Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 10. október 2001 MIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ fBÚAR UNDIR 15 ARA ALDRI Aldurssamsetning þjóða er mjög mismun- andi. Aðeins um 15% Spánverja voru und- ir 15 árum, samanborið við rúmlega þriðj- ung Mexíkóa árið 1999. Hátt hlutfall ungs fólks er jákvætt þrátt fyrir aukinn kostnað vegna menntunar sem þvi er samfara. Hlutfall ungs fólks hefur hrapað síðustu áratugi, en í þeim hópi voru 35% íslend- inga árið 1960. Hlutfall undir 15 ára árið 1999 |wiexíkó Ityrkland ' 1 Bandarikin J34% 30% 240/o 210/o I80/0 150/o 20,50/o Heimild: vefsfða Ágústs Einarssonar. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN Starfsmenn ekki sáttir við þá framtiðarsýn sem stjórnvöld hafa boðað þeim. Þjóðhagsstofnun: Dánartilkynn- ing í íjárlaga- frumvarpi starfsmannamál Katrín Ólafsdótt- ir formaður Starfsmannafélags Þjóðhagsstofnunar segir að starfsmenn séu farnir að huga að framtíð sinni á öðrum vinnustöð- um eftir að dánartilkynning stofn- unarinnar var opinberlega til- kynnt í fjárlagafrumvarpinu. Engu að síður reyna starfsmenn að halda sínu striki þótt vinnu- mórallinn geti verið breytilegur eftir dögum. Búist er við að frum- varp til breytinga á lögum um Þjóðhagsstofnun verði lagt fram á yfirstandandi haustþingi. í það minnsta hafa stjórnarliðar boðað að svo verði. Hún segir að samkvæmt fram- komnum hugmyndum forsætis- ráðuneytisins sé gert ráð fyrir því að starfsmönnum Þjóðhagsstofn- unar verði boðin störf ýmist í Seðlabanka, fjármálaráðuneyti og Hagstofunni. Þessir staðir þykja hins vegar ekki ýkja spennandi valkostir, enda sé það mat margra starfsmanna að vinnan á þessum stöðum verði ekki jafn fjölbreytt og verið hefur á Þjóðhagsstofnun. Fyrir vikið séu starfsmenn ekki sáttir við þessa framtíðarsýn. ■ —♦— Innbrot: Leita í kvennær- buxur INNBROT Einvers konar faraldur virðist vera í gangi um þessar mundir en hann lýsir sér í ásókn í kvennærbuxur. Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir og rúðubrot í Vesturbænum aðfara- nótt sunnudagsins. Þar var komið að manni sem var að róta í fatnaði úr þvottavél. Þegar betur var að gáð fundust á manninum tvennar kvennærbuxur. Var hann fluttur í fangageymslur. Svipað var upp á teningnum um síðustu helgi. Þá var komið að innbrotsþjófi og við leit á honum fundust fjórar kvennærbuxur. Einnig var farið inn í tvö íbúðar- hús við Bárugötu og þaðan stolið kvenmannsnærfatnaði. ■ Einkavæðingin heldur áfram: Síminn skráður á tilboðsmarkaðinn landssímasala Landssíminn hefur verið skráður á tilboðs- markað Verðbréfaþings íslands, en þar eru einnig Keflavíkur- verktakar og Frumherji. Að jaf- naði hefur besta kauptilboð verið 5,85 og besta sölutilboð 6,10. Búnaðarbankinn miðlar bréfum ríkisins og hefur auk þess uppi viðskiptavakt með Landssímann. „Við erum með viðskiptavakt, það þýðir að á hverjum tíma ábyrgjumst við að fyrir hendi sé kaup og sölutilboð og að verðbil- ið þar á milli sé innan ákveðinna marka. Þetta er til að tryggja að vilji einhver selja eða kaupa þá er það hægt á hvaða tíma sem er,“ segir Guðmundur Guð- mundsson, hjá verðbréfadeild BÍ. Þannig myndi mikill sölu- þrýstingur færa verðið niður. „Hinsvegar erum við með samning við einkavæðingar- Markmiðið um 15% dreifingu náðist ekki og skráning á tilboðsmarkað því niðurstaðan. Staðreyndir um fyrsta hluta einkavæðingar Símans 21. september 1. Almenningi boðið að kaupa 16% á genginu 5,75. 