Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 10. október 2001 MIÐVIKUDACUR Breski blaðamaðurinn laus daginn eftir árásirnar: Var í hungurverkfalli hjá talibönum YVONNE RIDLEY Myndin er tekin þegar hún var nýkomin til Pakistans á mánudagskvöld, en hún er vænt- anleg heim til Bretlands innan fárra daga. 1 löcreclufréttirT Bifreið, sem var að koma ofan af Hvanneyri, fauk út af veginum í Árdal um hálftíuleytið í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi urðu engin slys á fólki. árnplötur losnuðu af þaki íbúð- arhúss í Njarðvík í fyrrinótt. Kalla þurfti til aðstoðar björgun- arsveitarinnar þar sem eigandi hússins var ekki á staðnum. Lögreglan í Borgarnesi stóð rjúpnaskyttu að ólöglegum veiðum á Holtavöruheiði á sunnu- dag. Veiðin var gerð upptæk og að sögn lögreglunnar á maðurinn yfir höfði sér ákæru og sennilegt að byssan verði gerð upptæk. LONPON. ap Breska blaðakonan Yvonne Ridley, sem talibanarnir í Afganistan létu lausa úr haldi að- faranótt mánudags, lýsti reynslu sinni af veru sinni í Afganistan í bresku dagblaði í gær. Hún sagðist hafa neitað að borða eftir að henni hafði verið neitað um aðgang að síma. „Hung- urverkfall var eina vopnið sem ég hafði yfir að ráða. Ég hélt ég myndi deyja. Ég var virkilega hrædd,“ skrifaði hún í Daily Ex- press, sem er gefið út í nánum tengslum við Sunday Express, vikublaðið sem Ridley starfar hjá. Hún var handtekin þann 28. september fyrir að hafa farið með ólöglegum hætti inn í landið. Þá hafði hún verið í Afganistan í tvo daga. Hún var látin laus eftir tíu daga fangelsisvist, daginn eftir að loftárásir Breta og Bandaríkjanna á Afganistan hófust. „Þegar árásirnar á Kabúl hófust um nóttina lá ég í rúminu og það var eins og verið væri að skjóta flugeldum ... Ég gat séð allt greini- lega, þegar sprengjurnar flugu upp á himininn með reykstrik á eftir sér og sprengingarnar,“ sagði hún. „Ég viðurkenni að ég fór inn í landið án þess að vera með vega- bréfsáritun," segir hún. „Þetta var ekki heimskulega gert, ég var að reyna að komast að því hvað Af- gönum finnst um ástandið. ■ Loftárásir á Afganistan Fjórir starfsmenn SÞ féllu Undirbúa leit að ristilkrabbameini Innan hálfs mánaðar stendur til að skila niðurstöðum um vænleika þess að leita skipulega að ristilkrabbameini hér á landi. Nefnd á vegum land- læknisembættisins hefur verið að skoða málið. ÁSGEIR THEÓDÓRS Ásgeir segir að ristilkrabbameinleit myndi beinast að báðum kynjum, en núna er einungis leitað skipulega að brjósta- og leghálskrabbameini í konum. ISLAMABAD, PAKISTAN, AP Yfirmað- ur starfsemi SÞ í Áfganistan fór í gær fram á það að allt verði gert til að vernda saklausa borg- ara í loftárásunum á Afganistan, eftir að fréttir bárust af því að fjórir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi látist þegar bandarískt flugskeyti féll í fyrr- inótt á byggingu SÞ nálægt Kab- úl, höfuðborg Afganistans. Mennirnir störfuðu við að fjarlægja jarðsprengjur úr jörðu, og unnu hjá sjálfstæðri stofnun sem starfar með Sam- einuðu þjóðunum. Skrifstofur stofnunarinnar voru í þorpi, sem er skammt austan við Kabúl. Byggingin gereyðilagðist. Stefanie Bunker, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Pakistan, sagði mennina hafa látist sam- stundis. „Ekki hefur enn tekist að ná pörtum af líkamsleifum þeirra út úr rústum byggingar- innar," sagði hún. Mennirnir fjórir eru þeir fyrstu, sem óháð- ir aðilar staðfesta að hafi látist af völdum loftárásanna. „Fólk verður að gera greinar- mun á hermönnum og saklaus- um borgurum sem ekki bera vopn,“ sagði Bunker. ■ |lögreclufréttir| Tveir erlendir menn sem hand- teknir voru og ákærðir fyrir fjársvik hér á landi fyrir á aðra milljón króna með stolnum og fölsuðum greiðslukortum hafa verið dæmdir til skilorðsbundinn- ar fangelsisvistar. Mennirnir sem voru með fölsuð frönsk vegabréf og sögðust vera fæddir í Kamer- ún eru farnir af landi brott. HEILBRIGÐISMÁL Nefnd á vegum landlæknisembættisins skilar á dögum niðurstöðum um vænleika þess að taka upp skipulega leit að ristilkrabbameini. Ásgeir Theó- dórs, læknir, er formaður nefnd- arinnar. „Við erum rétt að ljúka störfum og leggjum fram tillögur um hvort og hvernig við á að framkvæma slíka leit,“ sagði hann en tiltók að ekki væri hægt að upplýsa um niðurstöður strax. „Það er í mörg horn að líta og þótt nefndin sé einhuga eiga ýmsir eft- ir að segja álit sitt á málinu og lík- legt að þetta eigi