Fréttablaðið - 13.12.2001, Síða 10

Fréttablaðið - 13.12.2001, Síða 10
".UR sUVMVlTimAGUR FRÉTTABLAÐIÐ 13. desember 2001 FIMMTUDAGUR 10 UDflf Í“ 13.. desember 700 Alþingi: Skattalækk- anir sam- þykktar SKATTAR Skattalagabreytingar rík- isstjórnarinnar voru afgreiddar sem lög frá Alþingi í gær. 28 þing- menn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en þing- menn stjórnarandstöðu sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra fagnaði því að frumvarpið skyldi vera orðið að lögum. Um væri að ræða mestu breytingar á skattkerfinu en haldið yrði áfram og ríkisstjórnin væri ekki hætt að gera endurbætur á skattkerfinu. ■ Jóhanna Sigurðardóttir: Stjórnvöld auka á verðbólgu efnahagsmál Fyrirhuguð gjaldtöku- aukning hins opinbera kemur til með að auka á verðbólgu á næsta ári, að sögn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þingmanns Samfylkingarinnar. „Eg bað Þjóðhagsstofnun að reikna verðbólguáhrifin af aukinni gjald- töku, ásamt þeirri hækkun á áfeng- isverði sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu og hækkun á komugjöldum og gjöldum til sér- fræðinga. Þegar þetta er tekið með mælast verðbólguáhrifin 0,35 pró- sent. Þá er t.d. ekki tekin með hækkun sem verður á afnotagjöld- um RÚV. Þetta held ég að sé mjög slæmt innlegg í þá sátt sem verið er að reyna að ná á vinnumarkaði. Þjóðhagsstofnun hefur unnið þessa mælingu í samráði við Hagstofu, en í þessu vega mjög þungt hækkanir á námsmenn. Innritunar- og skrán- ingargjöld, auk efniskostnaðar vega 0,14 prósent í þessu. Fjár- málaráðuneytið hefur verið að mót- mæla þessu og telur áhrifin eitt- JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna segir að aukin gjaldtaká af sjúklingum komi skelfilega við lífeyr- isþega, aldraða og öryrkja ofan á þá hækkun sem orðið hafi á komu- gjöldum sl. sumar. hvað minni, en ég leyfi mér nú frek- ar að trúa Hagstofunni og Þjóð- hagsstofnun sem eru með þessar mælingar." Jóhanna segir að frekar en að hækka álögur á námsmenn hefði t.d. verið nær að hækka tó- baksverð. „Það vegur miklu minna í vísitölunni. Gjöld á námsmenn gefa ríkissjóði 100 milljónir. Ef tóbak væri hækkað um 10 krónur, sem yrði 17 í útsölu með virðisauka, myndi það gefa ríkissjóði 200 millj- ónir og 0,07 prósent verðbólguá- hrif, þannig að þar fengjust bæði helmingi meiri tekjur og minni verðlagsáhrif." ■ Voru innan við mín- útu að fremja ránið Hettuklæddir þjófar brutust inn í BT-tölvur. Tóku Qórar fartölvur, leikjatölvu, myndavélar og fleira. Gengistap lánþega LÍN í námi erlendis: Snúi sér til ráðherra með sínmál menntamál Námsmenn sem hafa borið hafa skaða af gengisbreyt- ingum vegna námslána fyrir skólagjöldum erlendis eiga að snúa sér til ráðuneyta fjár- og menntamála með sín mál, að sögn Gunnars Birgissonar, stjórnar- formanns LÍN. Hann segir ekki rétt að stjórn Lánasjóðsins standi í vegi fyrir að hlutur þeirra náms- manna sem verst standi vegna þessa verði réttur. „Stjórn lána- sjóðsins gerir ekkert nema að hafa heimildir til þess. Bæði þyrfti að breyta. reglum og svo þurfa að vera til aurar, menn verða að spá í það. Svo er náttúru- lega spurning hvað gerist, því við vonum að krónan styrkist. Þá verður þetta vonandi minna mál heldur en áður,“ sagði hann og benti á að lánin hafi í eina tíð ver- ið í dollurum. „Þeim var svo breytt yfir í krónur þegar gengið hækkaði, þá vildu menn fara þá leið. Núna fór þetta á hinn veginn og þá er staðan svona, því miður.“ Gunnar sagði að í augnablikinu stæðu ekki til reglubreytingar hjá Lánasjóðnum. „En væntan- lega hafa þau samband við menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra til að þrýsta á sín mál.“ ■ innbrot Brotist var inn í fyrir- tækið BT tölvur við Reykjavík- urveg um fjögurleytið í fyrr- inótt. Höfðu þjófarnir á brott með sér fjórar fartölvur, leikja- tölvudót og 8-9 stafrænar myndavélar og er andvirði þýf- isins rúmlega ein milljón króna. