Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvemer 2001 MÁNUDACUR HRAÐSOÐIÐ |' SIGRÚN GRENDAL JÓHANNESDÓTTIR formaður Félags tónlistarkennara Von meðan talað er saman HVERNIG er andinn meðal tónlist- arkennara í verkfallinu? „Hann eflist við hvern dag sem líð- ur. Þá sannfærist fólk í þeirri trú sinni að um verðugt málefni sé að ræða. Hér er nefnilega ekki bara um okkar launabaráttu að ræða, heldur snýst málið jafnframt um framtíð tónlistarkennslu í landinu almennt. Menn eru mjög fastir fyrir og ákveðnir í að fylgja þessari baráttu eftir eins léngi og þarf. HVERJAR eru horfurnar í samn- ingamálum tónlistarkennara? „Það er mjög erfitt og í raun alveg ómögulegt að ætla sér að spá fyrir um þær. Ég treysti mér ekki til þess, en við ætlum okkur auðvitað að ná viðunandi árangri. Annað er kannski ekki hægt að segja.“ CK staða tónlistarkennara sem þrýstihóps nægilega sterk til að standa í verkfallsbar- áttu? „Við höfum náttúrulega ekki bein neikvæð áhrif strax út í þjóðfélagið, líkt og kannski sjúkraliðar og fleiri stéttir. Þannig að við þurfum að við- hafa ákveðna undirróðursstarfsemi og reyna að búa til einhverja öldu í samfélaginu. Við finnum fyrir rosa- lega miklum samhug og stuðningi alls staðar, í öllum hópum og út um allt land. Haft var eftir einum full- trúa launanefndar sveitarfélaganna að hans skoðun á okkur sem þrýsti- hóp væri að ekki væri ástæða til að semja við .okkur í fíýti vegna þess að í samanburði við t.d. þroskaþjálfa, þar sem menn litu mjög illa út ef þeir létu þroskaheft börn vera um- önnunarlaus, þá skiptum við minna máli. Þannig að ef málið snerist ein- vörðungu um útlit ráðamanna ættum við kannski að hafa áhyggjur. En við vonumst til að þetta risti dýpra en svo, þannig að ég vil nú meina að við séum ágætis þrýstihópur.“ HEFUR verið leitað stuðnings annarra stéttarfélaga eða samtaka kennara? „Það hafa allir aðrir kennarar lýst yfir fullum stuðningi við okkar kröf- ur og hvetja viðsemjendur okkar til að semja á sömu nótum og leiðrétta laun okkar. Þannig að ekki stendur á öðrum kennurum. Þá barst okkur í dag tgærj reyndar peningagjöf frá Þroskaþjálfafélagi íslands og svo erum við með baráttufund á sunnu- daginn klukkan 2 í Háskólabíói þar sem okkar stuðningsmenn ætla að fjölmenna og veit ég að kennarar verða í þeim hópi.“ Sigrún Grendal Jóhannesdóttir er formaður Fé- lags tónlistarkennara og jafnframt formaður samninganefndar félagsins. Skattsvikarar á Spáni reyna að koma illa fengnu fé sínu í lóg: I kapphlaupi við evruna madrip. ap Skattsvikarar og aðrir sem stundað hafa óheiðarleg við- skipti á Spáni keppast nú við að koma illa fengnu fé sínu í lóg áður en evran tekur við af pesetunum um næstu áramót. Reyndar verð- ur hægt að nota gömlu myntina í tvo mánuði, en að því búnu verða pesetarnir gjörsamlega verðlaus- ir og þá er ekki gott að sitja uppi með mikið af þeim undir dýnunni eða í peningaskáp heima hjá sér. Um árabil hefur til dæmis tíðkast við fasteignakaup á Spáni að hluti verðsins sé aldrei gefinn upp á pappírum til þess að losna við skatta. Þeir sem stunda pen- ingaþvætti gefa heldur ekki