Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
UMDEILDUR
RÁÐHERRA
Litiu munar á fjölda
þeirra sem vilja að
Sturla segi af sér og
þeim sem vilja hafa
hann áfram.
Á Sturla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra, að fara að ráðum
formanns Vinstri grænna og
segja af sér?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Á fsland að sækja um aðild að ESB?
Farðu inn á vísi.is og segðu I
þina skoðun __
FÓRNARLÖMB SYRGÐ
Israelsk ungmenni syrgja vini sína sem
létust í árás á veitingastað.
Miðausturlönd:
Átta falla í
átökum
JERÚSALEM. ap Tveir Palestínu-
menn létust þegar þeir gerðu árás
á herstöð nærri Hadera á Vestur-
bakkanum. Mennirnir hófu skot-
hríð á ísraelska hermenn. Henni
lauk með að annar maðurinn lést.
Hinn sprengdi sig bifreið sína í
loft upp á flótta.
Sex Israelsmenn létust í þremur
árásum Palestínumanna um helg-
ina. Ungur Palestínumaður drap
tvo unglinga er hann gerði sjálfs-
morðsárás á pizzustað í verslun-
armiðstöð í Karnei Shomron á
Vesturbakkanum í gær. Á föstu-
dag sprengdu Palestínumenn
skriðdreka á Gaza svæðin og urðu
þremur hermönnum að bana.
Fjórði hermaðurinn var skotinn
til bana á vegatálma við Vestur-
bakkann. ■
—♦— .
Dagmóðir í sakamáli:
„Okkur tókst
þetta - og
tókst það vel“
dómsmál Dagforeldrarnir sem
ákærðir eru fyrir að hafa haft of
mörg börn í gæslu sögðust fyrir
rétti á föstudag hafa gert það vegna
þrýstings frá foreldrum og félags-
málayfirvöldum.
Sannað er að 26 börn voru í
gæslu hjá hjónunum í apríl í fyrra.
Daginn sem níu mánaða drengur
var fluttur frá þeim með banvænan
áverka, 2. maí sl., var 21 barn á
heimilinu.
Hjónin sögðu daggæslufulltrúa í
Kópavogi hafa vitað um hluta barn-
anna en að öðrum umframbömum
hafi þau haldið leyndúm.
Konan sagði að í mars eða apríl
hefði daggæslufulltrúinn komið í
heimsókn. Þessa mánuði voru á bil-
inu 24 til 26 börn í gæslu hjá hjón-
unum. Konan segir fulltrúann hafi
farið um allt húsið í vettvangskönn-
un sinni. Honum hafi átt að geta
verið ljóst hver fjöldi barnanna var.
Hann hafi þó enga athugasemd
gert. Daggæslufulltrúinn bar aftur
á móti að hann hefði ekki séð að of
mörg börn væru á staðnum.
„Við vissum að við vorum að
gera rangt,“ sagði konan fyrir dóm-
inum. Aðspurð lýsti hún sig þó
ósammála því áliti að dagforeldri
væri ofviða að gafa fleiri en fimm
börn í gæslu:
„Okkur tókst þetta - og tókst það
vel,“ sagði hún. ■
einnig bls. 7.
2
18. febrúar 2002 MÁNUDAGUR
Málverkaþjófnaður í Svíþjóð:
Verk metin á 26
milljónir sænskra stolið
svíþjóð Fimm málverkum var
stolið af fornmunasýningu í
Stokkhólmi í gær. Málverkin voru
metin á yfir 26 milljónir sænskra
króna.
Talið er að þjófurinn hafi falið
sig í safninu og látið til skara
skríða eftir lokun á laugardags-
kvöldið. Lögreglan telur að þjóf-
urinn hafi verið fagmaður, þar
sem hann tók rammana í sundur í
stað þess að skera verkin út með
hníf. Óvopnaðir öryggisgæslu-
menn urðu varir við þjófinn og
eltu hann án árangurs.
Dýrasta verkið, „View from
Alost“ eftir flæmska málarann
Jan Breughel hinn eldri, er metið
á 25 milljónir sænskra. Hin verk-
in fjögur eru eftir Svíanna Anders
Zorn, Bruno Liljefors, Markus
Larsson og finnska málarann
Aksell Gallen-Kallela.
Um 250 sænskir listamenn eru
með verk sín á sýningunni og lauk
henni í gær.
