Fréttablaðið - 10.10.2001, Síða 16

Fréttablaðið - 10.10.2001, Síða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 10. október 2001 MIÐVIKUDAGUR HÁSKÓLABÍÓ ____________________________ Sýnd kl. 5.15, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15 [DOWNTOEAKTH kl.6,8oglo| [knTsHECREAT kL 6,8oglo| iBRIDCET JONES'S DIARY kl.6og81 SmHfíH^ Biö □□ Dolby /DD/ Ihx SÍMI 564 0000 - wvAAV.smarabio.is Sýnd kl. 8 og 10.40 - líka sýnd í Lúxussal Sýnd kl. 8 og 10.10 |JAY & SILENT BOB kL 8 og 10J01 jWHATS THE WORST- kl8oglQ.lo| ÚTSÝNI ALLRA TRYGGT Góður halli er á gólfum sem tryggir að allir hafi gott útsýni á sýningartjaldið. Smárabíó opnar í dag: Bíóheimur- inn stækkar kvikmynpahús Við opnun Smára- lindar í dag stækkar einnig bíó- heimur _islendinga. Eigendur Smárabíós bjóða viðskiptavinum sínum upp á 5 sali og er „áður óþekktum gæðum og þægindum“ lofað. Stærsti salurinn rúmar 400 manns. í honum, eins og öðrum, eru sýningartjöld sem ná vegg í vegg, THX hljóðkerfi, stólar með hallandi baki, hreyfanlegir armar, breiðari sæti og mikið bil á milli þeirra. Á undan hverri sýningu í Sal 1 verður 3-5 mínútna leisigeislasýning með reyk og tón- list. í svokölluðum Lúxussal er áhersla lögð á þægindi. í honum eru 71 leðurklæddir „Lazy boy“ hægindastólar, leyfilegt verður að taka vínveitingar með inn og gest- ir sleppa við biðröð í miðasölu þar sem sér miðasala er fyrir hann. Miðaverð í þennan sal er töluvert dýrara, en innifalið í verðinu er inneign í sælgætissölunni. f Smárabíó er líka að finna Kaffi- hús, bar og Playstation leikja- tölvuhorn. Opnunarmynd bíósins er ekki af verri endanum, en það er söngvamyndin Moulin Rouge, með Ewan McGregor og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Mynd- in vann gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes í ár sem besta myndin. ■ SABIANA Hitablásarar Hagstætt verð VA TNSVIRKINN ehf. Aeégi! Ármúla 21, Sími: 533-2020 v______________________/ FRÉTTIR AF FÓLKI Hljómsveitin Oasis lék fyrstu tónleikana í 10 ára afmælistón- leikaröð sinni á tónleikastaðnum Shepard’s Bush Empire í London. Það var enginn annar en félagi þeirra Paul Weller sem steig á svið með þeim og lék á gítar í laginu Campagne Supernova. Oasis eru alvanir því að leika á fótbolta- leikvöngum, en i þessari tónleika- ferð leika þeir aðeins á minni tón- leikastöðum. T.d. voru ekki nema um 2500 manns á tónleikunum í London. Skiljanlega varð uppselt á alla tónleikana nokkrum klukku- stundum eftir að miðasalan opnaði. Phil Collins greindi nýlega frá því að hann hefði misst heym- ina á vinstra eyra fyrir 11 mánuð- um síðan. Þetta gerðist á einni kvöldstund, og er afar sjaldgæfur kvilli sem getur reynst varanlegur. Collins var aftur á móti heppinn og heymin skilaði sér smátt og smátt aft- ur á nokkrum mánuðum. En reynslan varð til þess að Collins endurmat líf sitt og hyggst því eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni í framtíðinni. Poppdúettinn Savage Garden er hættur. Endalokin komu David Jones, þöglari hluta sveitarinnar, á óvart þar sem hann frétti af þeim er hann las um þau í dagblaðinu. Darren Hayes söngvari er þegar byrjaður að gera sólóplötu, sem kemur til með að bera nafnið Spin. AGauk á Stöng í kvöld leika hljómsveitirnar Útópía, Stolið og Náttfari. Sveitimar hafa allar verið að vinna að nýju efni og ætla þær að leyfa gest- um að hlýða á í kvöld. Tónleikam- ir eru hugsaðir sem nokkursskon- ar upphitun hljóm- sveitanna fyrir Airwaves tónlist- arhátíðina í næstu viku. NABBI I Transað fram í rauðan dauðann í kvöld leika bandarísku rokksveitirnar Trans Am og The Fucking Champs í Menntaskólanum við Sund. Rokkþyrstir hafa ástæðu til þess að fagna því það þykir víst góð adrenalínssprauta í rokkæðina að sjá sveitirnar leika á tónleikum. tónust Hljómsveitin TVans Am hefur áður heimsótt klakann og hafa tónlistaráhugamenn síðan þá verið að reyna að toga kjálk- ann aftur upp á af gólfinu. Hún var stofnuð í Washington árið 1990. Tónlist þeirra þykir frum- legt, humorískt og jafnvel öfga- fullt daður við klysjufrasa rokks- ins. Hún er reyndar síbreytileg eftir plötum, og sveitin er álíka ófeimin að daðra við raftóna hér og þar eins og David Bowie er við að skipta um ímynd. Hljómsveit- in byrjaði þó ekki að taka upp plötur fyrr en árið 1995, þegar liðsmenn sveitarinnar höfðu klárað skólagöngu sína. Þeir hafa verði iðnir síðan þá því Trans Am hefur gefið út 5 breiðskífur, 2 stuttskífur auk einnar safnskífu sem var sérstaklega gerð fyrir Japansmarkað. Síðasta breiðskífa þeirra hét Red Line og er af mörgum talin þeirra besta, en það voru einmitt aðallega lög af þeirri plötu sem sveitin lék á tón- leikunum á Gauknum í október í fyrra. Nýlega tóku liðsmenn Trems Am upp stuttskífu ásamt San Francisco sveitinni The Fucking Champs. Platan er nú ný- komin í búðir undir hljómsveita- nafninu Trans Champs. Tónlist The Fucking Champs er þónokk- uð harðari en Trans Ams. Metal- skotin á köflum en sjálfir segjast liðsmenn takmark sveitarinnar vera að „útrýma veikri tónlist og þeim sem halda þeim uppi með því að afneita og hefja upp á sama tíma grundvallarreglur rokkfársins". Hvemig þeir fara að því og hvort þeim tekst það yfir höfuð verður svo hver og einn að meta fyrir sig. Á tónleik- unum ætla sveitirnar tvær einnig að sameinast og leika nokkur lög af nýútkominni stuttskífu 'frans Champs. Dyr Menntaskólans við Sund opnast tónleikagestum kl. 20, íslensku sveitimar Úlpa og Singapore sling sjá um upphitun en aðgangseyrir er 1800 kr. Ann- að kvöld leika svo erlendu sveit- irnar tvær á Gauk á Stöng, þá með aðstoð íslensku sveitanna Kuai og Graveslime, miðaverð er 2000 kr. biggi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.