2.600 manns keyptu fyr- ir 1.200 milljónir. 3% seldust. nefnd um að miðla bréfum í eigu ríkisins. Þar höfum við fengið fyrirmæli um að þeir séu ekki tilbúnir til að selja á lægra gengi en 6,10, það er algerlega óháð viðskiptavaktinni." ■ 2. Tílboðssala til almennings á 8% hluta. 19 tilboð fyrir 879 milljónir. 2% seldust. Niðurstaða: 5% af heildarhlutafé seld- ist af 24% sem voru í boði, eða um 2 milljarðar af 20. Lágmark fyrir skrán- ingu á Aðallista Vhl, 15%, náðist ekki. 8. október Síminn skráður á tilboðsmarkað VÞl. Lágmarksgengi er 6,1 á hluta ríkisins. Miðbærinn: Fimmteknir vegna óláta áflog Ölvun var nokkur í miðborg- inni um helgina. Fimm menn voru handteknir vegna ölvunar og óspektar og fimm fluttir á slysa- deUd. Dyraverðir óskuðu eftir að- stoð lögreglu en þar hafði maður slegið annan í höfuð með flösku. Þá urðu átök mUli gesta á veitingastað. Þar var maður sleginn í höfuðið með glasi og skarst hann nokkuð. Hann var fluttur á slysadeUd, en árásarmaðurinn í fangageymslur. TUkynnt var um átök á Laugavegi á sunnudagsmorgni, þar sem tveir menn láu í valnum. Voru þeir flutt- ur á slysadeild en árásarmennirnir náðust ekki. ■ SIMINN Þetta er bara eitthvert rugl Landbúnaðarráðherra segir ekki rétt að kúariða sé á Islandi. Vísbendingar eru um innflutning á fóðri sem kann að hafa innihaldið kúariðusmitefni. Matvælaeftirlit er gagnrýnt og lagt til að haf- in verði skimun fyrir kúariðu og flokkun sláturafurða. M ATVÆLAEFTIRLIT Skipulag mat- vælaeftirlits á landinu sætir harðri gagnrýni í skýrslu sem landbúnaðar-, umhverfis-, og sjáv- arútvegsráðuneyti kölluðu eftir í byrjun árs. Vilhjálmur Rafnsson, læknir, og Ólafur Oddgeirsson, dýralæknir, fjalla í skýrslunni um hættuna af kúariðu hér á landi, en henni var skilað í mars á þessu ári. Matvælaeftirlitið er sagt of flókið og heyra undir of marga ólíka aðila og stofnanir og gagn- rýnt að ekki sé til staðar eftirlit sem nái til allra þátta framleiðslu- ferilsins. Þá er tal- að um vísbending- ar um að flutt hafi verið til landsins kjöt- og beinamjöl frá Bretlandi á ár- unum 1990 til 1996 svo nemi hundruð- um tonna, en á þeim tíma var kúariðufaraldur- inn þar í hámarki. „Einnig hefur á undanförnum árum verið fram- leitt kjöt- og beina- mjöli í landinu. Eftir að skýrsl- an var gerð komu fram vísbendíngar um að dýra- fóður með kjötmjöli hafi ekki verið flutt inn til lands- ins heldur hafi átt sér stað skráningarmis- tök. —♦— Ekki er vitað nákvæmlega hvaða gripir voru hafðir til þeirra fram- leiðslu né hvaða gripir voru fóðraðir með innlendu kjöt- og beinamjöli," segir í skýrslunni. Þá er einnig vísað til þess að sl. vetur var flutt inn kálfafóður sem með réttu hefði ekki átt að sleppa inn eftirlitslaust. Höfundar skýrslunnar segja brýnt að hefja skimun fyrir riðu hjá nautgripum og sauðfé sem fyrst og tekin upp flokkun slátur- afurða með sama hætti og í Evr- Skýrsluhöfundar segja ekki