Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 1
SAMGONGUR Ekki gert ráðfyrir Smáralind bls 2 HEILBRIGÐI Leit að ristil- krabbameini bls 12 KJARAMAL Kjör tónlistar- kennara óviðunandi bls 22 þ31N G HD UT ' tvieiLi- AO ÖöoSÍ e»oN 533-3444 Í1 FRETTABLAÐIÐ 119. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 10. október 2001 MIÐVIKUDAGUR Smáralind opnuð iMáMUMB í dag kl. 10.10 verður verslunarmiðstöðin í Smáralind opnuð. Búist er við gríðarlegum mannf jölda en til dreifa aðsókninni var ákveðið að opnunarhátíð Smáralindar stæði í fimm daga. Vinna og geðheil- brigði heiibrigðisdagurinn er í dag. Ýmis félög á sviði geðheilbrigðismála hafa opið hús í tilefni dagsins og hátíðarsamkoma verður haldin í Iðnó kl. 16.30. Yfirskrift samkom- unnar er Vinna og geðheilbrigði og þar verður afhent í fyrsta sinn Gullstjarna Geðhjálpar. Hún verð- ur veitt einstaklingi eða samtökum sem þykja hafa unnið óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu geðræktar og geðheilbrigðis á íslandi. | VEÐRIÐ f DAGl REYKJAVÍK Suðvestan 8-10 m/s með skúrum. Kólnar heldur í vedri. Hiti 3 til 7 stig. VINDUR ÚRKOMA O 8-10 Skúrir Q 5-8 Léttskýjað © 5-10 Léttskýjað ísafjörður Akureyri Egilsstaðir Vestmannaeyjar Q 8-13 Skúrir Hrri ©4 ©5 ©6 ©6 Rússíbanar í Há- skólanum HÁSKÓfATÓNLEIKAR Fyrstu há- skólatónleikar vetrarins verða haldnir í Hátíðarsal Háskóla ís- lands í dag og leika Rússibanar tón- list af nýjum geisladiski, Gullregn- inu. Bamabókahátið í Norræna húsinu BARNABÆKUR Norræn barna- og ung- lingabókahátíð verður sett í Nor- ræna húsinu í dag kl. 13. Þema há- tíðarinnar er Ferðin. Á opnunarhá- tíð sem haldin verður í Norræna húsinu í dag verða Björn Bjarna- son menntamálaráðherra og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti meðal gesta. 1kvöldið í KVÖLD1 Tónlist 18 Bió 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvað les fólk á aldrinum 18 til 29 ára? Meðallestur 18 til 29 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 70.000 eintök 78% fólks les blaðið FJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMT DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Sérsveitarmenn á leið til Afganistan Dregið úr þunga loftárásanna en þeim haldið áfram þriðja daginn í röð. Fjórir starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna létust í Kabúl í fyrrinótt. Talibanar segja tugi manna hafa fallið. Bretar segja árásirnar hafa valdið „verulegum skaða“. Lítið um „mikilvæg skotmörk“, segir Rumsfeld. ÁRÁs Á AFOANISTAN Loftárásum var haldið áfram á Afganistan í gær, þriðja daginn í röð. Herþota varp- ___♦__ aði sprengjum á vígi talibana í Kandahar í gær- morgun þegar tekið var að birta af degi, og sköm- mu fyrir dögun varpaði önnur þota sprengju norðan við Kabúl. Heldur hefur þó dregið úr þunga loftárásanna, og gefið var í skyn að brátt verði gripið Ekki verði skýrt opinberlega frá öllum þeim að- gerðum sem gripið verður til, enda hefur Ge- orge W. Bush Bandaríkjafor- seti sagt að hluti stríðsins verði „ósýnileg- ur". —♦— til annarra aðgerða. Bresk stjórnvöld sögðu í gær að loftárásirnar hefðu valdið „verulegum skaða“ á bækistöðv- um hryðjuverkamanna. Lítið er hins vegar um staðfest- ar fréttir af mannfalli eða öðru tjóni. Sendiherra talibana í Pakist- an sagði í gær að tugir manna hefðu látist af völdum loft- árásanna. Þá staðfesti fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Pakistan að fjórir starfsmenn SÞ hafi látist þegar bandarískt flugskeyti féll á skrifstofur þeirra nálægt Kabúl. „Ólíklegt er að