Fréttablaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.10.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 3. október 2001 MIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ ÚTGJÖLD LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYT- IS EFTIR MÁLEFNAFLOKKUM (í milljónum króna úr ríkissjóði) Greiðslur v/mjólkurframleiðslu 4.130 Greiðslur v/sauðfjárframleiðslu 2.805 ■Skógrækt og landgræðsla 858 Landbúnaðarstofnanir 995 Styrkir ( þágu landbúnaðar 1.710 íSRáðuneyti 251 4500 4000 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR OG ING- VELDUR MARION HANNESDÓTTIR Krakkabankinn opnaður á barnaspítala Hringsins, en persónur úr Latabæ sjá um að útskýra hina ýmsu þætti fjármála fyrir þeim sem heimsækja vefinn. Vefbanki fyrir börn: Börnum kynntar ýmsar hliðar íjármála í gegnum leik opnun Nýr banki, sem ætlaður er börnum á aldrinum þriggja til ellefu ára, var opnaður í gær. Bankinn, sem vefbanki og ber nafnið Krakka- bankinn, hefur það markmið að kynna börnum ýmsar hliðar á sparnaði £ gegnum leik og fræðslu. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra opnaði Krakka- bankann með aðstoð barna á barna- spítala Hringsins, en Búnaðarbank- inn færði barnaspítalanum og barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri öflugar tölvur að gjöf í tilefni opnunarinnar. Árni Tómas- son, bankastjóri Búnaðarbankans sagði við opnunina, að mikil áhersla væri lögð á að að efnið á vefnum væri gott og þess vandlega gætt að þar væru ekki ofbeldisleikir. Tölv- urnar væru ætlaðar börnunum sem dvelja á sjúkrahúsinu til þess að stytta þeim stundir, og auðvelda þeim samskipti utan sjúkrahússins með tölvupósti. Einnig gætu for- eldrar þeirra nýtt sér tölvurnar til þess að sinna ýmsum erindum eða sækja upplýsingar. ■ -- Sprenmng í höfuðbors Baska-héraðs: Bílsprengja skemmdi dómshús yiTORiA.SPÁNi^u’ Ein manneskja slas- aðist lítillega þegar bílsprengja sprakk við dómhús í borginni Vitor- ia á Spáni í fyrradag. ETA, aðskiln- aðarhreyfing Baska, er talin hafa borið ábyrgð á verknaðinum, en að- vörun barst til lögreglu 25 mínútum fyrir sprenginguna. Dómhúsið skemmdist mikið í sprengingunni en auk þess kviknaði í um 20 bílum sem lagt var í nágrenninu. Þetta er fyrsta árásin sem aðskilnaðarhreyf- ingin er talin bera ábyrgð á síðan 14. júlí, þegar tveir opinberir emb- ættismenn voru skotnir til bana í tveimur aðskildum árásum í Baska- héraði. ■ íbúar nálægt Heathrow-flugvelli: Fá skaðabætur vegna hávaðamengunar STRASBOURG.FRAKKLANDI.AP Mannrétt- indadómstóllinn í Strasbourg kvað í gær upp úrskurð þess efnis að há- vaðinn sem stafar af næturflugum flugvéla á Heathrow-flugvelli í London, brjóti á mannréttindum þeirra íbúa sem búa í næsta ná- grenni. Dæmdi dómstóllinn hverj- um þeirra átta einstaklinga sem kærðu málið, um hálfa milljón króna í skaðabætur, auk greiðslu vegna lagakostnaðar og annarra útgjalda. Bresk stjórnvöld hafa áður við- urkennt að síðan lög um hávaðatak- mörkun á flugvöllum tóku gildi árið 1993, hefur hávaði á Heathrow-flug- velli aukist. Þau hafa hins vegar ekkert gert í málinu. Samkvæmt dómnum eru stjórnvöld nú skuld- HÁVAÐI Ekki er leyft flug á Reykjavíkurflugvelli milli kl. 23.30 og 6 en Mannréttindadómstóll Evr- ópu