Fréttablaðið - 09.11.2001, Side 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
9. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
DAUÐASLYS f UMFERÐINNI
Hér að neðan sést fjöldi dauðaslysa í um-
ferðinni á Hverja 100.000 árið 1999 I
nokkrum löndum.
Bretlai
nd
ísland
Kanada
Frakkland
Portúgal
10
14
21
Heimild: agust.is
Afkoma Olíufélagsins
Esso:
Ríflegur hagn-
aður þrátt fyr-
ir gengistap
uppgjör Hagnaður Olíufélagsins
fyrstu níu mánuði ársins var 485
mill.jónir króna þrátt fyrir að
kostnaður vegna
f jármagnsliða
(gengistap) hafi
rúmlega þrefald-
ast á milli ára.
Allt árið í fyrra
var hagnaður fé-
lagsins 430 millj-
ónir. Heildareign-
ir samstæðunnar
jukust um 3.300
milljónir frá ára-
mótum og voru
rúmir 20 milljarð-
ar þann 1. septem-
ber sl. Þá létti fé-
lagið skammtíma-
skuldastöðu sína á tímabilinu og
er veltufjárstaða þess með því
besta sem gerist hjá íslenskum
fyrirtækjum.
„Það er ekki rétt að við höfum
hækkað álagningu eins og sumir
hafa vænt okkur um. Við höfum
tekið inn gengistapið sem hluta af
kostnaðarvirði seldra vara,“ segir
Geir Magnússon, forstjóri, og
bendir einnig á tekjufærslu vegna
lækkaðra tekjuskattsskuldbind-
inga upp á 200 milljónir og sölu-
hagnað vegna hlutabréfa sem not-
uð voru sem andvirði 42% eignar-
hluta í Samskipum. „Ég er vissu-
lega ánægður með að afkoman er
öllu betri nú en í hálfsársuppgjör-
inu, en gengi krónunnar síðustu
tvo mánuði hefur ekki verið til að
ýta undir bjartsýni." ■
GEIR MAGNÚS-
SON
Forstjórinn segir
að álagning hafi
ekki verið aukin.
Ýmsar ytri að-
staeður hafi hjálp-
að til á þriðja árs-
fjórðungi.
Innbrot í bifreiðar:
Ekki hafa verð-
mæti í bílunum
innbrot Lögreglan í Reykjavík
vill ítreka ábendingar til öku-
tækjaeigenda að skilja ekki eftir
verðmæti í bílum sínum. Sam-
kvæmt viðmælanda Fréttablaðs-
ins líður ekki sá dagur að ekki sé
brotist inn í bíla og þá yfirleitt
með því að brjóta rúður. Sagði
hann einfalda aðgerð eins og taka
framhliðar af geislatækjum með
sér inn og skilja ekki eftir verð-
mæti spara bílaeigendum heil-
mikil óþægindi og kostnað.
í fyrrinótt var farið inn í bíl í
Bakkahverfinu í Breiðholti og
stolið fartölvu sem skilin var eftir
ásamt ýmsu öðru að andvirði um
þrjú hundruð þúsund krónur. Þá
var tilkynnt um innbrot í 6-7 bif-
reiðar í gærmorgun. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
Skagstrendingur hf. var rekinn
með 176 milljóna króna tapi
fyrstu níu mánuði ársins 2001,
samanborið við 355 milljóna.
króna tap á öllu árinu 2000. Meg-
inástæóa taprekstrar er gengis-
tap af erlendum skuldum félags-
ins. Hagnaður án afskrifta og
fjármagnskostnaðar nam því 356
milljónum króna sem er sama
fjárhæð og á árinu 2000.
Lántaka Bessastaðahrepps:
Á verðbréfaþing fyrir lífeyrissjóðina
SVEITARSTJórnarmál Á mánudaginn
verða skráð á Verðbréfaþing ís-
lands verðtryggð skuldabréf
sveitarsjóðs Bessastaðahrepps.
