Fréttablaðið - 03.10.2001, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 3. október 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Formúla 1:
Volkswagen
í Formúluna
WILLIAMS BÍLL
Bernd Pischtrieder, verðandi stjórnartormaður Volkswagen, átti þátt í því að BMW kom
aftur inní Formúlu 1 keppnina en í samstarfi við Williams.
kappakstur Þýski bílaframleiðand-
inn Volkswagen gæti verið á leið í
Formúlu 1 kappaksturinn. Bernd
Pischetsrieder, sem tekur við stjórn
fyrirtækisins af núverandi stjórn-
arformanni, Ferdinand Piech, í apr-
íl 2002, hefur gefið í skyn að fyrir-
tækið ætli að taka þátt á kappakstr-
inum vinsæla.
Piech hefur alltaf viljað eyða
þróunarpeningum í götubíla í stað
kappakstursbíla, þetta hinsvegar
gæti breyst þegar hann lætur af
störfum því arftaki hans var sá sem
kom BMW aftur í Formúluna, í sam-
vinnu við Williams, en fyrirtækin
hófu fimm ára samstarf árið 2000.
„Það vita allir að ég hef verið að-
dáandi Formúlu 1 í gegnum tíðina,“
sagði Pischetrieder en bætti við að
Volkswagen tæki í fyrsta lagi þátt í
Formúlunni árið 2004.
„Jafnvel þótt við ákvæðum að
vera með núna kæmum við ekki
inní greinina fyrr en eftir þrjú til
fjögur ár.“
Hans Gerd-Bode talsmaður
Volkswagen sagði að fyrirtækið
væri ekki búið að taka ákvörðun í
málinu.
„Það hefur ekkert verið ákveðið
að svo stöddu. Svona vangaveltur
koma upp með reglulegu millibili
en það hefur ekkert breyst." ■
Mike Tyson:
Nielsen í
slæmum
málum
hnefaleikar Hnefaleikakappinn
Mike Tyson mætir hinum danska
Brian Nielsen í hringnum 13. októ-
ber í Parken í Kaupmannahöfn og
segist heimsmeistarinn fyrrver-
andi vera í feiknaformi. „Ég er í
frábæru formi. Nielsen er í slæm-
um málurn," hafði sjónvarpsstöðin
TV2 eftir honum. Þegar hann var
spurður hvað andstæðingurinn
þyrfti til að fara með sigur úr být-
um svaraði hann að bragði.
„Að ég höggvi af mér báða
handleggina.“ ■
Rivaldo:
Fúll út í
Barcelona
knattspyrna Rivaldo er aftur kom-
inn til Brasilíu þar sem hann mun
spila með landsliðinu gegn Chile, í
undankeppni HM, þann 7. október.
Áður en hann fór frá Spáni lét
hann ókvæðisorð falla í garð
stjórnar Barcelona og sakaði hana
um að leggja óþarfa ferðalag á
herðar sínar.
Rivaldo hefur undanfarnar
vikur dvalið í Brasilíu þar sem
hann hefur gengist undir meðferð
vegna hnémeiðsla. Hann var beð-
inn um að koma til Spánar, til liðs
við félaga sína, í leik gegn Real
Sociedad sem hann og gerði. Þeg-
ar hann kom loks til Spánar ákvað
Carles Rexach, þjálfari, að nota
hann ekki í leiknum.
„Ég er reiður yfir því að hafa
komið til Barcelona til að spila en
hafa ekki fengið tækifæri til
þess,“ sagði Rivaldo.“Þetta var
erfitt ferðalag og það hefði átt að
vera búið að ganga úr skugga um
meiðsli mín þegar ég var í Brasil-
íu.“
Rivaldo missir af næstu tveim-
ur deildarleikjum með Barcelona,
heima gegn Mallorca á miðviku-
dag og á laugardag gegn Deporti-
vo La Coruna. ■
RIVALDO
Brasilíski snillingurinn hefur átt við meiðsli
að stríða en er óðum að jafna sig. Hann
mun líklega spila með landsliðinu gegn
Chile í mikilvægum leik fyrir HM 2002.
EM 2000:
Youri Djorkaeff, Lilian Thuram
skipta um hótel
HÆTT KOMNIR
Marcel Desailly, leikmenn franska landsliðsins þurftu að
EM I fyrra vegna hættu á hryðjuverkum.
rranska iandsiióio
skotmark hryðju-
verkamanna
hryðjuverk Hollenska leyniþjón-
ustan kom í veg fyrir fyrirhuguð
hryðjuverk gegn franska lands-
liðinu á meðan Evrópukeppnin í
knattspyrnu fór fram í Hollandi
og Belgíu í fyrra.
