Fréttablaðið - 19.11.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 19.11.2001, Síða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvemer 2001 MÁNUDAGUR SVONA ERUM VID VERKEFNI HJÁLPARSTARFS KIRKJ- UNNAR Heildartekjur Hjálparstarfs kirkjunnar á síð- asta ári voru tæpar 65 milljónir, sem er 34% lækkun frá árinu áður. Tæpum 39 milljónum var varið til eftirfarandi verk- efna. Mósambfk 9% Súdan 1% Fræðslustarf 10% Eþfópía 10% Annað 6% 24% Palestfna 2% HÆSTIRÉTTUR Ekki talið að mistök tannlæknis hafi valdið höfuðverkjum. Höfudverkjaköst í kjölfar rótfyllingar: Sýknaður af kröfum vegna mis- taka hæstirÉttur Hæstiréttur hefur sýknað tannlækni af skaðabóta- kröfu konu sem taldi að rekja mætti höfuðverki sem hafa hrjáð hana um margra ára skeið til þess að tannlæknirinn hafi gert mistök þegar hann annaðist rótfyllingar- aðgerð sem konan gekkst undir. Þegar konan gekkst undir rót- fyllingaraðgerðina vorið 1991 þrýstist hluti rótfyllingarefnisins úr rótarenda á rótargang. Um haustið fór konan að finna fyrir höfuðverkjarköstum sem hrjáðu hana þar til rótfyllingarefni sem lekið hafði út fyrir rótarenda var fjarlægt auk sýkts vefs. Eftir það hefur konan ekki fengið höfuð- verkjarköst. Um þetta var ekki deilt en deilt var um hvort mistök tannlæknisins hefðu leitt til höf- uðverkjakastanna. Dómkvaddir matsmenn mátu málið svo að tannlækninum hefði ekki orðið á mistök og sögðu ekki staðfest að yfirfylling við rótfyllingu hefði valdið höfuðverkjarköstunum þrátt fyrir að vísbendingar væru um slíkt. ■ Nýr margmiðlunardisk- ur: Alfræði ís- lenskrar tungu málrækt Námsgagnastofnun hef- ur gefið út margmiðlunardisk um íslenska tungu. Diskurinn skiptist í tvo aðalhluta og hefur sá fyrri að geyma margvíslegan fróðleik um mál og málnotkun. Farið er yfir þróun tungumálsins og hvernig það hefur breyst frá landnámsöld. I seinni hlutanum er efnið þrí- þætt. Fyrri hlutinn er þar einfald- aður og styttur til stuónings. Á tímaás er að finna stiklur úr ís- lénskri málsögu og þriðji þáttur- inn hefw-aé-geyi mynda. ■ Siúkraliðár og samninganefnd ríkisins funduðu alla nelgina: Fundað stíft í Karphúsinu kjaradeilur Sjúkraliðar funduðu með samninganefnd ríkisins alla helgina og stóð fundur fram á kvöld í gær en engar fregnir voru af gangi viðræðna í gærkvöldi. Á miðvikudag munu sjúkraliðar funda með launanefnd sveitarfé- laga og flugumferðarstjórar funda með samninganefnd rikis- ins á fimmtudag. Ekki hefur verið boðaður fundur í kjaradeilu tón- listarkennara og launanefnd sveitarfélaga. Sjúkraliðafélagið á einnig í við- ræðum við Landspítalann há- skólasjúkrahús um breytingar á störfum sjúkraliða í þá veru að starfsvettvangur þeirra verði breiðari en verið hefur. „Þetta er gert vegna þess að það eru ákveð- in störf sem sjúkraliðar hafa unn- ið sem ekki þarf fagmenntun til,“ segir Anna Stefánsdóttir hjúkrun- arforstjóri. Þessi umræða var tek- in upp við Sjúkraliðafélagið áður en til uppsagna kom. „Tilgangur- inn er meðal annars að gera starf sjúkraliða áhugavert fyrir ungt fólk til að læra.