hægt að útiloka að kúariða hafi borist til landsins, hvort heldur sem er I menn eða dýr, en ekki greinst vegna langs meðgöngutíma sjúkdómsins. ópusambandslöndunum. „Trúlegt er að innlendir neytendur, al- menningur og yfirvöld í ESB og annars staðar vilji sjá annað og meira en yfirlýsingar um að hér hafi ekki greinst kúariða," segir og áréttað mikilvægi þess að bæta og endurskipuleggja matavæla- eftirlit, bæði hvað varði innflutn- ing matvæla, og einnig með dýra- afurðum. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, segir ekkert hafa verið gert í að stokka upp matvælaeftir- lit í landinu. „Það er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að gera það og koma matvælaeftirliti undir eitt ráðuneyti," sagði hann og áréttaði að ekkert benti til að kúariða hafi nokkurn tíman borist til landsins. Þá segir ráðherra það ekki vera rétt að flutt hafi verið inn dýra- fóður með kjöt- og beinamjöli frá Bretlandi. „Það er unnið að því að GUÐNI ÁGÚSTSSON, LANDBÚNAÐ- ARRÁÐHERRA Landbúnaðarráð- herra segir að á stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar sé að einfalda og endurskoða mat- vælaeftirlit í land- fá þetta leiðrétt, þetta er bara eitt- hvert rugl,“ sagði hann. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri land- búnaðarráðuneyt- is, sagði að trúleg- ast hafi mistök átt sér stað í toll- skráningu og ver- ið væri að kanna hvernig þau gætu hafa komið til. oli@frettabladid.is Einkavæðing Landssímans: Þórarinn úr stjórnum tveggja. fyrirtækja viðskipti Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símáns, hefur sagt af sér stjórnarmennsku í Þróunarfélagi íslands sem á 25% í Opnum kerf- um. Opin kerfi eru einn þeirra að- ila sem sækjast eftir 25% kjöl- festuhluta í Símanum. Samkvæmt heimildum blaðsins var það vegna þrýstings frá einkavæðingarnefnd, stjórnar Símans og samgönguráð- herra sem Þórarinn tók þessa ákvörðun. Auk þess sagði hann af sér stjórnarformennsku í Lífeyris- sjóðnum Framsýn, sem einnig á hlut í Opnum kerfum. Samkvæmt heimildum blaðsins var talið nær öruggt um miðjan daginn í gær að Þórarinn myndi einnig draga sig tímabundið í hlé sem fortjóri Símans. Þar sem blaðið fór óvenju snemma í prentun í gær var ekki unnt að staðfesta þetta. Ljóst er að hagsmunatengsl eru rík á íslenska tækni- og fjar- skiptamarkaðin- um. Þannig hefur blaðið þegar greint frá tengslum Sím- ans og Opinna kerfa í gegnum mörg hérlend tæknifyrirtæki. Dæmi um þetta eru íslenska vef- stofan, Grunnur gagnalausnir og IP fjarskipti. í fréttatilkynningu Þórarins vegna málsins segir að með ákvörðun sinni vilji hann und- irstrika að hann hafi ekki annarra hagsmuna að gæta en Landssímans vegna þess tilboðsferlis sem þegar er hafið. Ekki eru gefnar skýringar á því hvers vegna Þórarinn sagði sig ekki úr stjórnunum áður. ■ ÞÓRARINN V. Tengist Opnum kerfum úr tveimur áttum. £B!CEWÁtcI -ÞRóuh H? VERKFRÆÐlSTOfMl FATAMERKING. GRAFR5AiUUyg HÖFÐABAKKI 9 Hér eru til húsa PricewaterhouseCoopers, sem sér um sölu 25% kjölfestuhluta í Siman- um, Opin kerfi, sem sækjast eftir hlutnum og Hreinn Loftsson, hrl., formaður einkavæð- ingarnefndar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.