Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐIÐ SVONA ERUM VIÐ 4 18. febrúar 2002 MÁNUDACUR Forseti ASÍ: Frcimferði Israels harðlega gagnrýnt FÖNGUM SEM LJÚKA AFPLÁNUN FÆKKAR Fjöldi fanga sem lokið hafa afplánun f ís- lenskum fangelsum hefur fækkað töluvert undanfarin ár. Eru þeir talsvert færri árið 2000 en árin þar á undan.Tæpur helming- ur þeirra sem lokið hafa afplánun á síð- ustu árum hefur ekki afplánað áður. Stór hluti afplánar styttri tima en eitt ár og eru karlar um og yfir 95% fanga. Heimild: Ársskýrsla fangelsismálastofnunar rfkisins árið 2000. PALESTÍNA Grétar Þorsteinsson for- seti ASÍ segist ekki útiloka það að hann muni verða í alþjóðlegri sendinefnd verkalýðsfélaga sem áformað er að fari til Palestínu og ísraels til að kynna sér ástandið þar af eigin raun. ASÍ hefur lýst yfir skilyrðislausum stuðningi við það frumkvæði norska alþýðu- sambandsins að nefnd á vegum Alþjóðasambands verkalýðsfé- laga og Evrópusambands verka- lýðsfélaga fari þangað suður. Grétar býst við að ástandið í þess- um löndum verði til umræðu í miðstjórn sambandsins innan tíð- ar. í bréfi forseta ASÍ til þessara sambanda kemur fram að það sé skylda alþjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar að láta til sín taka á þessum vettvangi. Með því getur verkalýðshreyfingin lagt sitt af mörkum til að koma friðarferlinu á rétta braut að nýju. Grétar seg- ir að það sé fyrir löngu orðið al- GRÉTAR ÞORSTEINS- SON Segir löngu tímabært að alþjóðlega samfélagið láti til sín taka í deilu ísraels og Palestínu. veg yfirgengilegt hvernig ísraels- menn haga sér gagnvart Palest- ínumönnum. | því sambandi bend- ir hann á að ísraelsmenn noti t.d. skriðdreka og stórvirkar vinnu- vélar til að leggja hýbýli fólks í rúst. Hann segist vart eiga orð til að lýsa þessari framkomu þeirra og annarri í garð palestínsku þjóð- arinnar. ■ Bilaður líkbrennsluofn: Rotnandi lík á víðavangi georgía. USA. Stjórnandi lík- brennsluhúss í Georgíufylki í Banda- ríkjunum var handtekinn í kjölfar þess að um 80 óbrennd lík og líkams- hlutar fundust í húsnæði fyrirtækis- ins og í nágrenni þess. Stjórnandinn, Ray Brent Marsh, gaf þá skýringu að líkbrennsluofninn hefði verið bilað- ur og því hefði hann gripið til þessa ráðs. Upp komst um líkin þegar hundur konu einnar fann höfuðkúpu af manni í nágrenni líkbrennslustof- unnar. Lét hún lögregluna umsvifa- laust vita. Tekist hefur að bera kennsl á þrettán lík til þessa. Óttast lögregl- an að mun fleiri lík eigi eftir að finnast. ■ Félagsmenn hjá Samiðn: Launavið- töl hafa tíðkast um árabil Getnaðarvamir í formi SMS-skilaboða KJARAMÁL Finnbjörn A. Hermanns- son formaður Samiðnar segir að í niðursveiflu megi alltaf búast við því að menn lendi í einhverju strög- gli um kaupið sitt. Þá séu meiri lík- indi en áður að atvinnurekendur séu að kroppa í bónusa og annað í kjör- um félagsmanna. Sex aðildarfélög Samiðnar halda námskeið fyrir fé- lagsmenn um launaviðtöl í vikunni. Það eru Bíliðnafélagið, Félag blikk- smiða, Félag hársnyrtisveina, Mál- arafélag Reykjavíkur, Trésmiðafé- lag Reykjavíkur og Félag garð- yrkjumanna. Finnbjörn segir að launaviðtöl iðnaðarmanna við at- vinnurekendur hafi verið regla hjá þeim um langt árabil, enda séu þeir einatt yfirborgaðir. Formaður Samiðnar segir að venjan hafi verið sú að trúnaðar- menn á hverjum vinnustað hafi löngum staðið í forsvari fyrir félög- um sínum í launaviðtölum við at- vinnurekendur. Hins vegar hafi þótt ástæða til þess að bjóða félags- mönnum þessara félaga upp á nám- skeið í launaviðtölum og m.a .með tilliti til þeirrar niðursveiflu sem orðið hefur. Það hefur m.a. leitt til þess að 15-16 manns eru á atvinnu- leysiskrá. Aftur á móti sé samdrátt- ur t.d. í byggingariðnaði ekki eins mikill og menn höfðu óttast. ■ 1 LOÐNUVEIÐI | Hólmaborg SU er aflahæst ís- lenskra loðnuskipa það sem af er veiðitímabilsins 2001/2002. Þann 13. febrúar hafði skipið veitt 23. 