upp viðskipti sín, og sömuleiðis láta sumir eigendur skemmtistaða ekki allan gróða koma fram til skatts. Enginn veit nákvæmlega hve mikið magn af illa fengnu fé hef- ur safnast saman á Spáni. Spánar- banki giskaði fyrir nokkrum árum á töluna 3.600 milljarðar peseta. En svo mikið er víst að undan- farið hefur verið óvenju mikið líf í viðskiptum með fasteignir, bif- reiðar og skartgripi, svo nokkuð sé nefnt. Svipaða sögu mun reynd- ar vera að segja frá fleiri Evrópu- sambandsríkjum. ■ BÖRN AÐ LEIK Á SPÁNI „Svarta myntin" svonefnda er jafn hverful og snjórinn sem féll á Spáni í síðustu viku. Meðan börnin bjuggu til snjókarl voru sumir hinna eldri að gera verðmæti úr falda fénu. | FRÉTTIR AF FÓLKI Nýlega var ráðið í fjórar stjórnunarstöður í Þjóðleik- húsinu og fyrir valinu urðu fjór- ar konur. Hér er um að ræða Ásdísi Þórhallsdóttur, sem tek- ur við stöðu umsjónarmanns Smíðaverkstæðisins, Birnu Björgvinsdóttur, deildarstjóra í leikmunadeild, Ingibjörgu Bjarnadóttur sýningarstjóra á Stóra sviðinu og Björgu Björns- dóttur, sem ráðin hefur verið kynningarstjóri Þjóðleikhússins. Asdís Þórhallsdóttir lauk stúdentsprófi frá MH 1988. Hún stundaði leikstjórnarnám í Moskvu í leiklist- arskóla Anatolís Vasilíev 1991-93. Hún hefur starf- að sem leikstjóri í sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, þar sem hún leik- stýrði Litla- Kláusi og Stóra-Kláusi, hjá Leik- félagi Reykjavíkur, ýmsum áhugaleikfélögum og Ríkisút- varpinu. Hún hefur verið að- stoðarmaður leikstjóra í á annan tug verkefna í Þjóðleikhúsinu. Meðal verkefna hennar á því sviði eru Þrek og tár, Allir synir mínir, Sannar sögur af sálarlífi systra, Poppkorn og Solveig. Hún var aðstoðarmaður leik- stjóra og túlkur í öllum upp- færslum Rimasar lúminasar í Þjóðleikhúsinu. Birna Björgvinsdóttir starf- aði á annan áratug í Svíþjóð, m.a. við ýmis leikhús og leik- flokka, aðallega í Stokkhólmi. Hún lauk þar námi í verkefnastjórnun 1998, skipulagði leikferðalög og var verkefna- stjóri og tækni- legur stjórnandi ýmissa leiksýninga, m.a. á veg- um sænska ríkisins og Stokk- hólms, menningarborgar 1998. Ingibjörg Bjarnadóttir starfaði sem sýningarstjóri hjá Leikfé- lagi Akureyrar á níunda áratugn- um en hélt svo til Bretlands þar sem hún lærði sýningarstjórn (stage mana- gement) í Guild- ford School of Acting and Dance. Hún lauk prófi 1990. Hún starfaði sem sýningar- stjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu í 9 ár en starf- aði síðustu þrjú ár sem markaðs- fulltrúi hjá Miðlun ehf. Björg Björnsdóttir lauk mastersnámi í blaða- mennsku frá Centre Uni- versitaire d'Enseignement du Journalism í Strassborg í Frakk- landi 1994. Áður hafði hún lokið námi í hagnýtri fjölmiðlun frá Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands og BA prófi í frönsku og fjölmiðlafræði. Hún starfaði við Tvöfalt líf bóka Slóð Olafs Jóhanns Olafssonar rithöfundar og viðskiptafrömuðs ligg- ur víða og enn skilur hann eftir brauðmola á göngu sinni. Nú er kom- in í búðir ný skáldsaga eftir hann, Höll minninganna, en þó eru Fiðr- ildin enn á flugi og ná jafnvel hærra en nokkurn hefði grunað því þau stefna nú alla leið í átt til Hollywoodstjarnanna. ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON Nú er unnið að undirbúningi kvikmyndar byggðri á Slóð fiðrildanna. bókmenntir Nýja bókin var ný- komin heim og í hendurnar á Ólafi Jóhanni þegar blaðamaður bankaði upp á. Honum var boðið beint inn í eldhús, upp á kaffi en þáði vatn og svo vísaði Ólafur honum til sætis við eldhúsborðið þar sem eintak af bókinni lá ný- fætt og gljáandi. „Já, og umbúð- irnar eru góðar,“ svaraði Ólafur eftir að honum hafði verið óskað til hamingju með útgáfuna. „Það er alltaf sérstök tilfinning að fá bókina í hendurnar. Það er svona staðfesting að ákveðnu ferli sé lokið. Að það sem er búið að vera að gerjast í hausnum á mánni sé komið á það að stig að fram- haldslíf þess sé tryggt. Bækur lifa tvöföldu lífi, fyrst með höf- undinum og svo með lesendun- um. Þetta er orðið almennings- eign því hver les bók með sínum augum og út frá sinni reynslu." Sagan er byggð á raunveru- legum atburðum. „Kveikian að þessari bók er lífshlaup Islend- ings sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar. Við lok fyrra stríðs hvarf hann. Hann átti hér eigin- konu, börn og blómlegt fyrir- tæki. Það vissi enginn hvað hafði orðið af honum fyrr eiginkona hans heyrði orðróm um að hann væri ef til vill í New York. Mér var sögð þessi saga fyrir nokkrum árum og hún festist í hausnum á mér. Þetta er þó skáldssaga, ég bý til mann sem hvergi er annarsstaðar til en í þessari bók, en ég nota þó eitt og annað úr lífshlaupi þessa manns.“ Sagan hefst 20 árum eftir að hann yfirgefur klakann og les- andinn kynnist ævintýrum hans í Bandaríkjunum er hann lítur yfir farinn veg. „Hann lendir í ýmsu. Eitthvað hefur verið innra með honum sem fékk hann til þess að pakka saman og fara. Þegar sagan mín hefst er hann einkaþjónn blaðakóngsins Willi- am Randolph Hearst í höll hans við Kyrrahafið." Fyrir nokkrum mánuðum síðan seldi Ólafur Jóhann kvik- myndaréttinn af síðustu bók sinni „Slóð Fiðrildanna" til Pal- omar Pictures. Framleiðendur myndarinnar eru Anne-Marie Mackay og Sigurjón Sighvats- son. „Við erum í því núna að velja handritshöfund og tala við hugsanlega leikstjóra. í kjölfar þess förum við í það að velja í hlutverk." Þegar forvitinn blaðastráklingurinn reyndi svo að veiða upp úr Ólafi við hvaða leikstjóra væri verið að ræða brosti hann vinalega og svaraði; „Það skýrist svona á næstu vik- um. Þetta er allt toppfólk, það verða engir aukvisar í mynd- inni.“ biggi@frettabladid.is almannatengsl hjá GSP og síðar Mekkanó 1999- 2000 en hafði áður unnið á dag- blaðinu Le Figaro í París 1997-99 og venö fréttaritari RÚV í Istanbúl í Tyrklandi auk þess sem hún var fréttamaður á fréttastofu Sjón- varpsins'. Hin geðþekka klíka sem kennd hefur verið við Mál og menningu styrkti stöðu sína á landsfundi Samfylkingarinnar. Formaður flokksins er mikill vinur þessa hóps- og Mörður Árnason er auðvitað innan- búðarmaður. Nú er Stefán Jón Hafstein kominn til áhrifa í Samfylkingunni og spurning hverjir banka næst á dyrnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.