Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ 10. október 2001 MIÐVIKUDACUR HRAÐSOÐIÐ HAUKUR ÖRN BIRGISSON Varaformaður Heimdallar Oft hart tekist á HVERNIG er með ungt fólk, mætir mikið af ungu fóiki á landsfund Sjálfstæðis- flokksins? Já, þó nokkuð. Sjálfstæðisflokkurinn er byggður þannig upp að ungt fólk í flokknum tekur þátt á öllum stigum í stefnumótum hans. Félög ungra sjálf- stæðismanna tilnefna sína fulltrúa og Samband ungra sjálfstæðismanna sína. Sem dæmi má nefna þá eru full- trúar Heimdallar tæp 100 talsins. Því vmá segja að ungt fólk taki þátt í starfi Tandsfundar og við hvetjum sem fles- ta til að mæta. HVAÐ gerir ungt fólk á þessum fundi? Við leggjum mikla áherslu á málefna- vinnu og reynum að koma okkar sjón- armiðum á framfæri. Við höfum verið að yfirfara drögin að ályktununum og okkur sýnist ekki vanþörf á að breyta þar mörgu. Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur og þar þrífast mörg sjónarmið. Oft náum við árangri í Jjessari nefndarvinnu en stundum er ^kki hljómgrunnur fyrir því sem við leggjum tiL Oftast leggjum við niður vopn okkar að svo stöddu en stund- um, ef okkur finnst brýn ástæða til, þá fjölium við um málið í aðalsal fundarins og látum alla landsfundar- fulltrúa kjósa um okkar tillögur. HVERNIG vinnið þið þess á milli? Þá kynnum okkar mál, óháð starfi landsfundarins, fyrir öllum sjálfstæð- ismönnunum í sérstökum bás. Þar erum við með landsfundarblað okkar, sýnum afrakstur okkar á vefnum, frelsi.is, auk þess að kynnast og spjal- la við fólk á öllum aldri, aUs staðar að af landinu. Svo er haldinn fundur með •ungu fólki á föstudagskvöld og opið hús á eftir. Þetta er blanda af gamni og alvöru. Við leggjum hæfilega mikla áherslu á hvort tveggja. HVERT metur þú mikilvægi fundarins? Hann hefur æðsta vaid í málefnum flokksins. Þama er oft hart tekist á en menn sætta sig við þá niðurstöðu sem næst, enda er hún fengin með lýðræð- islegum hætti. Allir sitja við sama borð í þeim efnum hvort sem þeir eru þingmenn eða ungliðar í Heimdalli. Haukur Örn Birgisson er varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Hann er laganemi og ritstjóri Frelsi.is. 22 Eistland: Nýr forseti sver embættiseið tallin. ap. Arnold Riiútel sór emb- ættiseið í embætti forseta Eist- lands, sl. mánudag. Rúútel, sem er 73 ára og fyrrum meðlimur Kommúnistaflokksins, tekur við af hinum vinsæla Lennart Meri sem hefur verið forseti Eistlands síðan 1992. Kosningareglur komu í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram í þriðja skipti. Þrátt fyrir fortíð sína í eist- neska kommúnistaflokknum eru Eistar sammála um að Rúútel var ekki harðlínumaður og jafnvel andstæðingar hans viðurkenna að hann hafi tekið fullan þátt í bar- áttunni fyrir sjálfstæði Eistlands í upphafi tíunda áratugarins. Rúútel, sem hefur mikla reynslu af stjórnmálum, nýtur mikils stuðnings Eista í sveitum landsins. Hans sagði í ræðu sinni að hann myndi leggja áherslu á að berjast fyrir aðild Eistlands að Atlantshafsbandalaginu og Evr- ópusambandinu, eins og fyrirenn- ari hans. Hann sagði einnig að takast yrði á við vantraust sem íbúar landsins bæru til stjórnvalda og það bil sem væri að myndast á milli ríkra og fátækra í landinu. Meri hvatti Eistlendinga til að styðja við bakið á nýja forsetan- um