Fréttablaðið - 19.11.2001, Page 16

Fréttablaðið - 19.11.2001, Page 16
16 FRETTABLAÐIÐ 19. nóvember 2001 MÁNUDACUR HÁSKÓLABÍÓ HAGATORGI. SÍMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.45 [málarinn kl. 5.45 jTHE OTHERS kl. 8 og 10.15 j Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Kl/IICMVNDAHÁTÍO ELLING BREAD AND TULIP BREAD AND ROSES CRADLE WILL ROCK kl. 6,8 og 10 kl.8 kl. 6 kl. 10 5mfíRR\± Bia Ihx SÍWli 564 0000 ■ wwvv.smarabm.is Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 JOY RIDE_____________kl. 3.30, 5.45 og 8 j YAMAKASI kL 3.40, 5.50, 8 og 10.1011PETUR ÖG KÖTTURINN- kTIl 1 COLEMAN Hafði verið f skemmtanaiðnaðinum síðan hún var ellefu ára gömul. Gharlotte Goleman: Fannst látin fólk Leikkonan Charlotte Colem- an lést eftir öflugt asmakast sl. miðvikudag. Bresk dagblöð grein- du frá þessu í fyrradag. Coleman var þekktust fyrir hlutverk sitt í Fjögur brúðkaup og jarðaför, þar sem hún lék vinkonu og meðleigj- anda Hughs Grants. Hún var 33 ára gömul. Coleman fannst látin á gólfinu í íbúðinni sinni. Að sögn systur hennar, Lisu Coleman, fannst Charlotte á efri hæð íbúðar sinnar en astma tækið hennar fannst á neðri hæðinni. ■ 29) 37) Alltaf á * miðvikudögum Jókertölur mlðvlkudags 6 6 8 3 2 FRÉTTIR AF FÓLKI ; Victoria Beckham, eða Snobbkryddið eins og hún er stundum kölluð, gladdi marga karlkyns áhorf- endur á Ein Live Krone tónleika- hátíðinni sem haldin var í Þýskalandi fyrir skömmu. Þar kom hún fram í gegnsæjum topp og ætlaði allt um koll að keyra þegar hún birtist á sviðinu. Victoria, sem er gift knattspyrnumanninum David Beckham, fór þó tómhent heim því Sasha var valin besta sveit- in. Elton John hefur fengið Justin Timberlake, kærasta Britney Spears, til að leika í myndbandi við nýtt lag. í myndbandinu á Timberlake að leika Elton John á sínum yngri árum og þarf því að klæðast und- arlega litríkum fatnaði og bera sólgleraugu líkt og goðið gerði forðum daga. Meðal annarra sem koma fram í myndbandinu eru Paul Reubens, sem er betur þekktur sem Pee-Wee Her- mann. Elton John hefur á síðustu dögum fengið hina ýmsu aðila til að leika í myndböndum fyrir sig og fór Robert Downey Jr. til að mynda með stórt hlutverk í því síðasta. Hljómsveitin Starsailors ætlar að gefa út nýja smá- skífu fyrir jól. Smáskífan ber nafnið Lullaby og er tekið af plöt- unni Love Is Here en auk sam- nefnds lags má finna tvö'ný lög. From A Whisper To A Scream og tónleikaútgáfu af Tie Up My Hands. Smáskífan verðúr einnig gefin út á DVD. NABBI PETTER NÆSS „Ég vildi gera einfalda mynd sem einblínir fyrst og fremst á persónurnar sem hún fjallar um." Um drauma og þrár Andhetjurnar Elling og Kjell Bjarne eru söguhetjur kvikmyndarinnar Elling sem frumsýnd var í Háskólabíó um helgina. 700.000 Norðmenn hafa gert sér ferð á myndiria'sem er sú vinsælasta í Noregi frá upphafi. kvikmyndir „Allir eru eins og Elling, en Elling er bara aðeins ýktari en við hin,“ segir Petter Næss, leikstjóri samnefndrar myndar. Elling segir frá sam- nefndum manni sem hefur alla sína tíð búið með móður sinni í mikilli einangrun. Þegar hún fellur frá þá endar Elling inni á geðdeild, enda fúnkerar hann ekki sem skyldi í samfélaginu. Þar kynnist hann Kjell Bjarne, og verða þeir hinir mestu mátar. „Þeir eru mjög ólíkir. Elling er lítill og taugaveiklaður, hann er haldinn alls kyns fóbíum og er hræddur við eitt og annað. Kjell Bjarne er stór og mikill, með mikinn áhuga á kvenfólki, þó hann eigi það reyndar sam- merkt með Elling að hafa ekki sængað með konu.“ í upphafi myndarinnar er fylgst með því þegar þeir félag- ar losna af geðdeildinni og fá út- hlutað íbúð. Þar eiga þeir að búa og reyna að komast af á meðal hins venjulega fólks. Eins og við er að búast kemur ýmislegt spaugilegt upp á. „Þessi mynd hefur bæði kómískar og tragísk- ar hliðar," segir Petter. „Myndin fjallar um drauma og þrár, um óöryggi og óttann við að ná ekki settum markmiðum. Myndin höfðar hins vegar til fólks held ég vegna þess að allir kannast við þessa þætti í sér, þó að þeir séu ekki jafn áberandi hjá „venjulegu fólki“ eins og hjá Elling og Kjell Bjarne.“ Það er ekki ofsagt að segja að myndin höfði til fólks, 700.000 Norðmenn hafa séð hana og hún hefur hlotið áhorfendaverðlaun á fjölda kvikmyndahátíða. ís- land er fyrsta landið sem tekur myndina til almennra sýninga og segist Petter vera spenntur að sjá hvernig íslendingar taki myndinni. „I-Iún verður síðan tekin til almennra sýninga á Norðurlöndunum og víða í Evr- ópu,“ segir Petter sem hefur verið á ferð og flugi að kynna myndina. Elling er önnur mynd hans og segir hann það hafa verið mikla áslcorun að koma skáldsögunni, sem hún byggir á, á hvíta tjald- ið. „Það hafa verið skrifaðar fjórar bækur um Elling og þær hafa notið mikilla vinsælda í Noregi sem gerði verkið ekki léttara," segir leikstjórinn sem hefur alið stærsta hluta starfs- aldurs síns innan veggja leik- hússins. „En ég stefni að því að gera nýja mynd á næsta ári og er með hugmynd að nokkrum í viðbót." sigridur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.