Þetta er þriðji stærsti mál-
verkaþjófnaður í Svíþjóð. Sá
stærsti átti sér stað árið ‘93 þegar
verkum Picasso’s og Georges
FIMM MÁLVERKUM STOLIÐ
Peder Isacson heldur á ollumálverkinu
„View from Alost" eftir flæmska málarann
Jan Breughel hinn eldri (1568-1625), en er
dýrasta verkið sem rænt var af fornmuna-
sýningunni ( Stokkhólmi í gær.
Braque að verðmæti 53 milljónum
dollara var stolið. Öll verkin úr
því ráni nema eitt, „Still life“ eftir
Braque, hafa fundist. ■
INNLENT
Einkavæðingarnefnd samdi við
Búnaðarbanka íslands og
PriceWaterhouseCoopers um
rúmlega 130 milljóna króna þókn-
un fyrir sérfræðiráðgjöf vegna
einkavæðingar Landssímans.
Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá
því í gærkvöldi að samkvæmt
skjölum sem forsætisráðuneytið
hefur látið af hendi eftir úrskurð
úrskurðarnefndar um upplýs-
ingamál hafi verið samið við
Búnaðarbankann um 39 milljóna
króna greiðslu og PriceWaterhou-
seCoopers um 68 milljóna króna
greiðslu. Ofan á þetta bætist
virðisaukaskattur. Forsætisráðu-
neytið hafði áður hafnað Alþingi
og fjölmiðlum um aðgang að upp-
lýsingunum.
Lækkun í febrúar
árviss viðburður
Vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,2 - 0,3% í febrúarmánuði þrjú
af síðustu fjórum árum. Aðgerðir gegn verðbólgu skýra lækkun neyslu-
verðsvísitölu fyrir skemmstu ekki nema að hluta. Vísbendingar eru þó
um að lækkun vísitölunnar nú sé frábrugðin lækkun undanfarinna ára.
efnahagsmál Lækkun vísitölu
neysluverðs í febrúar er næsta ár-
viss viðburður. Þrjú af síðustu
fjórum árum hefur neysluverðs-
vísitalan lækkað um 0,2 - 0,3% í
febrúarmánuði. í þessum mánuði
lækkaði vísitalan um 0,3%, eða
því sem næst sama hlutfall og
flest undanfarin ár.
Lækkun neysluverðsvísitöl-
unnar í þessum mánuði hefur víða
verið túlkuð sem staðfesting þess
að aðgerðir sem stjórnvöld og at-
vinnulíf hafa gripið til með það
fyrir augum að ná niður verð-
bólgu hafi skilað árángri. Reynsla
undanfarinna ára sýnir þó að þær
aðgerðir skýra ekki a[la lækkun-
ina sem varð á vísitölunni. Hluti
lækkunarinnar hefði komið fram
óháð því hvort gripið hefði verið
til aðgerða gegn verðbólgu eða
ekki. Eins og einn viðmælandi
blaðsins sagði: „Menn háfa notað
tækifærið til að auglýsa að þeir
séu að lækka vöruverð. Þeír gera
það alltaf á þessum árstíma." Vís-
ar hann þar til þess að vöruverð
er í hámarki í kringum jól og ára-
mót. í kjölfarið lækkar vöruverð
samhliða því að eftirspurnin
minnkar. Þá koma einnig til útsöl-
urnar sem hafa undanfarin ár ráð-
ið miklu um lækkun neysluverðs-
vísitölunnar upp á 0,2 - 0,3% í
febrúar.
Lækkunin verður þó ekki öll
skýrð með árvissum lækkunum.
„Það eru meiri lækkanir á ýmsum
liðum en verið hefur í febrúar
árin á undan“, segir Rósmundur
Guðnason, deildarstjóri vísitölu-
deildar Hagstofunnar. „Það eru
vísbendingar um að það sé aðeins
að hægja á verðhraðanum. Lækk-
un vísitölunnar er að í fleiri þátt-
janúar 0,6% hækkun
febrúar 0,2% lækkun
janúar 0,6% hækkun
febrúar 0,2% lækkun
janúar 0,8% hækkun
febrúar 0,3% lækkun
janúar 0,1% hækkun
febrúar 0,2% hækkun
janúar 0,9% hækkun
febrúar 0,3% lækkun
SKÝRIR LÆKKUNINA AÐ HLUTA
Aðgerðir opinberra aðila skýra að hluta
lækkun neysluverðsvisitölunnar. Fleiri
þættir koma þó til, m.a. árvissar lækkanir
og útsölur sem hefðu skilað nokkurri
lækkun neysluverðsvísitölunnar.