loftárásirnar velti talibönum um koll,“ sagði Donald H. Rumsfeld, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna á mánu- daginn, og bætti við að lítið væri um „mikilvæg skotmörk" í Afganistan sem hægt væri að valda miklum skemmdum á úr lofti. BANDARÍSKT HERSKIP A INDLANDSHAFI Bandaríkin eru með öflugan herflota í nágrenni Afganistans, en efla jafnframt mjög allan viðbúnað heima fyrir. „Flugskeyti og sprengjuflug- vélar leysa ekki þetta vandamál. Við vitum það,“ sagði Rumsfeld. Með loftárásunum væri fyrst ver- ið að auka þrýstinginn á hryðju- verkamenn og þá sem styðja þá, „gera þeim lífið erfiðara." Carl Levin, formaður hermála- nefndar öldungadeildar banda- ríska þingsins, sagði litlar líkur á því að mikill fjöldi bandarískra hermanna verði sendur inn í Afganistan. Loftárásunum væri freka ætlað að lama starfsemi hryðjuverkasamtakanna og búa í haginn fyrir hernað Norðurbanda- lagsins gegn talibanastjórninni. Erlendir fréttaskýrendur telja allar líkur á því að bæði banda- rískir og breskir sérsveitarmenn verði sendir inn í Afganistan, og þeir séu raunar nú þegar á leið- inni. Sömuleiðis er öruggt talið að ekki verði skýrt opinberlega frá öllum þeim aðgerðum sem gripið verður til, enda hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti sagt að hluti stríðsins verði „ósýnilegur“. Tom Carver, fréttaritari breska útvarpsins BBC í Washington, segir að sérsveitarmennirnir muni ýmist vinna með Norður- bandalaginu í átökum þess gegn talibönum og fara um landið til að njósna um ástandið í her talibana. Þeir geti síðan kallað eftir loft- árásum ef þeir finna hentug skot- mörk. Loks muni sumir sérsveit- armannanna hafa það hlutverk að leita uppi leiðtoga hryðjuverka- samtakanna al-Qaida og koma þeim fyrir kattarnef. ■ Smáralind opnuð í dag: Skemmtileg tilflnning viðskipti Það er skemmtileg tilfinn- ing að sjá opnunina verða að veru- leika,“ sagði Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, en í dag, miðvikudag- inn 10. október klukkan 10:10, opna um sjötíu verslun- ar- og þjónustumið- stöðvar dyr sínar fyrir viðskiptavin- um. Pálmi sagði stemmninguna hafa stigmagnast eftir því sem leið að opnuninni. „Það eru allir búnir að vera mjög spenntir fyrir degin- um í dag og ekki síst kaupmenn SMÁRALIND opnuð Smáralind er 63.000 fermetra versl- unarhúsnæði með bílastæði fyrir þrjú þúsund bfla. Um sjötfu verslanir og þjónustumiðstöðvar opna dyr sínar fyrir viðskiptavini f dag. streymt til daga og viðbrögð mjögjákvæð. ■ sem eru að sjá verslanir sínar og vinnu verða að veruleika." Pálmi sagði fjögur þús- und manns hafa verið boðna á opn- unina, þar af séu tvö þúsund verk- menn, ýmsir ráða- menn þjóðarinnar, bæjarstjórar, full- trúar atvinnulífs- ins og erlendir gestir. Sagði hann átta til tíu manna erlendar sendi- nefndir ýmissa verslana hafa landsins undanfarna þeirra verið ÞETTA HELST T 7ísbendingar i V ing á fóðri se eru um innflutn- ing a töðri sem kann að hafa innihaldið kúariðusmitefni. Skipulag matvælaeftirlits sætir harðri gagnrýni í skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneyti. bls.4. Samtök atvinnulífsins segja kjarasamninga ekki í upp- námi. Samtökin ætla að ræða við ASÍ um skattatillögur ríkisstjórn- arinnar. bls. 2. Samgönguráðherra segir ekki hafa verið gert ráð fyrir áhrif- um Smáralindar við gerð vegaá- ætlunar. bls. 2. Húseiganda í Bröndukvísl hef- ur verið gert að fjarlægja bflskýli sem hann reisti í óleyfi. bls. 6. , UÍTTi Til mikils að vinna!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.