Samkvæmt innanríkisráð-
herra Hollands, Klaas de Vries,
ætluðu alsírskir öfgamenn að
fremja hryðjuverk á meðan
keppninni stóð.
Tíu manns voru handteknir í
Frakklandi, Belgíu og í Hollandi
eftir ábendingar frá hollensku
leyniþjónustunni (BVD). Ráð-
herrann sagði frá þessu á þinginu
þar sem hann fjallaði um nauðsyn
þess að búa yfir sterkri leyni-
þjónustu í kjölfar hryðjuverk-
anna í Bandaríkjunum.
„Um tíu manns voru viðriðnir
málið. Þau voru öll meðlimir í hóp
sem klofnaði úr öfgahópnum
Hinn vopnaði her íslams (GIA),“
sagði talsmaður leyniþjónustunn-
ar.
Hópurinn ætlaði að ráðast á
franska landsliðið í fiskiþorpinu
Ijmuiden. Þegar leyniþjónustan
komst á snoðir um málið herti
hún öryggisgæslu í kringum leik-
rnenn og þurfti liðið m.a. að færa
sig á annað hótel. En þrátt fyrir
hættuna kom liðið sá og sigraði.
Einn þriggja mannanna sem
handtekinn var í Frakklandi
gengst undir frekari rannsókn en
þeir sem handteknir voru í
Hollandi var sleppt stuttu síðar
vegna ónægra sannnana. ■
Úrslitaleikur NFL:
Super Bowl í New York?
GIANT STADIUM
Leikvangurinn I New York þar sem Giants og Jets spila
heimaleiki sína verður kannski notaður undir Super Bowl
leikinn. Leikvangurinn tekur um 77.000 áhorfendur í sæti.
AMERÍSKUR FÓTBOLTI SvO gæti
farið að úrslitaleikurinn í
Ameríska fótboltanum, eða
Super Bowl leikurinn eins og
hann er gjarnan kallaður,
verði haldinn í New York.
Giants völlurinn í New York
er meðal fjögurra leikvanga
sem koma til greina ef leik-
urinn verður fluttur af New
Orleans vellinum, þar sem
hann átti upphaflega að fara
fram.
„Það væri algjörlega
hræðilegt," sagði Rudolph
Giuliani, borgarstjóri New
York. „Það á að setja lög sem
sjá til þess að Giants og Jets
(sem bæði eru lið frá New York)
keppi alltaf til úrslita. Þá þurfum
við ekki að hafa áhyggjur af hin-
um liðunum.“
Super Bowl leikurinn, sem er
stærsti íþróttaviðburður Banda-
ríkjanna, átti upphaflega að fara
fram þann 27. janúar í New Or-
leans. NFL samtökin hafa átt
í erfiðleikum með að halda
sig við þann dag þar sem
fresta þurfti leikjum í kjöl-
far hryðjuverkanna þann 11.
september. Samtökin eru að
reyna að fresta leiknum til
3. febrúar en sú dagsetning
gæti valdið vandræðum þar
sem hún skarast á við Al-
þjóða bílasölu ráðstefnu sem
áætluð var sama dag. Paul
Tagliabue, framkvæmdar-
stjóri NFL, segist bæði sjá
kosti og galla við að halda
keppnina í New York.
„Það gæti hjálpað til við að
endurvekja borgina verði
leikurinn haldinn þar,“ sagði Tagli-
abue. „Það eru samt mörg vanda-
mál sem fylgja sem snúa meðal
annars að öryggismálum.“ ■
Leicester Gity:
Rætt við Redknapp
knattspyrna Harry Red- erfitt verk fyrir hönd-
knapp, fyrrverandi fram- um,“ sagði Redknapp.
kvæmdastjóri West Ham Sm '*j?SI|l* „Liðið er í neðsta sæti og
og núverandi stjóri HriittfcáBH veðmangarar spá því
Portsmouth, mun ræða H falli. Þá held ég að fjár-
við forráðamenn Leicest- jBH hagsstaðan sé ekki sterk.
er í vikunni um að taka við Það yrði erfitt fyrir mig
framkvæmdastjórastöð- I að ^aia ^ra P°rtsmouth
unni, en Peter Taylor var þyí mér líkar vel hérna og
rekinn í fyrradag. Einnig harry ®g hef fulla trú á því að
er talið að Leicester muni redknapp liðið hafi góða möguleika
ræða við George Graham. á að komast í Urvals-
„Sá sem tekur við af Taylor á deildina." ■
Öll almenn innrömmunar þjónusta.
Speglar. Gjafavara. Vönduð vinna.
Persónuleg þjónusta.
vill fá coniaks litaðan grunn
Hermann Beck.
Lóuhólum 2-6 Sími 567-5300