Fréttablaðið - 13.12.2001, Page 22

Fréttablaðið - 13.12.2001, Page 22
22 FRETTABLAÐIÐ 13. desember 2001 FIMMTUDAGUR HEIMASÍÐA VIKUNNAR Jóhannes Páll páfi II ræsti í gær nýja heimasíðu kirkju jómfrúarinnar af Gu- adalupe sem staðsett er í Mexíkó. Páfi gaf sér tima frá hefðbundnu messuhaldi í Vatíkaninu til að ýta á nokkra hnappa á fis- tölvu sem komið var fyrir í kjöltu hans. Fjöldi manns var samankominn til að fylgj- ast með þessari nýju tilraun Vatíkansins til að breiða út Guðs orð. FRÉT1.|R AF F5LKII Iþessum dálki hefur oftar en einu sinni verið rætt um komu Stefáns Jóns Hafstein í forystu- sveit Samfylkingarinnar. í því samhengi hefur verið látið að því liggja að stofnað hefði verið til framboðs hans til að koma í veg fyr- ir að Ása Ric- hardsdóttir settist í sæti formanns.. Mikil óánægja er innan Samfylking- arinnar með þessa söguskýringu, enda almenn ánægja með störf Ásu. Eftir því var gengið að hún byði sig fram til formennsku í framkvæmdastjórn, en hún var því mjög fráhverf. Segja menn að stefnt hefði harðan slag ef Ása hefði einnig sóst eftir embættinu. Schwarzenegger lendir í mótorhjólaslysi: Ætlar samt á skíði SLYS Hasarmyndahetjan og vöðva- tröllið Arnold Schwarzenegger var útskrifaður af St. Johns spítalan- um í Santa Monica í gær. Kappinn lenti í mótorhjólaslysi sl. sunnudag og brákaði rifbein sín í kjölfarið. Hinn 54 ára gamli Arnold er í góð- um gír þrátt fyrir slysið sagði tals- maður hans í gær. Engar nánari upplýsingar voru gefnar upp um slysið en ljóst er að það mun ekki hindra Arnold í því að fara á skíði með fjölskyldunni í jólafríinu. „Engar áhyggjur, þetta mun ekki hafa áhrif á skíðaferðalag mitt með fjölskyldunni til Sólardalsins [Sun Valley í Idahoe] þessi jólin,“ segir í yfirlýsingu hans. Slysið mun heldur ekki hafa áhrif á undirbúning stórmyndar- innar T3, framhald Terminator myndanna sem gerðu Schwarzen- egger að þeirri stjörnu sem hann er. Schwarzenegger skrifaði í síð- ustu vikur undir samning um þátt sinn í myndinni og segir sagan að hann fái 30 milljónir dollara fyrir hlut sinn í myndinni. Talsmaður hans vildi ekki staðfesta upphæð- ina í gær en vísaði henni ekki á bug. Undirtitill myndarinnar er, The Rise of the Machines, og stefnir í að hún verði ein dýrasta kvikmynd sögunnar. ARNOLD SCHWARZENEGCER Alltaf sami töffarinn. Einhverjum var mikið í mun að hafa áhrif á niðurstöður kosn- ingar á visi.is um spurningu dagsins sem birt er á bls. 2 í Fréttablaðinu. Á þriðjudag var spurt hvort kjósendur teldu að ol- íufélögin hefðu samráð sín á milli um verðlagningu á bensíni og olíu. Eftir kvöldmat í fyrrakvöld tóku menn eftir að í gang fór gíf- urleg þátttaka í kosningunni. I ljós kom að í Danmörku voru ein- hverjir áhugasamir um málið. Þeir höfðu haft fyrir því að for- rita tölvu til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sendi hún á skömmum tíma inn hátt í tvö þúsund atkvæði þar sem spurn- ingunni var svarað neitandi. Fréttablaðs- og Vísismenn sáu við svindlaranum, gátu ógilt atkvæð- in og birt réttu niðurstöðurnar sem voru þær að 96% kjósenda telja að samráð sé haft en 4% ætla að svo sé ekki. I^blaðinu í gær voru viðraðar spekúlasjónir Kremlverja um að Stöð 2 hefði sýnt mikið við- skiptavit með því að hafa viðtal Hans Kristjáns Árnasonar við Jón Baldvin Hannibalsson svo seint á dagskránni að venjulegt fólk var farið að sofa. Stöðin ætli svo að græða fúlgur f jár á að selja viðtalið á myndbandi. Nú höfum við fregað að þarna hafi Kremlverjar ofmetið snillingana á Lynghálsi. Þeir borguðu víst ekki krónu fyrir viðtalið því Hans Kristján, stofnandi stöðvarinnar, gaf það endurgjaldslaust til birt- ingar. Hans Kristján stendur svo einn og óstuddur að útgáfu