hefur dæmt að það brjóti gegn friðhelgi einkalífs að leyfa flug á Heathrow-flugvelli á þeim tíma. bundin til að endurskoða þau flug á svæðinu. Ákvörðun dómstólsins sem flogin eru á Heathrow-flugvelli er ekki endanleg, því hægt er að á milli 23:30 og 6:00 á nóttunni og áfrýja dómnum innan þriggja mán- koma þannig til móts við þá sem búa aða til hæstaréttar. ■ Segir bin Laden í rammgerðu vígi Bandarískir sérsveitarmenn fikra sig í átt að bækistöðvum bin Ladens í Pamir-Qöllum, vopnaðir hátæknivopnum. hryðjuverk Dagblað í Pakistan, The News, fullyrti í gær að Osama bin Laden hefði komið sér fyrir í Pamir-fjöllum í norðausturhluta Afganistans, en ekki í héraðinu Kandahar suðvestan til í Afganist- an eins og flestir töldu víst. Hann hefði komið sér þar upp fullkomn- um bækistöðvum og væri vel und- ir árásir búinn. Pamirfjöll eru á mjórri land- ræmu sem liggur —♦— til norðvesturs út frá Afganistan og þaðan er auðvelt að flýja til þriggja annarra landa þar sem bin Laden á sér fjölda stuðn- ingsmanna. Norð- an megin við ran- ann er Tatsikistan, Hann hefði komið sér þar upp fullkomn- um bæki- stöðvum og væri vel undir árásir búinn. —— sunnan megin er Pakistan en í aus- tri er Sindjang-hérað í Kína þar sem múslimar eru í meirihluta. Sovétmenn höfðu komið sér upp herbækistöð í fjöllunum og geymdu þar kjarnorkuvopn. Neð- anjarðar undir fjöllunum eru rúmgóðar geymslur og gistirými með rafmagni, þannig að menn geta dvalið þar jafnvel árum sam- an án þess að þurfa að ná í vistir. Tilgangslaust sé að varpa sprengjum á fjöllin, því byrgið sé neðanjarðar. VIÐ LANDAMÆRIN Kínverskir bændur mætast á þjóðveginum frá Kina til Pakistan. Handan við fjallaskarðið á myndinni glittir í fjöllin I Afganistan. The News fullyrðir í netút- gáfu sinni, sem er á ensku, að talibanar og fylgismenn bin Ladens hafi með blekkingum lát- ið líta svo út sem hann væri staddur í Kandahar, m.a. með því að aka þangað mörgum vöru- bifreiðum til þess að menn haldi að hann væri að viða að sér birgðum. Þá fullyrðir blaðið einnig að bandarískir sérsveitarmenn séu nú þegar byrjaðir að fikra sig í áttina að bækistöðvum bin Ladens í Pamir-fjöllum, vopnaðir há- tæknivopnum. ■ Kaupþing sækist eftir líftryggingafyrirtæki Knúði fram hluthafafund í Alþjóða líftryggingafélaginu. Vill aílétta for- kaupsrétti og kaupa út hluthafa. Niðurstaðan kann að ráðast í kosning- um um stjórn Sparisjóðabankans. líftryggingar Boðað hefur verið til hluthafafundar í Alþjóða líf- tryggingafélaginu á Akureyri næstkomandi fimmtudag, að til- hlutan Kaupþings. „I mörg ár hefur það verið yf- irlýst markmið okkar hjá Kaup- þingi að taka þátt í líftrygginga- markaðinum," segir Sigurður Ein- arsson forstjóri Kaupþings. „Við teljum að mest verðmætaukning felist í því fyrir alla aðila að for- kaupsréttur verði afnuminn af bréfum í Alþjóða líftryggingafé- laginu, og Kaupþing bjóðist í framhaldinu til þess að leysa aðra hluthafa út úr félaginu í skiptum fyrir hlutabréf í Kaupþingi eða gegn beinum greiðslum." Alþjóða líftryggingafélagið var keypt fyrir sex árum fyrir milligöngu Kaupþings, sem stefn- di að því þá að gera það að dóttur- SIGURÐUR EINARSSON Kaupþing mun leita annars farvegs út á Iff- tryggingamarkaðinn sé þessi