Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 10. október 2001 MIÐVIKUDAGUR Ellilífeyrisþegi dæmdur: Olli banaslysi á Akureyri dómsmál Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt 72 ára karlmann til fimm mánuða öku- leyfissviptingar og 45 daga skil- orðsbundins fangelsis fyrir að hafa með ógætilegum akstri valdið banaslysi. Dómurinn komst að því að maðurinn hefði ekki sýnt nægi- lega aðgæslu þegar hann beygði bifreið sinni af Drottningarbraut á Akureyri vestur Þórunnarstræti og í veg fyrir aðra bifreið. Öku- maður hinnar bifreiðarinnar hlaut mikla áverka á brjóstkassa, maga og mjöðm auk höfuðáverka og lést skömmu síðar. ■ Mislæg gatnamót formlega opnuð: 50 þúsund bifreið- ar á sólarhring samcöncur Mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar voru form- lega opnuð á mánudag. Telja má víst að gatnamótin auðveldi mjög alla umferð en áætlað er að nú fari í kringum 50 þúsund bifreiðar um gatnamótin á hverjum sóla- hring og að þeim fjölgi í 100 þús- und fyrir 2030. Umferð verður nú hindrunar- laus um Reykjanesbraut við gatnamótin en Breiðholtsbraut og Nýbýlavegur tengjast á brú yfir Reykjanesbraut. Á brúnni eru ljósastýrð gatnamót. Fjórar að- og fráreinar tengja brúna og Reykja- nesbraut. Þá er á gatnamótunum brú yfir Álfabakka, sem verður framlengd til suðurs. Verkið var fyrst boðið út í desember 2000 og tilboð opnuð 22. janúar 2001. Framkvæmdartími miðaðist við að umferð yrði komið á gatnamót- in í september og öllum vega- framkvæmdum lokið í október. Öllum framkvæmdum verður að fullu lokið 1. júlí 2002. ■ MISLÆG GATNAMÓT FORMLEGA OPNUÐ Umferð á mótum Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar er mjög mikil. Gerð gatnamótanna er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, opnuðu gatnamótin formlega á mánudag. Þýskur sagnfræðingur: Segir Hitler hafa verið homma SflCNFRÆÐi Þýskur sagnfræðingur, Lothar Machtan, heldur því fram í nýrri bók sinni að Adolf Hitler hafi verið samkynhneigður og hafi gengið svo langt að láta myrða menn til að koma í veg fyrir að það yrði gert op- inbert. í bók sinni, sem gefin var út á mánudag, vísar Machtan til lög- regluskýrslna og endurminninga samferðamanna Hitlers. „Að nætur- lagi lá Hitler með Schmidl, karlhór- unni sinni“, hefur Machtan eftir ein- um þeirra sem gegndu herþjónustu með Hitler í fyrri heimsstyrjöld en sá segir að Hitler og Ernst „Schmidl" Schmidt hafi verið „óað- skiljanlegir elskendur" um fimm ára skeið. í lögregluskýrslum sem Machtan hefur skoðað kemur fram að lögreglan hafi haft eftirlit með Hitler um skeið vegna gruns um að hann legði lag sitt við karlmenn. Þrátt fyrir þetta ofsóttu nasistar samkynhneigða í valdatíð Hitlers og segir Machtan að það hafi verið til að vekja ekki grunsemdir um kyn- hneigð Hitlers. Meðal þeirra sem Hitler á að hafa fyrirskipað morð á vegna ótta um að upp um hann kæmist var Ernst Röhm yfirmaður SA-sveitanna. ■ ADOLF HITLER Nú eru komnar fram staðhæfing- ar um að hann hafi verið sam- kynhneigður. --♦-- Utgerð og fiskvinnsla: Fjárhagslegur aðskilnaður SJÁVflRÚTVECUR „Ég vil koma á skyn- samlegra og heiðarlegra viðskipta- kerfi í sjávarútvegi. Ég tel að það eigi að vera algjörlega fjárhagsleg- ur aðskilnaður á milli veiðanna annars vegar og vinnslunnar hins vegar. Þannig yrðu þetta ævinlega tvö fyrirtæki, annað fyrirtækið gerir út og hitt vinnur fiskinn," segir Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins. Hann hefur lagt fram þingsályktunartil- lögu þess efnis að fjárhagur fyrir- tækja, sem bæði stunda útgerð og fiskvinnslu, verði aðskilinn. Guðjón segir þetta ekkert úti- loka það að fiskvinnslur kaupi afla af útgerðum sem eru í eigu sama aðila. Þetta gerir kerfið hins vegar gegnsærra, en nú eru alls konar undirboð og hliðarfærslur sem enginn sér. í framtíðinni muni þetta líka leiða til þess að meiri afli fari á markað þó það sé ekki sér- staklega lagt til í ályktuninni. „Ég tel að þarna sé verið að taka upp það form sem er eðlilegt sam- kvæmt okkar samkeppnislögum og aðild að Evrópska efnahagssvæð- inu. Verið er að leggja til nútíma- lega viðskiptahætti sem ekki eru viðhafðir nú í sjávarútvegi. Það er alveg hægt að fullyrða