Fréttablaðið - 18.02.2002, Side 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
18. febrúar 2002 MÁNUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Hefur þú fylgst með
Vetrarólympíuleikunum?
Nei, hef engan áhuga
Kristinn Þór Arnarson, húsasmíðanemi
Veiði í janúarmánuði:
Fiskaflijókst
um 20 þús-
und tonn
fiskveiði Fiskaflinn í nýliðnum janú-
armánuði var 183.991 tonn saman-
borið við 163.249 tonn í janúarmán-
uði ársins 2001 og er það aukning
um rúm 20 þúsund tonn á milli ára.
Þetta kemur fram í tölum frá Hag-
stofu íslands. Alls bárust 26.676
tonn af botnfiski á land og er það
nánast sami afli og í janúar 2001. Af
flatfiski bárust 1.152 tonn á land
sem er örlítið minna en í fyrra.
Uppsjávartegundir bera uppi heild-
araflaaukningu á milli janúarmán-
aða 2001 og 2002 því í ár veiddist
um 20.000 tonnum meira af þeim en
árið 2001. Loðnuaflinn var 147.003
tonn og jókst um tæp 29.000 tonn en
síldaraflinn minnkaði nokkuð á
milli ára, varð 6.392 tonn nú, en
15.384 tonn í janúar í fyrra. ■
INNLENT
Drengirnir þrír úr Engjaskóla
sem játuðu að hafa sprengt
kennaraborð í skólanum í loft
upp og kveikt um leið í bókahillu
hafa enn ekki verið kallaðir til
skýrslutöku hjá lögreglunni.
Ástæðan mun vera miklar annir á
lögreglustöðinni í Grafarvogi.
Neytendasamtökin komast að
því í nýrri könnun að vörur í
kælum nokkurra verslana eru
meira og minna of heitar. Til-
gangur könnunarinnar var að at-
huga hvort að kælivörur stæðust
kröfur um kælistig 0-4°c. Mælt
var í vörunni sjálfri, beint úr
kælunum. Þrjár verslanir voru
kannaðar, Bónus í Holtagörðum,
Krónan, Skeifunni og Nettó í
Mjódd. í ljós kom að af níu tilfell-
um voru einungis þrjú innan við-
unandi marka. Versta útkoman
var hjá Nettó þar sem vörur voru
allar of heitar. Neytendasamtökin
segja verslanirnar vinna að um-
bótum.
Popey’s á Islandi:
Hafa augastad á lóðum við
Holtaveg og
FRAMKVÆMDIR „Við erum að
sækja um byggingarétt á lóð í
Holtagörðum. Lóðin er í eigu
Þyrpingar. Hún er gegnt IKEA, á
þeim stað sem bílasalan er,“ seg-
ir Einar Berg, framkvæmda-
stjóri eignarhaldsfélags MRC,
sem rekur Popey’s skyndibita-
staðina. „Staðurinn mun líkjast
þeim stað sem við rekum í Kópa-
vogi. Um 400 fermetra bygging
með afgreiðslu beint í bílinn.
Lóðin er um 2000 fermetrar.
Teikningar hafa ekki enn verið
samþykktar. Ég á þó von á að við
fáum byggingaréttinn. Því ættu
miðbænum
framkvæmdir að hefjast í lok
mars. Staðurinn yrði opnaður í
júní,“ segir Einar. Samningur
um rekstrarleyfi AFC á Popey’s
á íslandi skyldar MRC til að
opna fjóra staði fyrir lok þessa
árs. Þegar hafa verið opnaðir
Popey’s staðir í Kópavogi og í
Kringlunni. „Við erum að leita
að lóð í miðbænum fyrir fjórða
staðinn,“ segir Einar. „Lóðirnar
sem við höfum augastað á eru á
milli Skúlagötu og BSÍ. Málið er
á viðkvæmu stigi. Því get ég, á
þessari stundu, ekki sagt frá ná-
kvæmri staðsetningu.“ ■
EINAR BERG
Samningur um rekstrarleyfi AFC á Popeýs á íslandi skyldar MRC til að opna fjóra staði fyr-
ir lok þessa árs. Þegar hafa verið opnaðir Popey's staðir í Kópavogi og í Kringlunni. Verið
er að leita að lóð í miðbænum fyrir fjórða staðinn.
Hvað varð um Þróunar-
sjóð tónlistariðnaðins?
