Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 6
FRJÉTTABLAÐIÐ 10. október 2001 MIÐVIKUDACUR SPURNING DACSINS Musharraf, forseti Pakistan: „Norðurbandalagið má ekki nýta sér ástandið" Ertu hlynntur hernaðarað gerðunum í Afganistan? „Nei. Þó þeir nái forsprökkunum breytir það ekki öllu. Málið felst ekki i stríði heldur að skilja hugsunarheim araba. Bandarikjamenn eiga að koma sér burt frá Saudi Arabíu og gera sér grein fyrir því að land annarra getur líka verið heilagt" | Tómas V. Albertsson galdramaður Launakostnaður sveitar- félaga: Hækkar um 2-3% af skatttekjum fjárhacur Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga segir að fjárhagsstaða mar- gra sveitarfélaga sé erfið og því sé svigrúmið lítið. Fyrir vikið geti mörgþeirra aðeins sinnt nauðsynleg- ustu framkvæmd- um. Hann segir ljóst að kostnaður vilhjálmur vegna gerðra þ. viL- kjarasamninga sé hjálmsson farinn að taka Segir að aðhald verulega á í pyngju -oghagræðmg sveitarsjóða, enda sé efst á baugi. hafa menn teygt sig fram á ystu nöf við bæta kjör starfsmanna sinna. Það hefur m.a. haft í för með sér að launa- og launatengd gjöld sveitarfélaga eru 63% af skatttekjum. Á næsta ári er viðbúið að þetta hlutfall muni hækka um 2-3% vegna kjarasamninga. Þá eykur boðuð hækkun tryggingagjalds útgjöld sveitarfélaga um 350 milljónir króna á ársgrundvelli. Hann segist því vonast til þess að sveitarfélögin fari ekki að eyða um efni fram vegna kom- andi kosninga n.k. vor. Hann telur að kjósendur mundu ekki þakka sínum fulltrúum mikið fyrir það, enda sé um að ræða sameiginlega sjóði íbúa sveitarfélaga. ■ —♦— Gj aldskrárhækkanir: Slæm viðskipti neytendur Ólöf Embla Einarsdótt- ir, lögfræðingur hjá Neytenda- samtökunum, segir það slæma viðskiptahætti, ef viðskiptavinir fyrirtækja, sem greiða fyrir þjón- ustu, með því að láta gjaldfæra mánaðarlega af kreditkortum sín- um, séu ekki látnir vita af gjald- skrárhækkunum. Oft eru vörur þó seldar með þeim fyrirvara að verð þeirra fylgi einhverju hlut- fallsverði og þá þurfi ekki að til- kynna verðhækkanir sérstaklega fyrirfram. Almennt séð segir Ólöf að fyr- irtæki tilkynni viðskiptavinum sínum fyrirfram um gjaldskrár- hækkanir. Aðallega eigi þetta við um blaðaáskriftir þar sem ekki er sent sérstakt yfirlit mánaðarlega eins og gert er með lána- og síma- greiðslur. Neytendasamtökin fá samt ekki mikið af kvörtunum í þessa átt, þar sem kvartað er yfir hækk- unum sem sjálfkrafa eru gjald- færðar á kreditkort viðskipta- vina. Ólöf segir frekar kvartað yfir því að einstaklingar, sem vilja greiða með peningum, fá ekki sömu afláttarkjör og þeir sem greiða með greiðslukorti.. ■ ISLAMABAD.PAKISTAN.AP PerveZ Musharraf, forseti Pakistan, sagði í gær að Norðurbandalagið, sem barist hefur gegn stjórn tali- bana, megi ekki nýta sér árásir Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan í sína þágu. Sagðist hann vonast til þess að hernaðar- aðgerðirnar myndu standa stutt yfir og myndu eingöngu beinast að al-Qaida, hryðjuverkasamtök- um Osama bin Laden. Musharraf uncuncar Lögreglan í Reykjavík og Hafnarfirði hafði afskipti af tugum drukkinna unglinga um ný- liðna helgi. Ekki