“ Anna segir að þessi endurskilgreining á störfum sjúkraliða komi ekki beint inn í stofnanasamning þeirra við Land- spítalann en verði til hliðar við hann. Ekki er farið að ráða KRISTfN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR Sjúkraliðar funduðu alla helgina með samninganefnd ríkisins. ófaglært starfsfólk enn í störf sem sjúkraliðar hafa áður gegnt að sögn Önnu. ■ Borgin borgaði mest fyrir Davíð Reykjavíkurborg hefur þurft að borga umtalsverðar jQárhæðir vegna ferðalaga borgarfulltrúa. Af borgarstjórum síðustu ár var mest greitt fyrir Davíð Oddsson. Ingibjörg Sólrún fylgir honum fast eftir. Athygli vekur að ferðalög varaborgarfulltrúa kosta mest núna. DAVÍÐ ODDS- SON Davíð ferðaðist fyrír að meðaltali rúmar 2 milljónir á ári, árin 1989 og 1990. borgarmál Lítill munur er á ferðakostnaði borgarstjóra á tímabilinu 1989 til 2000. Allir, nema Árni Sig- fússon, fara ein- hvern tímann yfir tvær millj- ónir en Davíð Oddsson er vissulega sá eini sem nálgast þrjár milljónir, en það var árið 1989. Þá var ferðakostnaður vegna hans tæp- lega 2,8 milljónir króna. Áhöld eru um hvað samanburð- ur ferðakostnað- artalna sýni í raun. Hvort það sé hagkvæmni borgarfulltrúa eða umfang trún- aðarstarfa sem hann fer með hverju sinni. Af aðalmönnum í borgarstjórn eru einungis tveir sem engan ferða- kostnað bera á yf ir standandi kjörtímabili. Það eru Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur F. Magn- ússon, borgar- fulltrúar Sjálf- stæðisflokks. Þá vekur athygli að Ólafur F. hefur einnig vinninginn að þessu leyti tvö síðustu kjörtíma- bil, 1990 til 1994 og 1994 til 1998. Fram til febrúar á þessu ári féll enginn ferða- MEÐALFERÐAKOSTNAÐUR* BORGARSTJÓRA Á VEGUM BORGAR- SJÓÐS REYKJAVÍKUR Á „HEILUM" ÁRUM FRÁ 1989 TIL 2000. Davíð Oddsson - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - LltM»:{TH Markús Örn Antonsson - ■****!*« ‘Upphæðirnar eru á verðlagi ársins 2000. Sá tími sem Árni Sigfússon sat í borgar- stjórastóli er tekinn með í ferðakostnað Markúsar Arnar Antonssonar. FERÐAKOSTNAÐUR BORGARFULLTRÚA FRÁ JANÚAR TIL OG MEÐ SEPTEMBER Á PESSU ÁRI*: INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA- DÓTTIR Ingibjörg ferðað- ist fyrir tæplega 1,8 milljónir króna að meðal- tali á ári 1995 til og með árinu 2000. Alfreð Þorsteinsson (R) Anna Geirsdóttir (R) Guðlaugur Þór Þórðarson (D) Helgi Hjörvar (R) Helgi Pétursson (R) Hrannar Björn Arnarsson (R) Inga Jóna Þórðardóttir (D) Ingibjörg S. Gísladóttir (R) Jóna Gróa Sigurðardóttir (D) Júiíus Vífill Ingvarsson (D) Kjartan Magnússon (D) Ólafur F. Magnússon (D) Sigrún Magnúsdóttir (R) - Steinunn V. Óskarsdóttir (R) Vílhjálmur Þ. Vílhjálmsson (D) 501 þúsund 0 þúsund 0 þúsund 536 þúsund 408 þúsund 572 þúsund 482 þúsund 552 þúsund 369 þúsund 0 þúsund 192 þúsund 0 þúsund 154 þúsund 183 þúsund 330 þúsund *í tölunum er allur kostnaður sem til fellur vegna ferða á vegum borgarinnar, fyr- irtækjakostnaður meðtalinn. MARKÚS ÖRN ANTONSSON Ferðalög Markús- ar Arnar voru að ársmeðaltali tæp- lega 1,4 milljónir árin 1991 til 1993. kostnaður til vegna Ólafs F. og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, en mestur kostnaður er 572 þúsund, vegna Hrannars B. Arnarsonar, fulltrúa R-lista. „Dýrasti" full- trúi Sjálfstæðisflokksins er hins vegar Inga Jóna Þórðardóttir með 482 þúsund. Athygli vekur hins vegar að Árni Þór Sigurðs- son, varaborgarfulltrúi R-lista, er með lang mestan ferðakostn- að á þessu ári, rúm 960 þúsund, en hann er formaður skipulags- og bygginganefndar auk þess að vera formaður hafnarstjórnar borgarinnar. ■ Alþýðusamband Austurlands: Spilin stokkuð upp verkalýðsmál Á aukaþingi Alþýðu- sambands Austfjarða sem haldið verður í dag, mánudaginn 19. nóv- ember