Þeir sem horfðu á Islensku tónlistarverðlaunin tóku eflaust eftir þakkarræðu Skúla Helgasonar.
Þar nýtti hann sér tækifærið og vakti athygli á frumvarpi um „Þróunarsjóð tónlistariðnaðarins“
en það hefur legið óhreyft á borði menntamálaráðherra í tæpt eitt og hálft ár.
stjórnmál „Frumvarpið
snéri að því að stofna út-
flutningssjóð fyrir íslenska
tónlist, sem yrði kallaður
„Þróunarsjóður tónlistar-
iðnaðarins“,“ útskýrir
Skúli Helgason. „Það var
skipuð nefnd með fulltrú-
um tónlistariðnaðarins,
iðnaðar- og menntamála-
ráðuneytinu til að vinna
þetta. Þarna eru ákvæði
um að ríkisvaldið fari út í
almennar stuðningsaðgerð-
ir til aðstoðar tónlistariðn-
aðinum í heild að koma ís-
lenskri tónlist á framfæri í
útlöndum. Þessi sjóður
myndi styrkja markaðs-
rannsókn og ráðgjöf.
Þannig gætu aðilar sem
vilja koma sér á framfæri í
útlöndum leitað til stofnunnar sem
yrði upplýsingamistöð og leiðbein-
andi aðili fyrir tónlistariönaðinn."
Frumvarpið var tilbúið í nóvem-
SKULI
HELGASON
Vakti athygli á týndu
frumvarpi til stofn-
unnar „Þróunarsjóðs
tónlistariðnaðarins"
á Islensku tónlistar-
verðlaununum.
Frumvarpið tilbúið
fyrir einu og hálfu
ári en ekkert hefur
bólað á þvi síðan.
ber árið 2000 en síð-
an þá hafi ekkert
bólað á því. „Menn
segja að það sé af-
staða menntamála-
ráðherra sem valdi
því að málið hefur
ekki fengist sam-
þykkt. Það var samt unnið
með þátttöku fulltrúa hans
og hann virtist styðja það.
En þegar það var tilbúið
verður greinilega til and-
staða sem gerir það að
verkum að málið er strand.
Mér finnst kominn tími á að
menntamálaráðuneytið
kveði upp úr með það hvort
þetta sé rétt. Og ef svo er,
hvers vegna og hvaða leiðir
menntamálaráðherra leggi
þá til í staðinn?“
Skúli segir áhugann á íslenskri
tónlist erlendis aldrei hafa verið
meiri og því ættu stjórnvöld að nýta
sér það almennilega. „Iilutir eins og
—Björk og Sigur Rós
„Ég hef verið gerast bara einu
að gera mér sinni á 10 - 15 ára
vonir að þetta fresti. Viljum við
fari að leys- ekki veðja á þennan
ast." iðnað til þess að það
—«— geti verið raunveru-
legur valkostur fyr-
ir okkar listamenn að koma
tónlist sinni í dreifingu á
öðrum markaðsvæðum?
Það þarf yfirleitt ekki
meira en að komast inn í
einu eða tveimur löndum til
að tvöfalda heimamarkað-
inn. Ég treysti því að stjórn-
völd svari þessari áskorun.
Ég veit að viðskipta- og iðn-
aðararáðherra hefur starf-
að ötulega fyrir því að
reyna koma þessu máli
fram. Þetta innlegg frá mér
á tónlistarverðlaunum var hugsað
sem stuðningur við hennar framtak
og áskorun á menntamálaráðherra
og ríkisstjórnina alla að hífa upp um
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
Neitar því ekki að
hún sé vonsvikin
með hversu hægt
málin þróast. „Við
viljum sýna þessari
starfssemi liðsstyrk,
út af því þarna gæti
verið um mjög mikl-
ar útflutningstekjur
að ræða."
sig buxurnar og keyra
þetta mál í gegn.“
Svo virðist sem ekki fái
úr því skorist hvort tónlist
eigi heima á borði iðnaðar-
og viðskiptaráðherra eða
menntamálaráðherra.
