Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ 18. febrúar 2002 MÁNUDAGUR FRETTABLAÐiÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsimi: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: 'ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á hö- fuðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS .. —- Bjór og létt- vín í búðir Trausti Björgvinsson skrifar: Ummæíi ðgmundar Jónasson- ar þingmanns Vinstri grænna, þegar hann ræddi afnám einokun ÁTVR í Silfri Egils eru athyglis- verð. Ein rökin fyrir einokuninni hjá honum var að ríkisverslunin gæti haldið verðinu niðri og ætti að auka fjölbreytni. Hingað til hefur verið litið á hátt verð á áfengi sem lið í forvörnum; það þurfi að hindra aðgengi og verð- leggja þessa vörutegund hátt til að minnka neyslu. En ef það er ekki lengur málið má segja að þróunin sé jákvæð. Ein leið til að ná niður verð- bólgu er að lækka gjöld sem lögð eru á áfengi. Samhliða því væri ágætt að geta nálgast þessa lög- legu neysluvöru í matvörubúðum. Ég treysti fólki í matvöruverslun- um fullkomlega til að fylgjast með því að unglingar kaupi ekki áfengi rétt eins og starfsmönnum ríkisins. Við íslendingar getum umgengist þessa vöru eins og aðr- ar Evrópuþjóðir. Eða finnst Ög- mundi það ekki? ■ 10 DEBET Réttlaus og stéttlaus „Það er ókostur á öllum sviðum að fá verktakágreiðslur eink- um og sér í lagi fyrir þá sem uppfylla allar skyldur launþega við atvinnurekanda," segir Ólafur Hrólfsson fyrrum sölustjóri hjá Genealogia Islandorum. „Það fylgir því enginn réttur það hef ég fengið að reyna í viðureign minni við þrotabú félagsins. Eitt það versta er að menn eru ábyrgir fyrir virðisaukaskatti þrátt fyrir að þeir fái hann aldrei greiddan," segir Ólafur. „Nær undantekningalaust leggur þú meira af mörkum en þú færð greitt fyrir sértu verktaki. Manni hættir líka til að van- meta vinnu sína og leggja fram of lága reikinga, Ekki má held- ur gleyma því að maður er bæði stéttlaus og réttlaus." segir Jóhanna I-Iarðardóttir. „Menn gleyma oft hver kostnaður þeir- ra er við að taka við verktakagreiðslum. Þeir þurfa að greiða öll þau gjöld sem atvinnurekandi þeirra greiðir alla jafna. s.s.tryggingagjald, hlut altvinnurekanda í lífeyrissjóð, Það er enginn réttur til veikinda, sumarfrís og atvinnuöryggi er ekki fyrir hendi,“ segir Bergur Guðnason. „Starfi menn eins og launþegar og fá allan kostnað vegna starfsins greiddan er það ekki annað en gerviverktaka og er ekki heimilt samkvæmt lögum,“ segir Jón Ásgeir Sigurðsson. ■ Eiginn herra „Kosturinn er að þú ræður hvaða verkefni þú tekur að þér. Ekki síður er það kostur að geta ráðið vinnutíma sín- um og mér hefur alltaf þótt gott að geta unnið í skorpum og eiga síðan gott frí inni á milli,“ segir Jóhanna Harðar- dóttir blaðamaður. „Það getur verið gott fyrir þá sem skulda mikið eink- um skatta eða eru jafnvel gjaldþrota að.fá greitt sem verktakar," segir Bergur Guðnason hdi. Hanrt segir þá sem skuldi meðlög langt aftur í tímann gjarnan velja þá leið að óska eftir verktakagreiðslum. „Áð öðrum kosti fengju menn lítið útborgað. Á það bera að líta að þetta gera menn ekki nema illa sé ástatt fyrir þeim en ekki endiþega vegna þess að sé betra fyrir þá að öðru leyti.