Fréttablaðið - 10.12.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 10.12.2001, Síða 4
FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2001 MÁNUDACUR SVONA ERUM VIÐ Fyrrum framkvæmdastjóri Handsals: Abyrgð ekki felld úr gildi KYNJAHLUTFÖLL I KENNARAHÁSKÓLA fSLANDS Það er almennt viðurkennt að auka þurfi hlut karlkennara í skólum landsins. Þróun- in hefur verið óhagstæð þessu markmiði mörg undanfarin ár og ekkert lát virðist á fækkun karla. Af 1443 nemendum við KHÍ í fyrrahaust voru 85% konur. Flestir stunda nám við grunnskólaskor skólans, eða 567. f'ÍI Konur 1225 j Karlar 218 Þj óðhagsstofnun: Ekki lögð niðurfyrir f burnham Hæstiréttur féllst sl. fimmtudag ekki á kröfu Hjálmars Kjartanssonar, fyrrum fram- kvæmdastjóra Handsals, um að hann yrði leystur undan sjálfs- skuldarábyrgð sem hann gekkst í fyrir skuldabréfum að upphæð 80 milljónum króna í eigu Guðmund- ar Franklín Jónssonar. Fyrsti gjalddagi skuldabréfanna er árið 2005 og telur Hæstiréttur þann tíma ekki enn kominn þar sem reynt geti á ábyrgð Hjálmars. Saga málsins er í megiriatrið- um að kauptilboð Guðmundar Franklín og Burnham Securities Inc. í Handsal hf. árið 1999 byggð- ist að hluta til á því að Guðmund- ur keypti kröfur Lífeyrissjóðs Austurlands í félaginu með skuldabréfum sem Hjálmar gerð- ist ábyrgðarmaður að. Skömmu síðar var heiti félagsins breytt í Burnham International á íslandi og Hjálmari sagt upp störfum. Hann höfðaði þá mál gegn Guð- GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON Sagði fyrrum framkvæmdastjóra upp störfum skömmu eftir að hann gekkst í ríflega ábyrgð. mundi og lífeyrissjóðnum þar sem hann krafðist þess, aðallega, að fá ábyrgð sína ógiíta, en til vara að skaðleysi hans yrði tryg- gt. Á þetta féllst rétturinn ekki. ■ Go gaf tóninn, áramót stjórnsýsla Þjóðhagsstofnun verður ekki lögð niður fyrir ára- mót eins og forsætisráðuneytið hafði tilkynnt starfsmönnum um síðasta vor. Síðasta sumar var skipuð nefnd sem átti að undirbúa að verkefni Þjóðhagsstofnunar yrðu flutt til annarra stofnana og stofnunin sjálf lögð niður. Hlé hefur orðið á störfum hennar frá því í september og ljóst að frum- varp um að leggja Þjóðhagsstofn- un niður verður ekki lagt fyrir Al- þingi fyrr en eftir áramót. „Aðalatriðið í þessu er að ein- falda verkaskiptingu hjá hinu op- inbera með því að flytja verkefni sem hafa verið unnin hjá Þjóð- hagsstofnun til annarra stofn- ana“, segir Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu. „Til þess að Þjóðhags- stofnun verði lögð niður þarf að leggja fram lagafrumvarp og af- nema lög um Þjóðhagsstofnun. Sú vinna hefur verið í undirbúningi en er ekki lokið.“ Hann segir að væntanlega verði frumvarp þessa efnis ekki lagt fram fyrr en eftir áramót en í fjárlögum sé gert ráð fyrir að Þjóðhagsstofnun starfi áfram á næsta ári og ekki hafi verið gerðar neinar breytingar í þeim efnum ■ —♦..