eftir að taka ein- hverjum breytingum. Ásgeir segir mikinn áhuga fyrir málinu. „Nýjustu rannsóknir sýna að það er vel þess virði að fara í einhvers konar leit. Þetta er þriðja algengasta krabbameinið meðal Is- lendinga af báðum kynjum. Senni- lega er þetta líka önnur til þriðja dánarorsökin í krabbameinum talið, þannig að þetta er stórt vandamál í okkar þjóðfélagi og við höfum svo sem ekki mikið verið að gera í málinu ennþá,“ sagði hann. Ásgeir segir almennt ekki leitað skipulega að ristilkrabba hjá öðr- um þjóðum. „Sl. 2 ár hafa sérfræð- ingar engu að síður verið að leggja til við heilbrigðisyfirvöld í ýmsum löndum að fara út í einhvers konar leit eða skimun. Þetta verður með einhverjum hætti gert á næstu árum í ýmsum löndum. T.a.m. ligg- ur tillaga fyrir franska þinginu, Danir er áhugasamir um þessi mál og eru að vinna í þeim. Þá skilst mér að Pólverjar og ítalir séu farn- ir að leita skipulega með einhverj- um hætti.“ Niðurstöður rannsókna sem birst hafa sl. 2 til 3 ár segir Ásgeir að leiði í ljós að við leit muni klárlega fækka dauðsföllum af völdum ristilkrabba, en nýgengi sjúkdómsins sé vaxandi í hinum vestræna heimi. „Ristilkrabba- mein hefur forstig, þannig að það má finna á byrjunarstigi og lækna það,“ sagði hann. oli@frettabladid.is Hárgreiðslustofan Rauðhetta og úlfurinn leitar að skemmtilegu og hressu fólki í vinnu á spennandi vinnustað. Laus er staða f/rir meistara eða svein. Einnig vantar okkur umburðalynda og glaða manneskju í móttöku. Nánari upplýsingar fást í síma 511 4004 eða á rauðhetta@rauðhetta.is RAUÐHETTA $ ÚLFURINN LAUGAVEGUR 7 • 511 4004 (jgjk\ Menntaskólinn við Hamrahiíð Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Umsóknir um skólavist á vorönn 2002 Tekið verður við umsóknum um skólavist á vorönn 2002 frá 16. október 2001. Umsóknum má skila á skrifstofu skólans eða senda í pósti. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 8.30 og 15.30. Sími 595 5200, netfang mh@mh.is. Umsóknum skal fylgja afrit af grunnskólaprófsskírteini og upplýsingar um nám að loknum grunnskóla. Gott er að bréf með nánari upplýsingum fylgi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. Almennar upplýsingar um skólann og viðmiðunarreglur vegna innritunar nýrra nemenda má finna á heimasíðu skólans http://www.mh.is. Rektor. ÁRNI FINN5SON FRAMKVÆMDA- STJÓRI NÁTT- ÚRUVERNDAR- SAMTAKA (S- LANDS Samtökin vilja að ávallt eigi að nýta bestu fáanlegu tækni til mengun- arvama. N áttúruverndarsamtök Islands: Kæra til ráðherra reyðarál Náttúruverndarsamtök ís- lands hafa sent umhverfisráðherra stjórnsýslukæru vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 31. ágúst sl. um matskýrslu Reyðaráls. Kæran beinist aðallega að því að Norsk Hydro verði gert skylt að leggja fram nauðsynleg gögn til þess að Hollustuvernd rík- isins geti metið hvort sú tækni sem nýtt er í raf- skautaverksmiðju Norsk Hydro í Sunndal í Noregi sé betri eða verri kostur en sá sem fyrirhugað er að nýta í Reyðarfirði. Samtökin telja að margt bendi til þess að tæknin sem notuð er í Sunndal valdi minni mengun en sú sem ætlunin sé að nota í Reyðarfirði. í kærunni krefjast samtökin að umhverfisráðherra veiti aðeins tímabundið leyfi til starfrækslu kol- arafskautaverksmiðju. Það leyfi gildi einungis þar til sýnt verður að Norsk Hydro eða aðrir stórir álf- ramleiðendur muni endurnýja vinnslurásir með nýjum gerðum rafskauta sem valda engri eða margfalt minni losun gróðurhúsa- lofttegunda og PAH-mengun. ■ Meirihlutinn í Kópavogi: Ovissa með fasteignagjöld SVEITASTJÓRNIR Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks telur ekki tímabært að lýsa því yfir að hækkun fast- eignamats leiði ekki til að heild- arálögur vegna fasteigna á Kópavogsbúa hækki. Minnhluti Kópavogslista hafði sett fram tillögu þessa efnis í bæjarráði S™R en fulltrúar Bæjarstjóri og aðrir meirihlutaflokk- fulltrúar meirihlut- anna vilja að ans í Kópavogi vilja ákvörðun um ekki breyta álagn- álagningu fast- ingu fasteignaglada eignagjalda að óathuguðu máli verði tekin yið gerð fjárhagsáætlunar 2002. Þeir segja upplýsingar um áætlaðar tekjur og gjöld Kópavogsbæjar 2002 skilyrði fyrir raunhæfri ákvarðanatöku um álagningu gjalda næsta árs. Meirihlutinn telur einnig að kanna þurfi áhrif af skattalækkanatillögum ríkis- stjórnarinnar áður en álagning- arprósenta fasteignagjaldanna er endurskoðuð. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.