en í kosningabaráttunni var- aði hann Eistlendinga við að kjósa fyrrum kommúnista til valda. Meri, sem var sjálfur aldrei með- limur flokksins, þykir vera mjög fágaður maður sem hefur heillað landsmenn með mælsku sinni. Rúútel er ekki eins mælskur en þykir hins vegar vera mjög vina- legur og fljótur að viðurkenna eigin galla en þeirra á meðal er skortur á enskukunnáttu. ■ ARNOLD RUUTEL Ætlar að hefja enskunám þan- nig að auðveldara verði fyrir hann að eiga samskipti við aðra þjóðarleiðtoga. I FRÉTTIR AF FÓLKI Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra var staddur á Park- en í Kaupmannahöfn á laugardag- inn, til að fylgjast með landsleik ís- lands og Danmerk- ur. Utanríkisráð- herrann hélt mót- töku í tengslum við landsleikinn. Hann vildi ekki tjá sig um frammi- stöðu leikmanna íslenska lands- liðsins, en var allskostar feginn að móttakan var haldin fyrir leikinn. Undanfarið hefur reynst erfitt að ná í stjórnendur hjá Borg- arverkfræðingi, en þar eru bæði skrifstofustjóri Borgarverkfræð- ins og borgarverkfræðingur sjálf- ur, fjarverandi. Stefán Hermans- son, borgarverkfræðingur er í veikindaleyfi. Búist er við því að Stefán mæti aftur til starfa í nóv- ember, en staðgengill hans er Ólafur Bjarnason, framkvæmda- stjóri áætlunarsviðs. Ágúst Jóns- son, skrifstofustjóri hjá Borgar- verkfræðingi er við nám í Frakk- landi og því í árs leyfi. í hans stað gegnir Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, lögfræðingur stöðu skrifstofu- stjóra. Ekki fylgir sögunni hvort viðkomandi aðilar eru í tvöföldu starfi, eða hvort að aðrir innan stofunarinnar hafi skipt um stöður tímabundið. Sjávarútvegsmálin hafa lengi verið bitbein manna á lands- fundum sjálfstæðismanna en ekki er von á miklum æfingum í þeim efnum á fundinum sem hefst á morg- un. í kjölfar niður- stöðu endurskoð- unarnefndarinnar á dögunum sló Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, enn sáttatóninn í sjávar- útvegsmálunum og ekki er búist við öðru en landsfundarkórinn taki undir og raddir þingmanna Vestfirðinga og annarra kvótaand- stæðinga verði hjáróma í andstöðu sinni. Af öðrum föstum landsfundarlið- um má sjálfsagt búast við um- ræðum og ályktun um málefni Rík- isútvarpsins. Fróðlegt verður að sjá þá niðurstöðu í ljósi breiðsíðunnar sem Halldór Blön- dal þingforseti beindi að Ríkisút- varpinu í þættin- um vikulokunum á Rás 1 síðastliðinn laugardag. Halldór átaldi niðurskurð svæðisbundnu stöðvanna og komst einhvern veg- inn að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að Sjónvarpið hefði sent út umræður um stefnuræðu forsætis- ráðherar hefði stofnunin brugðist þeim skyldum sem lög leggja henni á herðar að fjalla um málið. Skattalækkunaráform stjóm- valda settu mikinn svip á fjár- lagaumræðuna og fann Jón Bjarnason þeim margt til hnjóðs. Sagði meðaí annars að það að lækka tekjuskatt og hækka trygg- ingagjald skerti mjög stöðu fyrir- tækja á landsbyggðinni. Væm Hornsteinn ís- lenskrar menningar Formaður Félags tónlistarskólakennara segir kjör þeirra algerlega óviðunandi. Miklar líkur eru á verkfalli segir Sigrún Grendal Jó- hannesdóttir sem fyrir tveimur árum fékk nóg af launastöðu tónlist- arkennara og bauð sig því fram til formennsku félagsins. tónlist Fyrir sjö árum hóf Sig- rún Grendal Jóhannesdóttir störf sem tónlistarkennari. Hún hafði þá nýlokið einleikaraprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur en kennaraprófi lauk hún ári fyrr. „Ég komst fljótlega að því að þetta var erfið vinna sem krefst þess að auki að maður vinni mikla aukavinnu til að hægt sé að lifa af henni.