“ Jón Ásgeir Sigurðsson fulltrúi hjá ríkisskattstjóra segir að frá sjónarmiðum embættisins séu menn betur settir að þiggja verktakagreiðslur hafi þeir sannarlega kostnað af atvinnu sinni. „Þá hafa þeir heimild til að telja hann fram til gjalda á skattframtali." ■ Með nýjum dómi Hæstaréttar hefur verið staðfest að staða verktaka á vinnumarkaði er ótrygg við gjaldþrot vinnu- veitanda. Hverjir eru kostir og ókostir þess fyrir almenna launamenn að ráða sig upp á verktakakjör til starfa? JÓNAS SKRIFAR: Dr. Jekyll er Mr. Hyde Persaflóastríðinu lauk aldrei. Bush eldri lýsti yfir sigri og skildi uppreisnarmenn í írak eftir í klóm Saddam Hussein árið 1991. Síðan hefur forseti Iraks ögrað forsetum Bandaríkjanna hverjum á fætur öðrum. Nú er komið að málalokum. Bush yngri hyggst loksins ljúka verki föður síns. Erfitt er að mæla gegn slíku. Saddam Hussein er sem fyrr hættulegur umhverfinu og reynir að safna fjöldaslátrunarvopnum. Hann er að vísu fast- ari í sessi en Talibanar í Afganistan, en á þó við að etja eins konar ígildi Norðurbandalags í minni- hlutahópum Kúrda í norðri og Sjíta í suðri. Margir efast um, að Bandaríkin geti reitt sig á mikinn stuðning innan íraks eftir ófarirnar 1991. Við verðum þó fremur að treysta mati bandarískra herstjóra á stöðunni. Þeir virðast telja sig geta velt Saddam Hussein úr sessi án teljandi mannfórna af sinni hálfu og án mikils mannfalls almennings. Fyrirhuguð styrjöld Bandaríkjanna við Saddam Hussein íraksforseta er ekki framhald stríðs þeir- ra við Talibana og al Kaída í Afganistan. Engin gögn benda til, að Saddam Hussein tengist hryðju- verkum þeirra á Vesturlöndum. Þvert á móti hefur hann haldið sig til hlés um langt árabil. Ef menn vilja styðja fyrirhugaða árás á Saddam Hussein, geta þeir ekki gert það með tilvísun til að- ildar hans að hryðjuverkum á Vesturlöndum. Hún verður aðeins studd þeim rökum, að hún sé eðlilegt framhald af stríði, sem menn létu undir höfuð leggjast að ljúka fyrir einum áratug. Hitt er svo annað og verra mál, að heimurinn er allt annar en hann var fyrir áratug og raunar allt annar en hann var fyrir hryðjuverkin á Manhattan og í Pentagon í haust. Bandaríkin hafa breytzt. Þau eru orðin að einráðu heimsveldi, sem fer sínu fram án nokkurs tillits til bandamanna sinna. Þessi breyting hófst fyrir valdatöku Bush yngri og magnaðist eftir hana. Bandaríkin hafa um nokk- urt skeið neitað að taka á sig nokkrar alþjóðlegar skuldbindingar til þess að takmarka ekki svigrúm ORÐRÉTT „Heimurinn er allt annar en hann var fyrir áratug og raunar allt annar en hann varfyrir hryðjuverkin ... í haust. Bandaríkin hafa breytzt. Þau eru orðin að einráðu heimsveldi “ sitt. Bandaríkin hafa tekið við af Sovétríkjunum sálugu sem afl hins illa í heiminum. Bandaríkin eru nánast að hætta stuðningi við þróunarlöndin og greiða ekki hlut sinn af kostnaði Sameinuðu þjóðanna. Þau undirrita ekki samninga um jarðsprengjubann og efnavopnaeftirlit. Þau hafna alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum og tak- mörkunum á útblæstri eiturefna. Raunar ákvað Bush Bandaríkjaforseti í lok síð- : ustu viku að auka útblástur eiturefna eins