Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 2
J KJÖRKASSINN SÁTTIR VIÐ EVRÓPU Nærri tveir af hverjum þremur þátttakendum í atkvæðagreiðslunni telja það rétt hjá Sam- fylkingunni að leggja áherslu á Evrópumálin. Er rétt hjá Samfylkingunni að setja Evrópumál á oddinn? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Réttir Samfylkingin úr kútnum? Farðu inn á visi.is og segðu þína skoðun _ : m BJÖRCUNARSVEITAMENN AÐ ÆFINGU Á JÖKLI Banaslys: Lést eftir fall í djúpa sprungu banaslys Lárus Hjalti Ásmunds- son lést eftir að hann féll í um 40 metra djúpa sprungu á Eyjafjalla- jökli um klukkan fimm á laugar- dag. Lárus heitinn var ásamt fé- lögum sínum i björgunarsveit í Garðabæ á æfingu á Gígjökli, sem er hluti Eyjafjallajökuls. Slysið varð eftir að æfingu lauk og þegar fólkið hélt niður af jöklinum. Myrkur var að skella á og gerði það allt starf erfiðara. Eftir að Lárus féll í sprunguna var sigið niður til hans. Talið er að Lárus- hafi látist samstundis eða mjög snemma eftir fallið. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita. Val- geir Elíasson, hjá Slysvarnafélag- inu Landsbjörgu, segir að slysið hafi haft djúp áhrif á félaga Lárusar og fengu allir áfallahjálp. Gígjökull er erfiður yfirferðar, en þar eru margar sprungur. Eftir að kall um aðstoð barst fóru um 70 björgunarsveitamenn víðs vegar að til aðstoðar. ■ IlögreglufréttirI Lögreglan í Reykjavík gaf öku- manni stöðvunarmerki á Suð- urlandsvegi aðfaranótt sunnu- dagsins. Sinnti ökumaður því engu og reyndi flótta. Hann ók í átt að Elliðavatni, en missti stjórn á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að hún fór út af vegin- um og á hvolf. Ökumaðurinn slapp betur en á horfðist og var handtekinn, grunaður um ölvun- arakstur. Brotist var inn í skála í Skála- felli og þaðan stolið sjón- varpstæki og einhverju öðru smálegu. Þá kom vegfarandi að manni sem var að fara inn um op- inn glugga á veitingastað í Lækj- argötu. Sá var handtekinn og fékk að gista fangageymslur. Einnig var brotist inn í bíl í Selja- hverfi og tókst ekki að hafa upp á þeim þrjóti. FRETTABLAÐIÐ 19. nóvemer 2001 MANUDAGUA Landsfundur Samfylkingarinnar: Eigum að fara varlega í Evrópumálum LANDSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR „Stefna flokksins hefur mjög breiða skírskotun og höfðar til meirihluta þjóðarinnar og ljóst er að stefna flokksins liggur vin- stra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum, miðað við stefnu- mið og áherslur sem samþykktar voru á landsfundinum," segir Jó- hanna Sigurðardóttir,Jjingmaður Samfylkingarinnar. „Eg er mjög ánægð með þennan fund, þar ríkti mjög mikil eindregni og samstaða. Það sem ég kann helst að meta af þessum fundi eru lýð- ræðismálin, velferðarmálin og þær áherslur sem við leggjum í skattamálum." Varðandi umsókn um aðild að Evrópusambandinu segir Jóhanna að hún sé ekki sammála þeim rökum sem sett hafi verið fram í Evrópuskýrsl- unni og ekki sannfærð um það að kostirnir séu fleiri en gallarnir, eins og formaður Samfylkingar- innar hafi haldið fram. „Vægi smáríkja í ákvarðanatöku Evr- ópusambandsins á eftir að breyt- ast auk þess sem að styrkjakerf- ið gæti breyst með innkomu fleiri þjóða. Auk þess er verið að breyta sjávarútvegsstefnunni. Ég tel því að við eigum að fara varlega í sakirnar og skoða nið- urstöður þessara mála áður en ákvörðun verði tekin. ■ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Ekki sammála þeim rökum sem sett hafi verið fram í Evrópuskýrslunni um umsókn um aðild að Evrópubandalaginu, og ekki sannfærð um það að kostirnir séu fleiri en gallarnir, eins og formaður Samfylkingarinnar hafi haldið fram Enn þrengist um Osama bin Laden Ráðamenn bjartsýnir á að hann verði handtekinn fljótlega. „Við munum ná honum,“ segir Powell. WASHINGTON, BANGI, PESHAWAR, AP Breskir og bandarískir embættis- menn eru bjartsýnir á að Osama bin Laden verði handtekinn innan fárra daga. Bæði bandarísk stjórnvöld og liðsmenn Norður- bandalagsins segja hann um- kringdan skammt frá Kandahar. Sendiherra talibana í Pakistan sagði í síðustu viku að bin Laden væri farinn frá Afganistan, en sagðist síðar aðeins hafa meint að hann væri utan yfirráðasvæðis talibana, sem óðum hefur minnk- að undanfarna daga. Talið er að loftárásirnar hafi neytt bin Laden til þess að yfir- gefa fylgsni sitt í nágrenni Kandahar, og nú sé hann á stöðu- gri ferð um svæðið ásamt fá- mennum hópi manna. Hann eigi hins vegar í fá hús að venda. „Hann er á