Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN HRÆDDIR VIÐ ÓFRIÐINN. Tæplega 60% telja hættu á því að ófriðar- bálið í Afganistan muni teygja sig til Evrópu. Ótlastu að ófriðurinn í Afganistan muni teygja sig til Evrópu? Niðurstöður gærdagsíns i www.visir.is iá Nei Spurning dagsins í dag: Eiga riki og borg að hlaupa undir bagga með Leikfélagi íslands? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun I Ungur maður stal bifreið: Lögregla og eigandi fylgdust með löcreclumál Ungur maður tók sendibifreið traustataki meðan eig- andi bílsins sat inni í lögreglubif- reið vegna reglubundins eftirlits í fyrrinótt. Hafði lögregla stöðvað ökumanninn við gatnamót Skóla- vörðustígs og Bergstaðarstrætis. Horfðu lögreglumenn og ökumaður síðan á eftir bifreiðinni þegar þjóf- urinn ók af stað en eigandi hafði skilið lyklana eftir í bifreiðinni. Þjófurinn var eltur af lögreglunni og í eltingarleiknum ók þjófurinn utan í tvær bifreiðar neðst á Skóla- vörðustíg og á þá þriðju við Skóla- brú. Maðurinn náðist þegar hann keyrði á umferðarljós á Lækjargötu og skemmdist bifreiðin nokkuð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn var undir áhrifum áfengis en hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Eigandi sendibif- reiðarinnar reyndist hins vegar allsgáður. ■ DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra sagði að Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hefði sérstakan hug á að rétta hlut geðsjúkra í heilbrigðískerfinu. Vilji ríkisstjórnar áréttaður: Vilja hjálpa geðsjúkum almnci Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, ítrekaði í fyrirspurna- tíma þingsins vilja ríkisstjórnar- innar og heilbrigðisráðherra til að rétta hlut geðsjúkra. Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, spurðist fyrir um boðað átak stjórnarinnar í málum geðsjúkra sem forsætisráðherra talaði um í stefnuræðu sinni. Hún ítrekaði að orð hans hafi vakið miklar væntingar um úrbætur jafnt hjá geðsjúkum, aðstandend- um þeirra og heilbrigðisstarfsfólki, en ástandið væri mjög slæmt. „50 til 60 og jafnvel 100 geðfatlaðir eru heimilislausir og margir bíða eftir húsnæði [...] og það er engin eftir- fylgni með þeim sem útskrifast af stofnunum og því meiri hætta á að fólk veikist fljótt aftur,“ sagði hún. Forsætisráðherra sagði að heil- brigðisráðherra hafi lagt áherslu á að talað yrði um málaflokkinn í stefnuræðu og áréttaði að horft væri til þátta í heilbrigðisáætlun til 10 ára. „Við erum að leggja áherslu á að setja þennan flokk í ákveðinn forgang innan heilbrigðismála- flokksins. Þess mun síðan sjást merki hér í meðförum þingsins þegar að því kemur,“ sagði forsæt- sráðherra. ■ 2 10. október 2001 MIÐVIKUDAGUR Múslimar mótmæla við sendiráð í Indónesíu: | LÖGREGLUFRÉTTIR 1 Hvöttu til heilags stríðs gegn Bandaríkjunum JAKARTA.INDÓNES1U.AP Lögreglan í Indónesíu skaut aðvörunarskot- um og kastaði táragssprengjum að hundruðum meðlima róttækr- ar múlslimahreyfingar sem höfðu uppi áköf mótmæli fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Jakarta í gær. Dreifðu þeir m.a. bréfsneplum þar sem hvatt var til heilags stríðs gegn Bandaríkj- unum. Brunaslanga var einnig notuð til að halda aftur af múgn- um og voru mótmælendur lamdir með kylfum. Tveir lögreglu- menn, fréttaljósmyndari og þónokkrir mótmælendur slösuð- ust í átökunum, sem hófust þegar múgurinn reyndi að rífa niður vírgirðingu fyrir framan sendi- ráðið. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Indónesíu allt frá því hryðjuverkaárásin átti sér stað á Bandaríkin fyrir tæpum mánuði síðan, en landið er fjölmennasta múslimaríkið í heiminum. Ríkis- stjórn landins hefur hingað til lýst yfir stuðningi við hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Afganistan. ■ Þak fauk af vinnuskúr við Blá- sali í Kópavogi um klukkan hálfsex í gærmorgun. Hafði lög- reglan í Kópavogi samband við eiganda skúrsins sem gerði við- eigandi ráðstafanir. —.4---- Aflífa þurfti hross eftir að ekið hafði verið á það á Skeiðar- vegi um miðnætti í fyrrinótt. Bíll- inn skemmdist en engin meiddist. •—♦— Arekstur varð á Hringbraut við Laufásveg í Reykjavík um fjögurleytið í fyrradag. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysa- deild en hann kenndi eymsla í hálsi og baki. Bílarnir skemmdust ekki mikið. MÚGUR Æstur múgurinn reynir að rífa niður vírgirð- ingu sem komið hefur verið fyrir fyrir fram- an sendiráðið í Jakarta. FORYSTA ASf Telur að boðaðar aðgerðir stjórnvfalda í skattamálum leiði til minni umsvifa, samdráttar í viðskiptum og kjaraskerðingu fyrir launafólk. Atvinnulífið áttar sig ekki á ASÍ Samtök atvinnulífsins ætla að ræða við ASI um skattatillögur stjórn- valda. Erfitt að átta sig á áhrifum þess á verðlag 2003. Aukin verðbólga og samningar í uppnámi verkalýðsmál Ari Edwald fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins segist ekki átta sig á þeirri afstöðu miðstjómar ASÍ að tillög- ur ríkisstjórnar í skattamálum setji kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í uppnám. Hann segir að þessar áformuðu breyt- ingar í heild sinni séu líklegar til að auðvelda fyrirtækjum til að standa undir frekari verðmæta- sköpun og lífskjarabótum. Það sé aftur á móti erfitt að átta sig á samanlögðum áhrifum þessara breytinga á verðlag þegar þær taka gildi árið 2003, eða eftir tvö ár. Hann vonast hins vegar til að þess að þeir og fulltrúar ASÍ geti á næstu dögum farið sameiginlega yfir þessar tillögur stjórnvalda. Hörð gagnrýni kom fram á fundi miðstjórnar ASÍ í fyrradag á tillögur stjórnvalda í skatta- málum. Miðstjórnin telur að þær gangi þvert á kröfur verkalýðshreyfingar um aðgerðir sem leitt geta til lækkun verðbólgu og því vandséð hvernig hægt verði að koma í veg fyrir uppsögn á launalið samninga í byrj- un næsta árs. Að þeirra mati eru það einkum fjár- mála- og tryggingafyrir- tæki sem munu njóta góðs af þessum skattabreyting- um stjórnvalda. Þá hefur það líka farið illa í forystu- menn sambandsins að ríkis- stjórnin skyldi ekki hafa rætt þessi mál við þá áður en hún til- kynnti þessi áform sín. Halldór Björnsson varaforseti ASÍ gerir ráð fyrir að þessar tillögur muni ARI EDWALD Hann segir skattabreyting- arnar auðvelda fyrirtækjum að standa undir frekari verð- mætasköpun. setja mikinn svip sinn á árs- fund Starfsgreinasam- bandsins sem haldinn verð- ur í næstu viku. Eftir að hafa farið yfir tillögur stjórnvalda telur miðstjórn ASÍ að hækkun tryggingagjaldsins muni fara beint út í verðlagið, auka verðbólgu og leiða þannig til 0,30-0,35% kaup- máttarskerðingar fyrir al- menning í landinu. Þá sé ríkisstjórnin með boðuðum aðgerðum sínum að þrengja mjög að möguleikum verkafólks til að ná til baka framkomnum kjaraskerðingum vegna þeirrar hækkunar sem tryggingagjaldið hefur á launa- kostnað fyrirtækja. grh@frettabladid.