mikið á þessum áratug og Evrópa hefur tekið að sér að minnka hann á sama tíma. Eiginhagsmunastefna Bandaríkjanna er orðin svo eindregin, að hún er orðin að mestu ögrun mannkyns á nýrri öld. Með sigrinum í Afganistan fundu Bandaríkin hernaðarmátt sinn og megin. Með auknum stuðn- ingi við hryðjuverkaríkið ísrael hafa Bandaríkin myndað nýjan öxul hins illa í heiminum, studdan nýjum leppríkjum á borð við Pakistan, sem er ein mesta gróðrarstía hryðjuverka í heiminum. Evrópa á ekki heima í þessu bandalagi og er far- in að átta sig á hinni nýju og alvarlegu stöðu heims- mála. Hver ráðamaður Evrópu á fætur öðrum er farinn að stinga við fótum, Chris Patten, Hubert Vedrine og Joschka Fischer. Menn eru farnir að sjá Dr.Jekyll breytast í Mr. Hyde. í ljósi þess, að það eru Bandaríkin og Bush miklu fremur en írak og Saddam Hussein, sem eru hættuleg umheiminum, má Evrópa alls ekki láta flækja sig í nýtt ofbeldi af hálfu Bandaríkjanna. Jónas Kristjánsson EKKI AÐ FURÐA AÐ EIÐ SVÍÐI „Þetta er nokkuð sem ég mun sjá eft- ir alla tíð, þetta er mesta eftirsjá mín á knattspyrnuferl- inum til þessa - að hafa ekki spilað við hliðina á pabba. Ég er enn að ímynda mér hvernig til- finning hefði verið að fá sending- ar frá honum.“ Eiður Smári Guójohnsen um það ákvörð- un aðstandenda landsiiðsins að láta þá feðga ekki spila hlið við hlið í Eistlandi. Mbl. 17.febrúar. ALDREI OF SEINT AÐ LÆRA „Þetta mál kennir okkur að það skiptir miklu máli að stofnanir kunni að fara að reglum og einnig er mikilvægt að læknar vandi sína stjórnsýlu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um mál trúðanarlæknis Flugmálstjórnar og afskipti ráðuneytisins af heilbrigðisvott- orði Árna G. Sigurssonar flugmanns. Mbl. 17. febrúar. SÉR ER NÚ HVER SÁTTIN „Þetta er hluti af þessum díl, karl minn. Ég er búinn að skila öllum mín- um kortum sem ég hafði á vegum Sím- ans og öllum mín- um fjárhagslegu samskiptum við fyrirtækið er lok- ið í fullri sátt.“ Þórarinn Viðar Þórarinsson um hvers vegna hann noti viðskiptakort í eigu Sím- ans til kaupa á bensini á bílinn eftir að hafa gengið frá starfslokasamningi. DV. 16. febrúar. KVIÐDÓMURINN: Opinber þjónusta á afturfótunum eða framtak öllum til hagsbóta Innan skamms stendur til að opnuð verði fyrsta einkarekna heilsugæslustöðin. Stefna stjórnvalda hefur alla tið verið að á íslandi væri rekin góð opinber heilbrigðisþjónusta. Skiptar skoðanir eru um ágæti einkareksturs í heibrigðisþjónustu. GARÐAR SVERRISSON FORMAÐUR ÖBÍ Setur að mér hroll HGarðar segir að í fljótu bragði kunni þetta að virðast saklaus nýbreytni. „En sé þetta skoðað í samhengi við aðra markaðsvæðingu í velferðarþjón- ustunni þá setur að mér hroll. Hér er kerfisbundið verið að naga í sundur flestar mikilvægustu stoð- ir mannúðlegrar samfélagsgerð- ar. Efnalítið fólk er farið að veigra sér við að undirgangast læknis- rannsóknir og leysa út nauðsynleg lyf, að ekki sé minnst á tannvið- gerðir og gleraugu. Hvergi er einkavæðingin þó alvarlegri en í tryggingamálum þar sem sím- hringingum og auglýsingum er linnulaust beitt til að hræða þá sem efni hafa og heilsu að tryggja sig og sína gagnvart sjúkdómum og örorku til að forða þeir sér frá í að