Bréfin eru til tæplega 21 árs og
nemur heildarupphæð útgáfunn-
ar allt að 150 milljónum króna að
nafnvirði. Gunnar Valur Gísla-
son, sveitarstjóri Bessastaða-
hrepps, segir að hreppsnefndin
hafi í ársbyrjun 2000, að loknu
útboði, tekið lán til að ráðast í
stækkun Álftanesskóla, sem nú
sé lokið. „Við fórum í gegnum þá
skuldabréfaútgáfu gegnum þá-
verandi FBA [nú íslandsbanki]
og fylgdi að bréfin skyldu skráð
á Verðbréfaþingi." Það segir
Gunnar gert til að lífeyrissjóð-
irnir geti keypt í skuldabréfun-
um, en til þess þurfi þau að vera
GUNNAR
VALUR
GfSLASON
Hreppsnefnd
Bessastaða-
hrepps sam-
þykkti I árslok
1999 að taka
lán, en verið er
að skrá skulda-
bréfin á Verð-
bréfaþing Is-
lands.
skráð á Verðbréfaþingi. Hann
segir sveitarfélagið hafa nýtt
140 milljónir af lánsheimildinni.
„Við eigum svo 10 milljónir inni í
pakkanum ef við viljum nýta
okkur, t.d. á næsta ári,“ bætti
hann við.
Gunnar segir að allur gangur
sé á því hvernig staðið sé að lán-
töku sveitarfélaga. „Sveitarfélög
fá lán hjá Lánasjóði sveitarfé-
laga en stundum taka þau lán í
gegnum útboð eins og raunin var
í þessu tilviki," sagði hann og
taldi að með þeim hætti mætti fá
fram hagstæðustu lánakjör
hvers tíma. ■
Ríkisstjóm Japans:
3 herskip
send til Ind-
landshafs
TÓKÝÓ.AP Ríkisstjórn Japans ákvað
í gær að senda þrjú herskip til
Indlandshafs til aðstoðar Banda-
ríkjamönnum í stríðinu gegn
hryðjuverkum. Eiga skipin að
safna upplýsingum fyrir hersveit-
ir á vegum Bandaríkjanna í
Afganistan. Leggja þau úr höfn í
dag og verða komin á áfangastað
eftir u.þ.b. tvær vikur. Stutt er
síðan japanska þingið samþykkti
lög sem gefa grænt ljós á stuðning
hersins við stríð Bandaríkja-
manna gegn hryðjuverkum. ■
Aukin áhersla á
samskipti við Rússa
Utanríkisráðherra er nýlega kominn úr langri ferð þar sem Japan, Eana og Rússland voru heim-
sótt. Hann segir ferðina hafa skilað auknum tækifærum fyrir þjóðina.
utanríkismál Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra, segist munu
leggja á það áherslu að auka við-
skipti þjóðarinnar við Rússa og
samvinnu á sviði efnahagsmála.
Halldór er nýkominn úr opinberri
heimsóknaferð til
Japans, Kína og
Halldór segir Rússlands sem
að mikil og hann telur að muni
góð viðskipti skila miklu þegar
við Rússa í fram í sækir.
gegnum tíðina Heimsóknirnar
gleymist seint, stóðu frá 20. októ-
og nefnir ber til 3. þessa
þorskastríðið mánaðar.
við Breta í því „Viðræður eru
sambandi. hafnar milli Rúss-
lands og Evrópu-
sambandsins um
samvinnu á sviði efnahagsmála.
Athygli Rússa hefur beinst að fyr-
irmynd í því sambandi og hafa
þeir haft mikinn áhuga á upplýs-
ingum um reynslu okk-
ar af EES-samningnum.
Við höfum látið þeim í
té ítarlegar upplýsingar
sem þeir eru afskap;
lega ánægðir með. í
framhaldi af því verður
fljótlega efnt til náms-
stefnu í Moskvu um
þessi mál,“ sagði Hall-
dór og bætti við að
námsstefnan væri fyr-
irhuguð á næstu vikum.
„Samskipti okkar við
Rússland hafa verið
mjög mikilvæg í gegn-
um áratugina. Við
HALLDÓR ÁSGRÍMS-
SON
Halldór segir að í auknum
samskiptum við Rússland
felist mikil tækifæri fyrir
land og þjóð.
gleymum því ekki þeir keyptu af
okkur mikið af fiski, sérstaklega
þegar illa stóð á í þorskastríðinu
við Breta. Það eru miklir mögu-
leikar í þessum samskiptum í
framtíðinni og ég mun leggja á
það áherslu í framtíðinni að auka
viðskiptin við Rússa og samvinnu
á sviði efnahagsmála." Halldór
sagði að fólk í sjávarútvegi sem
einnig var með í för sé jafnframt
vongott um að frekari samningar
takist um samstarf á sjávarút-
vegssviði. „Það er líka ljóst að
Rússar vilja vinna með okkur
hvað varðar nýtingu jarðhitar
Efnahagsástandið þar hefur batn-
að mjög mikið, mikill vöxtur í
þjóðfélaginu og vaxandi kaup-
máttur hjá stórum hluta þjóðar-
innar. Þarna eru því margvísleg
tækifæri."