ís Framkvæmdaáform á vegaáætlun: Ekki gert ráð fyrir Smáralind alþinci Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra, segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir áhrifum Smáralindar við gerð vegaáætlun- ar. Þetta kom fram í svari hans á þingi á mánudag þegar Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Sam- fylkingar, gerði umferðarþunga við Smáralind að umræðuefni og spurði um viðhorf samgönguráð- herra til breyttrar forgangsröðun- ar í vegaframkvæmdum. Sturla sagðist þó ekki búast við að ágreiningur yrði um vegafram- kvæmdir vegna Smáralindar. „Það er alveg ljóst að [...] bygging verslunarmiðstöðvar þarna í Kópavogi hefur feiknalega mikil skipulagsleg áhrif, áhrif á gerð umferðarmannvirkja sem við sáum ekki fyrir þegar verið var að undirbúa framkvæmdaáform vegaáætlunar," sagði hann og áréttaði að leitast yrði við að finna sem fyrst lausnir til úrbóta og sem jafnframt væru nauðsynleg- ar til frambúðar. f máli Rannveig- ar kom fram að búist væri við 50 til 200 þúsund gestum í dag og næstu daga. „Forsvarsmenn Smáralindar búast við 5 milljón heimsókna á ári, eða hátt í 100 þúsund komum á viku,“ sagði hún. ■ STURLA BÖÐVARSSON Samgönguráðherra sagði að gott samstarf hafi verið við bæjaryfirvöld í Kópavogi um framkvæmdir vegna tenginga inn á Smára- svæðið af Reykjanesbraut. Fiskveiðar: Gengið sinn vanagang sjávarútvecur „Þetta hefur gengið sinn vanagang", segir Elfar Aðal- steinsson forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar um veiðar og vinnslu hjá fyrirtækinu. „Það hefur verið mjög góð rækjuveiði undanfarið. Það hefur verið að veiðast stór og mikil rækja úti í Héraðsflóa." „Kolmunnaveiðin datt niður í viku en það virðist vera sem hún sé að koma aftur upp. Þetta lítur ágætlega út og vinnslan rúllar sinn vanagang." Hraðfrystihús Eski- fjarðar hefur ekki kvóta í sumar- gotssfldinni og segir Elfar að mest- ur kraftur hafi því farið í kolmunnaveiðar. „Við erum að vinna það allt í mjöl og lýsi. Verðin hafa haldist ágætlega. Þau hafa hækkað nokkuð mikið frá í fyrra og haldist nokkuð vel í sumar.“ Að undanförnu hafa verið að fást um 440 pund fyrir tonnið af fiskmjöli sem unnið er úr kolmunnanum. Það er um þriðjungs hækkun frá síðasta ári. ■ Flugfarþegi: Braust inn í flug- stjórnarklefa CHICACO.AP Tvær herflugvélar fyl- gdu farþegaflugvél American Airlines-flugfélagsins áleiðis til Chicago í gærmorgun eftir að flugfarþegi um borð braust inn í flugstjórnarklefa vélarinnar. Mik- il skelfing greip um sig í kjölfarið á meðal farþega vélarinnar og var óttast að um flugrán væri að ræða. Maðurinn var yfirbugaður af tveimur flugmönnum og nokkrum farþegum vélarinnar. Enginn slasaðist, en maðurinn er í haldi lögreglunnar og verður hann ákærður fyrir að trufla áhafnarmeðlimi flugvélarinnar við störf sín. Maðurinn, sem er bandarískur, er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. ■ 1 INNLENT Umferðaröryggi var til umræðu á þingi fyrr í vikunni þegar Kol- brún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurðist fyrir um breytingar á fyrirkomulegi öku- prófa. Sólveig Pétursdóttir, dóms- málaráðherra, upplýsti að stefnt væri að því að bjóða út fram- kvæmd ökuprófa en gerð þeirra yrði áfram í höndum Umferðar- ráðs. Hún gerði ekki ráð fyrir breytingum á starfsmannahaldi og að þeir sem prófuðu ökumenn í dag gætu jafnvel tekið yfir þjón- ustuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.