. Anton C. Nelessen verður með fyrirlestur um skipulagsmál í boði sendiráðs Bandaríkjanna í Átthagasal Hót- els Sögu. Nelessen mun fjalla um þéttingu byggðar og lausnir í samgöngumálum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. SÝNINGAR________________________ Handritasýning í Stofnun Árna Magnús- sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstu- daga til 15. maí. I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og götulíf vikinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardög- um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. Á ferð um landið með Toyota er yfir- skrift sýningar Fókuss, Ijósmyndaklúbbur áhugamanna. Sýningin er í salarkynnum nýrra bíla Toyota við Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Ljósmyndir á sýningunni voru tekn- ar á ferð klúbbsins um Suðurlandshá- lendið, í Þjórsárdal, Veiðivötnum, Dóma- dal, Landmannalaugum, Fjallabaksleið og víðar. Sýningin er opin á opnunar- tíma söludeildar Toyota. MYNDLIST_________________________ 17.00 Opnun afmælissýningar á verk- um i eigu Listasafns Háskóla ís- lands á 2. og 3. hæð í Odda. Teflt verður saman abstrakt verkum eftir eldri og yngri listamenn. Finnskættaða myndlistarkonan Sari Maarit Cedergren, opnaði myndlistar- sýningu sína "Veðrabrigði" í Gryfju Ný kennslubók í gítarleik: Lært að spila eftir eyranu gítarnám Út er komin ný kennslubók í gítarleik sem ber nafnið „Gítartón- ar“. Höfundur bókarinnar er Símon H. ívarsson gítarleikari. Gítarbókin er ætluð byrjendum á öllum aldri, allt frá 7 ára. í bókinni eru kennd grunnatriði gítarleiksins. Þá lærir nemandinn að semja eigin lög og spila eftir eyranu. Lagaval bókarinnar samanstendur aðallega af þjóðlögum frá ýmsum heimsálf- um með áherslu á íslensk þjóðlög. Bókin er prýdd myndum eftir Ingi- mar Ólafsson Waage en Ijósmyndir tók Gunnar Páll ívarsson. ■ viðkomandi til feðra sinna og hver ber ábyrgð á því? Tvær sögur sem flokkast til glæpasagna koma út hiá Máli og menningu fyrir jólin. Árni Þórar- insson kemur með þriðju bókina um drykkfellda blaðamanninn Ein- ar. Hún heitir Blátt tungl og eins og fyrri bækurnar er nafnið komið frá bandarísku lagi. Stella Blómkvist er einnig á kreiki fyrir þessi jól. Þetta er ein- nig þriðja bók hennar og sem fyrr er hún sjálf í aðalhlutverki. ■ Listasafns ASÍ á laugardag. Sari sýnir lágmyndir úr gifsi sem endurspegla samspil íslensks landslags og ýmissa veðrabrigða. Sýningin er opin frá 14 - 18 alla daga nema mánudaga og stendur til 14. október. Harpa Árnadóttir opnaði síðastliðinn laugardag sýningu i Ásmundarsal Lista- safns ASI á málverkum sem unnin eru sem teikningar. Sýningin er opin frá 14 - 18 alla daga nema mánudaga og stend- ur til 14. október. ÁRNI ÞÓRARINSSON Örugglega margir sem bíða spenntir eftir framhaldinu á sögunni um drykkfellda blaðamanninn Einar. Rennur endanlega upp fyrir honum Ijós? Skyldi hann fara í meðferð? Sýningin Mynd og málstaður stendur yfir i Tjarnarsal Ráðhússins. Sýningin stiklar á stóru i sögu herstöðvaand- stöðu frá stríðslokum með áherslu á pólitískar teikningar. Sýningin er opin alla daga og stendur til 7. október. Að- gangur er ókeypis. Jón Valgard Jörgensen opnaði á laugar- dag sína fimmtu myndlistarsýningu í Fé- lagsstarfi Gerðubergs. Sýningin stendur til 9. nóvember. Opnunartímar sýningar- innar: mán. - fös. kl. 10-17 og um helgar kl. 13-16. Óperublaðið: Töfraflautcin í aðalhlutverki ti'marit Nýverið kom út 2. tölublað 14. árgangs Óperublaðsins, sem gef- ið er út af Vinafélagi íslensku óper- unnar. Meginþema Óperublaðsins er Töfraflautan, sem frumsýnd var í íslensku óperunni 22. september. í blaðinu er meðal annars að finna viðtöl við helstu söngvara og list- ræna stjórnendur, fréttir af starfi íslensku óperunnar og Vinafélags- ins, umfjöllun um óperulistina í for- tíð og nútíð og einnig skrifa þrír val- inkunnir söngvarar um drauma- gengi sitt í Töfraflautunni. Ritstjóri blaðsins er Margrét Sveinbjörnsdóttir, kynningarstjóri íslensku óperunnar. ■ Linda Oddsdóttir opnaði í gær sína fyrstu einkasýníngu