Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Þjálfaramál Man. Utd.: Eriksson efstur á lista KNflTTSPYRNfl Sven Göran Eriksson er efstur á lista hjá Manchester United sem líklegur arftaki Alex Fergusonar sem hættir eftir þetta tímabil. Eriksson hefur við- urkennt að hann sakni hins dag- lega amsturs sem fylgir því að vera við stjórn hjá félagsliði. Knattspyrnusamband Eng- lands (FA) segir hinsvegar að Eriksson fari hvergi, hann þurfi að klára samninginn sem hann hafi gert við landsliðið og muni fylgja því á Heimsmeistaramótið í Suður Kóreu og Japan á næsta ári. „Eriksson er með samning við okkur til ársins 2006 og við sjáum ekki afhverju hann ætti ekki að klára samninginn,“ sagði tals- maður FA. „Hann er hluti af framtíðará- ætlunum okkar, og hann hefur trú á því, líkt og við, að hann muni vera með okkur allan tím- ann.“ Peter Kenyon, stjórnarfor- maður Man. Utd. hefur staðfest að félagið hafi gert lista yfír hugsanlega arftaka en segir að félagið muni ekki byrja að vinna í þjálfaramálum fyrr en á næsta ári. Martin O'Neil hjá Celtic, Lous Van Gaal landsliðsþjálfari Hollands, Fabio Capello hjá AS Roma og Ottmar Hitzfeld hjá SVEN GÖRAN ERIKSSON Hefur staðið sig frábærlega með enska landsliðinu og kom liðinu í lokakeppni HM. Bayern Munchen eru meðal þeir- ra sem nefndir hafa verið til sög- unnar. ■ Sunderland vill Sinclair: Stefnir á landsliðssæti KNflTTSPYRNA Trevor Sinclair hefur farið fram á að vera settur á sölulista hjá West Ham og er talið að Sunderland hafi mikinn áhuga á að kaupa hann. Forráðamenn West Ham virðast ekki alveg tilbúnir að láta hann fara frá fé- laginu, því þeir hafa ekki enn veitt honum leyfi til að ræða við önnur félög. Ef Sunderland hyggst kaupa þennan fyrrum leikmann Blackpool og QPR er talið að liðið verði að reiða fram 7 milljónir punda. „Þetta er eitthvað sem ég vil LANDSLIÐS- MAÐUR? Trevor Sinclair telur sig eiga fullt erindi i enska lands- liðið. leikur Ham. | gera fyrir sjálfan mig,“ sagði Sinclair. „Metnaður minn til að fá að leika á vinstri kantinum með landsliðinu á stóran þátt í þessari ákvörðun.“ Sinclair telur sig eiga fullt erindi í enska lands- liðið, sem hefur verið í miklum vandræðum með vinstri kantstöðuna, en Nicky Barmby lék þar gegn Grikkjum og átti lé- legan leik. Sinclair telur möguleika sína á lands- liðssæti meiri ef hann með öðru liði en West sigraði Oscar De La Hoya: Aftur á æskuslóðir Steven Gerrard: Tekur Owen sér til fyrir- myndar KNATTSPYRNA Steven Gerrard, enski landsliðsmaðurinn, segir það hafa verið barnalegt af sér að sitja að drykkju langt fram eftir nóttu stuttu fyrir landsleikinn gegn Grikkjum. Gerrard bað Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálf- ara, afsökunar á háttemi sínu og segist ætla að taka Michael Owen, samherja sinn hjá Liverpool, og David Beckham, landsliðsfyrir- liða, sér til fyrirmyndar. Gerrard hefur átt hvern stór- leikinn af fætur öðrum með lands- liðinu en hann náði sér ekki á strik gegn Grikkjum á laugardag. „Þegar við vorum 2-1 undir hélt ég að þessi vonda vika ætlaði að snúast upp í martröð," sagði Gerrard. „Sem betur fer fór allt vel en ef ég á að vera hreinskilinn finnst mér ég ekki hafa gert neitt rangt. Ég fór út að borða með kærustunni minni og vinum en ég var ekki fullur. Tímasetningin var kannski ekki sú besta en það eina sem ég var sekur um var að vera barnalegur." ■ San Francisco Giants: Bonds sló met McGwire HflFNABOLTi Barry Bonds, leikmað- ur bandaríska hafnaboltaliðsins San Francisco Giants, hefur slegið þriggja ára gamalt met Mark McGwire en á sunnudaginn náði hann sínu 73 heimahafnarhlaupi í síðasta leik liðsins gegn Los Angeles Dodgers á heima- velli. Giants unnu leikinn 2-1. Gamla metið var 70 og þegar það var sett árið 1998 var það talið ósláanlegt. ,T>að er frábært að ljúka tímabilinu með heima- hafnarhlaupi og sigri,“ sagði Bonds. „Það ekki hægt að biðja um neitt meira. Ég bjóst aldrei við að ég gæti þetta.“ ■ NÚMER 73 Sjötugasta og þriðja heima- hafnarhlaup Bonds var gegn Los Angeles Dodgers á sunnudaginn. STEVEN GERRARD Hefur átt hvern stórleikinn af fætur öðrum fyrir enska landsliðið. hnefaleikar Oscar De La Hoya snýr aftur í hringinn og berst við Rússann Roman Karmazin í Las Vegas, þar sem hann vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil sinn, þann 8. desember n.k. „Ég er spenntur fyrir endur- komu minni á æskuslóðirnar og að berjast við Karmazin sem er efstur á áskorendalista WBC,“ sagði heimsmeistarinn í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér. Oscar De La Hoya er einn af þremur hnefaleikaköppum sem hefur unnið heimsmeistaratitil- inn í fimm flokkum, hinir eru Sugar Ray Leonard og Thomas Hearns. ■ FIMMTI TITILLINN Oscar De La Hoya vann WBC heimsmeistaratitilinn í milliþungavigt þegar hann Javier Casteillejo frá Spáni í Las Vegas þann 23. júni. Intersport stærsta sportvörukeðja heims opnar aðra verslun á íslandi í Smáralind 10.10. kl.10:10 Nú eru verslanir Intersport orðnar fleiri en 4700 viðsvegar um heiminn og erum við stolt af því að hafa tvær verslanir hér á landi, við Bíldshöfðann og í Smáralindinni. vvv) vvw vw\ vvvvv vvvv Jvvvvv Ivvvvvv vvý íáM/ Þín frístund - Okkar fag VINTERSPORT Bíldshöfða • Smáralind • www.intersport.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.