Halldór sagði heimsóknir til
Kína og Japan einnig mjög vel
heppnaðar. „f Kína er
gríðarlegur uppgangur,
og miklu meiri en ég
hafði gert mér grein
fyrir. Við fengum mjög
afdráttarlausar viljayf-
irlýsingar um að þeir
vildu auka samskiptin
við ísland, ekki síst á
sviði viðskipta, en okk-
ur hefur fundist það
ganga heldur hægt,“
sagði hann og bjóst við
aukinn kraftur færðist
í þau samskipti í fram-
tíðinni. „Þá tel ég að
upphafið af starfi okk-
RUSSAR
Hermenn sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöldinni marseruðu um Rauða torgið í Moskvu í
gær til að minnast þess þegar 8.000 hermenn héldu á vígstöðvarnar árið 1941 þegar nas-
istarnir áttu aðeins nokkra tugi kilómetra eftir til Moskvu.
ar í Japan, með opnun sendiráðs-
ins þar, lofi mjög góðu. Það kom
mér í raun á óvart hversu mikill
áhugi var hjá atvinnulífinu að
vera þar með og ljóst að sendiráð-
ið hefur fengið mjög mikil verk-
efni strax í upphafi starfsins."
oli@frettabladid.is
Umsókn um málsókn gegn ÍE:
Verð hlutabréfa
deCODE stöðugt
markaður Tilkynnt var á Nasdaq
markaðnum síðasta föstudag, að
lögfræðiskrifstofa í Baltimore
hygðist sækja um hópmálsókn
gegn deCODE Genetics, móðurfé-
lagi íslenskrar erfðagreiningar,
vegna ófullnægjandi upplýsinga-
gjafar í frumútboði í fyrra. Þessar
fréttir virtust ekki hafa greinan-
leg áhrif á verðmyndun hluta-
bréfa í fyrirtækinu á mánudag,
,sem hæ.kkuðu í verði sarha dag.
'Sámkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins er fjöidi mála í
gangi í Bandaríkjunum vegna
frumútboða fyrirtækja á árunum
1998-2000. Tengjast þau flest ran-
gri upplýsingagjöf þar sem gagn-
rýnt er að útboðsaðilar hafi samið
fyrirfram um sölu tiltekins hluta
til valdra viðskiptavina áður en út-
boðið fór fram. Enginn dómur hef-
ur fallið um hvort það teljist brot á
lögum um verðbréf og verðbréfa-
viðskipti.
Lagaskrifstofan í Bandaríkjun-
um benti ekki á eitthvað sérstakt í
stefnudrögum sínum á hendur
deCODE. Það gefur til kynna að
lögmaðurinn geti ekki tilgreint
eitthvað eitt tiltekið atriði sem var
ábótavant í útboðinu, annars hefði
það verið gert. Hér er því um að
ræða almenna stefnu þar sem
nafn á fyrirtæki er sett inn í texta,
sem gæti átt við mörg önnur fyrir-
tæki.
Víst að fjárfestar líta ekki svo á
KÁRI STEFÁNSSON
Umsókn um hópmálsókn gegn deCODE
hefur ekkí haft áhrif á verð hlutabréfa.
að umsókn um málsókn og skaða-
bætur sé á rökum reist hefur það
ekki áhrif á verð fyrirtækisins.
Það verður ekki fyrr en fyrsti
dómur í svipuðu máli fellur, sem
hefur fordæmisgildi, að þetta geti
haft áhrif. Það gæti tekið þrjú til
fimm ár að fá skorið úr um. ■
Uppgjör:
Eigið fé
Kögunar jókst
um þriðjung
afkqma Vöxtur Kögunarsamstæð-
unnar er sá mesti frá upphafi
samkvæmt ársuppgjöri félagsins.
Rekstrartekjur
hækkuðu um
54,6% milli ára
og námu sam-
tals 1.066,5
m i 1 1 j ó n u m
króna. Hagnað-
ur fyrir af-
skriftir og fjár-
magnsliði var
219,5 milljónir
eða 20,6% af
rekstrartekjum.
Hagnaður af
reglulegri starfssemi fyrir skatta
nemur 127,8 milljónum króna.
Eigið fé jókst um 32,3% og er nú
464,1 milljónir króna.
GUNNLAUGUR M.
SIGMUNDSSON
Forstjóri Kögunar