verður m.a. rætt um skipu- lagsmál sambandsins í ljósi þeirra sameininga sem orðið hafa meðal aðildarfélaga i fjórðungnum. Sem kunnugt er þá sameinuðust félögin á sunnanverðum fjörðunum í Vökul og norðanmegin í Afl á sínum tíma. Jón Ingi Kristjánsson formaður ASA segir að m.a. ætlunin sé að draga saman seglin í mannahaldi á hann verði t.d. aðeins í 25% starfi aukaþingið. | hjá sambandinu. Það þýðir þó ekki að verið sé að leggja sambandið nið- ur því það muni áfram sjá um ýmis samningamál eins og áður. Hann býst einnig við að ályktað verði eitthvað um kjaramálin og þá þróun sem verið hefur á kaupmætti launafólks samfara sífelldum hækkunum sem orðið hafa bæði á matvöru og margvíslegri þjónustu. Hann segir að fólk verði áþreifan- lega vart við það í buddum sínum hvað það fær alltaf minna fyrir -Um-50—60-mtmns-3Ítja JÓN INGI KRISTJÁNSSON hækkandi verðlagi Skólastúlka send heim: Rekin fyrir blátt hár skólastarf Maria Alexander, tólf ára skólastúlka í Detroit í Banda- ríkjunum, snéri aftur í skólann eft- ir að hafa verið vikið heim í tvær vikur fyrir að vera með blátt hár. „Hvar er réttur foreldra? Eig- um við að hringja í skólann og spyrja hvað börnin okkar mega koma með í nesti eða hvernig við eigum að greiða þeim?“ spyr Amy Alexander, móðir stúlkunnar. Stjórnendur skólans verja ákvörðun sína og segja stefnu skólans að vinna gegn furðulegri tísku sem geti leitt af sér einelti eða stríðni. ■ Átök um micorsoft.is: Risinn í mál við eigandann peilur Microsoft samsteypan hef- ur falið íslenskri lögfræðistofu að kæra skráningu lénsins microsoft.is á íslandi. Eigandi lénsins, Benedikt Sveinsson, er gert að skila því aftur þar sem fyr- irtækið er skráður eigandi vöru- merkisins Microsoft á Islandi. Úrskurðarnefnd léna, sem úr- skurðar í deilu sem þessari, hefur rétt til að svipta eiganda léni ef sá sem skráði Iénið sótti um það í þeim tilgangi að selja leigja eða veita öðrum aðgang að því gegn greiðslu, sem er sannanlega hærri en kostnaður við skráningu þess. Benedikt segist hafa sent greinagerð til úrskurðarnefndar- innar og svarað þeim alvarlegu ásökunum _sem fram komu í kærunni. „Úrskurðarnefndin hef- ur ekki úrskurðað neitt um þetta ennþá.“ Hann veit ekki hve langan tíma nefndin ætlar að taka sér. Benedikt segir að Microsoft sé tilbúið að láta þetta mál hafa for- dæmisgildi og muni sækja málið alla leið. Hann hafi í augnablikinu ekki tíma, getu eða fjárráð til að fara í dómsmál. Nú bíði hann þess einungis að fá fellt niður kærugjald- ið sem nemi sjötíu þúsund krónum. Ásdís Magnúsdóttir, lögmaður Microsoft á Islandi, vildi ekki tjá sig um málið. ■ STURLA BÖÐVARSSON Kynnti tlmarammann á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Jarðgöng fyrir austan og vestan: Tímarammi útboðs kynntur samgöngur Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hefur kynnt tímaramma útboðs vegna jarð- ganga sem bora á milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar annars vegar og Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar hins vegar. Gert er ráð fyr- ir að útboðsferillinn geti hafist um miðjan desember með forkynningu á EES-svæðinu og taki hálft ár. Gert er ráð fyrir að samningar verði undirritaðir i ágúst í síðasta lagi en hægt er að flýta því. Skipulagsstofnun samþykkti jarðgöngin fyrir sitt leyti en kæru- þessari viku. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.