- Kæra á Skífuna: Ekki samráð LEiÐRÉmNG Að gefnu tilefni vill stjórn Félags íslenskra hljómlist- armanna að það komi fram að ekk- ert samráð var milli félagsins og Japís um kæru til Samkeppnisráðs á hendur Skífunni vegna misnotk- unar fyrirtækisins á markaðsráð- andi aðstöðu þess. Erindi félagsins til Samkeppnisráðs hafi ekki verið í samráði við Japís eins og lesa mátti í Fréttablaðinu á föstudag. ■ en er ekki með Undirbúningur stofnunar lággjaldaflugfélags er á lokastigi. Lokaá- kvörðunar gæti verið að vænta fyrir jól. Flogið verður til London, París- ar og Barcelona. Sjötíu prósenta aukning hjá flugfarþegum, þegar Go hóf flug hingað, ástæða þess að hópurinn fór af stað. Ekki útilokað að viðræður eigi sér stað við íslenskt flugfélag. flug „Undirbúningur lággjalda- flugfélagsins er á lokastigi og mun það hefja áætlunarflug á vormán- uðum,“ segir Jóhannes Georgsson, sem er í forsvari fyrir þann hóp sem stendur að stofnun flugfélags- ins, en hann er fyrrum fram- kvæmdastjóri SAS á íslandi. Ein- ungis á eftir að hnýta lausa enda og vonumst við til að því verði lok- ið á allra næstu vikum.“ Að sögn Jóhann- esar hefur nafn á Ekki hefur enn flugfélagið enn verið tekin ekki verið ákveðið, ákvörðun um en áfangastaðir það hvaða þess verði London, þjónustustig París og við munum Barcelona. Ráð- hafa um borð gert sé að fljúga til í vélunum. London fjórtán ^ sinnum í viku, sjö sinnum til Parísar og sex sinnum í viku til Barcelona. „Ástæða þess að við ákváðum að stofna lággjaldaflugfélag er meðal annars sú, að þegar að flug- félagið Go hóf flug hingað til landsins, varð um sjötíu prósenta aukning á fjölda farþega frá Bret- landi. Að auki ætla Flugleiðir að fækka um eina vél, sem er um ell- efu prósent af sætaframboði þeir- ra,“ segir Jóhannes, sem álítur að þarna gefist gott markaðstæki- færi. Hann segir að ekki sé búið að ganga frá samningum við það flug- félag sem taka muni að sér að flyt- ja farþegana, en ekki sé endilega JÓHANNES GEORGSSON Ástæða þess að við ákváðum að stofna lággjaldaflugfélag er meðal annars sú, að þegar að flugfélagið Go hóf flug hingað til landsins, varð um sjötíu prósenta aukning á fjölda farþega frá Bretlandi. um að ræða bresk flugfélög. Jó- hannes vildi ekki tjá sig um það, hvort viðræður stæðu yfir við ís- lenskt flugfélag. Nýja flugfélagið, muni hafa það markmið að bjóða farþegum veru- lega lág fargjöld, líkt og Go flugfé- lagið, sem að sögn Jóhannesar er á engan hátt viðriðið hið nýja félag. „Við munum hagræða verulega í rekstrinum og mun það skila sér beint í lægri fargjöldum farþeg- anna,“ segir Jóhannes. Flugfélagið verði sölu og markaðsfyrirtæki sem myndi regnhlíf yfir utanað- komandi aðila, sem sinna muni verkefnum sem ekki snerta far- þegana beint. „Ekki hefur enn ver- ið tekin ákvörðun um það hvaða þjónustustig við munum hafa um borð í vélunum. Við munum þó vera með eigin söluskrifstofur í þeim borgum sem við fljúgum til, en einnig munum við selja farseðla í gegnum ferðaskrifstofur og á Netinu,“ segir Jóhannes. „Ég get ekki sagt hvenær lokaafgreiðsla málsins muni liggja fyrir, en ef til vill verður hún jólagjöfin í ár.“ arndis@frettabladid.is Krislín IÍc*ijía cTimnúnutmir Sumar a hippasióduni Kriittn Heigs Gunnarsdóttír Litrikfrásögn tini ævinlyralcgt sumar tóliára þribura hjá skrautlegri frænku í Kaupmannahöfn. Spennandi saga fvrir börn á ölltun aldri eftir höfund Wóu hrckkjtisvlns og bókanna tim Bintw. Mal og menning Enn vex þrýstingurinn á Arafat: Innbyrðis átök Palestínumanna gaza, ap Til átaka kom milli hund- ruða af stuðningsmönnum Ham- as-samtakanna og óeirðasveita palestínsku lögreglunnar fyrir helgi í Gazaborg. Grjóti var kas- tað, skotið var af byssum upp í loftið og lögreglujeppi var brenndur. Þetta eru fyrstu merkin um að herskáir Palestínumenn sýni mótspyrnu gegn hertum