leið lokuð. félagi sínu. Kaupverðið var 200 milljónir. Niðurstaðan varð sú að félagið var gert að dótturfélagi sparisjóðanna. Auk flestra spari- sjóða landsins eiga Kaupþing og Sparisjóðabankinn jafnstóran 12 prósenta hlut í félaginu. Kaup- þingsmenn telja að mikil samlegð- aráhrif fælust í samruna félag- anna, en ýmsir áhrifamenn innan sparisjóðafjölskyldunnar vilja fresta ákvörðunum. Úrslit máls- ins kunna að ráðast af því hvor fylkinganna tveggja, sem Frétta- blaðið skýrði frá í gær að tækjust á um meirihluta í Sparisjóðabank- anum, verður ofan á í stjórn bank- ans. Sigurður Einarsson sagði í gær, að tækist Kaupþingi ekki að finna sér farveg út á líftrygginga- markaðinn gegnum Alþjóða líf- tryggingafélagið, myndi bankinn leita annarra leiða til þess. ■ Innbrot: Ásókn í kven- mannsfatnað lögrelgumál íbúðareigandi í vest- urborginni kom að innbrotsþjófi í íbúð sinni um helgina. Náði hann ásamt nágrönnum sínum að halda honum þar til lögregla kom á vett- vang. Innbrotsþjófurinn var flutt- ur niður á lögreglustöð og við leit á honum fundust fjórar kvennær- buxur. Ekki var þetta eina dæmið þar sem kvennærbuxur koma við sögu. En brotist var inn í tvö ibúð- arhús við Bárugötu um helgina og þaðan stolið kvenmannsnærfatn- aði og stórum svörtum ruslapoka fullum af öðrum kvenfatnaði. ■ SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN Sigríður Ingvarsdóttir segist hlakka til að setja sig inn í mál og takast á við komandi tíma. Sigríður Ingvarsdóttir, nýrpingm aður úr Norð- urlandi vestra: Atakaþing framundan s alþingi Sigríður Ingvarsdóttir tók sæti á Alþingi í stað Hjálmars Jónssonar Dómkirkjuprests. „Þetta leggst nokkuð vel í mig en það er þó nokkuð ljóst að það er átakaþing framundan, mörg stór mál á döfinni," segir Sigríður og vísar sérstaklega í sjávarútvegs- mál og virkjanamál. Sigríður segir nefndarsetu ráða miklu um þau málefni sem hver og einn þingmaður setur sig mest inn í. „Eg er í menntamála- nefnd, samgöngunefnd og land- búnaðarnefnd. Hins vegar hef ég einnig mikinn áhuga á sjávarút- vegsmálum og byggðamálum og ég hlakka til að sjá nýja byggða- stefnu sem er í mótun nú og á að leggja fyrir sem þingmál í vetur.“ Orkumálin og virkjanamálin verða einnig stór í vetur að mati Sigríðar. „Eg er hlynnt því að virkja skynsamlega." Sigríður telur aðstæður nú vera óvenjulegar vegna hryðju- verkanna í Bandaríkjunum. „Al- þjóðamálin munu koma núna inn og afleiðingar þeirra og einnig efnahagslegar afleiðingar. ■ —♦— Norskir bankaræningjar: Borudu sér leid inn í bankahvelf- ingu sakamál Hópur bankaræningja boraði sér leið inn í Bryn-banka- útibúið í Osló um síðustu helgi og stal úr peningageymslum. Að því er kemur fram í Aftenposten bor- uðu þjófarnir sér leið í gegnum vegg í bankanum til þess að kom- ast inn. Þvínæst boruðu þeir í gegnum gólfið og komust þar með undir hurðina á peningageymsl- unni og létu síðan greipar sópa. Þjófavarnarkerfið í bankanum fór ekki af stað þrátt fyrir umganginn og hefur sambandsleysi í fjar- skiptakerfi á svæðinu verið kennt um. Að sögn norsku lögreglunnar er ekki vitað hversu miklu var stolið, en hún sagði ránið hafa ver- ið vel skipulagt og fagmannlega unnið. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.