þurfa eingöngu að reiða sig á : þá lögákveðnu fátækt sem við j köllum almannatryggingar." ■ I GUNNAR INGI GUNNARSSON HEILSUGÆSLULÆKNIR I ÁRBÆ Kerfi á afturfótum Gunnar Ingi segir það eingöngu hafa verið spurning um tíma hvenær al- vöru einkarekstur færi af stað. „Ég er ekki á móti einkarekstri sem slíkum ef hægt er að ganga út frá því að sjúklingar hafi frjálst val um að sækja þjón- ustu til einkageirans eða velferða- kerfisins. Eins og málum er nú háttað er það ekki hægt. Opinbera velferðakerfið er á afturfótunum með þá þjónustu sem því ber að veita í þessu íbúðarhverfi. Því skapast grundvöllur fyrir annars konar rekstur. Er það tilviljun að hið opinbera skuli draga úr þjón- ustu eða er það vísvitandi stefna og gert til að skapa grundvöll fyrir einkarekstur? Ef við göngum út frá því að opinbera kerfið sinni sínum skyldum að fullu þá finnst mér í lagi að hafa einkarekstur. Aðeins aó því tilskyldu.“ ■ KATRÍN FJELDSTED LÆKNIR OG ALÞINGISMAÐUR Gott aðhald Mín fyrstu við- brögð eru að fagna endurkomu þessara ágætu manna í heimilis- lækningar að nýju. Eg vona að þeir standi við þau fyrirheit sem þeir boða og bjóði allar hliðar heilsu- gæslu,“ segir Katrín Fjeldsted sem sæti á í heilbrigðisnefnd Al- þingis. Katrín segir að spennandi verði að fylgjast með þeim og tel- ur að framtak þeirra muni verða öllum til góða. „ Ekki síst tel ég að frumkvæði þeirri geti orðið stjórnvöldum gott aðhald um að halda þeim gæðum sem eru hér á læknisþjónustu . Ég held að eng- inn þurfi að óttast og ef þeir veita betri þjónustu en er að fá á heilsu- gæslustöðvum nú þegar má hún vera góð.“ Katrín segir það mætti vera mikið áhyggjuefni ef heilsu- gæslan þyldi ekki samkeppnina og óskar þeim Guðbirni og Sverri til hamingju. ■ ÞURÍÐUR BACKMAN, ALÞINGISMAÐUR Spark í afturenda „Ég hef þá skoðun að heilsugæslan eigi að vera rekin innan heilbrigðis- kerfisins. Með til- komu þessarar einkareknu stöðv- ar er kominn rekstur sem settur er út fyrir sviga og gengur þvert á núgildandi lög.“ Þuríður telur að þrýstingur heilsugæslulækna að sitja við sama borð og aðrir sér- fræðingar hafi haft áhrif. „Þetta er hluti af þeirra sérfræðibaráttu því » þeir hafa aldrei verið ánægðir með að þau kjör sem þeir búa við á heilsugæslustöðvunum. Það segir sig sjálft að þeir sem hafa efni á að kaupa sig inn á einkarekna stöð og fá forgang koma til með að gera það. Ég vona að þetta verði spark í afturenda stjórnvalda og valdi því að þar á bæ taki menn til hendinni og tryggi öllum greiðan aðgang að læknisþjónustu. Ég er á móti nýju einkavæddu heilbrigðiskerfi við hliðina á hinu opinbera." ■ ÓLAFUR ÓLAFSSON FYRRUM LANDLÆKNIR til“ „Eigurn við ekki að sjá hvernig þetta reynist. Spurning hvort hægt er að reka slíka stöð án þess að vera á verk- takasamningi við Tryggingastofn- un,“ segir Ólafur Olafsson fyrrum landlæknir og formaður Félags eldri borgara. Hann segir reynsl- una af rekstri heilsulækninga í einkaeign vera dálítið misjafna. „Ef þetta gengur hér er það vel. Þar sem ég þekki til hættir rekstr- inum til að verða dýrari hjá einka- stöðvum. Iíættan er að það lendi á þeim sem hafa betri efni.“ ■ „Sjáum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.