að- gerðum Jassers Arafats gegn þeim. Arafat er undir sívaxandi þrýstingi frá ísraelskum stjórn- völdum, og sömuleiðis frá Banda- ríkjamönnum og fleiri ríkjum á Vesturlöndum, um að koma hönd- um yfir meðlimi samtakanna Hamas og Jihad, sem staðið hafa fyrir sjálfsmorðsárásum gegn ísrael. Israel hefur gefið honum stuttan frest til þess að handtaka marga liðsmanna Hamas, og gerðu hlé á loftárásum á Palest- ínumenn á meðan. Arafat hafði þá þegar látið handtaka fjölmarga Hamasliða, en ísraelsmenn segja að það séu ekki þeir sem skipulögðu sjálfs- morðsárásirnar um síðustu helgi. Arafat lét einnig setja Ahmed Yassin, leiðtoga Hamas-samtak- anna, í stofufangelsi á heimili hans í Gazaborg, og fær enginn að hafa samband við hann þar. Hins vegar sætir hann ekki síð- ur þrýstingi frá Hamas-samtök- unum, og óljóst er hvort staða Bandarísk rannsókn: Vímuefna- notkun eykst new york.ap Misnotkun áfengis og eiturlyfja virðist hafa aukist í mörgum hlutum Bandaríkjanna frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á landið þann 11. septem- ber. Sérstaklega á þetta við um New York borg og Washington, sem eru einmitt þeir staðir sem urðu fyrir árásunum. „Þetta fólk notar vímuefni vegna streitunnar sem það þjáist af,“ segir Joseph Califano Jr., frá Columbia háskól- anum, sem hafði umsjón með rann- sókninni. „Ég held að við séum að verða vitni að upphafi vímu- efnafaraldurs í landinu." ■ T Formaður Prestafélags: Áhyggjur af niður- skurðinum ríkisfjármál Séra Jón Helgi Þórar- insson, formaður Prestafélags ís- lands, segir þjóðkirkjumenn hafa þungar áhyggjur af áformaðri 100 milljóna króna skerðingu sóknar- gjalda. Hann segir þá nú vera að skoða hvort og hvernig er hægt að fá niður- skurðinum hnekkt. Sóknargjaldið rennur til trúfélaga eftir fjölda meðlima Um 90% lands- manna eru í Þjóð- .... , , kirkjunni. Niður- ' n skurðurinn þýðir því um 90 milljóna króna tekjutap fyrir söfnuði Þjóð- kirkjunnar. „Margir söfnuðir hafa verið að byggja og eru í allnokkrum skuld- um. Vextir hafa hækkað en nú á innkoman að standa í stað og það raskar áætlunum um afborganir. Allur kostnaður vegna kirknanna og laun starfsmanna safnaðanna, annarra en prestanna, eru greidd af sóknargjöldunum. Þessir liðir hafa hækkað og breytingin þýðir því ein- faldlega samdrátt í þjónustunni," segir Jón Helgi. ■ JÓN HELGI Boðar samdrátt ANDSTÆÐAR FYLKINGAR Palestínskir lögreglumenn hrekja stuðn- ingsmenn Hamas á flótta skammt frá húsi Ahmeds Yassin, leiðtoga Hamas, f Gaza- borg, en hann er í stofufangelsi. hans meðal Palestínumanna sé nógu sterk til þess að vinna bug á Hamas eða Jihad. „Við í Hamas ætlum ekki að sætta okkur við handtökur Palest- ínustjórnar, og við tökum því ekki þegjandi," sagði einn þeirra sem lentu í átökunum í gærmorgun. ■ I LÖGREGLUFRÉTTIR Ríkislögreglustjóri hefur lagt fyrir lögregluna í Keflavík eins og önnur lögreglulið að aug- lýsa þjónustunúmer þar sem fólk getur komið á framfæri þeim fyr- irspurnum og erindum sem það á við lögregluna og fellur ekki und- ir neyðaraðstoð. Þjónustunúmerin hafa verið auglýst í kjölfar þess að sameiginleg fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjórans og lögreglu- stjóranna í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, á Keflavík- urflugvelli og á Selfossi hóf störf í júlí.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.