Fréttablaðið - 09.11.2001, Síða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
9. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR
Afganskur leiðtogi biður
um aðstoð:
Enga hryðju-
verkamenn
STRÍÐ GEGN HRYÐJUVERKUM Hamid
Karzai, afganskur leiðtogi sem er
andvígur talibanastjórninni, hef-
ur óskað eftir erlendri aðstoð til
að losa landið við „erlenda hryðju-
verkamenn" sem barist hafa við
hlið talibana. Segist hann geta
sigrað talibana án erlendrar að-
stoðar en þurfi hins vegar aðstoð
til að hjálpa landinu að „öðlast
sjálfstæði að nýju“ frá aröbum og
öðrum útlendingum. f samtali við
BBC sagðist hann hafa komið til
suðurhluta Afganistans fyrir
þónokkrum vikum síðan og sé á
örugggum stað. ■
Ríkisstyrkt menning:
Aðskilja ríki og
menningu
menning Magnús Geir Þórðarson,
leikhússtjóri Leikfélags íslands,
sagði á fundi Heimdallar um ríkis-
rekna menningu að enginn ætti
heimtingu á styrkjum frá hinu op-
inbera til að standa undir menning-
arstarfsemi. Ef ríki og sveitarfé-
lög ætluðu að styðja við menningu
ætti að skilja á milli hins opinbera
sem rekstraraðila og greiðenda.
Þannig verji hið opinbera ákveðn-
um upphæðum í sérstök menning-
arverkefni á hverju ári en einkaað-
ilar gerðu það sem þeir gera best,
standa fyrir menningunni.
Haukur Þór Hauksson, við-
skiptafræðingur, tók undir orð
Magnúsar urn að enginn ætti
heimtingu á styrkjum frá hinu op-
inbera og við það ætti að sitja. Með
ríkisstyrktri menningu væri verið
að neyslustýra menningarefni af
mönnum sem þættust vita hvað
væri menning og hvað ekki. Ef rík-
ið styrkti ekki menningu yrðu hún
fjölbreyttari, kraftmeiri og frum-
legri.
Sigfús Ólafsson, formaður
ungra Vinstri grænna, vildi digra
styrki til menningarmála og að
MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON
Fylgjandi einkarekstri á flestum sviðum.
listafólk, í öllum listgreinum, fengi
að sinna list sinni óháð lögmálum
markaðarins. Það tryggði fjöl-
breytni og frelsi í listsköpun. ■
Fj ármál aráðuney tið:
Varast sér-
tækar að-
gerðir
efnahagslíf Vefrit fjármálaráðu-
neytisins sagði í gær að það væri
tímaskekkja að horfa til ríkis-
valdsins sem allsherjar bjarg-
vættar til að koma hjólum at-
vinnulífsins af stað aftur. Þetta
hafi verið vinsæl
hugmynd á fyrri
part síðustu aldar
sem hefði runnið
sitt skeið. Þá var
vinsælt að auka
ríkisútgjöld og
vera með sértæk-
ar aðgerðir, sem
áttu að teljast
hvetjandi fyrir
efnahagslífið.
Vefritið segir
mikilvægt að stjórnvöld haldi ró
sinni og forðist aðgerðir sem feli í
sér sértækar aðgerðir og hafi nei-
kvæð áhrif á framvindu efnahags-
mála til lengri tíma litið.
„Hér skiptir sköpum að öll um-
gjörð efnahagslífsins hefur gjör-
breyst á undanförnum árum, ekki
aðeins hér á landi heldur víðast
hvar erlendis. í stað miðstýrðs
hagkerfis, hafta og forsjárhyggju
er komið frjálst markaðshagkerfi.
Jafnframt hefur aukin alþjóða-
væðing grafið undan tollamúrum
og hringamyndunum í alþjóðavið-
skiptum," segir fjármálaráðu-
neytið. ■
GEIR H.
HAARDE
fjármálaráðherra
Milljóna-
ferð til
Grænlands
Ferð Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, ásamt föruneyti til Grænlands í
sumarlok kostaði eina milljón króna. Flogið var
með flugmálastjórnarvélinni og kostaði það eitt
og sér 626 þúsund krónur. Aðstoðarmaður Val-
gerðar segir að þannig hafi fjórir dagar og
verulegt fé sparast.
stjórnsýsla Iðnaðarráðuneytið
greiddi tæpar 626 þúsund krónur
fyrir afnot af flugvél Flug-
málastjórnar í fjögurra
daga ferð Valgerðar Sverr-
isdóttir ráðherra til Græn-
lands í lok ágúst. Að við-
bættum dagpeningum má
gera ráð fyrir að ferða-
kostnaður einn og sér hafi
þannig alls kostaö ráðuneyt-
ið yfir eina milljón króna.
Tilefni ferðar Valgerðar
var þríþætt samkvæmt
upplýsingum frá aðstoðarmanni
hennar, Páli Magnússyni. í fyrsta
lagi var um að ræða fund orkuráð-
---0---
Með Valgerði í
för voru eigin-
maður henn-
ar, ráðuneytis-
stjóri, skrif-
stofustjóri og
deildarstjóri
iðnaðarráðu-
neytis.
—«—
herra Norðurlanda, þá ráð-
stefnu norrænu ráðherra-
nefndarinnar; „Is, Klima,
vatten" og loks norrænan
embættismannafund í Illu-
lisat.
Með Valgerði í för voru
eiginmaður hennar, Arvid
Kro, Þorgeir Örlygsson
ráðuneytisstjóri, Helgi
Bjarnason skrifstofustjóri
og Kristmundur Halldórs-
son deildarstjóri.
Páll segir að með því að nota
flugmálastjórnarvélin hafi bæði
sparast tími og peningar. Annar
mögulegur ferðamáti hafi verið að
fljúga til Kaupmannahafnar, gista
þar eina nótt en fljúga síðan með
SAS til Syðri Straumfjarðar og
þaðan með minni vél til Illulisat.
Síðan hefði þyrft að fara sömu leið
til baka og gista í Kaupmanna-
höfn. Fargjald hefði orðið veru-
lega hærra og með því móti hefði
ferðin tekið átta daga í stað fjög-
urra og dvalarkostnaður þeim
mun hærri.
Að sögn Páls nam kostnaðurinn
vegna flugmálastjórnarvélarinnar
tæpum 626 þúsund krónum, eins
og áður segir, eða rúmum 125 þús-
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
Tilefni ferðar hennar í ágústlok var þríþætt.
Hún sat fund orkuráðherra Norðurlanda,
ráðstefnu norrænu ráðherranefndarinnar
og norrænan embættismannafund.
und krónum á hvern farþega. Að
auki var greiddur venjulegur
dvalarkostnaður samkvæmt regl-
um ferðakostnaðarnefndar í fjóra
daga.
Miðað við nefndar reglur ferða-
kostnaðarnefndar hafa dagpen-
ingagreiðslur vegna Grænlands-
ferðar iðnaðarráðherra og föru-
neytis numið rúmum 400 þúsund
krónum og ferðin því í heild kost-
að að minnsta kosti eina milljón
króna.
gar@frettabladid.is