höfðu þó allir þeir sem lögreglan hafði afskipti af neytt áfengis. Sumir gerðust aðeins brotlegir gegn lögum um útvistartíma. í Hafnarfirði og Garðabæ var mikill erill og talsvert um ölvun. Margir unglingar voru færðir til foreldra sinna. Eins var foreldr- um boðið að koma á lögreglustöð- ina til að sækja börnin sín. Lög- reglan í Hafnarfirði sagði nokkuð um að ekki hafi náðst í forráða- menn allra þeirra barna sem höfð bætti því við að mikill meirihluti Pakistana styddu árásirnar á Afganistan og að „öfgamenn" í Pakistan væru einungis að reyna að skapa hræðslu í landinu með mótmælum sínum gegn hernað- araðgerðunum. Hann lagði einnig áherslu á það að loftárásunum væri ekki beint gegn afgönsku þjóðinni heldur einungis gegn bækistöðvum hryðjuverka- manna. voru afskipti af. Nokkru magni af bjór og heimabrugguðu áfengi var helt niður. Svo virðist sem meira sé neytt af heimabruggi en undan- farið. í Reykjavík var í gangi sér- stakt útivistarátak. Það var unnið í samstarfi Félagsþjónustunnar í Reykjavík, ÍTR og lögreglunnar. ■ UNCLINCAR I MIÐBORCINNI Lögreglunni í Hafnarfirði bárust fjölmargar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum og áttu þar í hlut bæði unglingar og fullorðnir. Myndin er tekin úr safni og engin ástæða til að ætla að þeir unglingar sem á henni sjást hafi verið með óspektir. Musharraf ætlar að halda áfram samskiptum við talibana þrátt fyrir loftárásirnar, en Pakistan hefur lengi átt í stjórn- málasambandi við talibana og er eina landið sem viðurkennir lög- mæti stjórnar þeirra í landinu. ■ MUSHARRAF Musharraf á blaðamannafundinum sem haldinn var í Islamabad í Pakistan. BÍLSKÝLIÐ f BRÖNDUKVlSL Húseigandi í Bröndukvísl 22 byggði bílskýli án leyfis. Skýlið stenst auk þess ekki skilmála og skal því fjarlægjast þrátt fyrir að borgarráð hafi reynt að halda yfir því verndarhendi. Borgarráð hafði vafasöm afskipti Akvörðun borgarráðs um að halda hlífiskildi yfir skýli sem reist var ólöglega við Bröndukvísl hefur ekkert gildi og skýlið verður rífa, segir úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála. SKIPULACSMÁL Húseiganda í Bröndu- kvísl 22 hefur verið gert að fjar- lægja bflskýli sem hann reisti í óleyfi við hús sitt. Úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála segir að borgarráð, sem áður hafði sam- þykkt að halda hlífiskildi yfir skýl- inu gegn vilja skipulagsyfirvalda í borginni, hafi ekki haft til þess vald. Húseigandinn fékk leyfi til að reisa timburgirðingu árið 1991 en í stað hennar steypti hann tvo veggi við húsið og setti síðan létt þak yfir að húsinu. Tveir nágrannar hans kvörtuðu yfir skýlinu haustið 1992. Meðal athugasemda þeirra var að hægt var að aka að skýlinu að norð- anverðu, þar sem hús þeirra stan- da, þó aðeins sé gert ráð fyrir að- komu að húsi skýliseigandans að sunnanverðu. Eigandi Bröndukvíslar 22 sótti loks um leyfi fyrir skýlinu - og reyndar fleiri framkvæmdum sem hann hafði lagt í án leyfis - en bygg- ingamefnd komst að þeirri niður- stöðu í apríl 1999 að skýlið uppfyllti ekki skipulagsskilmála. Eigandinn skyldi því fjarlægja skýlið en við það sætti hann sig ekki og bað hann byggingarnefndina að