það,“ segir Guðjón. ■ Lokun yfírvofandi ef ekki semst við ríki og borg Leikfélag Islands er nú í kröggum. Viðræður standa yfir milli forráðamanna leikhússins og full- trúa ríkis og borgar. Að sögn leikhússtjóra verður leikhúsinu lokað, jafnvel á næstu vikum, ef ekki kemur til stuðningur við reksturinn frá þessum aðilum. leikhús Aðstandendur Leikfélags íslands hafa haldið úti leikhús- starfsemi í sjö ár. í kjölfar þess var hafin vinna við að endurfjár- magna reksturinn. Ríki og borg hafa stutt rekstur leikfélagsins gegnum tíðina en sá stuðningur hefur alltaf verið lítið hlutfall af veltu félagsins. Félagið hefur ein- nig leigulaus afnot af Iðnó sem er í eigu Reykjavíkurborgar. „Það hefur verið mjög erfitt hjá okkur fjárhagslega að undanförnu, sér- staklega vegna þess að atvinnulíf- ið, sem hefur stutt okkur mjög dyggi- lega þau sjö ár sem við höfum starfað, hefur ekki verið jafnaflögu- fært og áður og stuðningur þaðan hefur dregist verulega saman. Endurfjármögn- unin sem átti að ljúka í sumar gekk heldur ekki sem skyldi, lík- lega vegna bágs efnahagsá- stands," segir Magnús Geir Þórð- arson leikhússtjóri. Því standa nú yfir viðræður við menntamála- ráðuneytið og Reykjavíkurborg um samstarfssamning til fimm ára. Sá samningur er, að sögn Magnúsar Geirs, forsenda þess að félagið geti haldið leikhúsrekstri áfram. „Við erum að tala um 10 til 20 milljón króna framlag á ári frá hvorum aðila.“ Undanfarna mánuði hafa starf- að 18 fastráðnir starfsmenn hjá Leikfélagi íslands, en lausráðnir starfsmenn eru 60 til 70 að jafnaði hvern mánuð. „Við vonumst til að þessum samningum ljúki á já- kvæðan hátt og þannig verði skap- aðar forsendur fyrir áframhald- „Mér finnst að það eigi að styrkja Þjóð- leikhús og Borgarleikhús kröftuglega, hins vegar verður að vera pláss fyrir aðra líka." MIKIL UMSVIF Leikfélag (slands er með starfsemi á tveimur sviðum (Iðnó og í Loftkastalanum. Auk þess hefur félagið sýnt talsvert á Akureyri. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Islands vonast til að ekki þurfi að loka leikhúsinu. andi kraftmikið leikhússtarf, ef ekki verðum við að loka.“ Magnús Geir telur markað vera í Reykjavík fyrir fleiri en tvö stór leikhús og nefnir áhorfenda- tölur því til stuðnings. Hins vegar segir hann samkeppnisumhverfi Leikfélags íslands erfitt. „Það eru tvö stór leikhús sem njóta hárra opinberra styrkja og þau stýra miðaverðinu sem hefur lítið hækkað í mörg ár.“ Magnús Geir leggur áherslu á að samkeppn- isumhverfi leikhúsa verði að vera þannig að pláss sé fyrir einka- framtak. „Mér finnst að það eigi að styrkja Þjóðleikhús og Borgar- leikhús kröftuglega, hins vegar verður að vera pláss fyrir aðra líka.“ steinunn@frettabladid.is Bílgreinasamband Islands: Helmingi færri fólksbílar fluttir inn BiFREiÐflR Mikið hefur dregið úr fjölda innfluttra fólksbíla ef mið- að er við fyrstu níu mánuði ársins eða frá janúar til septembermán- aðar. Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandi Islands er um tæplega helmingsfækkun að ræða á þeim fjölda bifreiða sem fluttir voru inn milli áraxma 2000 og 2001 eða 5.357. Sé miðað við árið 1999 BÍLAINNFLUTNINGUR Innflutningur fólksbíla fyrstu níu mánuði ársins frá árinu 1997 til 2001. 1997 7.977 1998 10.651 1999 15.364 2000 11.435 2001 6.078 : :— er fækkunin rúmlega helmingur eða 6.658 talsins en þess má geta að innflutningur bifreiða náði há- marki á því ári. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdarstjóri Bílgreinarsam- bands íslands, sagðist ekki vilja trúa öðru en ástandið færi fljót- lega að lagast. „Okkur finnst oft hafa verið meiri óáran í þjóðfélag- inu þegar tölur hafa dottið svona niður. Þá hafa orsakirnar verið gengisfellingar og mun meiri efn- hagsörðugleikar en við erum að sjá í dag.“ Jónas Þór sagði starfs- menn Bílgreinasambandsins vera bjartsýna með áframhaldið og því til stuðnings gat hann þess að kaupmáttur væri ekki kominn niður úr öllu valdi. ■ SAMDRÁTTUR ER Á INNFLUTNINGI FÓLKSBIFREIÐA Heildarfólksbílaeign Islendinga í árslok 2000 voru 159.100 talsins. Fólksbílar á þúsund íbúa voru því 562. Meðalaldur bila voru í lok 2000 um 8,8 ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.