Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 18
HVERJU MÆLIR ÞU MEÐ? Víkingur Kristjánsson leikari ,Ég er að hlusta á hina stórkostlegu og fallegu tónlist úr Englabörnum. Hún er eftir Jóhann C. Jóhannsson og fæst m.a. 112 tónum." 18 FRETTABLAÐIÐ 10. október 2001 MIÐVIKUDACUR Tony Harrison á íslandi: Fyrirlestur um Helgileikina LEIKHUS bókmenntir Breska skáldið Tony Harrison kemur til íslands í dag í boði breska sendiráðsins. Harri- son er eitt af virtustu ljóð- og leik- skáldum Bretlands og er af mörg- um talinn líklegur til að hljóta sæmdarheitið lárviðarskáld Bret- lands þegar fram í sækir. Auk Ijóðagerðar hefur Harrison unnið mikið í leikhúsi, bæði sem höfund- ur og leikstjóri. Helgileikir hans, Fæðing Krists, Píslarsagan og Hinn efsti dagur vöktu gríðarlega athygli þegar þeir voru færðir upp af Breska þjóðleikhúsinu á miðj- um 9. áratugnum, og voru þessi verk enduruppfærð árið 2000 í til- efni af aldamótunum. Harrison hefur og gert nýjar þýðingar á mörgum af sígildum perlum grís- ka leikhússins. Árið 1998 bætti hann enn einni fjöður í hatt sinn þegar hann leikstýrði kvikmynd- inni Prometheus eftir eigin hand- riti. Harrison mun dvelja hér fram á laugardag. í dag kl. 10 verður hann með ljóðaupplestur í Hátíð- arsal H.í. í Aðalbyggingu og kl.16.30 flytur hann fyrirlestur um Helgileikina á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Síðar í vikunni mun skáldið ferðast norður til Ak- ureyrar þar sem hann les upp úr verkum sínum og áritar bækur. Á laugardag mun hann árita bækur og lesa úr verkum sínum á bóka- kaffi Súfistans í verslun Máls og menningar Laugavegi 18. Almenn- ingur er boðinn velkominn á alla dagskrárliði heimsóknarinnar. ■ Tilbrigði við stef Vatn lífsins gerist í íslensku sjávarþorpi um aldamótin 1900 eins og nokkur fjöldi leik- rita og skáldsagna sem ritaður hefur verið á landinu alla liðna öld. Ungur maður sem hefur farið út í heim kemur aftur, með miklar hugmyndir, en gefur ekki mikið upp um ferðir sínar. Hm, hljómar kunnuglega! Til þess að þetta geti orðið að leiksýningu sem hefur eitthvað nýtt fram að færa þyrfti frum- legri efnistök höfundar og meiri tilþrif leikstjóra. Þeir fá þó prik fyrir bæjarstjórnina sem var sniðug. Leikararnir standa sig með ÞJÓPIEIKHÚSIÐ Vatn lífsins Höfundur: Benóný Ægisson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson prýði, svo langt sem það nær, því persónurnar sem þeir þurfa að vinna með virðast allgrunnar og óklárar frá hendi höfundar. Nanna Kristín Magnúsdóttir skilar þó hlutverki sínu sem Ásta niðursetningur fallega og börnin þrjú sem leika í sýning- unni eiga heiður skilinn. Sviðsmyndin og samspil henn- ar við lýsingu er eiginlega það eina í sýningunni sem kemst ná- lægt því að sæta tíðindum. Steinunn Stefánsdóttir - x aXXan ók-tober GREIFARNIR í íslensku óperunni 11. október Vöndudustu tónleikar hljómsveitarinnar frá upphafi Greifalög í nýjum búningi Tvö ný lög frumflutt Miðasala Miðasala.is 595-7999 800-midi Skífan Lau Miðaverð ■ T; - TESKEIÐ AKER Ll NGIN Teikningin „Teskeiðakerlingin tínir ber" eftir Björn Berg er á meðal verka úr sænskum barnabókum sem eru til sýnís í Norræna hús- inu um þessar mundir. Ferdir og goðsögur í norræn- um barna- og unglingabókum Norræna barna- og unglingabókahátíðin hefst í dag í Norræna húsinu. Höfundarþing undir yfírskriftinni „Ferðir og goðsögur“ verður sett á föstudag þar sem fram koma norrænir rithöfundar. bókahAtíð Norræna barna- og unglingabókahátíðin verður sett í Norræna húsinu í dag kl. 13. Þema hátíðarinnar er „Ferðin". í tilkynningu frá skipuleggjend- um hátíðarinnar segir meðal annars: „Ferðin getur tekið á sig ýmsar myndir, verið ferð inn á við, draumur, uppgötvun, tíma- ferð...