“ Sigrún lét sér ekki nægja að kvarta yfir launum heldur ákvað hún að leg- gja launabaráttu tónlistarkenn- ara lið. „Ég var ekki sátt við þessa stöðu og bauð mig fram til formanns Félags tónlistarskóla- kennara." Nú tveimur árum síðar heyr- ist nafn Sigrúnar oft í fjölmiðl- um enda verkfall tónlistarkenn- ara yfirvofandi. í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu, sem 90% tón- listakennara tóku þátt í, sam- þykktu 96% verkfallsboðun verði ekki samið um laun sem tónlistarkennarar sætta sig við. „Við höfum dregist aftur úr í tveimur síðustu kjarasamning- um og niðurstaðan sýnir að tón- listarkennarar sætta sig ekki við það. Það er verið að lítilsvirða menntun og störf tónlistarkenn- ara með þessum tilboðum.“ Sigrún segist ekki hafa búist við því þegar hún hóf sitt tónlist- arnám í æsku að hún myndi enda í kjarabaráttu. „Mig dreymdi um að vera píanóleikari. Ég hóf mitt píanónám á Varmalandi en frá unglingsárum nam ég við Tón- listarskóla Reykjavíkur," segir Sigrún sem er alin upp á sveita- bæ í Mýrarsýslu, Krossnesi, þar sem foreldrar hennar búa enn. Hún kennir nú við Tónlistarskóla Kópavogs auk þess að starfa sem meðleikari og kórstjórnandi við ........ 11 U■ 1 . . 1 1 '1' ....1. SIGRÚN GRENDAL JÓHANNESDÓTTIR „Staðan var ágæt fyrir sex árum síðan en nú höfum við dregist verulega aftur úr," Sigrún segir Söngskólann Hjartans mál. Sigrún segist heldur svartsýn á að samið verði við kennara áður en verkfall skellur á síðar í mánuðinum. „Það er ekki útilok- að að við náum saman en ég er frekar svartsýn," segir Sigrún. „Foreldrar barna í tónlistarskól- um eru vitaskuld uggandi yfir þessari þróun því það mun raska dagskrá barna þeirra. Einnig er talsverð hætta á því að krakkar muni flosna upp úr námi. Ef það gerist mun það að sjálfsögðu hafa áhrif á rekstur skólana, það er kannski stefna sveitastjórnar- manna að það gerist?" Sigrún segir að léleg kjör undanfarin ár hafi haft þau áhrif að tónlistarnemendur í fram- haldsnámi hafi skilað sér illa til kennslu. „Þeir sem ljúka námi sækja eitthvert annað á meðan launin eru svona,“ segir Sigrún sem bendir á að störf tónlistar- kennara séu einn hornsteinn ís- lenskrar menningar og því þjóð- þrifamál að bæta starfskilyrði þeirra. sígridur@frettabladid.is áformin því illa unnin og ekki lík- legt til jákvæðra breytinga. Þessu tók fjármálaráðherra heldur illa. Fannst það þó lýsandi fyrir mál- flutning þingmannsins að hann væri búinn að dæma frumvarpið áður en hann liti það augum. T-wótt spennan í formannskosn- Jringu snúist um hvort Davíð fái öll atkvæðin eða bara næstum því öll er öðru að heilsa þegar kemur að vara- formannskjöri. i Talsverður hóp- ur ungra sjálf- stæðismanna er ! ósáttur við rekstur ríkis- sjóðs og sagan segir að þeir ætli að láta Geir H. Haarde finna fyrir óánægjunni í varaformanns- kosningum. „Ég er enn að reyna að ótta mig ó hverjum í fjölskyldunni Feitur líkist"

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.