flótta, alveg eins og forsetinn sagði að hann myndi verða. Og við munum ná honum,“ sagði Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna í gær. Talibanar og A1 Kaída verjast enn víða í suðurhluta Afganistans og í borginni Kunduz í norðurhlut- anum, þrátt fyrir harða sókn að þeim. Talibanar buðust í gær til þess að gefast upp í Kunduz, að því tilskyldu að liðsmenn al Kaída fengju að komast þaðan óhultir. Burhanuddin Rabbani, einn helsti leiðtogi NorðurbandalagSr ins, sagðist í gær vilja að viðræð- ur um framtíðarstjórn landsins færu fram í Kabúl, en Sameinuðu þjóðirnar leggja mikla áherslu á að þær fari fram í hlutlausu landi, a.m.k. fyrsti fundur helstu leið- toga og ættarhöfðingja Afganist- ans. TINDÁTINN BIN LADEN Þessi mynd var tekin á leikfangasýningu í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasiu, í síðustu viku. Þarlendur drengur virðir fyrir sér tindáta sem lítur út eins og Osama bin Laden. Svo virtist sem talibanar hefðu enn góð tök á borginni Kandahar í gær, þrátt fyrir fréttir um að múl- lah Mohammad Omar, leiðtogi talibana, hefði samið um að fara með liðsmenn sína frá borginni fyrir helgi. Stjórnvöld í Pakistan handtóku í gær Maulana Sufi Mohammed, pakistanskan klerk sem hélt til Afganistans í síðusta mánuði með 10.000 manna lið til þess að berjast með talibönum. Meira en helming- ur liðsmanna hans flúðu aftur til Pakistans eftir hrun herafla tali- bana undanfarna viku, en hundruð þeirra eru innlyksa víða í Afganist- an, meðal annars í Kunduz í norð- urhluta landsins. Mohammed var handtekinn ásamt hópi félaga sinna eftir að hann flúði yfir landa- mærin til Pakistan. ■ Verkfall tónlistarkennara: Lítill munur á launum og bótum kjaradeilur Mikill hugur var í tón- listarkennurum á baráttufundi í Háskólabíói í gær og margir urðu frá að hverfa eftir að húsfyllir var orðinn á fundinum. „Þetta stað- festir okkar sannfæringu að við höfum fólkið í landinu með okk- ur,“ segir Sigrún Grendal formað- ur Félags tónlistarkennara. Tónlistarkennarar eru nú farn- ir að fá greitt úr verkfallssjóði. „Það er svo ofboðslega lítill mun- ur á laununum okkar og því sem við fáum grcitt úr verkfallssjóði að við komum til með að halda þetta út,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir formaður verk- fallsstjórnar. ■ JNLISTARKENNURUM Talið er að um 1500 manns hafi sótt baráttufund tónlistarkennara í Háskólabíói í gær. Eng- inn fundur hefur verið boðaður i kjaradeilu tónlistarkennara og launanefndar sveitafélaga. SKÓR Á FLEYGIFERÐ Fyrirtækið X-18 framleiðir og selur skó. Það hefur nú gert tímamótasamning við bandarískt stórfyrirtæki um sölu á fram- leiðslu sinni. X-18 gera stóran samning: Skór sem fara víða útflutningur íslenska skófyrir- tækið X-18 hefur undirritað samning við Norimco sem er dótt- urfyrirtæki BATA sem er stærsti skóframleiðandi í heimi. Samn- ingurinn felur það í sér að fyrir- tækið mun dreifa skóm X-18. Samningar þessa efnis voru und- irritaðir með viðhöfn að viðstödd- um viðskiptaráðherra á laugar- Óskar Axel Óskarsson stofn- andi X-18 var að vonum ánægður með samninginn og sagði hann mikinn áfanga fyrir fyrirtækið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera með samstarfsaðila sem hef- ur bolmagn til að dreifa og kynna vöru okkar um allan heim.“ Fyrir- tækið sagði upp dreifingarsamn- ingi við annað fyrirtæki fyrr á þessu ári og sagði Óskar að þá þegar hefðu nokkrir aðilar sýnt áhuga á að selja framleiðsluvöru þeirra. Samningurinn tryggir sölu á milljónum skópara á næstu áruni og verulega auknar tekjur. Auk þess skuldbindur fyrirtækið sig til að auglýsa X-18 skóna fyrir verulegar fjárhæðir. ■ INNLENT /búar sex hreppa í Rangárvalla- lsýslu samþykktu sameiningu. Stefnt er að því að nýtt sameinað sveitarfélag verði til eftir kosn- ingar í vor og verða íbúar þess tæplega 1.700. Einnig var kosið um sameiningu fjögurra sveitar- félaga í Árnessýslu. íbúar í Grímsness- og Grafningshreppi höfnuðu sameiningu en íbúar hinna sveitarfélaganna þriggja, Laugardals-, Þingvalla- og Bisk- upstungnahrepps, samþykktu. Filippinskur sjómaður slasaðist við vinnu sína um borð í er- lendu flutningaskipi á Grundar- tanga. Tildrög slyssins eru óljós, en verið var að skipta um stimpil í vél skipsins þegar vélarhluti féll á hann Maðurinn sem er vél- stjóri á skipinu, klemmdist undir vélarhlutanum og hlaut alvarlega áverka. Hann var fluttur á Land- spítala í Fossvogi. I __________I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.