á Cafe Presto Hlíða- smára 15. Á sýningunni eru eingöngu olíumálverk sem eru unnin á þessu ári. Myndefnið er aðallega sótt i náttúru landsins. Opnunartímar virka daga frá 10 til 23 og um helgar frá 12 til 18. Sýn- ingin stendur til 19 október. Kristjáns Davíðsson hefur opnað sýn- ingu áverkum sínum i gatlerí i8. Sýning- in stendur til 27. október. Opið þriðju- daga til laugardaga frá kl. 13-17. Fjórða sýningin í röðinni Fellingar i Þjóðarbókhlöðu: Kristín Reynisdóttir sýnir verk sín MYNDLisT Kristín Reynisdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Þjóðar- bókhlöðunni miðvikudaginn 3. októ- ber. Kristín lauk námi frá mynd- mótunardeild Myndlista- og hand- íðaskóla fslands árið 1987. 1988 og '89 stundaði hún nám við Die Bild- ende Kunstakademiet í Dusseldorf í Þýskaiandi. Kristín hefur starfað að myndlist ásamt kennslu. Sýning- in er sú fjórða í sýningaröðinni Fellingar sem er samstarfsverk- efni Kvennasögusafnsins, Lands- bókasafns íslands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistar- kvenna, Hver sýning stendur í einn mánuð og er tvískipt. Annars vegar eru verkin sýnd á Kvennasögusafn- inu sem er til húsa á fjórðu hæð í Þjóðarbókhlöðunni og hins vegar í anddyri Þjóðarbókhlöðunnai’. Auk þess eru þar upplýsingar um þá iistakonu sem sýnir hverju sinni, upplýsingar um Kvennasögusafnið og einnig tölulegar staðreyndir. Opnunartími Kvennasögusafnsins er milli 9 og 17 alla virka daga. All- ir velkomnir. ■ Hugmyndir sem lifa I byrjun 20. aldar tóku framúrstefnulistamenn upp á því að gefa út yf- irlýsingar um list sína. Yfirlýsingaformið varð að listformi í sjálfu sér segir Benedikt Hjartarson sem skrifar inngang Lærdómsritsins Yfir- lýsingar. uppákoma „Það er ekki spurning að yfirlýsingarnar eru drífandi skemmtileg mælskulist sem og þær lifa að því leyti enn í dag,“ segir Benedikt Hjartarson. „Þessir hópar voru líka það sér- stakir í menningar- og sögulegu samhengi að aðrir eins hafa ekki komið fram hvorki fyrr né síð- ar.“ Hóparnir sem Benedikt á við eru framúrstefnuhreyfingar sem fram komu í Evrópu á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Hér má nefna ítalska fútúris- mann, rússnesku framúrstefn- una, ekspressjónismann, dadais- mann og súrrealismann. Bene- dikt bendir á að hugmyndir þess- ara hreyfinga hafi lifað áfram. „Það er ennþá verið að taka upp hugmyndir frá þessum hópum og nota í nýju samhengi. Til að mynda uppákomur alls kyns sem segja má að séu fyrstu gjörning- arnir.“ Á uppákomunni í kvöld munu leikarar Borgarleikhússins, þau Gísli Örn Garðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elí- asdóttir, flytja ljóð og yfirlýsing- ar sem tengjast framúrstefnu- hreyfingunum. „Yfirlýsingarnar voru nýtt form á þessum tíma og það varð í raun listform í sjálfu sér,“ seg- ir Benedikt. Uppákoman er hald- in í tilefni af útgáfu Lærdóms- ritsins Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan sem er ný komin út. Bókinni er ritstýrt af Vil- hjálmi Árnasyni en Benedikt rit- BENEDIKT HJARTARSON „1. Við viljum lofsyngja ástina á háskanum, vanabundna orkuna og glannaskapinn. 2. Hugrekkið, áræðnin og uppreisnin verða kjarni skáldskapar okkar. 3. Hingað til hafa bókmenntirnar vegsamað íhugula kyrrstöðuna, algleymið og svefninn, en við viljum upphefja hina vígdjörfu hreyfingu, brennandi svefnleysið, kappgönguna, heljarstökkið, löðrunginn og hnefahöggi ..." segir m.a. í stefnuyfirlýsingu fútúrismans frá 1909. ar innganga og þýðir yfirlýsing- ar úr frönsku og þýsku. Áki Guðni Karlsson þýðir úr ítölsku og Árni Bergman úr rússnesku. Auk ljóða og yfirlýsinga munu gestir uppákomunnar fá tæki- færi til að hlýða á tónlist frá sam- tíma framúrstefnunnar auk þess sem drykkir eftir uppskriftum Marinettis, forsprakka ítölsku fútúristanna, verða á boðstólum. „Marinetti gaf úr bókina hið fút- úríska eldhús árið 1932. Þeir létu sér raunar fátt óviðkomandi þessir listamenn og gáfu út stefnuyfirlýsingar um hvað eina, dans, tísku og matargerð." sigridur@frettabiadid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.