mynd- bandsins, án nokkurra afskipta þeirra á Lynghálsinum. Packard Bell 800 MHz dúndurvél með 10 Gb diski og DVD drifi 179.900 XL1000 Komdu og hlustaðu % ,Q S' ~ i ' Stílhreint útlit og skarpur hljómur einkennir þessa glæsistæðu frá SHARP ÉBf 29.900 BGKO 28" sjónvarp ístofuna og 14" í barnaherbergið 1» Verð frá 21.900 DVD-spilarar sem spila öll svæði Úrval DVD-spilara % á verði frá 29.900 R212 P Þinn eigin skyndibita- staður Hann gerirlífið léttara, hefur útlitið með sér og poppar vel. 14.900 AEG Brauðrist AT250 fyrir daglegt brauð 5.290 LEIKUR íHENDI 32m lófatölvan með stóra skjínum fg 13.990 ioottar og pönnur gera matargerðina ^ að skemmtun. 2.990 Árvirkmn, Seifossi •Hmlionau:: Akureyrí • Straimwr isatirði * Belsll, Vestmannaeyjum • Svelnn Buðmundsson, Egilsstöðum • Lfósboglnn, Ketlavlk • Hljómsýn, Akranesi • Versl. HúslO, Grínóavlk • Öryygi, Húsavík •Eiectro, Oalvík • Verslunin Vík, Neskaupsstað • Brlmnes. Vestmannaeyjum * Rás, Þortákshöfn • KF Borgtlrölnga, Borgarnesi KF Vopntiröinga, Vopnafirði-KF V-Húnvetninga, Hvammstanga • KF Húnvetnlnga, Blönduósi • Skagllrölngabúö, Sauöarkróki • Ralbær, Siglufirði • KF Sleingrímsljarðar. Hólmavik • Versl. Einars Stetánssonar, Búðardal •Guöni E. Hallgrimsson, Grundarfirði • Sparkaup, Fáskrúðsfirði • Kask, Höfn • Blómslurvelllr, Hellissandl *Mostell, Hellu • Klakkúr, Vfk • Versl. Urö, Raufarhöfn • Versl. Bakki, Kópasskeri • Hjalll Slgurösson, Eskifirði JÓLAGJAFIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 VINNINGSHAFINN Kristjana Harðardóttir vann Yaris bil i símahappdrætti á dögunum. Fyrir viku vann hún 300 kall í sama happdrætti. Með henni á mynd er Valgerður dóttir hennar Stærsta jóla- ^ r r gjofin í ar Að vinna í happdrætti er gaman. Að minnsta kosti eru Kristjana og Björn úr Hafnarfirði á þeirri skoðun. Þau unnu á dögunum nýjan Yaris bíl í símahappdrætti DAS. happdrættisvinningur „Þetta er meiriháttar. Við höfum í rauninni aldrei kynnst öðru eins.“ Þetta eru fyrstu orð Kristjönu Harðardóttur, ljónheppins vinn- ingshafa úr Hafnarfirði, þegar ég spyr hana út í nýja Yaris bíl- inn sem hún hreppti í símahapp- drætti á dögunum. Kristjana ætl- ar að selja bílinn. „Við eigum bíl. Við munum selja hann og nota peningana til að greiða niður skuldir," segir Björn Sigtryggsson, bifvélavirki og eiginmaður Kristjönu. Björn er skráður fyrir símanum og vinningurinn á hans nafni. Krist- jana hringdi hins vegar inn svo þau munu með réttu skipta með sér vinningnum. Bílavinningur þeirra hjóna er ekki eini happdrættisvinningur- inn sem rekið hefur á fjörur þeir- ra að undanförnu. Fyrir tæpum hálfum mánuði vann Kristjana 300 krónur í sama happdrætti. „Ég hélt reyndar að ég hefði unnið stóran vinning vegna þess að það var hringt í mig. Þetta var símsvari sem tjáði mér að ég hefði unnið 300 krónur." Kristjana segist vera á þeirri skoðun að stórir vinningar eigi að fara þangað sem neyðin er mest og nefnir að bílavinningur- inn sé yfrið nógu stór fyrir þau. „Mér finnst þetta hæfilegur vinningur," segir Björn líka. „Þegar fólk fer að fá of mikið verður það bara vitlaust." Sem fyrr segir fer andvirði bílsins í að greiða niður skuldir og veraldlegar freistingar bíða betri tíma. Kristjana blæs á það þegar ég spyr hvort ekki sé freistandi að fjárfesta í pels eða öðru slíku ef vera skyldi að hann kólnaði að nýju? „Nei, nei, nei. Ég er engin pelsakona," segir hún afdráttar- laust. Kristjana og Björn hafa valið lit á nýja Yaris bílinn. Hann er grásanseraður og lyklana fengu þau afhenta í gær. kristjangeir@frettabladid.is Hvernig stendur á því að hjá þeim eru þetta alltaf taugarnar en við erum skaphundar? ; ^

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.