um en fatnaði. Hluti af þessu er
gengisáhrifin. Þau getur maður
t.d. séð í lækkun á verði bíla.“
Þannig hafi hækkandi gengi krón-
unnar, aðgerðir gegn verðbólgu
og árvissar útsölur og vöruverðs-
lækkun sameinast um að lækka
vísitöluna milli mánuða í ár.
brynjolfur@frettabladid.is
Björn Bjarnason:
Kveður ráðu-
neytið í mán-
aðarlok
kosningar Björn Bjarnason mun
skýra frá brottför sinni úr
menntamálaráðuneytinu í lok
mánaðarins.
í pistli á heimasíðu sinni segist
Björn munu skýra frá brottför
sinni þegar framboðslisti Sjálf-
stæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar verður
kynntur í síðustu viku mánaðar-
ins. Björn vildi í gær ekki segja
með hvaða hætti hann hyrfi úr
menntamálaráðuneytinu eða
hvort hann gæti snúið þangað aft-
ur ef sjálfstæðismenn vinna ekki
meirihluta í borginni í vor. ■
Ráðning Þórarins V:
Halldór
Blöndal lof-
aði forstjóra-
stöðunni
sIminn Halldór Blöndal, forseti Al-
þingis, gaf Þórarni V. Þórarinssyni
fyrirheit um að hann yrði ráðinn
forstjóri Lands-
símans áður en
Halldór lét af
starfi samgöngu-
ráðherra eftir
þingkosningarnar
1999.
Sturla Böðvars-
son, samgönguráð-
herra, greindi frá
þessu i viðtali við
Morgunblaðið í
gær. Sturla segir
Þórarinn hafa átt frumkvæði að því
að ráðningarsamningurinn yrði til
fimm ára. Inn á það hafi hann geng-
ist. Þórarinn hafi hins vegar fengið
langt um lægri laun en hann hafi
gert kröfu um.
„Ég hef ekkert um það að segja“,
var það eina sem Halldóri Blöndal
sagði þegar Fréttablaðið bar þetta
undir hann í gær. ■
HALLDÓR
BLÖNDAL
Vildi ekkert tjá sig
um málið í gær.
Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði:
Magnús og Valgerður í efstu sætunum
prÓfkjör „Þetta var tiltölulega ró-
legt prófkjör. Það var enginn stór
slagur um efstu sætin. Sjálfur get
ég mjög vel unað við 65% atkvæða
í fyrsta sætið og yfir 80% atkvæða
í heildina", segir Magnús Gunnars-
son, bæjarstjóri í Hafnarfirði eftir
prófkjör sjálfstæðismanna á laug-
ardag. „Ég held að við séum þarna
með mjög sigurstranglegan lista í
höndunum. Næstu vikur verða not-
aðar til að byggja upp góða baráttu
fyrir vorið.“
Magnús fékk 1.204 atkvæði í
fyrsta sæti listans. Alls greiddu
1.857 atkvæði í prófkjörinu. Val-
gerður Sigurðardóttir, forseti bæj-
arstjórnar, fékk 1.135 atkvæði í Bæjarstjórinn og ráðherrann úr Hafnarfirði voru kátir á kosningavöku sjálfstæðismanna á
annað sætið. Þau voru einu fram- laugardagskvöld.
bjóðendurnir sem fengu bindandi
kosningu. Haraldur Þór Ólason,
framkvæmdastjóri, varð í þriðja
sæti. Bæjarfulltrúarnir Steinunn
Guðnadóttir og Gissur Guðmunds-
son lentu í fjórða og fimmta sæti.
Sjötta sætið kom í hlut Leifs S.
Garðarssonar, aðstoðarskóla-
stjóra.
Sjálfstæðismenn eru með fimm
af ellefu fulltrúum í bæjarstjórn.
Aðspurður vildi Magnús ekki
segja að stefnt yrði að því að ná
meirihluta í kosningunum í vor.
„Menn reyna alltaf að gera betur
en síðast. Við hljótum að horfa til
þess að halda þessu ágæta fylgi
sem við höfðum síðast. Reyna svo
að gera okkar besta.“ ■