627 tonn. Júpiter ÞH er næstaflahæsta skipið með 18.166 tonn af loðnu. Víkingur AK er síðan það þriðja aflahæsta, með 17.700 tonn. Bjarni Rúnar Einarsson, netverji, býður íslensku kvenfólki upp á pilluáminningu í formi SMS-skilaboða í gegnum Netið. Viðbrögðin hafa verið mjög góð þrátt fyrir að þjón- ustan hafi lítið verið auglýst. netið Bjarni Rúnar Einarsson, netverji, býður íslensku kven- fólki upp á að skrá sig inn á heimasíðu sína á Netinu til að láta minna sig með SMS-skila- boðum á að taka getnaðarvarn- arpilluna. Fréttablaðið náði tali af Bjarna og spurði hann út í þau viðbrögð sem hann hafi fengið við þessari nýjung. „Þau við- brögð sem ég hef fengið hafa verið mjög góð. Þegar ég var að byrja á þessu í október síðastlið- inn fékk ég nokk- ur bréf frá áhuga- sömum stelpum sem fannst þetta góð hugmynd. Auðvitað voru ein- hverjir sem gerðu grín að þessu, en það var allt á frekar vingjarnleg- um nótum.“ Hvernig fer skráningin fram? „Þegar fólk fyllir út umsóknar- eyðublað á heimasíðu minni er það sett á lista. Ég er með forrit sem keyrir á tölvu sem fer yfir listann með reglulegu millibili. Þegar það þarf að senda ein- hverjum áminningu tengist for- ritið við vefsíður Tals eða Land- símans og eru skilaboðin send þannig,“ sagði Bjarni. Bjarni smíðaði forritið upp- haflega fyrir kærustuna sína og systur sínar. Aðspurður hversu margir séu búnir að skrá sig í þjónustuna sagði Bjarni að 80 númer væri komin á listann. „Þegar fólk fyllir út um- sóknareyðu- blað á heima- síðu minni er það sett á lista" ........ SMS-skilaboð væru síðan send á númerin einu sinni á dag. „Það er bara nokkuð gott miðað við að þetta hefur aldrei verið auglýst neitt," sagði Bjarni. En hvernig frétti fólk þá af þessu? „Ég held úti nokkuð víðlesinni heimasíðu og minntist á þetta þar. Síðan breiddist orðrómurinn út. Ég minntist líka á þetta í spjallþráð- um á femin.is, dægurmálaút- varpið tók viðtal við mig fyrir áramót og þetta var síða dagsins á leit.is." Á heimasíðu Bjarna, www.p.molar.is, kemur fram að einungis þær konur sem eru með gsm síma hjá Tali og Símanum geti notfært sér þennan mögu- leika. Sagði Bjarni að ekki væri jafnauðvelt að senda viðskipta- vinum Íslandssíma SMS-skilaboð í gegnum Netið. Hver hafa við- brögð þessara fyrirtækja verið? „Ekki mikil. Ég veit að þau hafa áhyggjur af misnotkun SMS gáttanna^ til dæmis vegna ruslpósts. Ég get samt ekki ímyndað mér að þau hafi neitt á móti pilluáminningunni. Þau hafa vitað af henni frá upphafi, en hafa aldrei haft samband við mig til að kvarta," sagði Bjarni. Sagð- ist hann ekki hafa spurt fyrir- tækin hvort þau vildu semja við sig nánar um þjónustuna. „Eg hef í rauninni engra hagsmuna að gæta þarna. Þetta er bara vina- greiði frá mér til fólksins á Net- inu.“ freyr@frettabladid.is FYRSTA GOLFFERÐIN TIL PORTUGAL í ÁR! Dagana 15.-22. mars. Golf á hinum frábæra golfvelli Benamor, gist á Golden Club Cabanas sem er í 5 mín aksturs fjarlægð frá golfvelli. Verð: kr 79.500* á mann. Innifallið: gisting í 7 nætur í stúdío íbúð með morgunverði, 6 golfhringir, akstur til og frá flugvelli erlendis og fararstjórn. *Skattar kr 4.550 ekki innifaldir. *Miðað við 2 saman í íbúð. Tilboð: „ef 4 eða fleiri bóka sig saman er skattur innifalinnl!" Nánari upplýsingar hjá Plúsferðum í síma: 535 2100 eða hjá Einar Lyng s:863 3371.www.plusferdir.is Breskir vísindamenn: Lýsi er hollt fyrir liðamótin heilsa Vísindamenn í Cardiff á Bretlandi hafa nú staðfest þá aldagömlu trú manna að lýsi sé hollt fyrir liðamótin. Segja þeir að með því að taka inn lýsi dags- daglega geti menn frestað eða jafnvel komið í veg fyrir brósk- los og þann mikla sársauka sem fylgir gigtarsjúkdómum. Telja þeir að með því að taka inn lýsi geti menn jafnvel frestað skurð- aðgerð til að láta skipta um liða- mót, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Rúmlega ein milljón manns í Bretlandi þjást af slitgigt. Þrátt fyrir að venjulega sé talið að einungis eldra fólk þjáist af gigt, þjáist eitt af hverjum 1000 börnum í Bretlandi einnig af sjúkdómnum. í rannsókninni voru skoðuð áhrif Omega-3 fitusýra, sem er meginuppistaðan í lýsi, á ónýt hnjáliðamót fólks sem var á leið í skurðaðgerð. Kom þar í ljós að ensími sem eyðileggja brjósk í liðamótum voru mun algengari hjá þeim hópi sem ekki fékk lýsi. „Lýsi sem inniheldur Omega-3 fitusýrur getur verið afar gott til að halda aftur af gigtarsjúkdómum," sagði Bruce Caterson, vísindamaður, sem hafði yfirumsjón með rannsókn- inni. ■ ALMANNARÓMUR STAÐFESTUR Islendingar hafa lengi vitað að lýsi væri hollt. Sífellt fleiri vísindamenn komast að sömu niðurstöðu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.