„Ég get ekki neitað því
að ég sé vonsvikin með að
málin skuli ekki þróast
hraðar," segir Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðar- og
viðskiptaráðherra „Við
viljum sýna þessari starfs-
semi liðsstyrk, út af því
þarna gæti verið um mjög
miklar útflutningstekjur að
ræða. Ég veit að tónlistar-
geirinn styður það að þetta
sé á vegum iðnaðar- og við-
skiptaráðaneytisins, þar
sem frumvarpið var unnið
hér fyrst. Eg hef verið að gera mér
vonir að þetta fari að leysast." Ekki
náðist í menntamálaráðherra.
biggi@frettabladid.is
m
FYRIRTÆKJASALA
ISLANDS iíSiVfSS*15
,-YrtlRTÆKI TIL SOLU
LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
5160
Cissur V. Kristjánsson hdl. og
lögg. fasteigna- og fyrírtækjasali
SÖLUSTJÓRI
GUNNAR JÓN YNGVASON
ÍBÚÐARHÓTEL18 ÍBÚÐIR í Reykjavik sam-
tals um 1.100 fm , vel búnar íbúðir, vaxandi
reksturverð 150 millj áhv 54 millj
VIDEOSÓLUTURN MEÐ GRILL i Kópav.
Velta 28 millj pr ár verð 4,9 millj
DEKKJAVERKSTÆÐI -M/ INNFLUTING á
dekkjum og felgum, ágæt afkoma .
VEISLUÞJ. FRAMLEIÐSLUELDHÚS, mikill
og góður búnaður, selst á góðu verði.
INNFLUTNINGUR OG SALA á mjög þekkt-
um bllalyftum, stillingarvélum og fl
TRAUST RÓTGRÓIN SÉRVERSLUN með
ritföng.leikföng, gjafavöru, bækur og fl
DAGSÖLUTURN MEÐ LOTTÓ í Múlahv, 1,2
starf, opið til 6 á daginn, fín afkoma.
VINNULYFTA JLG 660 SJ árg 1996 gefur
góðar leigutekjur, vélin er mikið endurnýjuð.
INNFL. VERSLUN með fjölbreytt úrval vara
og búnaðar fyrir verktaka, 115 millj velta.
FLÍSAVERSLUN Á GÖMLUM GRUNNI gott
að gera , góð afkoma, gott húsnæði
VEISLUÞJ M/ EIGIN SAL Á SPES STAÐ
traust góð viðskiptasambönd , góð afkoma.
BAKARÍ / KAFFISTOFA traust 50m velta ,
góður flottur búnaður, mjög góð afkoma
LYFTARAÞJÓNUSTA EIN $Ú ELSTA, góð
viðskiptasambönd, góður rekstur.
SNYRTISTOFA - SPA-STOFA glæsilegar
nýlegar innréttingar og tæki, vaxandi velta.
HEILSUSTUDIO góð velta , besti tíminn
framundan, fæst á mjög góðu verði.
MJÖG ÞEKKT KVENFATAVERSLUN, góð
afkoma, selst vegna flutninga erlendis.
SÓLBAÐSTOFA í MIÐBÆNUM þekkt ca 15
ára nafn og staðsetning, mjög gott verð..
MIKIL SALA, VANTAR ALLAR
GERÐIR FYRIRTÆKJA Á SKRÁ
Skoðaðu heimasíðuna www.fyrirtaekjasala.is
Bandaríkjaforseti og mengun:
Fleiri fyrirtæki
skili skýrslum
WASHINGTON, ap George W. Bush
Bandaríkjaforseti kynnti í gær
hugmyndir sínar um aðgerðir til
þess að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda í Bandaríkjun-
um. Þessar aðgerðir eiga að koma
í staðinn fyrir Kyoto-bókunina,
sem Bandaríkjaþing hafnaði á
síðasta ári.
Sú leið, sem Bush ætlar að
fara, er að hvetja fleiri fyrirtæki
til að senda stjórnvöldum reglu-
lega skýrslu yfir það hve mikið
magn af gróðurhúsalofttegund-
um þau losi út í andrúmsloftið. Nú
eru einungis 222 fyrirtæki í
Bandaríkjunum sem gefa reglu-
lega slíka skýrslu.
Til þess að hvetja fyrirtækin
til að skýra frá losun sinni ætlar
Bush að gefa þeim skattaafslátt.
Jafnfræmt lofar hann þeim að
skýrslugerð á næstu árum komi
fyrirtækjunum til góða síðar, þeg-
ar strangari reglur verði settar
um losun gróðurhúsalofttegunda.
{tillögum forsetans er gert ráð
fyrir því að strangari reglur verði
settar árið 2012. ■
UNDIR BERU LOFTI
George W. Bush Bandarlkjaforseti sést
þarna kalla á hundinn sinn í garði Hvíta
hússins á sunnudaginn var.