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði gengu þjófarnir skipulega til verks en þeir voru horfnir á braut þegar lögreglan kom á vettvang mínútu eftir öryggis- kerfi fyrirtækisins fór í gang. Líkur bendi til að sömu aðilar hafi verið að verki og í sumar. Þá hafi verið farið inn í sama fyrir- tækið og samkvæmt öryggis- myndavélum hafi þjófarnir ver- ið farnir á bak og burt 20-30 sek- úndum eftir að öryggiskerfið fór í gang. Það mál sé enn óupplýst. Sömu aðferðum hafi verið beitt til að komast inn í fyrirtækið í báðum tilfellum með því að spenna upp aðaldyr fyrirtækis- ins. Mennirnir sem brutust inn voru allir hettuklæddir en í versluninni eru myndbandsupp- tökuvélar. Vinnur lögreglan nú að því að fara yfir myndböndin ■ VERSLUNIN BT Talið er að sömu aðila hafi verið að verki við innbrotið I fyrrinótt og brutust inn í sumar. Það mát er enn óupplýst. Á MORÐSTAÐ Réttarlæknisstarfsmenn rannsaka aðstæð- ur á morðstaðnum í gær þar sem William Stobie var skotinn til bana. Hann var fyrr- verandi lögreglumaður og fyrrverandi meðlimur I Ulster-samtökunum á Norður- írlandi. Herskár mótmælandi á N-írlandi: Skotinn til bana utan við heimili sitt BELFAST.N-ÍRLAND.AP William Stobie, herskár mótmælandi sem hafði verið bendlaður við mörg af grimmilegustu morðum sem framin hafa verið í N-írlandi und- anfarin ár, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt i Belfast í gær. Stobie, sem var 51 árs, hafði fengið viðvaranir um að fyrrver- andi félagar hans í Ulster-samtök; unum ætluðu að myrða hann. í síðasta mánuöi féllu saksóknarar frá tveimur morðákærum á hend- ur honurn eftir að lykilvitni þeirra neitaði að bera vitni. ■ Smekkleysa kynnir: Ljóð og jazz Ljóð og jazz byggir á samspili djasstónlistar og Ijóðaflutnings. Hér lesa Ijóðskáldin Nína Björk Árnadóttir, Matthías Johannes- sen, Jón Óskar, Jó- hann Hjálmarsson, Þorri Jóhannsson og Ari Gísli við tónlist eft- ir Carl Möller í flutn- ingi Carls Möllers (píanó), Guðmundar Steingríms- sonar (trommur) og Birgirs Bragasonar (Kontra- bassi). Carl segist nálgast Ijóðin með litlum stefjum, en lætur skáldunum eftir flug og spuna. Framsókn í Kópavogi: Sigurður vill bæta metið um fjögur 4r framboðsmál Fyrirfram er ekki búist'við miklum breytingum á skipan efstu manna á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Kópa- vogi við komandi kosningar til sveitarstjórna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri og oddviti flokksins hefur gengt stöðu bæjarstjóra í meirihlutasamstarfi með sjálf- stæðismönnum í tæp 12 ár og stefnir að því að bæta fjórum árum við það met innan bæjar- stjórnarinnar eftir kosningarnar í vor Á aðalfundi fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna fyrir skömmu var samþykkt að fela uppstilling- arnefnd að gera tillögu að fram- boðslista fyrir komandi kosningar. í þeim efnum er lögð áhersla á að listinn verði skipaður konum og körlum með sem jöfnustum hætti. Jafnframt á að gæta að fjölbreytni í aldri, menntun og störfum fram- bjóðenda. í starfi sínu á nefndin að óska eftir framboðum og tilnefn- ingum meðal flokksmanna og leita einnig eftir almennum athuga- semdum og ábendingum meðal þeirra. Flokksmenn hafa frest til 15. janúar n.k. til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri við nefndina. Þá er stefnt að því að uppstillingarnefnd leggi fram til- SIGURÐUR GEIRDAL Hann hefur setið manna lengst í stól bæjarstjóra í Kópa- vogi, eða samfellt I bráðum 12 ár. lögu um röðun á lista á almennum fundi fulltrúa- ráðsins eigi síðar en 1. mars n.k. Framsóknar- flokkurinn fékk tvo fulltrúa kjör- na í bæjarstjórn Kópavogsbæjar árið 1998, þau Sigurð Geirdal og Hansínu Björgvinsdóttur. í þeim kosning- um var flokkurinn nálægt því að fá þriðja bæjarfulltrúann kjörinn. ■ Ránfuglar jÓHANN Ón HlLMARSSON SKRIFAR U o NFUGLA Á ÍSLANDI. GLÆSILEGAR LJÓSMYNDIR OG FRÓÐLEG GREIN VIÐTÖL • VEROLAUNAKROSSGÁTA • FONDUR • UPPSKRIFTIR • CÓD RÁO • SPURT OG SVARAÐ ... hlýtt blab allt árlb ' ~ I °lab/að Fæst á næsta blaðsölustað / Askriftarsími 586 8005 Útgefandj: Rit 81 Rækt ehf, Háholti 14,270 Mosfeilsbæ, www.rit.is, rit(0rit.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.