“. Að sögn Guðrúnar Dísar Jónatansdóttur, upplýsingafull- trúa Norræna hússins, hefst há- tíðin á sérstakri opnunarhátíð þar sem fram koma Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Vigdís Finnbogadóttir auk annarra. í kvöld verður rithöfundar- kynning á degi finnskrar tungu þar sem finnski rithöfundurinn Hannele Huovi verður kynnt. Á fimmtudag og föstudag gefst grunnskóla- og framhaldsskóla- nemendum kostur á að hitta nor- rænu rithöfundana á þinginu auk þess sem ýmsar óvæntar uppá- komur verða á dagskrá. Einn af hápunktum hátíðar- innar er norrænt höfundarþing í Norræna húsinu í hádeginu á föstudag. Þema þingsins er „Ferðir og goðsögur í norrænum barna- og unglingabókmennt- um“. Höfundarnir sem taka þátt eru: Bent Haller, Danmörku, Guðrún Helgadóttir, Hannele Huovi, Finnlandi, Rakel Helms- dal, Færeyjum, Tor Age Bringsværd, Noregi og Ulf Stark, Svíþjóð. Kl. 14 sama dag hefst ráð- stefna um norrænar barna- og unglingabókmenntir þar sem fram koma ýmsir norrænir sér- fræðingar á sviði bókmennta. Þema ráðstefnunnar er „staða bókarinnar í barna- og unglinga- menningu samtímans". Ráð- stefnunni verður haldið áfram á laugardag en þá munu norrænir rithöfundar einnig lesa úr verk- um sínum. Þá verða opnaðar 3 myndlist- arsýningar, þ.á.m. ævintýrasýn- ing og sýning á myndskreyting- um úr sænskum barnabók- menntum í Norræna húsinu og sýning á myndum úr íslenskum barnabókum í Borgarbókasafni, Grófarhúsi. Hátíðinni lýkur á sunnudag þar sem Möguleikhús- ið mun meðal annars sýna barna- Ieikritið Skuggaleik eftir Guð- rúnu Helgadóttur í Norræna húsinu. Allar nánari upplýsingar um barnabókahátíðina er að finna á vefslóðinni: www.nordice.is og barnung.khi.is/snip. ■ MIDVIKUDACURINN 10. OKTÓBER UPPLESTUR 10:00 Breska skáldið Tony Harríson verður með Ijóðaupplestur í Há- tíðarsal Háskóla Islands, Aðal- byggingu. Öllum heimill aðgang- ur. FYRIRLESTUR 12.00 Saul Traiger, heimspekiprófess- or við Occidental College og for- seti Hume-félagsins, heldur há- degisfyrirlestur á vegum Hugvls- indastofnunar. Fyrirlesturinn sem verður I Lögbergi, stofu 101, ber heitið The Authority of the Imagination. 12.00 Ægir Már Þórísson, Cand. Psych., sálfræðingur hjá IMG-Ráðgarði, fiytur erindið: Stjórn á öryggis- hegðun í álveri. Málstofa sál- fræðiskorar verður haldin alla miðvikudaga I vetur I húsnæði félagsvísindadeildar, Odda, stofu 201. Málstofan er öllum opin. 16.15 Þorvaldur Gylfason prófessor flytur fyrirlestur I Lögbergi, stofu 101 sem ber heitið: "Móðir Nátt- úra: Menntar hún börnin sín? Eflir hún vöxt og viðgang?" [ fyr- irlestrinum er fjallað um helstu gangráða hagvaxtar. Að loknum fyrirlestrinum verða umræður og fyrirspurnir undir stjórn Agústs Einarssonar prófessors. Fyrirlest- urinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. 16:30 Tony Harrison flytur fyrirlestur um helgileikina: Fæðingu Krísts, Pislarsöguna og Hinn efsta dag (The Mysteries: The Nativity, The Passion, and Doomsday) á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins. Allir velkomnir. SAMKOMUR____________________________ 13.00 Norræn bama- og unglingabóka- hátíð hefst í Norræna húsinu I dag með sérstakri opnunarhátlð. 20.00 Rithöfundakynning á vegum Norrænu barna- og unglinga- bókahátíðarinnar í sal Norræna hússins. Þema: Aleksis Kivi dag- urinn, dagur finnskrar tungu. Kynntur verður finnski rithöfund- urinn Hannele Huovi. TÓNLEIKAR___________________________ 12.30 Fyrstu háskólatónleikar vetrarins haldnir i Hátíðarsal Háskóla ís- lands. Rússíbanar leika efni af nýjum geisladiski, Gullregninu. Aðgangseyrir er kr. 500. Okeypis fyrir handhafa stúdentaskirteinis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.