endurskoða ákvörðun sína. Brá svo við í mars 2000 að allir nefndarmennirnir - nema formaðurinn Óskar Bergsson - sátu hjá þegar greidd voru at- kvæði um þá tillögu byggingarfull- trúa að gefa húseigandanum tíu daga lokafrest til að rífa skýlið. Eftir þetta leitaði eigandinn ásjár borgarráðs sem í apríl 2000 samþykkti að ekki væri „tilefni til að krefjast niðurrifs" á skýlinu enda yrði lokað fyrir aðkomu öku- tækja að norðanverðu. Formaður byggingarnefndar- innar brást hart við ákvörðun borg- arráðs og lét m.a. bóka á næsta fundi byggingarnefndarinnar að það yrði að „teljast nokkuð vafasöm skilaboð út í samfélagið að það sé árangursrík aðferð að byggja í óleyfi og virða að engu ákvarðanir byggingarnefndar sem teknar eru að vandlega yfirveguðu ráði,“ eins og segir í bókun Óskars Bergsson- ar. Nágrannarnir kærðu ákvörðun borgaráðs til úrskurðarnefndarinn- ar. Húseigandinn taldi þá ekki hafa lögvarða hagsmuni í málinu en byg- gja mál sitt á „annarlegum sjónar- miðum og markmiðum", Úrskurðanefndin segir að ákvörðun byggingarnefndarinnar sé rétt og standi enda hafi bor- garstjórn samþykkt hana. Borgar- ráð hafi ekki vald til að breyta samþykktum borgarstjórnar og ákvörðun ráðsins hafi því ekki gildi sem stjórnvaldsákvörðun. gar@frettabladid.is Reykjavík og Hafnarfjörður: Tugir drukkinna unglinga Flugfélagið Atlanta: Herflutn- ingar eru framundan fluc Verkefnastaða flugfélagsins Atlanta er slæm um þessar mund- ir, eins og fram kemur í fréttatil- kynningu félagsins. Meginorsök- ina, segir Hafþór Hafsteinsson forstjóri flugfélagsins, vera nið- urskurð í bókunum flugfélaga, vegna árásanna á Bandaríkin. Framundan eru þó verkefni fyrir breska varnarmálaráðuneytið um herflutninga. Atlanta mun þurfa að beita verulegum niðurskurði á næstunni því spænska flugfélagið Iberia hefur sagt upp samningi sínum við flugfélagið frá og með 1. nóvember næstkomandi. Um er að ræða tvær af fimm Boeing 747 vélum Atlanta, sem flugfélagið Iberia er með samning um. Vegna þessa mun um tvöhundruð manns verða sagt upp störfum, þar af um tuttugu íslendingum sem starfa í Madrid. Atlanta hefur krafið flug- félagið Iberia um fjárhagslegar bætur vegna riftunarinnar. Ekki er vitað að svo stöddu hversu háar bæturnar verða þar sem að flug- félögin eiga eftir að ganga að samningaborðinu. ■ BJÖRGUNARAÐGERÐIR Aðgerðum er stýrt úr björgunarskipinu Mayo og m.a. notast við risastóran pramma Byijað að lyfta Kúrsk af botninum: Fylgjast með geislun á hverjum klukkutíma moskvu.ap Starfsmenn hollensks fyrirtækis hófust í gær handa við að lyfta rússneska kjarnorkukaf- bátinum Kursk af botni Barents- hafs. 118 sjóliðar létust um borð í Kursk þegar báturinn sökk í kjöl- far sprengingar í ágúst 2000. Við björgunaraðgerðina er störfum hætt á klukkustundar- fresti til að fylgjast með hvort geislavirk efni leki úr flakinu. Gríðarstór prammi er notaður við björgunaraðgerðirnar. 26 stál- reipi hafa verið fest í flakið og verður það dregið til hafnar í Murmansk. Gangi allt að óskum kemur það þangað síðdegis á morgun. í kjölfar þess ætti að skýrast hvað gerðist um borð í kafbátnum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.